Morgunblaðið - 18.10.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.10.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 33 Morgunblaðio/01.K.M. Frá athöfninni. Séra Þórhildur Ólafs og séra Gunnþór Ingason við altarið, herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands snýr að altarinu, aðrir vigsluvottar til hliðar. Hjón þjóna Hafii- arQarðarprestakalli SÉRA Þórhildur Ólafs var vigð til Hafhar§ arðarprestakalls i Dómkirkjunni & sunnudag. Fyrst um sinn mun Þórhildur leysa eig- inmann sinn, séra Gunnþór Inga- son, af hólmi en hann verður i námsleyfi næsta ár. Að því loknu munu þjónin þjóna HafharQarð- arprestakalli. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, predikaði og annaðist vígsluna. Vígsluvottar voru séra Gunnþór Ingason, séra Miyako Þórðarson heymleysingjaprestur, séra Bragi Friðriksson prófastur í Kj alamesprófastsdæmi og séra Heimir Steinsson sóknarprestur í Þingvallaprestakalli. Kór Dómkirkjunnar söng við undirleik stjómanda síns, Marteins H. Friðrikssonar. Þing Neytendasamtakanna: Neytendafræðsla mikilvæg ÞING Neytendasamtakanna var haldið laugardaginn 15. október sl. Þingið kaus nýja stjóm samtak- anna. I henni eiga sæti Jóhannes Gunnarsson formaður, Reykjavík, Marfa E. Ingvadóttir varaformað- ur, Seltjaraaraesi, Einar Öra Thorlacius gjaldkeri, Reykjavík, Anna Hlfn Bjarnadóttir ritari, Reykjavík, Bryndfs Steinþórsdótt- ir, Reykjavík, Jón Magnússon, Reykjavík, Jónas Bjarnason, Reykjavík, Kristján Valdimarsson, Reykjavík, Oddrún Sigurðardótt- ir, Egilsstöðum, Sigrfður Ingi- björnsdóttir, Vestmannaeyjum, Steinar Harðarson, Álftanesi og Vilhjálmur Ingi Árnason, Akur- eyri. Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á þinginu: „Þing Neytenda- samtakanna, haldið á Hótel Sögu 15. október 1988, þakkar viðskiptaráð- herra og fyrrverandi fjármálaráð- herra, veittan stuðning og velvilja f garð Neytendasamtakanna. Þing Neytendasamtakanna leggur áherslu á mikilvægi neytendafræðslu í skólakerfinu. I því maigflókna neyslusamfélagi sem við búum f, er mikilvægt að gera hina ungu neyt- endur og jafnframt neytendur framt- íðarinnar að gagnrýnum og meðvit- uðum neytendum. Þetta er nauðsyn- legt í ljósi þeirrar hröðu þróunar sem átt hefur sér stað í td. neysluvenj- um, liftiaðarháttum og flölmiðlun, — með sífellt auknu magni auglýsinga sem stöðugt verða áleitnari gagnvart neytendum. Neytendafræðsla hefur almennt verið hornreka í skólakerfínu og skorar þingið á menntamálaráðherra að nú þegar verði snúið við blaðinu. Neytendasamtökin lýsa sig tilbúin til samvinnu við að tryggja framgang þessa máls. FiskverA ð uppboAsmörkuðum 17. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meftal- Magn Heildar- verft verft verft (lestir) verft (kr.) Þorskur 54,00 49,00 50,03 22,180 1.109.664 Stórýsa 98,00 79,00 85,68 8,029 687.917 Smá ýsa 47,00 40,00 40,11 2,898 116.246 Ufsi 28,00 25,00 26,53 32,820 870.564 Karfi 36,00 20,00 20,35 2,471 50.281 Steinbítur 26,00 25,00 25,50 0,658 16.469 Koli 40,00 40,00 40,00 0,038 1.520 Langa 32,00 21,00 30,36 1,134 34.438 Lúða 300,00 160,00 208,55 0,505 105.320 Keila 20,00 20,00 20, Q0 1,067 21.345 Skötubörö 100,00 100,00 100,00 0,003 250 Héfur 6,00 5,00 6,00 0,069 343 Samtals 41,94 71,872 3.014.357 Selt var aðallega úr Viði HF, Stakkavík ÁR og Krístínu ÁR. I dag verður selt óékveðið magn úr Víði HF. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 35,00 36,00 35,00 0,244 8.540 Ýsa 95,00 51,00 91,28 1,750 159.748 Langa 12,00 12,00 12,00 0,026 312 Keila 12,00 12,00 12,00 0,035 420 Steinbítur Samtals 28,00 10,00 22,30 5,250 117.061 Selt var úr Jóni Baldvinssyni RE og bátum. ( dag verða seld 15 tonn af karfa, 3 tonn af steinbít og 1 tonn af löngu. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Netaýsa(ósl.) 30,00 30,00 30,00 0,101 3.030 Ufsi 24,00 22,00 23,05 8,500 196.000 Karfi 17,00 17,00 17,00 0,055 935 Samtals 23,10 8,656 199.965 Selt var frá Hópsnesi hf. I Grindavík. VerA é loðnuafurðum FÉLAG ÍSLENSKRA FISKMJÖLSFRAMLEIÐENDA Cif-verð fyrir prótlneininguna af loönumjöli er nú um 9,50 Banda- ríkjadalir, eöa 31.100 krónur fyrir tonnið, en meðalverö fyrir tonnið af loðnulýsi er um 370 Bandarlkjadalir (17.300 krónur). Ólympíumótið í bríds: Enn möguleikar á að komast í undanúrslitín Reiðhjóli Sigmundar stolið á sunnudaginn Frá Guðmundi Eirikssyni fréttaritara Morgunblaðsins i Feneyjum ÍSLENSKA bridslandsliðið átti enn möguleika á að ná sæti í undan- úrslituin Ólympíumótsins þegar þremur leikjum var ólokið í undan- keppninni. Liðið fékk fullt hús úr fyrstu tveimur leikjum gærdags- ins og var í 7. sæti, 15 stigum á eftir Frökkum sem voru í 4. sæti. Island átti þá eftir að spila við ítali i gærkvöldi og Breta og Brasilíumenn í dag en öll þessi lið eru ofar en íslendingarnir og því má búast við að róðurinn verði þungur. Svo rakin sé saga helgarinnar kom karlaliðið vel hvílt á laugar- dagsmorguninn til leiks við Sviss, og Guðlaugur R. Jóhannsson, Öm Amþórsson, Jón Baldursson og Valur Sigurðsson rúlluðu Svissur- unum upp, 25-2. Mér sýndust líka þeir Besse og Ortiz-Patino, sem gerðu garðinn frægan með lands- liðið Sviss hér á ámm áður, vera hálf óhressir þegar ég mætti þeim eftir hádegi. í 20. umferð tapaði liðið fyrir Nýja Sjálandi, 8-22, og til að bæta gráu ofan á svart komst Sig- mundur Stefánsson fararstjóri að því, þegar hann kom út úr spila- salnum eftir leikinn, að búið var að stela reiðhjólinu góða, sem áður hefur verið sagt frá, þótt hann festi það með keðju við staur fyrir utan spilavítið. Eni menn helst á þvi að þetta hjól sé orðinn dýrgrip- ur hinn mesti eftir að það komst á síður Morgunblaðsins. íslendingar leggja alltaf mikið uppúr því að vinna Dani, og ég kann enga skýringu á því þar sem þetta virðast vera hinir mætustu menn enda oft verið boðið til ís- lands. Öm og Guðlaugur spiluðu við Blakset og Werdelin en Sævar Þorbjömsson og Karl Sigurhjart- arson við Dam og Mohr á laugar- dagskvöldið. í miklum baráttuleik sigmðu Danimir 18-12 og fyrirliði þeirra, Jens Kruuse sást brosa út í annað enda var hann með pípu- stertinn í hinu. í fyrsta leik sunnudagsins tap- aði ísland fyrir Indlandi, 14-16, og spiluðu Jón, Valur, Guðlaugur og Öm leikinn. í landsliði Indlands er Jaggi Shivdanasi sem kom með Zia Mahmood til íslands fyrir nokkrum árum á Bridshátíð. Næst spilaði ísland við Kanada og vann 20-10. Jón, Valur, Karl og Sævar spiluðu leikinn við Mol- son, Baran, Carruthers og Gouba, en gömlu kempumar Kehela og Murray hvfldu. Þess má geta að Hjalti Elíasson, fyrirliði karlaliðs- ins, spilaði við þá á fyrsta Ólympíumótinu sem haldið var í Tórínó hér á Ítalíu árið 1960. Á meðal landsliðið spilaði við Kanada skelltum við Sigmundur okkur í tvímenningskeppni en nokkrar slíkar em haldnar meðan mótið fer fram. Þar bar helst til tíðinda að Sigmundur fékk á hend- ina 5 spaða og 8 lauf, og þar sem kerfið okkar, sem samið var á 10 mín, gerði ekki ráð fyrir þessari skiptinu, passaði hann í fyrstu hendi, en sagði svo 6 spaða þegar hann heyrði makker sinn strögla á 1. spaða yfir einu hjarta and- stæðinga sinna. Á sunnudagskvöldið var spilað við Mexico, sem vann leikinn 16-14. Helgin gaf því 93 stig og þau hefðu þurft að vera 10-15 fleiri svo ísland ætti raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin því eftir þetta var karlaliðið komið niður í 10. sæti í riðlinum, 23 stig- um eftir Frökkum sem þá vom í 4. sæti. Dagskipunin fyrir mánudaginn var að fá 50 stig úr tveimur fyrstu leikjunum og það tókst. Fyrri leik- urinn var gegn Trinidad & Tobago sem er í neðsta sæti riðilsins. Guðlaugur, Öm, Karl og Sævar spiluðu leikinn sem endaði 127-11 eða 25-0. Seinni leikurinn var gegn Guadeloupe og hann fór sömuleiðis 25-0, en Jón, Valur, Karl og Sævar spiluðu leikinn. ísland var því komið í 7. sæti eft- ir 26 umferðir en átti þá eftir að spila við Ítalíu um kvöldið, og Brasilíu og Bretland á morgun. Staðan í B-riðli eftir 26 um- ferðir var þessi: 1. Ítalía 491, 2. Danmörk 477, 3. Bretland 475, 4. Frakkland 471, 5. Brasilía 461, 6. Indland 460, 7. ísland 456, 8. írland 448, 9. Ungveijaland 443. í hinum riðlinum voru Grikkir, Bandaríkjamenn, Austurrflds- menn og Svíar búnir að tryggja sér úrslitasæti þegar einum leik var ólokið. Kvennaliðinu gekk misvel um helgina. Þær unnu Kína 16-14 f fyrsta leik sunnudagsins en Kína er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitunum. Esther Jakobs- dóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Erla Siguijónsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir spiluðu leikinn. Liðin vann síðan Singepore 20-10 í 15. umferð en sátu yfir í þeirri næstu. í 16. umferð vann liðið góðan sigur á Mexico og vom þá komar f 8. sætið f sfnum riðli. En þá kom slæmur kafli. Fyrst tap, 6-24 fyrir Bretum sem em langefstir í riðlinum, þá 2-24 tap fyrir Indlandi og loks 4-25 tap fyrir Astralíu. En í 20 umferð unnu Esther, Valgerður, Erla og Kristjana góðan sigur á San Mar- ino, 21-9. íslenska liðið verður að halda vel á spöðunum ef það á að kom- ast í úrslitin þvi leikimir sem eftir em, verða ei^ðir. í gærkvöldi átti ísland að spila við Ítalíu, sem hafa leitt riðilinn síðustu umferðir, en ítalska liðið er skipað de Falco, Lauria, Rosati, Mariani, Rinaldi og Vinsentin. í fyrri leiknum f dag spilar ísland við Bretland sem sendir sama lið og varð í öðm sæti á Heimsmeistaramótinu í fyrra, þá Flint, Sheehan, Brock, Forrester, Armstrong og Kriby. Og í lokaleiknum spilar ísland við Brasilfu en f því liði spila Assump- cao, Chagas, Barcello, Maya, Mello og Misk. Reiknistofhun Háskólans: Sljórnin fer vegna óánægju með ákvörðun háskólaráðs STJÓRN Reiknistofhunar Háskólans hefiir sagt af sér, eftir að háskólaráð samþykkti að mæla með Helga Þórssyni f stöðu for- stöðumanns stofnunarinnar, í trássi við tillögu sfjórnarinnar. Helgi hefiir gegnt starfinu í eitt ár og starfað í nokkur ár við stofnun- ina sem sérfræðingur. Menntamálaráðuneytið auglýsti stöðu forstöðumanns Reiknistofn- unar lausa til umsóknar, en sam- kvæmt reglugerð er skipað í stöð- una til tveggja ára. Tveir sóttu um, þeir Helgi Þórsson og Hafliði S. Magnússon, sem hefur rekið __________________ eigin fyrirtæki á sviði tölvunar- fræði. Þriðji maðurinn, sem óskaði HÚSflVÍk'. nafnleyndar, sótti einnig um, en * umsókn hans barst þremur dögum of seint og var því hafnað af ráð- herra. „Helgi er mjög fær á sfnu sviði, en stjómin telur hann ekki rétta manninn til að stýra stofnuninni á því tímabili breytinga sem nú er í vændum," sagði Jóhann P. Malm- quist, prófessor og fráfarandi stjómarformaður Reiknistofhim- ar. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, hefur ekki skipað í stöðu forstöðumanns Reiknistofnunarjr „Ég hef fengið tillögu háskólaráðs í hendur og óskað eftir greinar- gerð frá háskólarektor," sagði Svavar. „Ég tek ekki ákvörðun í málinu fyrr en ég hef séð þá grein- argerð.“ Lítíl tjúpnaveiði fyrstu helgina Sljóm Reiknistofnunar veitti umsögn um Helga og Hafliða og mæltist til þess að háskólaráð veitti hvorugum brautargengi, en staðan yrði auglýst að nýju. Há- skólaráð samþykkti hins vegar að leggja til við menntamálaráðherra að hann veitti Helga stöðuna. Þessari afgreiðslu háskólaráðs vill stjóm Reiknistofnunar ekki una og hefur hún því sagt af sér. sl. Húnvfk. Rjúpnaveiðin, sem hófet laugardag, hefrir gefið eftirtekju en búist var við. Margir fóru tíl veiða þó veður væri óhagstætt, bjart en mjög hvasst af suðaustri. í nágrenni Húsavíkur fékk Pét- ur Pétursson flest, eftir því sem fréttaritara er kunnugt um, 26 ijúpur á laugardag og 24 á sunnu- dag. Flestir vom með langt innan við 10 stykki. í Kelduhverfi fékk sá sem flest fékk 31 ijúpu. í sumar og haust virtist mikið vera af ijúpu en þegar snjófölið gerði fyrst í þessum mánuði dreifði hún sér og þótt lítill snjór sé nú til heiða þá er hann ijúpunni mjög hagstæður. - Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.