Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 1
68 SÍÐUR B 260. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vestur-þýskir grænfriðungar: Herferð gegn ís- lenskum vörum Zilrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. í LOK næstu viku ætla grænfrið- ungar í Vestur-Þýskalandi að skera upp herör gegn öilum íslenskum framieiðsluvörum, Þingforseti segirafsér Philipp Jenninger, forseti vestur-þýska þingsins, sagði af sér embætti í gær vegna mikill- ar gagnrýni á ræðu, sem hann flutti er 50 ár voru liðin frá Kristalsnóttinni, upphafi of- sókna nasista gegn gyðingum. í henni virtist hann reyna að setja sig í spor Þjóðverja á millistríðsárunum og sagði meðal annars, að þá hefðu margir litið á Adolf Hitler sem bjargvætt þjóðarinnar. Fannst flestum ræðan vægast sagt óviðeigandi á þessari stundu. Jenninger er hér í þann veginn að afhenda afsögnina. Sjá „Ekki svo röng ...“ á bls. 27. Reuter sem þar eru seldar, og hvetja neytendur og verslanir til að setja þær í algert bann. Talsmaður grænfriðunga í Ham- borg, Peter Pueschel, sagði í við- tali við fréttaritara Morgunblaðsins, að vegna hvalveiða Islendinga yrði efnt til aðgerða í 50 borgum um allt Vestur-Þýskaland. Yrðu ís- lenskar framleiðsluvörur nefndar með nafni og tilgreint í hvaða versl- unum þær fengjust. Þá yrðu neyt- endur hvattir til að hafa samband við forráðamenn verslananna og leggja að þeim að hætta að selja íslenskar vörur. Sagði Pueschel, að ekki væri að sinni fyrirhugað að grípa til ann- arra aðgerða enda teldu grænfrið- ungar, að þessi mótmæli yrðu áhrifaríkari en nokkur önnur. Reuter Roskinn Palestínumaður á leið í bænahús gengur framhjá vopnuðum ísraelskum landamæravörðum og hermönnum. ísraelar hafa aukið herstyrk sinn gríðarlega á herteknu svæðunum en þeir búast við róstum í kjölfar fúndar Þjóðarráðs Palestínumanna sem hefst í Alsír í dag. Þjóðarráð Palestínu fiindar í Alsír: Viðbúnaður í ísrael o g út- göngubann á Gazasvæðinu Jerúsalem. Túnis. Reuter. TALSMENN ísraelshers lýstu í gær yfir að útgöngubann ríkti á Gaza-svæðinu. Utgöngubannið tók gildi kl. 17 að islenskum tíma á föstudag og gildir um óákveðinn tíma. ísraelar búast við harðnandi átökum á herteknu svæðunum i kjölfar fundar Þjóðarráðs Pal- estinu í Alsír i dag, laugardag, en liklegt er talið að Palestínumenn lýsi yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Israelar handtóku fjölda manns á Vesturbakka Jórdanár og mein- uðu aröbum að ferðast til Jerúsal- ísraelska útvarpið greindi frá því að ísraelar hefðu handtekið fjöl- marga íbúa á Vesturbakkanum í því augnamiði að koma í veg fyrir róstur í lqolfar fundar Þjóðarráðs Palestínu í Alsír á laugardag. Leiðtogar uppreisnar Palestínu- manna, sem staðið hefur í 11 mán- uði, hafa hvatt til aukinna mótmæla- aðgerða meðan á fundi Þjóðarráðsins stendur. Frelsissamtök Palestínumanna segja að fundur Þjóðarráðsins í Alsír marki tímamót í sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna. í fyrra var sem málefni Palestínumanna væru araba- þjóðum lítt hugleikin en uppreisn þeirra á herteknu svæðunum hefur breyt.t því. Heimildir innan ísraelshers segja að herstyrkur hafi verið aukinn, eink- um á Gaza-svæðinu, þar sem ísrael- ar búast við átökum. Vegatálmum hefur verið komið upp á Vesturbakk- anum til að hindra ferðir araba á milli hverfa. Eistlendingar tyftaðir Moskvu. Reuter. VIKTOR Stjebríkov, sem sæti á í stjómmálaráði Sovétríkjanna, Grænland: Motzfeldt vill varaflugvöllinn Nuuk. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, hefiir vísað á bug allri gagnrýni á framgöngu sína í Meistaravíkur- málinu og segir, að í öryggis- og utanríkismálum sé það hann og hann einn sem ákveði hvort teknir verði upp samningar við Dani og NATO. Segir hann einnig, að öryggis- og utanríkismála- nefiid landsþingsins sé aðeins ráðgefandi og geti ekki skipað formanni landsstjórnarinnar fyrir verkum. Kom þetta fram hjá Motzfeldt legðu Grænland undir sig kæmi í viðtali við grænlenska útvarpið en þar sagði hann einnig, að ekki yrði um að ræða neina þjóðarat- kvæðagreiðslu í Grænlandi um varaflugvöll á vegum NATO í Meistaravík. „Það er ekki hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um vamarsamning," sagði Motz- feldt, sem kvaðst vita og vera því samþykkur, að Bandaríkjamenn til stríðs. „í því meðal annars fel- ast öryggishagsmunir okkar og þeirra verðum við að gæta.“ Lars Emil Johansen, formaður Siumut-flokksins og flokksbróðir Motzfeldts, sagði fyrir nokkrum dögum, að vafamál væri að Motz- feldt hefði haft umboð til viðræðn- anna við Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, en nú fullyrðir hann að allt sé fallið í ljúfa löð í flokknum. Komið hefur fram að 20. októ- ber sl. barst öryggis- og utanríkis- málanefnd landsþingsins fyrir- spum frá NATO um varaflugvöll í Meistaravík og einnig að þá hefði Arqaluk Lynge, formaður vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit, ekki hreyft neinum mótbámm. Síðan hefur hann þó snúist önd- verður gegn hugmyndinni og seg- ir, að Grænland eigi ekki að verða neinn leikvangur þriðju heims- styijaldarinnar. I Siumut-flokkn- um er ekki einhugur um þetta mál. Lars Emil Johansen, formað- ur flokksins, og landsþingsmaður- inn, Hans Pavia Rosing, segjast báðir „í sjálfu sér vera andvígir auknum vígbúnaði". Fulltrúar Atassut, sem er hægriflokkur, em hins vegar á einu máli um að styðja lagningu varaflugvallar í Meistaravík. í Danmörku hefur Sósíalíski þjóðarflokkurinn tekið málið upp í utanríkismálanefnd þingsins en Uffe Ellemann svarar því til, að NATO sé nauðsynlegt að fylgjast með vaxandi fjölda sovéskra kaf- báta á Norður-Atlantshafi og Meistaravík sé hentug fyrir slíkt eftirlit. varaði eistnesku þjóðina í gær við að ganga ekki of langt í kröfum um sjálfstæði Eistlands. Mikil mótmælaalda hefiir risið í Eystrasaltslöndunum vegna fyrirhugaðra breytinga á sov- ésku stjórnarskránni og kosn- ingalöggjöfinni sem æðsta ráðið hyggst formlega samþykkja 29. nóvember næstkomandi. Stjebríkov hélt ræðu í plastverk- smiðju í Tallinn, höfuðborg Eist- lands, og sagði meðal annars að Eistlendingar gætu orðið fullvalda þjóð en þær gætu líka tapað öllu öðm. „Hann útskýrði ekki nánar hvað hann ætti við,“ sagði félagi í eist- nesku Þjóðfylkingunni. Vadím Medvedev, hugmynda- fræðingur kommúnistaflokksins, fór á sama tíma til Riga, höfuð- borgar Lettlands, og Níkolaj Sly- unkov hélt til Vilnius, höfuðborgar Litháens þar sem svipuð mótmæli vom höfð uppi. Medvedev og Slyunkov eiga báðir sæti í stjórnmálaráði Sov- étríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.