Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 18.10.1988, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1988 aromatic Olafía Guðrún Jóns- dóttir - Minning Fædd 21. nóvember 1955 Dáin 10. október 1988 Krabbameinsfélag íslands var á sínum tíma stofnað til að efla bar- áttu gegn skæðum sjúkdómi en ekki síður til að létta undir með þeim sem fá þennan sjúkdóm. A síðustu árum hafa verið stofnuð sérstök félög þeirra sem hafa reynslu af krabbameini. Þessir svo- nefndu stuðningshópar eru nú orðn- ir fimm. Þeir hafa sannarlega veitt nýju lífi í félagsstarfíð og eiga nú formlega aðild að landssamtökun- um. Það er mjög mikilvægt fyrir Krabbameinsfélagið að fólk sem hefur kynnst þessum erfíða sjúk- dómi standi saman og miðli öðrum af reynslu sinni. Yngsti stuðningshópurinn, en um leið sá stærsti, heitir lýsandi nafni, „Styrkur — samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra." Þegar þessi samtök voru stofnuð á sl. hausti var Ólafía Jónsdóttir kos- in formaður. Hún hafði, ásamt Óskari Kjartanssyni, átt frumkvæði að stofnun samtakanna, og undir- búningurinn hvfldi að miklu leyti á henni. Baráttuþrek hennar var mik- ið og hún átti auðvelt með að fá aðra til stuðnings við málstaðinn. Nú, þegar við verðum að kveðja Ólafíu, viljum við þakka henni og fjölskyldu hennar fyrir ómetanlegan þátt í þessu mikilvæga starfí að málefnum krabbameinssjúklinga. Krabbameinsfélagið stendur í mik- illi þakkarskuld við Ólafíu Jóns- dóttur og mun leggja kappa á að halda merki hennar á lofti. Stjórn og starfsmenn Krabba- meinsfélags íslands votta eigin- manni Ólafíu, bömum hennar og öðrum aðstandendum dýpstu sam- úð. Almar Grímsson, formaður Krabbameinsfélags íslands. Það kom ferskur blær með Ólafíu þegar hún kom fyrst að máli við okkur hjá Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins og lýsti nauðsyn þess að stofnuð yrðu samtök krabbameinsssjúklinga og aðstand- enda þeirra. Hún var þá sjálf nýbú- in að ljúka meðferð og henni fannst vanta einhvem hóp sem gæti stuðl- að að fræðslu um krabbamein, krabbameinsmeðferð og afleiðingar hennar ásamt bættri aðstöðu fyrir krabbameinssjúklinga að ótöldum gagnkvæmum stuðningi þeirra á meðal. Hún lét ekki sitja við orðin tóm heldur hófst handa og kynnti sér sambærileg samtök í Svíþjóð sem hún hafði að leiðarljósi. Á sama tíma var Óskar Kjartansson að stefna að sama marki og leiddu þau saman hesta sín og stofnuðu „Styrk — samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra" 20. október 1987 og varð Olafía strax sjálsagð- ur formaður. Lagði hún mikla vinnu í undirbúning og síðan í formennsku samtakanna ásamt systur sinni sem er í stjórn þeirra og fékk ómetanleg- an stuðning frá eiginmanni sínum. Ólafía var full orku og lífsgleði, glæsileg kona sem var lærdómsríkt að kynnast og starfa með. Hún átti sérlega gott með að umgangast fólk og gefa af sér. Það er stórt skarð höggvið í þennan samheldna hóp sem vafalausat kemur til með að starfa í hennar anda áfram. Við vottum eiginmanni hennar, bömum og fjölskyldu, okkar inni- legustu samúð. Bryndís og Lilja Dáin. Horfín. Harmafregn. Þessi orð komu fyrst upp í huga mér þegar mér var tilkynnt andlát Ólafíu Jónsdóttur. Kynni okkar stóðu ekki lengi en hún færði mér heim sanninn um að sá sem hefur kynnst mótlæti á lífsleiðinni en hef- ur baráttuvilja getur látið gott af sér leiða. Það er ekki nema rúmt ár síðan að félagið okkar Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra, var stofnað. Óskar heitinn Kjartansson aðalhvatamað- ur að stofnun félagsins hafði fengið Ólafíu til liðs við sig og unnu þau ötullega saman að framgangi fé- lagsins, en Óskar entist ekki aldur til að fylgja félaginu úr hlaði. Það kom því í hlut Ólafíu að verða fyrsti formaður samtakanna, þessa stuðn- ingshóps sjúklinga og aðstandenda og var baráttugleði þessarar ungu konu okkur hinum hvatning. Á meðan kraftar entust var Olafía sístarfandi að ’hagsmunum félags- ins og ljúf framkoma samfara festu og áræði einkenndi starf hennar. Á liðnu vori höfðum við ákveðið að fara í kynnisferð til Englands sem fulltrúar félags okkar til að kynna okkur stofnun og starfsemi stuðn- ingshópa sem við ætluðum að koma á hér heima. Þá veiktist Ólafía skyndilega og var meira og minna lasin í allt sumar svo hún gat ekki farið þessa ferð. En fyrir rúmum háífum mánuði þegar við vorum að undirbúa fyrsta félagsfund vetrar- ins kom hún til starfa aftur og við félagamir fögnuðum henni og okk- ur fannst hún líta svo vel út og sami krafturinn og áræðið ein- kenndi þessa annars stilltu konu og við stjómarmeðlimimir vöknuð- um öll til lífsins undir hennar stjóm. Það var því mikið áfall fyrir okkur að frétta um veikindi henanr nokkr- um dögum síðar og við söknuðum hennar á fyrsta félagsfundinum. En enginn ræður sínum næturstað og nú er hún á Guðs vegum þessi hugljúfa kona sem við söknum öll svo mikið. Hún naut systur sinnar Eyglóar sem strax gerðist félagi í aðstandendahópnum og sat með okkur í stjóm og flytjum við félag- amir henni okkar dýpstu samúð. Ólafíu verður sárt saknað úr röð- um baráttuhópsins fyrir bættum kjörum stuðningshópsins okkar. En minningin um hugljúfa konu sem stóð í fararbroddi frá byijun og fómaði síðustu kröftunum til að bæta hag okkar mun lifa í hugum okkar allra og við reynum að láta það verða hvatningu til okkar um meiri átök á þessu sviði. Aðstandendum Ólafíu votta allri félagsmenn okkar innilegu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þðkk fyrir allt og allt. F.h. félaganna í Styrkur, Hermann Ragnar Stefánsson Það var mér sannarlega mikið áfall, að frétta andlát Lóu Jóns að morgni hins 10. október sl. Þó mér hafí verið það fyllilega ljóst í nokkra mánuði að veikindi hennar væru alvarlegs eðlis vonaði ég alltaf að hún færi ekki svona fljótt. Lóa fæddist 21. nóvember 1955, næstelst 6 bama hjónanna Stellu Rutar Vilhjálmsdóttur og Jóns Vals Tryggvasonar, sem nú búa á Slétta- hrauni 32 í Hafnarfírði. Foreldrar Stellu voru Valgerður Halldórsdótt- ir og Vilhjálmur Vilhjálmsson í Reykjavík, og foreldrar Jóns voru Ólafía Andrésdóttir frá Stokkseyri og Jóhann Tryggvi Jónsson, sem bjugfí11 > Hafnarfírði. Böm Stellu og Jóns eru auk Lóu: Valgerður fædd 1953, búsett í Svíþjóð, Eygló fædd 1957, búsett í Kópavogi, Sjöfn fædd 1959, Tryggvi fæddur 1965 og Hrönn fædd 1964, öll í Hafnar- firði. Lóa ólst upp í Firðinum, hlaut bamaskólamenntun í Öldutúns- skóla og gagnfræðaskólamenntun bæði í Skógaskóla og Flensborg, en þaðan lauk hún gagnfræðaprófi. Lóa hóf lífsbaráttuna ung að árum, 17 ára giftist hún Ásgeiri Júlíusi Ásgeirssyni, offsetljósmyndara, sem var sonur Guðrúnar Guð- Okkur langar að kveðja Lóu vin- konu okkar með nokkrum orðum, en þegar sest er niður og hugsað um hvað á að segja vilja orðin láta á sér standa. Það er margs að minnast eftir 11 ára samveru, en sá vinskapur er tókst með okkur fjórum í Hjálp- arsveit skáta í Hafnarfírði hefur haldist óslitinn síðan. Þær urðu óteljandi samvem- stundimar, veiðiferðir, útilegur, sameiginlegar sumarbústaðaferðir á hveiju sumri eftir að bömin fædd- ust og sú síðasta nú í ágúst. Einn- ig komst það í ljúfan vana að borða saman hvert gamlárskvöld, kannski til að endurlifa liðna daga, kannski til að skipuleggja hið ókomna. En vorið 1986 er við höfðum skipulagt veiðiferðir sumarsins kom reiðarslagið. Lóa veiktist svo henni var vart hugað líf. En með óbugandi orku og lífsvilja tókst henni það sem mörgum fannst óhugsandi, hún barðist við sjúk- dóminn með allri sinni orku og lét sig ekki vanta norður í land í júlí, tæpum tveimur mánuðum eftir erf- iðan uppskurð. Við munum hana við árbakkann með stöngina sína landandi spriklandi urriða. Sami kraftur einkenndi líf hennar þau ár sem í hönd fóm og naut hún þar ekki síst hjálpar trúar sinnar, Búddatrúarinnar, sem gaf henni svo mikinn styrk í gegnum öll veikindin. Með þessum örfáu Iínum viljum við reyna að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Lóu sem ætíð var góður félagi og sannarlega vin- ur í raun. Kom það best í ljós, er við vorum heima hjá henni nokkrum dögum áður en hún lést, því við vorum að kveðja hana áður en við fórum í nokkurra daga frí. Þá var henni efst í huga að okkur mætti líða sem best, en kveðjuorð hennar voru þessi: „Njótið lífsins.“ Elsku Guðmundur, Ásgeir, Jök- ull, Jón Trausti og aðrir ástvinir, látum hennar viðhorf til lífsins hjálpa okkur þessa dagana. Megi góður guð vera með okkur. Lísa og Sigurður mundsdóttur og Ásgeirs Júlíusson- ar auglýsingateiknara, sem nú er látinn. Lóa og Ásgeir eignuðust saman soninn Ásgeir Jón, sem fæddur er 22. mars 1973, en skildu rúmu ári seinna. Lóa var dugandi starfskraftur og stundaði ýmis störf, vann m.a. í fískvinnslu, í verslun, á sjúkrahúsi og á skrif- stofu, hún vann um árabil hjá Gler- borg í Hafnarfírði á skrifstofu. Á árunum 1976 og 1977 bjó Lóa með soninn í Svíþjóð í nágrenni við Völu systur sína. Eftir heimkomuna það- an gekk Lóa ásamt Eygló systur sinni til liðs við Hjálparsveit Skáta í Hafnarfírði, þar sem leiðir hennar og Guðmundar manns hennar lágu saman. Ég held það sé ekki orðum aukið, að telja það einstakt gæfu- spor í lífi Lóu þegar hún giftist Guðmundi. Guðmundur fæddist 3. apríl 1954 sonur hjónanna Halldóru Sigurðardóttur og Jóns Guðmunds- sonar (Jón í Kletti) í Hafnarfírði. Með Guðmundi fékk Lóa ekki ein- ungis góðan, traustan og skemmti- legan eiginmann, heldur líka hjálp- fúst og umhyggjusamt tengdafólk, ekki bara á tímum veikinda og erf- iðleika, heldur frá fyrstu tíð. Ég man eftir að Lóa minntist einhveiju sinni á það við mig, að hún fengi seint fullþakkað alla þá aðstoð, sem mágkona hennar og tengdaforeldr- ar hefðu veitt henni. Lóa og Guð- mundur gengu í hjónaband þann 18. október fyrir nákvæmlega 8 árum. Þau eignuðust saman synina Jökul fæddan 17. mars 1981 og Jón Trausta fæddan 25. maí 1983. Á árunum þegar Lóa stóð í barneign- um og ungbamaamstri stundaði hún jafnframt nám í tækniteiknun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Við útskriftina þaðan hlaut hún viður- kenningu fyrir góðan námsárangur, enda var Lóa góður teiknari og list- ræn í eðli sínu. Árið 1979 kynntist Lóa í gegnum Eygló systur sína Nichiren Shoshu Buddhisma, hún hreifst mjög af þeim kenningum og lagði stund á þær. Ári síðar var ég ásamt þeim systrum meðal stofnenda þeirra samtaka hér á landi. Lóa var traustur máttarstólpi innan samtakanna, hélt fundi á heimili sínu, sem ávallt stóð opið öllum, sem vildu kynnast Búddh- ismanum. í veikindum sínum fékk Lóa aftur dýrmætan stuðning og styrk frá meðlimum samtakanna, þó sérstaklega systrum sínum, Ey- gló og Sjöfn. En Lóa lét fleira til sín taka, í fyrra var hún meðal stofnenda Félags krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra og í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur sýndi hún mikla ákveðni og dugn- að, enda fædd í Sporðdrekamerk- inu. Lóa var félagslynd kona, átti auðvelt með að kynnast fólki og margir trúðu henni fyrir sínum hjartans málum. Hún var aðlaðandi í framkomu og smekkleg í klæða- burði, hún gat nánast látið hvaða flík sem var líta vel út, hún bara hagræddi fötunum á sérstakan hátt. Lóa átti líka fallegt heimili, ekki íburðarmikið og stórt, en öllu smekklega fyrir komið og maður tali nú ekki um það hlýja viðmót og skemmtilegu móttökur, sem maður fékk þar. Kynni mín af Lóu hófust fyrir u.þ.b. 13 árum, þegar ég hóf sam- búð með bamsföður hennar Ás- geiri. Eins og gefur að skilja voru þau kynni fremur yfírborðskennd í byijun, en þróuðust í gegnum árin upp í djúpa og hlýja vináttu. Það sem styrkti tengsl okkar Lóu meir var tilkoma sonar míns Helga Vals, sem fæddist 1979 og er hálfbróðir Ásgeirs Jóns. Okkur Lóu var það báðum kappsmál að bræðumir héldu sem bestu sambandi og eftir því sem árin liðu var mér farið að fínnast Lóa og hennar fjölskylda vera eins og skyldmenni mín. Það var ekki óalgengt, að ég leitaði til Lóu og Guðmundar með bamapöss- un og Ásgeir Jón dvaldist oft hjá okkur í Hveragerði, þó svo að faðir hans byggi ekki lengur hjá okkur og það gladdi mig mjög hversu dugleg Lóa var að koma í heimsókn með fjölskylduna. Mér fannst alltaf gott að hitta Lóu, það var hægt að tala um allt við hana, allt frá háal- varlegum eilífðarmálum niður í fá- nýta brandara, sem enduðu oft í óstöðvandi hlátursköstum. Lóa var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.