Morgunblaðið - 18.10.1988, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.10.1988, Qupperneq 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 Minning: Guðmundía Eyvinds dóttir Bergmann Hún kastar ekki steini, konan sem ann, en kasti annar hnútum, hún vemdar heimarann, frá bijóstvöm þeirri, er býr í konuhjarta. Hjá Jóni vini mínum Franklín er nú skarð fyrir skildi. Konan sem staðið hefur við hlið hans á fjórða tug ára og stjómað þeirra umsvifa- mikia heimili er horfin af vett- vangi. Þau gengu í hjónaband á jólunum 1955 og hafa siðan haldist í hendur og stutt hvort annað á lífsgöngunni en nú er þeirri sam- fylgd lokið a.m.k. um sinn. Guðmundía fæddist í Keflavík árið 1925, dóttir hjónanna Eyvindar Bergmann Magnússonar og Dag- bjartar Jónsdóttur. Dagbjört var yngst ellefu systkina og var aðeins eins árs gömul þegar faðir hennar dó. Elsta bamið, sautján ára piltur, tók þá að sér að styrkja móður sína við heimilishaldið svo fjölskyldan þyrfti ekki að tvístrast eins og þá var ekki óalgengt þegar þannig stóð á. Þessi samvinna flöiskyldunnar gekk giftusamlega enda mun Guð- rún Guðbrandsdóttir frá Geldinga- læk, móðir Dagbjartar og amma Guðmundíu, hafa verið vaxin af sterkum ættarmeiði. Arið 1946 missti Guðmundía föð- ur sinn og þá fluttust þær mæðgur til Reykjavíkur og þar hófust kynni þeirra, hennar og Jóns Franklín. Jón var þá orðinn umsvifamikill útgerðarmaður og hélt sig mest á höfum úti, en það var einmitt á þeim vettvangi sem þau fundu hvort annað, því fyrstu árin vom þau saman á sjónum og hún sagði sjálf að sér hefði líkað vel að vera á skipi með honum vegna þess hve æðrulaus og traustvekjandi hann var þótt stundum risi hafaldan hátt. Utgerðarumsvif Jóns Franklíns kölluðu á samskipti við marga menn. Það var oft gesta von á heim- ili hjónanna og unga konan fékk fljótt í mörgu að snúast. Hún mun ekki hafa bladað sér mikið í við- skiptaerindi þessara mörgu gesta en leit á það sem sitt verksvið að gera heimilið manni sínum sem notalegast og þeim sem heimsóttu hann stundina þægilega, enda þótti mörgum þar gott að koma. Þau Jón Franklín og Guðmundía eignuðust tvær dætur, Sigrúnu, sem er kennari, gift Ulfari Guð- mundssyni flugumferðarstjóra, og Rósamundu. Hennar maður er Þór- arinn Hólm Andrésson kerfísfræð- ingur. Það er auðvelt að gera sér grein fyrir því að þar sem húsbóndinn hafði svo umfangsmikinn rekstur um að hugsa og var þar að auki oft langtímum saman við störf á hafí úti, hlaut að mestu að koma í hlut húsmóðurinnar umsýsla heimil- isins og umönnun dætranna meðan þær voru á uppvaxtarárum og ekki ennþá sjálfum sér nógar. Guð- mundía hafði hlotið í vöggugjöf og Blómastofa FriÖfmm Suöurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-einnig um heigar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. þroskað með sér þær eðliseigindir sem gerðu henni þessi störf ljúfa skyldu og mun á þeim árum aldrei hafa hugsað sér annað verksvið utan heimilis. Sjálfsagt verður það aldrei metið svo vel sem vert er hvað góð kona er mikils virði ekki einungis manni sínum og bömum heldur þjóðfélag- inu öllu. A góðu heimili er oftast lagður grundvöllur gæfuríkrar framtíðar. Það em ekki mörg ár síðan ég kynntist heimili þeirra hjóna Guð- mundíu og Jóns Franklín og þá mun hún þegar hafa verið farin að kenna þess sjúkdóms sem varð hennar banamein. Aldrei varð ég þess þó var að hún barmaði sér eða bæri sínar þrautir á borð fyrir þá sem gistu hús hennar. Eg átti heima hjá þeim ánægjulegar stundir sem ljúft er að minnast. Hún minntist oft liðinna daga þegar rekstrarum- svifin voru mest og stundum syrti í álinn og þá varð mér það ljóst að hún hafði lagt sig alla fram um að vemda sinn heimarann fyrir ágjöf þegar sigla þurfti krappan sjó. Eg votta eftirlifandi eiginmanni, dætram, bamabömum og aðstand- endum öllum samúð. Líf þeirra heldur áfram í ljósi ljúfra minninga þegar sviðann dregur úr sáranum. Þ. Matt. Systir okkar, t JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrverandi kennari frá Lómatjörn, veröur jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 20. október kl. 15.00. Guörún Guðmundsdóttir, Sigrfður Guömundsdóttir Schiöth, Sverrlr Guðmundsson. t Faðir okkar, GESTUR HALLDÓRSSON frá Garðsvík, veröur jarðsunginn fró Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Oddný Gestsdóttir, Jóhann Gauti Gestsson, Inglbjörg Gestsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR SVEINSSON úrsmiðurfrá Gillastöðum, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 19. október kl. 13.30. Gyöa Eyjólfsdóttir, Stella Eyjólfsdóttir, Ragna Eyjólfsdóttlr, Hllmar Albertsson, Ingvar Eyjólfsson, Sverrir Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ALBERTS GUNNLAUGSSONAR, Þinghólsbraut 23, Kópavogi. Katrin Ketilsdóttir, Guöni Albertsson, Þórkatla Albertsdóttir, Sigurjón Hallgrfmsson, Guðlaug Albertsdóttir, Svelnn Oddgeirsson, Heiðar Albertsson, Guðbjörg Siguröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinóttu viö frófall og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS HALLDÓRSSONAR, Laugavegl 128. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks ó Landspítalanum, deild 14G, og í Hátúni 10B fyrir góða umönnun. Isbjörg Hallgrfmsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttlr, Jón Kristlnsson, Hallgrfmur Þorsteinsson, Rósa Jónsdóttir, Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Slguröur Hlööversson og barnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlót og útför eiginmanns míns og föður, SIGURÐAR ÁRNA VIGFÚSSONAR, Meðalholti 2, Reykjavfk. Hulda G. Jónsdóttir, Árni Sigurösson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlót og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, SIGURBJÖRNS KRISTJÁNSSONAR, Stóragarði 9, Húsavfk. Fyrir hönd barna, tengdadætra og barnabarna. Guörún Sigurpálsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR KRISTINS GUÐJÓNSSONAR, Skjólbraut 9, Kópavogi. Fyrir hönd aöstandenda. Guðný Friðrlksdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlót og útför bróður okkar, mágs og frænda, GÍSLA JÓNSSONAR frá Þjórsárholti. Jón Jónsson, Halldóra Jónsdóttir, Haukur Kristófersson, Elfsabet Jónsdóttir, Guðmundur Árnason og systrabörn. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlót og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRlÐAR ÁGÚSTSDÓTTUR frá Steðja á Þelamörk, Einilundi 2B, Akureyrl. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlót og útför RAGNHEIÐAR JÓHANNSDÓTTUR, Faxaskjóll14. Stefán J. Helgason, Sofffa Slgurjónsdóttlr, Hilmar Þ. Helgason, Krlstjana Helgadóttir Barr, Saul Barr og barnabörn. Erfidrykkjur í hlýju og vinalegu umhverfi. Salirfyrir Veitingahöllinni Veitingahöllin S: 68501

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.