Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
Andrei Sakharov á blaðamannafundi í Boston:
„Segja má að herlög séu í
gildi í S o vétr í kj unum “
Boston. Reuter.
SOVÉZKI andófsmaðurinn Andrei Sakharov sagði í ræðu í Boston\
í Bandaríkjunum á mánudagskvöld að segja mætti að herlög væru
í gildi í Sovétríkjunum. Sakharov kom á sunnudag í þriggja vikna
heimsókn til Bandaríkjanna og er það í fyrsta sinn sem hann fær
að fara út fyrir Sovétríkin. Á mánudag gekkst hann undir læknis-
rannsókn á Massachusetts-sjúkrahúsinu í Boston en hann bað um
að niðurstöður hennar yrðu ekki birtar um skeið. Skyldmenni hans
kváðust ekki vilja tjá sig um frétt blaðsins Boston Globe, sem sagði
að hjartagangráður yrði settur í Sakharov á sjúkrahúsinu.
f Sakharov hélt blaðamannafund
í húsakynnum amerísku lista- og
vísindaakademíunnar, sem hefur
aðsetur í Somerville, úthverfí Bos-
ton, á mánudagskvöld. Við það
tækifæri gagnrýndi hann harðlega
setningu nýrra laga í Sovétríkjun-
um í júll er skerða möguleika manna
til að stofna með sér samtök eða
efna til mótmæla. Hann sagði að
sérstökum lögreglusveitum inn-
anríkisráðuneytisins hefði verið
fengið það hlutverk að framfylgja
lögunum. „Þau jafngilda því að
herlög séu í gildi í Sovétríkjunum,"
sagði Sakharov. Hann sagðist hafa
gert ítrekaðar en árangurslausar
tilraunir í síðustu viku til þess að
ná símasambandi við Míkhafl Gorb-
atsjov, Sovétleiðtoga, til að láta
áhyggjur sínar vegna laganna í ljós.
Sagði Sakharov að nýju lögunum
Júgóslavía:
Albanir flykkjast á mynd
um ofsokmr
Belgrad. Reuter.
ÞÚSUNDIR Albana í Pristina,
höfiiðborg sjálfstjórnarhéðsins
Kosovo, standa í biðröðum til að
kaupa miða á kvikmynd, sem
Qallar um ofsóknir Serba á Alb-
önum í Kosovo, að sögn íbúa
héraðsins.
íbúamir sögðu að hundruð
manna seldu miða að sýningum
myndarinnar á uppsprengdu verði.
Serba
Myndin fjallar um ofsóknir leynilög-
reglunnar UDB, þar sem Serbar
ráða ríkjum, á Albönum á sjötta
áratugnum og í henni eru sýndar
pyntingar lögreglunnar.
Í Kosovo ríkir mikil spenna milli
Albana, sem eru í meirihluta í hér-
aðinu, og slava, aðallega Serba.
Þúsundir Serba flýja héraðið á ári
hveiju og saka Albani um ofsóknir.
hefði verið beitt 30. október síðast-
liðinn þegar flölmennur hópur ætt-
ingja fómarlamba ofsókna í stjóm-
artíð Jósefs Stalíns safnaðist saman
við grafreit í borginni Minsk. Litlar
fréttir hefðu borizt til Vesturlanda
af atburðinum. „Þar kom til átaka
syrgjenda og lögreglumanna, sem
mættu til leiks á hestbaki og reyndu
að reka fólkið á brott. Fjölmargir
slösuðust og margir voru teknir
fastir," sagði Sakharov.
Sakharov sagðist einnig
áhyggjufullur vegna nýs uppkasts
að refsilöggjöf Sovétríkjanna, sem
að sögn takmarkaði kosningarétt,
prentfrelsi og útgáfustarfsemi frek-
ar en nú væri. Hann sagði að lög-
gjöfínni yrði breytt 'vegna „fmm-
kvæðis og þiýstings lýðræðissinna
neðan frá“, eins og hann orðaði
það. „Þiýstingurinn kom mönnum
f áhrifastöðum í opna skjöldu.
Uppkastið er í raun stórhættulegt
og gæti eyðilagt umbótaáætlunina,
snúið henni upp í andhverfu sína,“
sagði Sakharov.
Hrósaði Gorbatsjov
Sakharov hefur verið talsmaður
umbótastefnu Gorbatsjovs, per-
estrojku, frá því að honum var
sleppt úr útlegð í Gorkíj, þar sem
hann var í stofufangelsi í sex ár.
Aðstæður hans hafa gjörbreyst í tíð
Gorbatsjovs. Á Sakharov hvfldi
ferðabann vegna vitneskju hans um
smíði sovézkra kjamorkuvopna.
Með því að leyfa honum að fara til
Vesturlanda má segja að leystir
hafi verið af honum síðustu ófrelsis-
Reuter
.Andrei Sakharov (t.h.) og Jerome B. Wiesner, fyrrum rektor Massac-
husetts Institute of Technology og varaformaður nýrra alþjóðlegra
samtaka sem munu beita sér fyrir afvopnun og úrbótum i mannrétt-
indamálum. Sakharov er formaður samtakanna. Myndin var tekin í
Boston á mánudag.
fjötrarnir, sem hann var hnepptur
í á valdatíma Leoníds Brezhnevs,
fyrrum Sovétleiðtoga.
Á fundinum hrósaði Sakharov
umbótastarfí Gorbatsjovs og sagði
það hagsmuni heimsbyggðarinnar
allrar að stefna hans næði fram að
ganga. „Mistakist perestrojka mun
raskast það jafnvægi sem nú ríkir,“
sagði hann. Bætti Sakharov því við
að ef umbótastarfið mistækist
myndu Sovétmenn reyna að stækka
áhrifasvæði sitt og knýja fleiri ríki
til fylgis við sig. „Af þessum sökum
verða Vesturlönd að fylgjast vel
með framgangi perestrojku. Þau
verða að kynna sér árangurinn af
henni eða árangursleysi."
Ný mannréttindasamtök
Tveir sovézkir embættismenn
voru viðstaddir blaðamannafund'
Sakharovs; Jevgenlj Velikhov, vara-
forseti sovézku vísindaakademíunn-
ar og ráðgjafí sovézkra stjómvalda
í kjamorku- og afvopnunarmálum.,
og Roald Sagdeev, forstöðumaður
sovézku geimvísindastofnunarinn-
ar. Ásamt Sakharov sitja þeir báðir
í stjóm nýstofnaðra alþjóðlegra
samtaka (IFSDH), sem hyggjast
beita sér fyrir aukinni afvopnun og
úrbótum í mannréttindamálum.
Sakharov er stofnandi og formaður
samtakanna.
í svari til sovézks blaðamanns,
sem var á fundinum, sagðist Sak-
harov bera virðingu fyrir banda-
rísku þjóðfélagi og lýðræðislegum
stofnunum þess, sem virtu rétt
verkalýðs. Þjóðfélagið væri kraftm-
ikið og þar gætti mikillar sjálfs-
gagnrýni, sem hann sagði fátíða I
heiminum.
® 3 65 00
GAMLA KOMPANÍIÐ
Dömu-, herra- og barnaklippingar
og öll almenn hársnyrtiþjónusta.
Verið velkomin í Klipphúsið.
® 67-20-44
KLIPPHÚS KARÖLÍNU
Bjóðum uppá mat I hitabökkum
til fyrirtækja og starfshópa.
Einnig sjáum við um veislumat
fyrir hvers konar mannfagnaði.
------® 67-27-70 --------
MATBORÐIÐ
« *
i
VEITINGAHÚS, FÉLAGASAMTÖK:
Mikið úrval af glösum, hnífapörum,
matar- og kaffistellum.
sErmerkjum glös og postulín.
--------® 68-88 38 ---------
VEITIR
s
Stólar og borð fyrir eldhús, mötuneyti
og veitingahús. Sérsmíðumeftirpöntun.
® 3 50-05
SÓLO HÚSGÖGN
ÍSBROT... Sérverslun með slípivörur
og loftverkfæri.
® 67-22-40
ÍSBROT
Við veitum fúslega
allar upplýsingar. Verið velkomin.
® 67-10-20
RÖKRÁS
7/Ufwou/fJSf/
þvottatækið
• Tengt beint við venjulega garðslöngu.
• PværogBÚNAR.
------ ® 67-29-00 -----------
SMYRILL