Morgunblaðið - 10.11.1988, Qupperneq 60
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sigurvon á strandstað í Við-
lagavík snemma i gærmorgun.
Björgunarmenn fylgjast með.
Innfellda myndin er tekin ör-
skömmu eftir að Lóðsinn náði
Sigurvon af strandstað.
Söluskattsskuld-
ir þrír milljarðar
VANGOLDINN söluskattur til
ríkisins nemur rúmum þremur
milljörðum króna. Ólafur Ragn-
ar Grímsson Qármálaráðherra
upplýsti þetta á fundi Kaup-
mannasamtakanna í gærkvöldi
og benti á að þetta væri álíka
upphæð og talið var að halli
ríkissjóðs næmi í ár.
Fjármálaráðherra sagðist þó
gera sér grein fyrir að þetta væri
að einhverju leyti tapað fé, þar sem
skuldunautamir væru ekki allir í
stakk búnir til þess að standa í
skilum. Hann sagði að þáttur smá-
og heildsöluverslunarinnar í þess-
ari skuld væri 1291 milljón króna.
Tillögur nefiidar landbúnaðarráðherra:
Fiskeldi fái tveggja
milljarða ríkisábyrgð
NEFND sem landbúnaðarráðherra skipaði til að athuga rekstrarflár-
mögnun fiskeldis leggur til að stofnuð verið sérstök deild við rikis-
ábyrgðasjóð til að ábyrgjast afurðalán sem bankar lána fiskeldisstöðv-
um. Við það er miðað að þessi nýja deild megi ábyrgjast lán að há-
marki IV2 til 2 milljarðar kr. Með þessu er að því stefiit að fiskeldið
fái afurðalán fyrir allt að 75% framleiðslukostnaðar, í staðinn fyrir
innan við 50% nú. Tillaga nefiidarinnar er f frumvarpsformi. Hún
var afhent landbúnaðarráðherra fyrir nokkru en hefur ekki verið
lögð fi-am f rfkisstjóminni.
í nefnd landbúnaðarráðherra
áttu sæti Guðmundur Sigþórsson,
skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu, Óssur Skarphéðinsson
fískeldisfræðingur og Guðmundur
G. Þórarinsson alþingismaður. í til-
lögum nefndarinnar er gert ráð fyr-
ir að stofnuð verði Tryggingadeild
fískeldis við Ríkisábyrgðasjóð.
Deildinni er einungis heimilað að
veita ábyrgð með fullu veði í afurð-
unum, nema hvað undanþágu megi
veita hafbeitarstöðvum.
Keflavík:
17 áraungl-
ingurjátar
innbrot en
neitar
íkveikju
LÖGREGLAN f Keflavfk
handtók á mánudag 17 ára
pilt sem grunaður var um að
hafa brotist inn f Kaupfélag
Suðurnesja og jafiifiramt orð-
ið valdur að íkveikju. Krafist
var gæsluvarðhalds yfir pilt-
inum, en f gær var krafan
dregin til baka eftir að pilt-
urinn hafði játað innbrotið.
Hann hefur ekki gengist við
íkveikjunni og ber við minn-
isleysi vegna ölvunar en
sterkar líkur eru taldar á því
að hann eigi sök á henni.
Að sögn Víkings Sveinsson-
ar, rannsóknarlögreglumanns í
Keflavík, fannst jakki piltsins
skammt frá innbrotsstaðnum á
mánudag og leiddi það til þess
að hann var handtekinn. Hann
neitaði í fyrstu en á þriðjudags-
kvöld játaði hann innbrotið.
Þýfíð, nokkra poka af sígarett-
um og sælgæti, sagðist hann
hafa falið í sorptunnu skammt
frá innbrotsstaðnum. Þegar
haft var samband við sorp-
hreinsunarmenn kom í ljós að
það stóð heima, en þeir höfðu
álitið þýfíð ónýtan lager úr
búðinni og farið með það í sorp-
eyðingarstöðina.
Friðrik Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands físk-
eldis- og hafbeitarstöðva, segir að
fískeldisfyrirtækin séu komin í þrot.
Tekin hafí verið ákvörðun um að
setja þennan mikla fjölda seiða í
eldi og nú væri fískurinn orðinn það
stór að ekki væri aftur snúið. Hins
vegar ættu fyrirtækin ekki fyrir
kostnaði vegna þess að enn hefði
ekki verið gengið frá fjármögnun
rekstrarins. Hann taldi að ef tillög-
ur nefndar landbúnaðarráðherra
komast f framkvæmd verði rekstur
lífvænlegra fyrirtækja í greininni
tryggður.
Ný möstur á
Rjúpnahæð
PÓST— og símamálastofhunin
hefur hafist handa við að reisa
þijú 40 metra há fjarskiptamöstur
á landi stofnunarinnar við Rjúpna-
hæð.
Möstrin eru reist vegna alþjóða-
flugþjónustu stofnunarinnar og fyár-
mögnuð með tekjum af þeirri starf-
semi. Um 3h af starfsemi Pósts og
síma á Rjúpnahæð tengist þessari
þjónustu.
Hér er um hreina viðbót við fjölda
mastra á Rjúpnahæð að ræða og
munu eldri möstur ekki verða rifín
niður.
Mannbjörg er Sigurvon ST strandaði við Eyjar:
Báturinn náðist á
flot lítið skemmdur
Vestmannaeyjum.
Sigurvon ST 54, sextíu tonna eikarbátur, strandaði f Viðlagavfk
f austurkanti nýja hraunsins í Vestmannaeyjum í gærmorgun.
Fjórir skipverjar voru á bátnum og var þeim öllum bjargað. Sigur-
von náðist sfðan af strandstað sfðdegis f gær.
Það var um kl. 6.30 í gærmorg-
un að skipstjórinn á Sigurvon ST
54 hafði samband við Vestmanna-
eyjaradíó og tilkynnti um strand-
ið. Veður var þá þokkalegt, suð-
austan kaldi og lítill sjór. Björgun-
arsveitir voru strax kallaðar út
ásamt áhöfn dráttarbátsins Lóðs-
ins.
Um kl. 7 voru Lóðsinn og Far-
sæll, bátur hjálparsveitar skáta í
Eyjum, komnir á strandstað. Þá
var strax hafíst handa við að ná
skipveijum Sigurvonar frá borði.
Voru þeir teknir um borð í Farsæl-
an og feijaðir með honum í Lóðs-
inn.
Sigurvon var að koma til hafn-
ar eftir veiðiferð og voru allir
skipvetjar frammi í lúkar nema
skipstjórinn sem var einn í brú.
Talsvert högg kom á bátinn þegar
hann tók niðri. Skipstjórinn fékk
við það höfuðhögg og hlaut
áverka af þeim sökum. Var hann,
strax og komið var með mennina
til lands, lagður inn á sjúkrahúsið
í Eyjum.
Fljótlega eftir að áhöfn Sigur-
vonar hafði verið bjargað bætti
talsvert í veður auk þess sem þá
var að fjara út og var því ákveðið
að bíða með björgunaraðgerðir
þar til 'síðdegis. Undirbúningur
fyrir björgun bátsins hófst strax.
Um kl. 16.00 í gærdag náðu síðan
varðskipið Ægir og Lóðsinn að
draga bátinn af strandstað og var
hann færður til hafnar í Eyjum.
Lítill sem enginn leki var kominn
að bátnum og við fyrstu athugun
virtist ekki vera mjög alvarlegar
skemmdir að sjá á bátnum.
Skipveijar á Sigurvon hófu að
landa afla skipsins í gærkvöldi en
síðan átti að taka bátinn í slipp
til frekari athugunar og viðgerða.
Skipstjóri og útgerðarmaður
Sigurvonar er Sigubjöm Hilmars-
son. Grímur
Togarar Hraðfrystihúss Keflavíkur:
Sandgerðingar vilja kaupa
Sala skipanna leysir engan vanda, segir Ólafur Jónsson hjá HK
VALBJÖRN hf, útgerðarfélag í Sandgerði, vill kaupa annan eða
báða togara HK, Aðalvík og Bergvík, sem ætlunin er að skipta fyr-
ir firystitogarann Drangey frá Sauð&rkróki. Ólafur Jónsson vara-
formaður stjórnar HK segir að sala skipanna eða aukið eigið fé f
fyrirtækinu leysi ekki vanda þess á meðan sjávarútvegsfyrirtæki
búi við óbreytt rekstrarskilyrði. Ólafur G. Einarsson þingmaður
Reyknesinga segir Sambandið vera einungis að hugsa um eiginn hag
með þessum fyrirhuguðu skipaskiptum.
„Við viljum kaupa að minnsta
kosti annað skipið og við teljum
okkur geta fjármagnað það, ef við
fáum nauðsynlega fyrirgreiðslu.
Við erum að tala við alla aðila og
höfum alls staðar fengið jákvæð
viðbrögð,“ sagði Eyþór Jónsson hjá
Valbimi hf í gær. Hann býst við
að kauptilboð verði gert í dag eða
á morgun.
Suðumesjamenn em óánægðir
með að skipin, og þar með kvóti
þeirra, eigi að fara af svæðinu og
hafa þingmenn kjördæmisins beitt
sér fyrir því að lánafyrirgreiðslu
Byggðastofnunar yrði frestað í því
skyni að vinna tíma til að finna
Hraðfrystihúsi Keflavíkur rekstrar-
grundvöll. Ólafur G. Einarsson seg-
ir að meirihlutaeigandi HK og fyrir-
tækjanna á Sauðárkróki sem hlut
eiga að máli, það er SÍS, vilji
tryggja sinn hag með þessum skipa-
skiptum án tillits til hagsmuna
byggðarlagsins og lýsir undrun
sinni á að stjómarmenn Byggðar-
stofnunar láti slíkt viðgangast.
Ólafur Jónsson segir að sala skip-
anna eða aukið eigið fé til rekstrus
HK leysi engan vanda. Verið sé að
endurskipuleggja allan rekstur fyr-
irtækisins og rekstrarskilyrði sjáv-
arútvegsfyrirtækja vera slík, að
aukið eigið fé yrði upp étið á
skömmum tíma og þá stæði fyrir-
tækið á ný í sömu sporum.
Sjá ennfremur bls. 25