Morgunblaðið - 10.11.1988, Side 31

Morgunblaðið - 10.11.1988, Side 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Góður sigur hjá George Bush George Bush, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, hlaut meirihluta kjörmanna í 40 af 50 ríkjum Bandaríkjanna og náði með ágætum því mark- miði að verða 41. forseti lands- ins. Þetta er ekki jafn glæsileg niðurstaða og hjá fráfarandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan, sem náði meirihluta í 49 rílgum 1984, þegar hann bauð sig fram í seinna skiptið. Reagan nýtur enn mikilla vin- sælda sem forseti, meiri en nokkur annar í lok kjörtímabils á þeim þijátíu árum sem liðin eru frá því að Dwight D. Eisen- hower var forseti. Naut Bush góðs af þessum vinsældum Reagans og þeirri staðreynd, að Bandaríkjamenn telja efna- hag sínum vel borgið eftir átta ára stjómartíð Reagans, hvað svo sem líður viðskiptahalla og halla á ríkissjóði. Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá því að George Bush hóf skipulega og markvissa sókn eftir því að komast í Hvíta húsið. Þá barðist hann einmitt við Ronald Reagan í forkosn- ingum meðal repúblikana. Þeirri orrahríð lauk með al- kunnum hætti og í átta ár hef- ur Bush staðið í skugga Reag- ans sem varaforseti. A öld mis- kunnarlausrar fjölmiðlunar er það í sjálfu sér afrek í Banda- ríkjunum að vera þannig stöð- ugt undir smásjánni og hafa engu að síður jafn sterka stöðu og úrslit kosninganna á þriðju- dag gefa til kynna. Þetta mis- kunnarleysi ræður ef til vill mestu um að mörgum fínnst frambjóðendur til æðsta emb- ættis þessarar fjölmennu og voldugu þjóðar ekki nægilega litríkir. Michael Dukakis, frambjóð- andi Demókrataflokksins, þótti alls ekki hafa þá kosti sem vekja eldmóð og stuðning hjá kjósendum. í júlí var málum hins vegar þannig háttað sam- kvæmt könnunum, að Dukakis hafði 17% forskot fram yfír Bush. Kepptust fjölmiðlamenn þá við að flytja minningarorð um Bush. Eftir flokksþing repú- blikana og frábæra ræðu Bush þar tóku hjólin að snúast honum í vil. Hann beindi spjótum sínum miskunnarlaust gegn Dukakis, sem snerist seint til vamar, og síðustu vikur hefur stefnt í jafn góðan sigur fyrir Bush og nú liggur fyrir. Kosningabaráttan hefur ver- ið kölluð hin lengsta, dýrasta, leiðinlegasta og neikvæðasta sem menn hafa lengi eða jafn- vel nokkru sinni kynnst í Bandaríkjunum. Allt kann þetta að vera rétt en niðurstaðan skiptir að sjálfsögðu mestu og ekki er unnt að kalla hana ann- að en verulegt áfall fyrir Demó- krataflokkinn. Síðan 1968 hef- ur hann ekki átt annan forseta en Jimmy Carter, sem sat í fjög- ur ár við lítinn orðstír. Demó- kratar geta huggað sig við meirihluta sinn á Bandaríkja- þingi sem styrktist enn á þriðju- daginn. Á þingið eftir að reyn- ast Bush óþægur ljár í þúfu ekki síst þegar opinber fjármál og umframeyðslu ber á góma. Við ijárlagahallanum verður að spoma og segist Bush ætla að beita „sveigjanlegri frystingu“ en alls ekki hækka skatta. I utanríkismálum fylgir Bush sömu meginstefnu og Reagan. Hann ætlar að semja við Sovét- menn af styrk og efla samstarf við bandamenn í Atlantshafs- bandalaginu og annars staðar. Otti margra við óvissu í ut- anríkis- og vamarmálum ef Dukakis næði kjöri réð ákvörð- un þeirra um að styðja hann ekki. Aðeins um helmingur þeirra 180 milljóna Bandaríkjamanna sem eru á kosningaaldri höfðu fyrir því að nota atkvæðisrétt- inn á kjördag. Margir láta und- ir höfuð leggjast að tilkynna sig inn á kjörskrá. í sumum ríkjum að minnsta kosti sýnast kjörstaðir meira að segja svo fáir að menn nenna einfaldlega ekki að bíða við kjörklefann. Stirðbusaháttur af þessu tagi fælir vafalaust marga frá en mestu ræður, að fólk hefur ein- faldlega ekki áhuga á að taka þátt í kosningunni. Þrátt fyrir allan gauraganginn í sjónvarpi og annars staðar þar sem skipu- leggjendur kosningabaráttunn- ar telja sig ná til flestra, dugar hann ekki til að laða fleiri til þátttöku en raun ber vitni. Fjöl- miðlafárið leiðir til fírringar eða einskonar ofnæmis; við sjáum merki þess einnig hér á landi. George Bush er vel að for- setaembætti Bandaríkjanna kominn. Nú ríður á miklu að hann velji hæfa menn til sam- starfs við sig. í því efni varð honum fótaskortur, þegar hann tilnefndi Dan Quayle sem vara- forseta. Vonandi verða þau mistök til að hann sýni við skip- an stjórnar sinnar meiri aðgát en ella. George Bush, 41. forseti Bandaríkjanna: Veit hvaða verki hann á að valda í júlí árið 1983 kom George Bush i opinbera heimsókn hingað til lands ásamt Barböru eiginkonu sinni. Brá hann sér þá meðal annars í lax í Þverá í Borgarfirði og sést hér hampa fengnum. Á hinni myndinni er Barbara ásamt Halldóri Kiljan Laxness. Washington. Reutcr. GEORGE Bush, sem tekur við af Ronald Reagan sem forseti Bandaríkjanna, er kominn af velmegandi fólki af engilsax- neskum uppruna og liklega gerir hann sér betri grein fyrir því en margir fyrirrennara sinna hvaða verki hann verður að valda í Hvíta húsinu. Að þessu marki hefiir hann stefiit bæði leynt og ljóst í aldarfjórðung með afskipt- um sinum af stjórnmálum, opin- berri þjónustu og síðast en ekki síst sem varaforseti Reagans um átta ára skeið. Mikil reynsla Bush af hinum harða heimi stjómmálanna var það veganesti, sem reyndist honum hvað drýgst í kosningabaráttunni. I upphafí hennar hafði hann á bratt- an að sækja fyrir Michael Dukakis, frambjóðanda demókrata, en hann gaf andstæðingi sínum engin grið og gekk raunar svo hart fram, að margir telja kosningabaráttuna ein- hveija þá harðvítugustu, sem um getur. í kosningabaráttunni hét Bush því að skera niður fjárlagahallann, einn mesta vanda, sem Bandaríkja- menn standa frammi fyrir, með því að halda aftur af ríkisútgjöldunum, beita til þess aðferð, sem hann kall- aði „sveigjanlega stöðvun" og ýms- um þótti heldur óljós. Samtímis því lofaði hann að leggja ekki á nýja skatta, gangast fyrir endurreisn bandaríska skólakerfísins og stór- auka umhverfísvemd. Hann hét því að halda áfram afvopnunarviðræð- unum við Sovétmenn og leggja um leið meiri áherslu á samdrátt í hefð- bundnum herafla og á alþjóðlegt bann við efnavopnum. George Herbert Walker Bush eins og hann heitir fullu nafni er af auðugri fjölskyldu í Nýja Eng- landi og var faðir hans, Prescott Bush, á sínum tíma öldungadeildar- þingmaður fyrir Connecticut. Ensk- ir ættfræðingar skýrðu raunar frá því í gær, að Bush væri fjarskyldur Elísabetu Englandsdrottningu, kominn af Maríu Tudor, systur Hin- riks VIII. Tengdist hún Bush-fíöl- skyldunni þegar hún giftist hertog- anum af Suffolk. Bush var því vel að heiman búinn, bæði að efnum og ættemi, og auðgaðist síðan sjálf- ur á olíuvinnslu í Texas eftir síðara stríð. Áður en Bush tók við varafor- setaembættinu hafði hann verið sendiherra þjóðar sinnar hjá Sam- einuðu þjóðunum, sérlegur sendi- maður stjómarinnar í Kína, yfír- maður leyniþjónustunnar, CIA, þingmaður fyrir Texas og formaður Repúblikanaflokksins. Þá má ekki gleyma því, að í átta klukkustundir þann 13. júlí árið 1985 axlaði Bush embættisskyldur forsetans vegna veikinda Reagans. Er hann raunar eini varaforsetinn í bandarískri sögu, sem það hefur gert vegna tímabundinna forfalla forseta. Bush keppti við Reagan um út- nefningu Repúblikanaflokksins árið 1980 og stillti þá sjálfum sér upp sem hófsömum manni andspænis hægrimanninum, sem ætlaði að ráða fram úr efnahagsmálunum með „galdrakukli" og lofaði hvoru- tveggja, lægri sköttum og stór- auknum útgjöldum til hermála. Sem varaforseti gerðist hann hins vegar eindreginn stuðningsmaður Reag- ans og varð það til þess, að sumir kölluðu hann „kjölturakka" forset- ans. Bush studdi Reagan í íran- málinu, vopnasöluhneykslinu svo- kallaða, en hélt því fram eins og forsetinn, að honum hefði ekki ver- ið kunnugt um stuðninginn við skæruliða í Nicaragua. George Bush hefur tekist flest það, sem hann hefur glímt við um ævina. Hann er hagfræðingur að mennt, útskrifaðist með láði frá Yale-háskóla árið 1948, en á stríðsárunum hætti hann í skóla 18 ára gamall og gerðist flugmaður í hemum, sá yngsti, sem um getur. Var hann á flugmóðurskipi og hlaut fyrir frammistöðu sína næstæðsta heiðursmerki hersins. Var flugvél hans skotin niður og hrapaði í sjó- inn en Bush lifði það af, einn félaga sinna. Tókst skipveijum á banda- rískum kafbát að bjarga honum úr sjónum eftir mikla kappsiglingu við japanskt herskip. Bush var kjörinn í fulltrúadeild- ina fyrir Texas árið 1966 og ’68 en beið í tvígang ósigur í öldunga- deildarkosningum fyrir Lloyd Bentsen, varaforsetaefni Dukakis. Eiginkona Bush er Barbara Pierce og eiga þau fimm böm og 10 bama- böm. Barbara, kona hans, er sögð hafa meiri áhuga á að sinna húsmóður- störfunum vel en að hafa afskipti af manni sínum og því, sem hann er að fást við hveiju sinni. Hún er þó ófeimin við að segja sína skoðun umbúðalaust og einkum ef henni fínnst á mann sinn hallað að ósekju. Frægasta dæmið um það er úr kosningabaráttunni 1984 þegar hún sagði um Geraldine Ferraro, varaforsetaefni demókrata, að hún væri „fjögurra milljóna dollara ... Eg má ekki segja það en það rímar við „vík““. Sjálfstæði Barböru lýsir sér með ýmsum hætti. Þótt hún búi í bæ þar sem enginn þykir maður með mönnum nema hann hangi í tískunni hefur hún alltaf klætt sig eftir sínu höfði og yfírleitt á mjög látlausan hátt. Þá hefur hún aldrei tekið í mál að lita sitt silfurhvíta hár og sinnir því engu þótt sagt sé, að hún líti út fyrir að vera móðir Bush. Barbara er fædd 8. júní árið 1925 í Rye í New York, dóttir Marvins Pierce, útgefanda McCalls-tímaritsins. Var hún náms- mær við Smith College þegar hún giftist Bush, 6. janúar árið 1945, og gaf þá frekara nám upp á bátinn. Dan Quayle varaforseti: Umdeildur og grátt leikinn í fjölmiðlum Washington. Reuter. ALLT frá þeirri stundu er George Bush kynnti Dan Quayle sem vara- forsetaefni sitt á flokksþinginu í New Orleans i ágúst sl. hefúr þessi rúmlega fertugi öldungadeildarþingmaður frá Indiana átt fúllt í fangi með það eitt að verja æru sina og orðstir. Fáir eða engir frambjóðend- ur til þessa embættis hafá fengið jafii harða útreið og hann i fjölmiðl- unum og annarri umræðu. Tiltölulega lítil reynsla Quayles af stjómmálum, fjölskylduauðurinn, herþjónusta hans á tímum Víet- nam-stríðsins, dálítið vafasamur háskólaferill og jafnvel það, að hann er hinn myndarlegasti maður — allt var þetta fundið honum til for- áttu. Þótt Quayle reyndi að gefa Bush ekkert eftir í hörðum árásum á Michael Dukakis sýndu skoðana- kannanir, að hann fældi fremur frá en hitt og margir kváðust ekki geta hugsað þá hugsun til enda, að Bush félli frá og Quayle tæki við sem forseti. „Megi Bush lifa í hundrað ár verði hann kjörinn forseti" sagði í leiðara Chicago Tribune. Quayle hefur verið öldungadeild- arþingmaður í átta ár en áður sat hann í fulltrúadeildinni í fjögur. Andstæðingar hans og aðrir gagn- rýnendur segja, að störf hans hafí einkennst af meðalmennsku en ann- ars hefur Quayle helst vakið á sér athygli fyrir góða þekkingu á her- málum. Það, sem lék hann þó harðast, var þegar spurt var hvers vegna hann, þessi mikli ættjarðarvinur, hefði komið sér hjá Víetnamstríðinu með því að ganga í þjóðvarðliðið árið 1968. Virtust þessar árásir koma Quayle í opna skjöldu og hann átti alltaf í vandræðum með að svara fyrir sig. Þá var sagt, að hann hefði verið lítill námsmaður og farið í laganám í skjóli aðstoð- aráætlunar fyrir minnihlutahópa. í kosningabaráttunni var hann oft beðinn um að opinbera námsferils- skýrslur sínar en því neitaði hann Reuter Dan Quayle og Marilyn, kona hans, fagna sigrinum í kosningamið- stöð repúblikana í Washington. harðlega. Framanaf kosningabaráttunni má segja, að Quayle hafí varla ver- ið sjálfs sín ráðandi. í kringum var alltaf flokkur manna, sem sáu til þess, að fréttamenn kæmust ekki í návígi við hann, en þegar Bush var kominn með gott forskot í skoð- anakönnunum hristi Quayle þessa fíötra af sér. „Það er best, að hver sé sinnar gæfu smiður," sagði hann. „Nú ætla ég að segja það, sem mér býr sjálfum í bijósti." J. Danforth Quayle er afabarn stórútgefandans Eugenes Pulliam, fæddur í Indianapolis 4. febrúar árið 1947. Að námi loknu stundaði hann lögfræðistörf og var um hríð aðstoðarútgefandi fjölskyldublaðs- íqs Huntington Herald Press. Mari- lyh heitir eiginkona hans og eiga þau þijú böm. T MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 31 lisipís - yBS m ** te.m 4i iIJa iJmP Æm \ j Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit íslands æfa fyrir hátíðartónleikana í kvöld. Morgunblaðið/RAX Pólýfónkórinn: Hátíðartónleikar í kvöld 30 ára aftnæli - 400 ára tónlistarsaga Hátíðartónleikar Pólýfónkórsins verða í Háskólabíói í kvöld. Tón- leikarnir eru haldnir í tilefni af 30 ára afinæli kórsins og á efiiis- skránni eru verk sem spanna 400 ára tónfistarsögu. Flytjendur eru um 200: Pólýfónkórinn, Sinfóníuhljómsveit íslands og sjö einsöngvar- ar. Stjómandi er Ingólfur Guðbrandsson. Á efnisskránni era: Úr Marien Vesper eftir Monteverdi, Magnificat eftir Bach, Forleikur að Tannhauser og Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi, Habanera og Blómaarían úr óperanni Carmen eftir Bizet, Kvart- ett úr Stabat Mater eftir Rossini og útdráttur úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Einsöngvarar era: Ásdís Gísla- dóttir, sópran, Elísabet Eiríksdóttir, sópran, Elísabet Erlingsdóttir, sópr- an, Ema Guðmundsdóttir, sópran, Sigríður Ella Magnúsdóttir, alto, Gunnar Guðbjömsson, tenór og Kristinn Sigmundsson, bassi. Hér á eftir fylgir inngangur stjómandans, Ingólfs Guðbrands- sonar, að efnisskránni auk nokk- urra fróðleiksmola sem hann hefur tekið saman um verkin. Ars Longa, Vita Brevis Efíiisval Pólýfónkórsins hefur verið mótað skýram línum frá upp- hafí. Ekkert var valið af handahófi né til að þjóna vinsældum smekk- leysunnar, en listrænt gildi og stílræn útfærsla höfð að markmiði. Ólaunað starf sem engrar umbunar nýtur á veraldarvísu, þarf að eiga sér æðri gildismörk. Slík gildi eiga sér fáa fylgismenn og enn færri formælendur í þjóðfélagi veraldar- byggjunnar sem lítur á slævandi afþreyingu sem sinn æðsta draum. Flestar tónlistarstofnanir hafa átt erfítt uppdráttar á íslandi, en þar hefur Pólýfónkórinn verið minnstur smælingja. Þessi viðleitni til listiðkunar með söngfólki Pólý- fónkórsins hefur nánast ekki kostað átthaga kórsins né íslenskt sam- félag grænan eyri í 30 ár. Meðan nýjar stofnanir urðu til í kringum einstaka menn og komust á opin- bert framfæri, hélt Pólýfónkórinn áfram að vera til í kringum hugsjón- ina eina og hljómur hans fann ekki náð fyrir eyram þeirra sem útdeila almannafé. Samt hafa um 2000 manns hlotið þar nokkurt tónlistar- uppeldi og skólun án þess að vera menntamálum landsins fjárhagsleg byrði. Á ferli sínum hefur kórinn flutt um 200 tónverk gömul og ný eftir um 70 tónskáld íslensk og erlend á nærri 400 hljómleikum á Islandi og erlendis. Á 30 ára hátíðarhljómleikum kórsins er breytt út af venju um efnisval. Nú þótti hæfa að leita víðar fanga og flytja sýnishom úr sögu tónlistar í 400 ár. Með því er minnt á, að listin er löng, þótt lífíð sé stutt til að njóta hennar. Góð list er óforgengileg og sjaldan var hennar meiri þörf til að koma ró á rótleysi mannshugans í ærðum heimi. Vonandi fellur þessi blanda tón- listar í ýmsum stíltegundum hlust- endum í geð. Þótt hæsta marki í flutningi verði aldrei náð, hefur glíman við við- fangsefnin og hin ýmsu stflbrögð verið skemmtileg og þroskandi. Með því lauk þessum áfanga og hér er settur punktur og Amen eft- ir efninu. Á eins manns herðar verður starfið ei lengur lagt, þyki þjóð- félaginu það nokkurs virði. Um efiii tónleikanna Marien Vesper Tónskáldið Claudio Monteverdi fæddist _ í Cremona á Ítalíu árið 1567. Ásamt landa sínum Carlo Gesualdo varð hann tímamótamað- ur í sögu tónlistar með nýjum, litrík- um rithætti og fíjálsri óheftri skipt- ingu milli tóntegunda. Verk hans spanna vítt svið í ýmsum formum tónlistar, s.s. madrigala og kantötur og telja má hann föður óperannar. Hér er aðeins flutt upphaf og endir safns af lofsöngvum til heil- agrar Maríu, sem gefnir vora út árið 1610 undir titlinum Vesperae beate Mariae Virginis. Magnifícat Bach notar hinn hefðbundna lat- neska biblíutexta með lofgjörð Maríu meyjar, „Sál mín miklar Drottin" í hinu stysta af stóram kórverkum sínum, Magnifícat í D- dúr fyrir 5 radda kór, fjóra ein- söngvara og fullskipaða hljómsveit að þeirrar tíðar hætti. Verkið mun fyrst hafa verið flutt í Leipzig á jólum 1723, þegar Bach tók þar fyrst til starfa. Þótt verkið sé knappt í formi, sýnir það allar hliðar á snilld meistarans, enda er ekkert kórverka hans jafnvinsælt. Forleikur að Tannháuser Óperan Tannhauser, sem Wagn- er lauk árið 1845, fjallar um líf farandsöngvara á miðöldum. Óperaforleikir Wagners heyra til glæsilegustu tónsmíða fyrir hljóm- sveit og gera ítrastu kröfur til flytj- enda. Forleikurinn hefst á alkunnu stefi byggðu á kór pflagrímanna í þriðja þætti óperannar, þar sem þeir þramma burt frá Róm, en leysist upp í lostafullan kliðinn við hirð Venusar, og síðan hástemmda ást- aijátningu Tannháusers til Venusar úr fyrsta þætti óperannar. Te Deum Verdi samdi 26 óperar en aðeins eitt stórverk við kirkjulegan texta, Requiem. Eftir að hann settist í helgan stein, samdi hann þó fjögur smærri kórverk við helgiljóð, Qu- atro Pezzi Sacri. Síðast þeirra er Te Ðeum fyrir stóra hljómsveit og tvo blandaða kóra með allt upp í 10 radda skiptingu. Það var fram- flutt í París vorið 1898, síðast af verkum Verdis, undir stjóm Pauls Taffanel. Alkunnugt er að Verdi samdi • bestu verk sín á efri áram, og sum- ir halda því fram að Te Deum sé kórónan á tónsköpun hans. Svo mikils mat Verdi þessa lokasmíð sína að hann lagði fyrir að hluti þess, Dignare Domine, fylgdi sér í gröfína. Carmina Burana Þegar Carmina Burana var fram- flutt í óperanni í Frankfurt árið 1937, gengu áhorfendur bókstaf- lega af göflunum. Carl Orff var 41 árs næstum óþekktur tónsmiður, sem hafði tónsett verkið við lat- neska og þýska texta frá miðöldum. Efni þeirra er að mestu helgað ást- um drykkju og óheftri lífsnautn og þótti jafnvel á mörkum velsæmis, þótt varðveist hefði í klaustri og að líkindum samið af munkum. Eggjandi hljóðfall og stríðir hljómar einkenna þetta lífsglaða verk, sem verið hefur ofarlega á vinsældalista kóra og hljómsveita allt frá því að það heyrðist fyrst. Hér er aðeins flutt sýnishorn úr verkinu. Með þökk fyrir áheymina í 30 ár. Ingólfúr Guðbrandsson Skipulagsbreytingar hjá Elkem: Snertir ekki Járnblendið — segir John Fenger nýráðinn framkvæmdastj óri Elkem MIKLAR skipulagsbreytingar standa nú fyrir dyrum hjá Elkem a/s í Noregi. Markmið þeirra er að grynnka á skuldum félagsins um 1,5 milljarð norskra króna og minnka fastan kostnað um hálfan milljarð n.kr. Þann 1. janúar mun fyrirtækinu verða skipt upp í þijár aðaldeildir. Einn af þremur nýráðnum framkvæmda- stjórum deildanna er íslendingurinn John Fenger sem hóf störf þjá Elkem 1981. Hann segir að skipulagsbreytingamar muni ekki koma beint við rekstur Járnblendifélagsins og raunar telur hann að þær muni verða til bóta fyrir það ef eitthvað er. Samhliða því að verða einn af þremur yfirmönnum hinna nýju deilda mun hann eiga sæti í fram- kvæmdastjóm félagsins ásamt aðalforstjóra þess og hinum tveimur framkvæmdastjóranum. John Fenger segir að skipulags- breytingamar felist einkum í því að skipta fyrirtækinu upp eftir framleiðslu þess í stað landfræði- legrar skiptingar áður. í núver- andi skipulagi er deildum skipt eftir löndum þeim sem starfsemi þeirra fer fram í eins og til dæm- is Bandaríkjunum og Kanada auk Noregs. Þannig mun deild sú er John Fenger stjómar hafa á sinni könnu kíslmálmframleiðsluna og kísilryk auk efnaiðnaðarins í öll- um þeim löndum Elkem hefur slíka starfsemi. Hvað kísilrykið varðar segir John að á undanföm- um áram hafí verið unnið að rann- sóknum á hagnýtingu þess með góðum árangri. John Fenger hóf störf hjá Jám- blendifélaginu árið 1975. Hann starfaði sem fjármálastjóri þess til 1981 er hann flutti til Noregs. Á áranum 1981 til 1986 var hann fjármálastjóri kísiljámdeildar El- kem í Noregi og síðan 1986 hefur hann verið framkvæmdastjóri kísilmálmdeildarinnar í Noregi. John Fenger er sonur hjónanna Hilmars og Borghildar Fenger í Reykjavík. Nafnið John er komið frá föðurafa hans og alnafna, John Fenger, sem var danskur að ætt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.