Morgunblaðið - 18.10.1988, Qupperneq 35
AJHWJ
t~
88eí aaaóTXo :8i hijoaqiiuiíh-i l!.IUyfl!rviKIIhjíSuIv
MORGUNBLAÐIÐ.VffiSHPn/MVINNUtíFÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988
35
Tölvur
Reksturínn #
stenst áætlanir
- segir framkvæmdastjóri Örtölvu-
tækni-Tölvukaupa hf.
FYRIR tfu árum var stofhað verkfræðifyrirtæki í Reykjavík, sem stund-
aði framleiðslu og hönnun á rafeindatækjum fyrir sjávarútveginn, og
hlaut nafnið Örtölvutækni hf. f byijun árs 1986 fór fyrirtækið að
leggja aukna áherslu á tölvur og tölvubúnað, og var sú breyting fjár-
mögnuð með dýru lánsfé. í vor var svo komið að gjaldþrot varð ekki
umflúið, og nýir aðilar yfirtóku reksturinn. Fyrirtækið nefnist nú
Ortölvutækm-Tölvukaup hf.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
eftir breytingar er Sigurður S. Páls-
son, sem er einn eigenda þess, en
hann starfaði áður hjá IBM á fs-
landi og Skrifstofuvélum hf. Aðrir
eigendur eru Jón Ólafsson í Skífunni,
Helga Hilmarsdóttir, Jón Trausti
Leifsspn og Sonic hf., sem er í eigu
Jóns Ólafssonar. Morgunblaðið átti
spjall við Sigurð S. Pálsson um fyrir-
tækið og þær breytingar sem það
hefur gengið í gegnum eftir eiganda-
skiptin.
„Við höfum aukið innra eftirlit,
og gert átak í bókhalds- og áætlana-
málum. Ennfremur hefur átt sér
stað áherslubreyting í sölu. Nú er
verið að vinna að því að skilgreina
hlutverk einstakra deilda, svo stuðla
megi að aukinni framleiðni. Útkoma
þessarra aðgerða er strax farin að
líta dagsins ljós, því rekstur fyrir-
tækisins er nú mun skipulagðari og
markvissari, og í samræmi við þau
markmið sem sett voru í upphafi."
Örtölvutækni-Tölvukaupum hf. er
skipt í þijár deildir, söludeild, við-
halds- og.þjónustudeild auk deildar
sem sér um bókhalds- og innflutn-
ingsmál. „Við höfum söluumboð fyr-
ir véla- og hugbúnað af ýmsum gerð-
um, þar á meðal IBM og Hewlett-
Packard. Þannig erum við í aðstöðu
til að bjóða einstaklingum, fyrirtækj-
um og stofnunum þann vélakost sem
á kann að vanta til að full nýting
fáist á þann véla- og hugbúnað sem
fyrir er. Aðalþjónusta fyrirtækisins
nú er að aðstoða stjórnendur við að
velja saman þann búnað sem best
hentar hveiju sinni og aðlaga hann
þeim búnaði fyrir er,“ sagði Sigurð-
ur. Hann sagði að fyrirtækið hefði
í þessum tilgangi tekið umboð fyrir
alskyns samskipta- og tengibúnað
fyrir tölvur af flestum gerðum. Á
nýafstaðinni tölvusýningu sýndi fyr-
irtækið ýmiss konar búnað sem fell-
ur undir þessi markmið. Þar gaf
m.a. að líta telefax-spjald í einkat-
ölvur, varaaflgjafa fyrir tölvubúnað,
þ.e.a.s. tæki sem viðheldur straumi
á búnaðinum í ákveðinn tíma ef raf-
magn fer af, og sagði Sigurður að
þessir hlutir hafi vakið verskuldaða
athygli.
„Mikilvægasti þátturinn í rekstri
fyrirtækja er að sníða rétt föt utan
um starfsemina, og nú til dags spil-
ar tölvubúnaður þar stórt hlutverk.
Við höfum sniðið okkar fyrirtæki
ný fot, og bjóðumst nú til að hjálpa
öðrum við klæðskerastörfin," sagði
Sigurður S. Pálsson að lokum.
i
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
SUÐURLAND — Koi-
beinn Kristinsson framkvæmda-
stjóri Hafnar hf. og Þríhymings
kjötvinnslu þó svo tvær verslanir
séu innan samsteypunnar, á Hellu
og á Selfossi.
Hjá Þríhyrningi er mikil áhersla
lögð á það að tryggja markað fyrir
kjötvörur fyriríækisins. Aðal mark-
aðssvæðið er höfuðborgarsvæðið og
aðrir þéttbýlisstaðir. Þá verður mik-
il áhersla lögð á að sinna markaðn-
um á Suðurlandi. Samkeppni er
hörð á þessu sviði og rnikið lagt
upp úr góðum vömm og tryggu
hráefni.
Einkaaðilum þrýst saman
Þróun undanfarinna ára hefur
verið þannig að fyrirtæki í einka-
rekstri hafa verið að tína tölunni.
Ifyrirtækin Kf. Þór á Hellu og Frið-
rik Friðriksson f Þykkvabæ em
gamalgróin á Suðurlandi en áttu í
erfiðleikum. Þeir sem stóðu að
stofnun Þríhyrnings hf. töld nauð-
synlegt að samkeppni væri fyrir
hendi á Suðurlandi og réðust því í
stofnun fyrirtækisins. „Það er ljóst
að stór hópur aðila er tilbúinn að
skipta við einkaaðila í slátmn, kjöt-
vinnslu og verslun. Þessir hópur
hefur þetta í hendi sér, svo er það
okkar að geta þjónustað viðskipta-
vinina og skila góðu verði til bænda
og góðum vömm í verslanimar,"
sagði Kolbeinn I. Kristinsson fram-
kvæmdastjóri Hafnar hf. og
Þríhymings
„Við munum beijast fyrir þessu
fyrirtæki, að það standi sig og emm
reyndar staðráðnir í því að láta fyr-
irtækin halda velli. Markmiðið er
að þrýsta einkaaðilunum saman og
og nýta afl þeirra,“ sagði Kolbeinn
og benti á að sláturhúsin þijú innan
samsteypunnar hefðu mjög áhuga-
verða skiptingu. Slátmnin og úr-
vinnslan væm aðalatriðið í þessu
efni.
„Það sem Höfn hf. hefur verið
að gera er að vinna úr hráefni sem
uppmnnið er á Suðurlandi. Mark-
mið okkar er að vinna meira úr
hráefninu og koma því á markað í
þéttbýlinu. Það er augljóst að stijál-
býlið þarf á markaðnum í þéttbýlinu
að halda en við þurfun að hafa
meiri ítök í vinnslunni," sagði Kol-
beinn. Hann benti á að fleiri mögu-
leikar væm til svo sem að pakka
kjötinu eftir úrbeiningu. „Slíka
pökkunarstöð vil ég sjá hér fyrir
austan þar sem þessu er slátrað."
„Við munum halda sjó í fýrstu,
kanna reksturinn og velta fyrir
okkur möguleikunum. Við þurfum
að skipuleggja fyrirtækin og sam-
ræma þau til átaka en áherslu-
punkturinn liggur á sláturhúsunum.
Starfsemi Þríhymings verður beint
framhald af því sem við höfum ver-
ið að gera héma í Höfn á Sel-
fossi,“ sagði Kolbeinn Kristinsson
framkvæmdastjóri Hafnar hf. og
Þríhyrnings.
ÞAÐ SJA ÞAÐALUR
AÐÞETTA ER VEGGSAMSTÆÐAN
SEMÞÚÞARFT!
TVILUM beyki veggsamstæða.
Breidd: 240 sm, hæð: 176 sm, dýpt: 41 sm.
/cr.32.950
TVILUM mahogny veggsamstæða.
Breidd: 240 sm, hæð: 176 sm, dýpt 41 sm.
Kr. 32.950
7VÆR VANDAÐAR OG FALLEGAR VEGGSAMSTÆÐUR
Á HREIMT ÓTRÚLEGU VERÐI.
REYKJAVlK
— Sig. Jóns.