Morgunblaðið - 10.11.1988, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
Honda 8Q
Civic
3ja dyra
16 ventla
Verð frá 623 þúsund,
miðað við staðgreiðslu á gengi 1. nóv. 1988
NÝ AFBORGUNARKJÖR
ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA.
WHONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
STOR
RÝMINGAR
SAIA!
Kápur - Frakkar
Ullarkápur
frá kr. 4000.-
NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ!
KÁPGSALAN
BORGARTÚNI 22
SÍMI23509
Ifw*
Oðinsgata o.fl.
Stekkir
VOGAHVERFI ■ SELTJARNARNES
Sunnuvegur Melabraut
Laugarásvegur 32-66
BREIÐHOLT
AUSTURBÆR
Hjónaminning:
Sigursteinn Guðjóns-
son — Sigurbjörg
Marteinsdóttir
Fæddur 21. janúar 1917
Dáinn 4. september 1980
Fædd 7. nóvember 1913
Dáin 31. október 1988
Er ég sit hér staðráðinn í því að
heiðra minningu ömmu og afa með
því að skrifa um þau nokkrar línur,
leita fram í hugann minningar um
allar þær stundir sem við áttum
saman. Ljúfar minningar sem ekki
er hægt að segja frá í stuttu máli
heldur rúma heila mannsævi.
Amma og afi voru Austfírðingar
og voru mjög stolt af því. Þau flutt-
ust frá Fáskrúðsfírði til Reykjavíkur
er mamma mín var á fímmta ári
og settust að á Laugamesvegi 108.
Þar var ég hjá þeim meira og minna
fyrstu átta ár ævi minnar, en þau
pössuðu mig á meðan mamma og
pabbi voru að vinna.
Við afí vorum mjög góðir vinir.
Hann hafði alltaf tíma fyrir lítinn
afastrák sem hafði svo margs að
spyija. Reyndar hafði hann alltaf
tíma til að hjálpa öðrum og var
fyrstur manna til að rétta hjálpar-
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER
Enn er hitastillta bað-
blöndunartækið frá
Danfoss nýjung fyrir
mörgum. Hinir sem til
þekkja njóta gæða
þeirra og undrast
lága verðið.
hönd þótt hann hefði nóg að starfa
og fyrir stórri fjölskyldu að sjá.
Saman fórum við afí í stuttar
veiðiferðir og þar sagði hann mér
veiðisögur sem ég hlustaði á með
aðdáun og ég var staðráðinn í því
að verða eins og afí. Hönd í hönd
leiddumst við um Laugamesið, virt-
um fyrir okkur garðana og töluðum
um allt á milli himins og jarðar.
Yfírleitt enduðu þessar gönguferðir
niðri í fjöru, því sjórinn var afa
mjög hugleikinn. Ekki má gleyma
bæjarferðunum, því þær voru há-
punkturinn. Þangað fórum við til
að virða fyrir okkur mannlífið, sjá
búskapinn hjá öndunum og kíkja á
skipin við höfnina. Yfírleitt enduð-
um við á því að fá okkur kaffísopa
einhvers staðar og kaupa lítinn bíl
handa mér. Það var eins gott að
maður var ekki búinn að óhreinka
sig fyrir þessar ferðir, því afí var
snyrtimenni hið mesta og vildi hafa
snáðann sinn sómasamlega til fara.
Já, þau vom ófá leyndarmálin sem
við áttum saman og enginn fékk
að vita um eða fær nokkm sinni
að vita, nema ef vera kynni að ég
trúi einhveijum litlum snáða fyrir
þeim í framtíðinni.
Við afi gátum alltaf verið vissir
um það að heima biði amma. Það
var ekki amalegt að koma heim til
hennar. Á móti okkur lagði ilminn
af kjötsúpunni hennar. Enginn get-
ur búið til kjötsúpu eins og hún
amma gerði. Já, hún amma var
ekki síðri vinur en hann afi þó ekki
ættum við saman nein leyndarmál.
Hún kenndi mér að leggja á kabal
og spila og lét mig lesa í Gagn og
gamni. Þegar daginn tók að stytta
kveiktum við á kerti og amma las
fyrir mig sögu eða sagði mér frá
æskuslóðum sínum og afa. Hún
hafði yndi af að syngja og söng
vei. Röddin var sterk og enginn
hætta á að matmálstíminn færi
fram hjá mér, hvar sem ég var
staddur í hverfinu.
Ljúfastar eru þó minningamar
frá undirbúningi jólanna. Enn þann
dag í dag finn ég fyrst fyrir komu
jólanna þegar ég er búinn að hjálpa
ömmu að pakka inn jólagjöfunum
og ná í jólaskrautið. Það var ein-
hver sérstök lykt hjá afa og ömmu
í Laugamesinu, sem tilheyrði jólun-
um og ég fann hvergi nema þar.
Eftir að afí dó áttum við amma oft
indælar stundir saman, er við sátum
daglangt og spiluðum og skemmt-
um okkur við minningar frá liðnum
stundum, þegar afi var enn hjá
okkur. Við amma vorum sammála
um það að einhvemtíma yrðum við
öll saman á ný.
Ég er ekki einn um að eiga ljúf-
ar minningar um þessi ágætu hjón.
Það eiga einnig bömin þeirra sex,
tengdabömin og bamabömin. Ég
veit að ég tala fyrir munn þeirra
allra er ég þakka afa og ömmu
fyrir samveruna og gef þeim fyrir-
heit um endurfundi.
Afí og amma vom mér ljúf og
góð. Margs er að minnast og margs
er að sakna. Hafí þau þökk fyrir
allt.
Sorgin er gríma gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
vat oft full af tárum.
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður,
og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið
hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.
Og hvað er að hætta að draga andann ann-
að en að frelsa
hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti
risið upp í almætti sínu og óptraður leitað
á fund
guðs síns.
(Úr Spámanninum)
Kjartan Stefánsson
Nú legg ég augun aftur.
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Sveinbjöm Egilsson)
Eg þakka Sigurbjörgu ömmu
minni, fyrir allan þann kærleika og
umhyggju sem hún sýndi mér í
uppvextinum. Alla gæsku er hún
átti í minn garð. Aðstandendum og
vinum sendi ég mínar samúðar-
kveðjur.
Sigursteinn Tómasson
Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til við-
talstíma í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í nóvember.
Allir eru velkomnir. Jafnframt er unnt að ná
sambandi við alþingismennina í síma 91 -82900.
Viðtalstímar í dag, fimmtudag, eru sem hér segir:
Kl. 17.00-19.00
Matthíast Bjarnason, þingmaðurVestfjarða
Pálmi Jónsson, þingmaður Norðurlands vestra
Eggert Haukdal, þingmaður Sunnlendinga.