Morgunblaðið - 10.11.1988, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
Beygjur, sveigjur og
hlykkir í vegagerð
Gestaleikur
á Litla sviðinu
í Þjóðleikhúsinu
Höfundur:
Árni Ibsen.
Leikstjóri:
Viðar Eggertsson.
Leikmynd:
Guðrún S. Svavarsd.
Tónlist:
Lárus Grímsson.
Lýsing:
Ingvar Björnsson.
Leikarar:
Theódór Júlíusson og
Þráinn Karlsson.
Fimmtud. 10. nóv..kl. 20.30.
Föstud. 11. nóv..kl. 20.30.
Laugard. 12. nóv..kl. 20.30.
Sunnud. 13. nóv...kl. 20.30.
Miðvikud. 16. nóv.kl. 20.30.
Aðeins þessar sýningar
eftir Guðmund
Jóhannsson
í frumbemsku vega- og brúar-
gerðar hér á landi þótti nauðsynlegt
að hafa krappar beygjur að hverri
brú og var talið til öryggis umferð-
inni. Bílaeign landsmanna á þessum
tíma var lítil og kom þessari beygju-
áráttu því ekki að stórri sök þá, en
er fram liðu stundir og umferð jókst
með vaxandi bílaeign reyndust þess-
ar essbeygjur hinar verstu slysagildr-
ur og í fyllingu tímans opnuðust
augu þeirra manna sem með þessar
framkvæmdir fóru að ekki væri bót
að þessu gildrum við brýr og mun
það nú heyra fortíðinni til að slíkar
beygjur séu hafðar þar. Hins vegar
er það síður en svo að þeim hafi
verið útrýmt af þjóðvegum, því ef
þær eru ekki settar við gerð vegarins
þá eru þær búnar til þar sem áður
voru annars beinir vegir. Þannig
virðast þessar beygju, sveigjur og
hlykkk- vera eins og vírussjúkdómur
meðal ráðandi manna í vegagerð.
Ekki verður séð að þessir hlykkir
bjóði upp á aukið öryggi í umferð-
inni og það sé ekki haft að leiðar-
ljósi við gerð framkvæmdanna, mikið
fremur hvarflar að manni að það sé
ríkjandi að mannvirkið sé áferðarfall-
egt á teikniborðinu.
Til að renna stoðum undir þær
ásakanir sem ég hefi hér í frammi
ætla ég að fara með þér lesandi í
smá ökuferð á vegarkafla sem ég fer
daglega, þ.e. Vesturlandsvegur,
Mosfellsbær—Reykjavík og skal ferð-
in hafin við Höfðabakka.
Fyrir rúmu ári voru gerðar nokkr-
ar umbætur á þessum gatnamótum.
Þó þvældist það fyrir framkvæmdar-
aðilum að breyta þama umferðarljós-
um þar til nú fyrir stuttu og þá eft-
ir mörg og alvarleg slys. Hér er átt
við beygjuljós til vinstri er komið er
frá Mosfellsbæ. En frá gatnamótun-
um til austurs var sett mön sem
MÓTFRAMBOÐ kom gegn forseta
Bridgesambands íslands á árs-
þingi sambandsins sl. laugardag.
Björn Araórsson hagfræðingur
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja bauð sig fram gegn Jóni
Steinari Gunnlaugssyni Iögmanni,
sem gegnt hefur forsetaembætt-
inu síðasta ár. Við kosningu fékk
Jón Steinar 23 atkvæði gegn 22
atkvæðum Bjöms og réði síðasta
talda atkvæðið útslitum. Þetta
mun vera i fyrsta skipti sem mót-
framboð kemur gegn starfandi
forseta í Bridgesambandinu, en
það á 40 ára afmæli í ár.
„Það var lögð á það áhersla í mínu
framboði, að það hefði verið unnið
mikið og gott starf í Bridgesamband-
inu og ffamboði mínu væri því ekki
ætlað að bylta einu eða neinu, heldur
að koma fram með aðrar áherslur í
starfseminni," sagði Björn Amórs-
son. „Það hefur komið fram gagn-
lýni á hvað Bridgefélag Reykjavíkur
er einrátt í Bridgesambandinu, ekki
aðeins af hálfu félaga á landsbyggð-
inni heldur einnig af hálfu annara
félaga á Reykjavíkursvæðinu.
Það er mikið af fólki sem hægt
er að virkja til starfa i bridshreyfing-
unni ef eftir því væri leitað. Hins
vegar liggur það orð á, eins og sést
af nefndaskipan Bridgesambandsins,
að það sé alls staðar sami hópurinn
frá Bridgefélagi Reykjavíkur sem
skipti akbrautum og við austurenda
hennar var settur þessi nútíma
hlykkur, sem síðan fylgdi heill skóg-
ur umferðarmerkja, trúlega til að
draga úr hættunni. En hver var þörf-
in á þessum hlykk?
Nú síðasumars hófust fram-
kvæmdir við þennan veg (þ.e. Vest-
urlandsveg) hjá Keldnaholti. í upp-
hafi verks hélt maður að vegna
byggðar sem er að rísa þar á svæð-
inu og mun auka umferðina þaðan
og til vesturs til muna þá ætti að
bæta við einni eða tveimur akreinum
frá Keldnaholti að Höfðabakka. Nei,
nei, þetta reyndist hinn mesti mis-
skilningur að láta sér detta slíkt í
hug. Að vísu var vegurinn breikkað-
ur sem svaraði einni akrein á stuttum
kafla, að því er virðist til þess eins
að geta buið til umferðareyju með
tilheyrandi sveigjum og beygjum og
grænni byltingu til endanna á eyj-
unni. Reynsla af þessu mannvirki
þann stutta tíma síðan lokið var við
það er sú að margsinnis er búið að
aka á og yfir eyjuna og verði það
framhaldið eins og upphafíð (varla
er hægt að búast við að það batni
þegar snjóar og hálkur koma) mun
það æra óstöðugan að halda þessu
mannvirki við. Mér hafa tjáð menn
sem víðförlir eru erlendis að þeir
minnist þess ekki að hafa séð svona
mannvirkjakúnstir í vegagerð, þann-
ig að ætla má að hér sé um sér
íslenskt fyrirbæri að ræða.
En svo kemur rúsínan í pylsuend-
anum á þessum vegarkafla, þar sem
hausinn er bitinn af skömminni með
míní „hringtorgi" á vegamótum
Vesturlandsvegar og Langatanga í
Mosfellsbæ ef „hringtorg" skal þá
kallast. Það má furðu gegna að
stofnun sem Vegagerð ríkisins, sem
hlýtur að hafa fagmenn í sinni þjón-
ustu á sviði vegagerðar, sem sam-
ræmist umferðinni, skuli takast svo
til sem þama blasir við. Þegar kom-
ið er fiú Reykjavík og að þessu
velst til starfa,“ sagði Bjöm Amórs-
son.
„Á þinginu kom ekki fram nein
bitastæð gagnrýni á starfsemi
Bridgesambandsins á síðasta ári.
Bjöm Amórsson reyndi þó að klæða
sitt framboð í málefnalegan búning,
en það misheppnaðist gersamlega,"
sagði Jón Steinar Gunnlaugsson við
Morgunblaðið. „Það er ljóst að
Bridgesambandið stjómar ekki starf-
semi bridsfélaganna í landinu heldur
þjónar þeim og hefur opna skrifstofu
í Reykjavík til þess. Höfuðhvatamað-
ur framboðs Bjöms hefur verið
starfsmaður sambandsins þar og ég
veit ekki til annars en félögum hafi
verið ágætlega tekið þegar þau leita
til sambandsins gegnum skrifstof-
una.
Það er svo mikill misskilningur að
Bridgefélag Reykjavíkur einoki sam-
bandið. I því félagi eru að vísu sam-
ankomnir sterkustu spilarar landsins
og þar er ákveðinn burðarás í brids-
starfinu í landinu svo það er ekkert
undarlegt þótt félagsmenn BR séu
áberandi innan Bridgesambandsins.
En það er mannskapur sem vinnur
af miklum áhuga í þágu heildarinnar
og félaganna, og það algerlega út í
hött að Bridgefélagi Reykjavíkur sé
gert hærra undir höfði innan Bridge-
sambandsins en öðmm félögum, og
enginn hefur heldur getað nefnt
dæmi þar um,“ sagði Jón Steinar.
Bjöm Amórsson benti einnig á að
„hringtorgi" er radíusinn á akbraut-
inni svo knappur að stórir bflar, að
ég ekki tali um ef þeir eru með stór-
an vagn í drætti, eiga í vanda með
að ná beygjunni. Ég tek vissulega
undir með greinarhöfundi í blaðinu
Mosfellspósturinn sem kom út fyrir
stuttu, hann bendir réttilega á að
hallinn á akbrautinni er í öfuga átt
til að vega móti miðflóttaaflinu í
hringnum, og jafnframt bendir hann
á að flutningarbfll hafi þurft að sæta
lagi til að geta farið öfugu megin
við torgið, vegna þess að hann náði
elcki beygjunni með því að fara réttu
meginn. A um það bil tveim síðustu
áratugunum hefur umferðin tekið
stóran toll bæði í formi mannslífa
og varanlegri örorku auk eignatjóns
svo milljörðum skiptir. Þetta hefur
fylgt í kjölfar stóraukinnar bflaeignar
landsmanna og um leið aukinnar
umferðar, sem lent hefur í hálf-
gerðri blindgötu og þá fyrst og
fremst hér á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Því er það stórmál að vel takist
til í vegaframkvæmdum, þar sem fer
saman öryggið og greið umferð, en
að sjálfsögðu má ekki gleyma mann-
inum sjálfum sem við stýrið situr.
Þær framkvæmdir sem vikið er
að hér að framan eru eflaust gerðar
í góðri trú um að þær auki öryggið,
en því miður held ég að hægt sé að
halda því fram að þær séu að meiri-
hluta misheppnaðar, fyrir svo utan
það að vera rándýrar, en verðið get-
ur að sjálfsögðu verið afstætt.
Tilgangurinn með þessum „torg-
um“ er eflaust sá að ná niður um-
ferðarhraðanum í þéttbýlinu, en það
er hæpið að sú framkvæmd, sem
dregur úr hættu á einu sviði en eyk-
ur hana á öðru, eigi rétt á sér. Skjóta
má þeirri spumingu fram í leiðinni
hvort ekki hefði náðst betri árangur
einfaldlega með umferðar- eða ljós-
merkjum?
Þó það sé svo önnur hlið á um-
ferðarmálum, þá rámar mig í að ég
bridshreyfíngin væri orðin fjölmenn
samtök og þar væri hægt að standa
betur að ýmsum hlutum: „Það kemur
til dæmis í ljós þegar fjárlögin eru
skoðuð að skákinni eru ætlaðar 7,2
milljónir en bridsinu 520 þúsund
þótt þetta séu álíka íjölmenn samtök
ef horft er á félagsmenn í sambönd-
unum.
Mer fínnst einnig að það hefði
mátt nýta betur þann árangur sem
bridslandsliðið hefur náð undanfarið
til að vekja athygli á íþróttinni, sér-
staklega eftir að Island vann Norður-
landameistaratitilinn í sumar,“ sagði
Bjöm.
„Það lá fyrir þessu þingi að starf-
semin hefur gengið mjög vel á liðnu
ári og verið jafnvel öflugri en nokkru
sinni áður,“ sagði Jón Steinar Gunn-
laugsson um þetta. Hann benti á,
að á síðasta ári hefði verið keyptur
hlutur Reykjavíkurborgar í húsi sam-
bandsins við Sigtún, ráðinn var
landsliðsþjálfari í fyrsta skipti í sögu
sambandsins, sem hefði haft sitt að
segja með árangur landsliðsins á
árinu. Haldið var Norðurlandamót á
árinu, og Jón Steinar sagði að hagn-
aður af rekstri sambandsins hefði
hækkað um 160% milli ára þótt ríkis-
framlag hefði lækkað í krónutölu.
„Þegar leið á ársþingið kom í ljós
að eina ástæðan fyrir þessu mót-
framboði var sú að Ólafí Lárussyni
framkvæmdastjóra Bridgesam-
bandsins hafði verið tilkynnt að hann
Brídgesamband íslands;
Mótframboð gegn forseta
sambandsins í fyrsta skipti
Jón Steinar Gunnlaugsson endurkjörinn forseti
Guðmundur Jóhannsson
„Tilg-angnrinn með
þessum „torgnm“ er
eflaust sá að ná niður
umferðarhraðanum í
þéttbýlinu, en það er
hæpið að sú fram-
kvæmd sem dregnr úr
hættu á einu sviði en
eykur hana á öðru, eigi
rétt á sér.“
hafi lesið einhveiju sinni í sumar frétt
um það að þýskir vegfarendur hefi
verið sektaðir fyrir það, að aka með
ökuljósum yfír hábjartan daginn. Ef
rétt er munað og satt er, þá verður
það að segjast eins og er, að stundum
er löggjafinn okkar seinheppinn í
eftiröpun og grípur í rassinn á hlut-
unum. Þó maður reyni eftir bestu
getu að fara eftir þessum vitlausu
lögum okkar, þá hef ég ekki séð og
sé ekki tilganginn með þessari ljósa-
notkun yfir birtutímann, fyrir svo
utan það, að hér er um eyðslu að
ræða því bæði perur og geymir hafa
styttri endingartíma en ella.
Höfundur er framk vænidnstjóri.
yrði ekki ráðinn upp á nýtt yrði ég
áfram forseti. Þetta framboð Bjöms
Amórssonar var greinilega runnið
undan rifjum framkvæmdastjórans
og það sem meira er, er alveg ljóst
að það hafði verið undirbúið á laun
því ég frétti ekki af þessu fyrr en
síðdegis á föstudag.
Framkvæmdastjórinn hafði sam-
band við félög úti á landi af skrif-
stofu Bridgesambandsins og hafði
undirbúið fulltrúatilnefningar á þing-
ið í bakið á mér, án þess að ég hefði
haft nokkra möguleika á að gera
neitt í málunum. Ég hlýt því að líta
á það sem mikinn sigur fyrir mig,
að það skyldi takast, þrátt fyrir þess-
ar aðferðir, að hrinda þessari árás,“
sagði Jón Steinar Gunnlaugsson.
Ólafur Lárusson sagði við Morg-
unblaðið að vinnan við framboð
Bjöms hefði hafist tveimur dögum
fyrir þingið. „Reglur sambandsins
segja að það skuli kosið árlega til
forseta og ég fæ ekki séð að það
mæli nokkuð á móti því að það sé
gert. Þess var farið á leit við Bjöm
að hann gæfi kost á sér, sem hann
gerði að mjög vel athuguðu máli.
Málið snýst síðan ekki um það hvort
það beri skylda til að segja forseta
frá mótframboði en okkar starf fór
ekki leyndara en svo, að Jón Steinar
vissi um framboðið áður en þingið
hófst. Við hefðum getað gert ráðstaf-
anir til að halda því leyndu fram að
þingi en kusum að fara aðra leið í
þeim efnum," sagði Ólafur.
Bjöm Amórsson sagði um þetta
að það hefði verið alveg ljóst að
margir þeirra sem studdu hann við
kjörið hefðu verið óánægðir með
uppsögn framkvæmdastjóra Bridge-
sambandsins. „En ég lagði áherslu á
það, að framboð mitt snérist ekki
um framkvæmdastjórastarfíð, heldur
um þau atriði sem ég hef áður nefnt,“
sagði Bjöm Amórsson.
gsh