Morgunblaðið - 10.11.1988, Side 17

Morgunblaðið - 10.11.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 17 Pólarstjaman heftar sagt upp öUu starfsfólkinu vegna erfiðleika á liýskftlanHsmftrkafli. Dalvík: Norsk rækja unnin hjá Söltunarfélaginu Dalvík. JÖFN og góð atvinna hefixr verið á flestum sviðum atvinnulífs- ins á Dalvík í sumar og haust. Miðað við árstíma er atvinnu- ástand nú gott þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í sjávarút- vegi. Aðeins 11 manns eru skráðir atvinnulausir um þessar mundir. Vegna óvissu í sölumálum lag- metisverksmiðja sagði Pólstjam- an hf. upp öllu sínu starfsfólki. Fyrirtækið hefur framleitt niður- soðna rækju á Þýskalandsmarkað og selt mest til Tengelman en það fyrirtæki hefur hætt öllum við- skiptum við íslendinga eins og fram hefur komið. Situr Pólstjam- an nú uppi með allmiklar birgðir óseldar. Hjá fyrirtækinu starfa 10-15 manns og mun vinna liggja niðri þar til liframiðursuða hefst eða að markaðsaðstæður lagast. Látill rækjuafli hefur borist á land að undanfömu og hefur at- vinna verið stopul hjá Söltunarfé- lagi Dalvíkur. Fyrirtækið keypti nú fyrir skömmu um 60 tonn af frystri rækju af norskum togara og mun verða unnið úr henni á næstu dögum. Erfiðleikar hafa verið í rekstri hjá Söltunarfélag- inu vegna þess hve lágt markaðs- verð hefur verið á rækju í ár. Góð tíð hefur verið að undan- fömu og hefur það komið sér vel fyrir iðnaðarmenn á staðnum vegna frágangsverkefna úti og er næg atvinna hjá þeim. Byijað var á byggingu tuttugu og þriggja íbúða og hafa þær óðum verið að komast undir þak þessa dagana. Aldrei fyrr hefur verið byijað á smíði jafnmargra ibúða á Dalvík og nú enda hefur mikill hús- næðisskortur verið á staðnum. Fréttaritari Eyrarbakki: Atvínna með mesta mótl það sem af er þessu ári Eyrarbakka. ÞAÐ sem af er árinu hefur atvinnuástandið hér á Eyrarbakka verið gott. Ekki er ástæða til að ætla að breyting verði þar á næsta mánuðinn. Atvinnuleysisskráning hefiir verið með minnsta móti og var t.d. aðeins 10 dagar í ágúst og 53 dagar í september. Hjá Bakkafiski er verið að vinna við kola, bæði sandkola og rauð- sprettu. Kolinn er flakaður og roð- flettur og fer á Bandarílq'amarkað. Þá er stefnt að síldarvinnslu, bæði flökun og heilfrystingu. „Það er ekki svo erfítt að hafa nóg að gera," sagði framkvæmda- stjóri Bakkafísks, Hjörleifur Brynj- ólfsson, „en það er erfítt að fá end- ana til að ná saman“. Hjá Bakka- físki er um 60 manns á launaskrá. Hjá Alpan hf. em 25 manns í vinnu. Þar er fremur hugsað til aukningar á framleiðslu, ef litið er til næsta árs. Mikill gestagangur var í september hjá Alpan og komu hátt í 600 manns að skoða verk- smiðjuna, þar af um 200 afmælis- böm. Gestir em þar alltaf velkomn- ir. Hjá Fiskiveri sf. vinna 15 manns við fískverkun og útgerð og þar er ekki fyrirsjáanleg breyting. Þar er nú unnið við saltfísk, verkun og þurrkun á saltfíski Óskar Hólmavík: Bjartsýni vegna rækjuveiða Hólmavík. SEINNI hluta sumars var atvinnuástandið á Hólmavík og ná- grenni ekki nógu gott. Bátamir komust ekki á sjó sökum brælu. Djúprækjuveiðar gengu ekki vel þegar gaf á sjó og þorskurinn lét ekki sjá sig í nógu ríkum mæli. Það var því lítið að gera í landi fyrir fiskverkafólk. Framkvæmdir á vegum sumar og höfðu margir atvinnu Hólmavíkurhrepps vom nokkrar í þar. Á haustdögum tók að draga Hafnarfj örður: Vilja hlutastörf á kvöldin vegna minnkandi yfirvinnu í Hafiiarfirði voru 27 á atvinnuleysisskrá í lok október, 12 fieiri en í byrjun mánaðarins. Á sama tima í fyrra voru aðeins 3 á atvinnuleysisskrá í Hafharfirði. Fólk þetta er úr ýmsum starfs- greinum, tÚ dæmis verslunar- og skrifstofúfólk. Theresía Viggósdóttir, forstöðu- maður Vinnumiðlunar Hafnarfjarð- ar, segir að þessar tölur sýni að einhver samdráttur sé í atvinnu á höfuðborgarsvæðinu þó alls ekki sé hægt að tala um slæmt ástand. Hún segir að þeir Hafnfírðingar sem nú séu atvinnulausir hafí margir unnið utan bæjarins, enda sé höfuðborg- arsvæðið eitt atvinnusvæði. Hún segir að nokkuð virtist vera um samdrátt í yfírvinnu. Það kæmi meðal annars fram í því að konur sem hefðu ætlað sér að vera heima í vetur væra að spyijast fyrir um hlutastarf, til dæmis á kvöldin, og í þeim tilvikum væri oft um að ræða minni yfírvinnu hjá aðalfyrir- vinnu heimilisins. Theresía sagði að enn hefði ekki borið á uppsögnum í sjávarútvegi, frekar vantaði fólk í þau störf, t.d. hjá Hvaleyri. Verktakafyrirtækið Hagvirki væri að auglýsa eftir verkamönnum og einnig vantað verslunarfólk í sölutuma. Sagðist hún ekki eiga von á mikl- um breytingum á atvinnuástandinu, fyrr en ef til vill eftir áramót. Frosti hf. er langstærsti at- vinnurekandinn í Súðavík, með fískvinnslu og útgerð. Fyrirtækið stendur á traustum granni fjár- hagslega, en síversnandi afkoma fískvinnslunnar í landinu hefur komið við það eins og svo mörg önnur fyrirtæki. Mikilvægt er því að sögn forráðamanna fyrirtækis- úr framkvæmdum á vegum hrepps- ins og misstu nokkrir við það at- vinnu. En um svipað leyti fóra slát- urhús í sýslunni í gang og fískveiði tók heldur að glæðast. í Strandasýslu var slátrað í fjór- um sláturhúsum og gekk slátran vel. Frá Hólmavík hafa tveir bátar róið á línu og tveir frá Drangsnesi. Einnig hafa nokkrar trillur reynt að fara á sjó þegar gefíð hefur Rækjuveiðar lofa góðu í Húnaflóa og menn hér um slóðir bjartsýnir hvað þær veiðar varðar. Líklegt er að unnið verði á vöktum á Hólmavík og Drangsnesi ef vel veiðist. Samdráttur í sauðfjárrækt hefur ekki orðið svo mikill í Strandasýslu og líklegast með því minnsta á landinu. Bændur á Ströndum og aðrir Strandamenn era nokkuð ánægðir með þessa þróun hér í sýslu og vona að ekki verði meiri sam- dráttur, heldur að það megi fara að fjölga eftir nokkur ár. B.R.S. ins, að tekið verði þannig á vanda útflutningsatvinnuveganna að rekstur fyrirtækjanna verði tryggður. Lán duga skammt ef ekkert annað kemur jafnhliða sem gerir fyrirtækjum í atvinnugrein- inni kleift að skila eðlilegum hagn- aði. ÍJlfar Súðavík: Engínn atvinnulaus ísafirði. í SÚÐAVÍK er atvinnuástandið eins og best getur verið, að sögn forráðamanns hjá Frosta hf. sem talað var við. Að visu hefúr verið reynt að draga úr yfirvinnu vegna erfiðra rekstrarskil- yrða. Enginn er atvinnulaus og hægt er að bæta við einhverju fólki. Bolungarvík: Ovissa ríkir með rækjuveiðar Bolungu-vik. ATVINNA hefúr verið góð í Bol- ungarvík, að sögn Einars Jónat- anssonar forseta bæjarstjórnar. Togarar hafa aflað vel og fúll atvinna hefúr verið hjá Ishús- félagi Bolungarvíkur hf., sem er stærsta atvinnufyrirtæki staðar- ins. Vonir standa til að aflakvóti nægi tíl að halda uppi fúllri at- vinnu til áramóta. Óvissa ríkir hins vegar með rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi. Rannsóknir síðustu daga gefa þó vonir um að ekki verið langt að bíða þess að rækjuveiðar geti haf- ist, en væntanlega munu um 10 bátar stunda rækjuveiðar frá Bol- ungarvík á komandi vertíð. Þá er loðnuvinnsla komin í fullan gang, en hún hefur skapað mikla atvinnu og umtalsverðar tekjur fyr- ir bæjarfélagið á undanfömum áram. Byggingarframkvæmdir hafa verið meiri en undangengið ár. Verið er að reisa nýtt grunnskóla- hús, hafnar era framkvæmdir við byggingu 14 íbúða fyrir aldraða. Þá hefur Jón Fr. Einarsson hafíð byggingu fjögurra íbúða raðhúss, og fljótlega munu hefjast fram- kvæmdir við byggingu fjögurra verkamannabústaða. Auk þess er eitt einbýlishús í byggingu. Bygg- ing ratsjárstöðvar á Bolafjalli hefúr skapað mikla atvinnu, en verklok núverandi áfanga era um næstkom- andi áramót. Það sem kemur til með að ráða mestu um atvinnumál í Bolungarvík líkt og á öðram stöðum sem byggja allt á veiðum og vinnslu sjávarafla, er hvemig til tekst með að skapa varanlegan grandvöll fyrir útflutn- ingsfyrirtækin að starfa á. Gunnar Höfn í Hornafírði: Mörg „græn“ hús bíða eflfcir múnirtim HBfn, Hornafirði. ÞAÐ virðist ekki blasa við Homfirðingum neitt í ætt við at- vinnuleysi næstu mánuðina. Hér er verið að byggja af fiillnm kraftí, og sem dæmi má nefha að mörg „græn“ hús eru á Höfii, sem bíða eftir að múrarar komi og gangi frá þeim. Um er að ræða hús sem hafa verið einangruð, en enn ekki verið pússuð. í fiskiðjuveri kaupfélagsins er nú unnið að síldarfrystingu og saltfískverkun. Gert er ráð fyrir að frystingin standi fram að jólum og ekki verður um neina beina frystingu að ræða í húsinu fyrr en á vetrarvertíð. Hjá frystihúsinu starfa nú 38 erlendir verkamenn, Svíar, írar og aðrir. Þá má og geta Pólveija, sem starfa í Vél- smiðju Hornafjarðar. Að sögn Elvars Einarssoanr hjá fískuðjuveri KASK er ekki útlit á öðru en að næg atvinna sé fram- undan. Og í sfldinni er nóg að gera, þótt undanfarið hafi hún verið smá og illa fallin til söltun- ar. Er saltað hjá Fiskimjölsverk- smiðju Homafjarðar hf. og Skin- ney hf. JGG.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.