Morgunblaðið - 10.11.1988, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
Hestamannafélagið Léttir 60 ára:
Hlutverk formanns LH er
að sameina félögin á ný
— segir Jón Olafiir Sigfósson formaður Léttis
Hestamannafélagið Léttir
varð 60 ára síðastliðinn laugar-
dag. Þá var nýtt félagsheimili
þeirra tekið i notkun í Breið-
holti þeirra Akureyringa. Húsið,
sem er um 100 fermetra timbur-
hús, hefur verið f byggingu siðan
1983. Efht var til samkeppni um
nafn á félagsheimilið. Fjórtán
ára drengur, Sigfús Jónsson,
fékk reiðbeisli að launum fyrir
bestu nafngiftina og heitir nýja
húsið nú Skeifan.
- Eins og kunnugt er hafa flögur
hestamannaféiög við Eyjaflörð,
Léttir, Funi, Hringur og Þráinn,
sagt sig úr Landssambandi hesta-
mannafélaga vegna ágreinings við
stjóm LH um staðarval fyrir lands-
mót hestamanna 1990. Jón Ólafur
Sigfússon formaður Léttis sagði
að mál þetta væri í algjörri bið-
stöðu eins og væri. „Ég verð að
segja að ég á von á því að félögin
fjögur gangi aftur inn í landssam-
bandið. Áður en af því getur orðið,
þarf að leysa ákveðin samskipta-
vandamál milli stjómar LH og
stjóma eyfirsku félaganna. Við
töldum okkur hafa verið svikna um
landsmótshaldið árið 1990 sem við
vorum búnir að fá vilyrði fyrir.
Halda átti mótið á Melgerðismelum
í Eyjafirði, en þess í stað var því
valinn staður á Vindheimamelum í
Skagafirði. Þegar sá samningur,
sem gerður hafði verið, var ekki
haldinn kom deilan upp. Fulltrúar
eyfirsku félaganna hafa hitt stjóm-
armenn LH tvisvar frá því að félög-
in sögðu sig úr samtökunum. í
fyrra skiptið mættust jám í jám
og í seinna skiptið samþykkti stjóm
LH afsökunarbeiðni til eyfirsku
hestamannafélaganna sem er
vissulega skref í átt til samkomu-
lags,“ sagði Jón Ólafur.
Nýr formaður Landssambands
hestamannafélaga, Kári Amórs-
son, var lqörinn fyrir skömmu. Um
nýja formanninn sagði Jón Ólafun
„Við skulum vona að maðurinn
vitkist með meiri völdum, taki sitt
hlutverk hátíðlega og reyni að leiða
félögin saman í eina sæng aftur.
Það er hans hlutverk. Að okkar
mati á frumkvæði til sátta og sam-
einingar félaganna að koma frá
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hluti stjórnar Léttis við nýja félagsheimilið ásamt byggingar-
nefiid. Frá vinstn: Guðrún Hallgrímsdóttir, Jón Ólafur Sigfús-
son, Ingólfiir Sigþórsson, Björn Jónsson, Hólmgeir Valdimarsson,
Sigurður Arni Snorrason og Stéfán Stefánsson.
stjóm LH, sem setti sprengjuna arval," sagði formaður Léttis að
af stað með því að breyta um stað- lokum.
stórgóðir sleðar á frábæru verði
r*3fr-\
INDY6S0 96 HÖ Kr. 473.000,- INDYS00 74 HÖ ST.D. Kr. 405.400,- S.K.S. Kr. 429.500,-
INDY500CLASSK 74 HÖ Kr. 439.000.- NDY400 64 HÖ Kr. 379.000 -
INDYTRML 56 HÖ S.P. Kr. 358.500 - INDYSP0RT 35 HÖ Kr. 278.500 -
S.K.S. Kr.
Deluxe Kr.
INDYTUULSUPBtTMK 52 HÖ
Kr. 410.000 -
IHDYSPORTGT 35 HÖ
Kr. 310.000,-
Öll verð eru afþorgunarverð m/v gengi 27.10/88
STAÐGREIÐSLUAFSLÁ TTUR!
ALLAR NÁNARI UPPL ÝSINGAR UM
POLARIS SLEÐANA FÁST HJÁ:
HJÚLBAROAÞJÖNUSTAN AKUREYRI
Hvannavöllum 14 B sími 96-22840
H.K. ÞJÖNUSTAN KÖPAV0GI
Kársnesbraut 108 sími 91-46755
Ferðamálaráðstefna 1988:
Otrúlegt skilningsleysi
á þýðingu ferðaþjónustu
- segir Sigfus Jónsson bæjarstjóri
„Yfirstjóm ferðamála í landinu er máttvana vegna Qárskorts og
sýnir það ótrúlegt skilningsleysi á þýðingu þessarar atvinnugreinar
fyrir þjóðarbúið. Hagskýrslugerð um ferðamannaþjónustu er alls ekki
í nægilega góðu lagi. Bæði er erfitt að skilgreina hvaða starfisemi falli
undir ferðamannaþjónustu og svo hitt að nákvæmari upplýsingasöfiiun
virðist skorta," sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri m.a. í
ræðu sinni á Qölmennri ferðamálaráðstefnu, sem haldin var á Akur-
eyri um síðustu helgi.
Sigfús fjallaði um skipulagningu
ferðamannaþjónustu og þýðingu
hennar í þjóðarbúskap íslendinga
sem meta mætti út frá Qölda starfa
í greininni, efnahag fyrirtækja og
útflutningstekjum. „Árið 1976 voru
samþykkt á Alþingi ný lög um skipu-
lag ferðamála. Með lögunum voru
Ferðamálaráði falin mjög víðtæk
verkefni og tekjustofn til 'að sinna
þeim, sem var 10% af söluverðmæti
Fríhafnarinnar. Allir hér inni þekkja
hvemig þetta lagaákvæði hefur verið
framkvæmt. Þau sviknu fyrirheit,
sem lögin frá 1976 gáfu, eru ekkert
einsdæmi hjá íslenskum stjómmála-
mönnum," sagði Sigfús.
Fram kom í máli bæjarstjóra að
efnahagur fyrirtækja í ferðamanna-
þjónustu sé mjög misjafn. Eigið fé
væri takmarkað, einkum í veitinga-
og gistihúsarekstri. í fyrra vom út-
flutningstekjur af vömm og þjónustu
74,5 milljarðar króna, þar af vom
3,3 milljarðar vegna ferða- og dvaiar-
kostnaðar erlendra ferðamanna á
íslandi. Til viðbótar má áætla ekki
miklu lægri upphæð sem fargjalda-
tekjur fslensku fiugfélaganna af er-
iendum ferðamönnum. Gjaldeyr-
istekjur af erlendum ferðamönnum
vom því líklega 5,5 til 6,0 milljarðar
króna, eða 7-8% af heildarútflutn-
ingstekjum þjóðarinnar.
Ef þeir bara þora...
Sigfús sagði að á þessu ári hefði
gætt nokkurrar stöðnunar í ferða-
mannaþjónustu og spuming væri
hvort vaxtarskeiðið væri á enda um
sinn. í því sambandi myndi verðlag
og gengismál ráða miklu. „Ég tel
frelq'u og yfirgang einstakra starfs-
stétta hafa skaðað ferðamannaþjón-
ustuna. Vanti einn hlekk í röð þeirra
þjónustuaðila sem ferðamaðurinn á
viðskipti við, bíður öll greinin skaða
af. Flugið er langviðkvæmast fyrir
aðgerðum stéttarfélaga, sem fara
gjaman í verkföll á misjöfnum tíma
og fiugmenn hafa þá sérstöðu að
geta skapað verkfallsáhrif með
hægagangi við störf. Tvö sl. sumur
vom þeir vikum saman með aðgerðir
f innanlandsflugi og stórskemmdu
fyrir fyrirtæki sínu og ferðaþjón-
ustunni f heild. Samgönguráðherrar
sfðustu ára og áratuga hafa aldrei
fengist til að grípa hér inn í og setja
flugmönnum úrslitakosti. Til þess
hafa þeir mörg ráð ef þeir bara þora."
Bæjarstjóri skoraði á samgöngu-
ráðuneytið að setja ströng skilyrði
fyrir nýja leyfishafa, en lejrfin í inn-
anlandsfiugi verða endumýjuð að ári
fyrir næsta fímm ára tímabil, 1990-
1994. Þá nefndi hann fólksflutninga
á landi. Það tilheyrði ekki nútíman-
Blaðbera vantar í
Arnarsíðu - Keilusíðu - Kjalarsíðu - Vestursíðu.
Óskum sérstaklega eftir fólki, sem getur borið
blaðið út um leið og það kemur.
- Hressandi morgunganga!
Hlar0mtUablb
Hafnarstræti 85, Akureyri. S. 23905.
um að blanda saman farþega- og
vöruflutningum nema f mesta strjái-
býlinu. Setja þyrfti á fót umferðar-
miðstöðvar á stöðum eins og Borgar-
nesi, Selfossi og Egilsstöðum. Sigfús
telur að gott flugvallarhótel við hlið-
ina á Flugstöð Leifs Eiríkssonar
myndi njóta vinsælda bæði hjá lands-
byggðarfólki og erlendum ferða-
mönnum. Einnig telur hann að íbúð-
arhótel í Reykjavík fyrir fjölskyldur
utan af landi gæti orðið mjög arðbær
fjárfesting. „Þá tel ég vera rekstrar-
gmndvöll fyrir nýju vönduðu hóteli
á Akureyri til viðbótar við Hótel KEA
og Stefaníu. Loks bendi ég á mögu-
leika á að byggja orlofshúsahverfí í
útjaðri höfúðborgarsvæðisins sem
yrði bæði fyrir útlendinga og lands-
byggðarfólk." Sigfús sagði að fjár-
festingar reykvfskra fyrirtækja og
athafnamanna í ferðaþjónustu ein-
kenndust af skorti á innsæi á nýjum
möguleikum.
Kælítæknigaf
VMAkælitæki
KRISTINN Sæmundsson eigandi
fyrirtækisins Kælitækni í
Reykjavík afhenti Verkmennta-
skólanum á Akureyri formlega í
fyrradag kælivél, sem ætluð er
við kennslu á vélstjórnarbraut.
Kristinn flytur vélar þessar inn
frá Austurriki og eru þær af
gerðinni Frigopol. Samskonar
vél myndi kosta um 55.000 krón-
ur.
„Ég var á þingi Landssambands
iðnaðarmanna á Akureyri fyrir um
það bil ári. í fundarhléi var fundar-
gestum m.a. boðið að skoða Verk-
menntaskólann og fór ég þangað.
Mér fannst mjög skemmtilegt að
koma í skólann og sá að margar
deildanna voru vel búnar tækjum.
Hinsvegar fannst mér skólann
vanta það tæki, sem ég sýsla dag-
lega með, og hafði ég þá strax á
orði að gefa mönnum hér eitt slíkt
tæki til afnota. Nú er það sem sagt
komið þó liðið sé um ár síðan ég
lét þessi orð falla," sagði Kristinn
er hann afhenti Baldvini Bjamasyni
skólameistara tækið.