Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Samvinnuverkefiii íslenskra og breskra geðlækna: Sannað að „schizophrenia“ sé arfgengur sjúkdómur RANNSÓKNIR sem unnar hafa verið á Geðdeild Borgarspítalans annars vegar og við Middlesex sjúkrahúsið og Lundúnarhskóla hins vegar hafa sýnt fram á að schizophrenia (geðklofi) sé að minnsta kosti I ákveðnum tilfellum orsökuð af afbrigðilegum erfðaþætti á 5. litning og gangi í erfðir. Þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á líffræðilegan orsakaþátt fyrir schizophreniu, sem er einn alvarleg- asti geðsjúkdómur sem til er. Hér á landi hafa þeirJón Brynjólfsson læknir á Geðdeild Borgarspítalans og Hannes Pétursson yfiriæknir Geðdeildarinnar unnið að rannsókninni, en forsvarsmaður rannsókn- anna á Middlesex spítalanum er Dr. Hugh Gurling. Morgunblaðið/Sverrir Hannes Pétursson yfirlæknir Geðdeildar Borgarspítalans og Jón Brynjólfsson læknir fyrir framan Borgarspítalann í gær. í samtali við Morgunblaðið sögðu þeir Jón G. Brynjólfsson og Hannes Pétursson að sjö íslenskar og bre- skar fjölskyldur hefðu verið rann- sakaðar og hefði rannsóknin hafist fyrir fjórum árum síðan. Þeir sögðu að vitað hafí verið að sjúkdómurinn gengi stundum í erfðir en ekki með hvaða hætti, og fjölmargar hug- myndir um orsakir schizophreniu hefðu verið til. Þetta væri hins vegar í fyrsta sinn sem tekist hefði að sýna fram á með vissu að líffræðilegur orsakaþáttur erfðist. „Með þessari nýju tækni i erfða- vísindum sem notast er við á mörg- um sviðum læknisfræði, er hægt að taka litningaefnið, DNA sýruna, út úr litningunum og búta það nið- ur. Síðan er hægt að fylgja þeim bútum og einangra þá, og komast að því hvar þeir eru á litningunum. Ef þessir bútar eru mismunandi að stærð hjá ákveðnum einstakling- um innan fjölskyldna geta þeir gefið vísbendingu um ákveðna staðsetningu á litninga DNA þegar þeir erfast frá einni kynslóð til annarrar. Vegna mismunandi stærðar er hægt að þekkja og stað- setja þessa búta á einstaka litninga mannsins. Ef hægt er að sýna fram á að ákveðinn DNA bútur sé til staðar hjá veiku foreldri og jafn- framt veikum afkomendum en ekki heilbrigðum, þá gefur það til kynna að viðkomandi erfðaþáttur sem or- sakar q'úkdóminn sé á sama litn- ingi og umræddur DNA bútur. Þar með er sýnt fram á erfðafræðileg tengsl milli ákveðins erfðaþáttar og sjúkdómsins. Við höfum þannig sýnt fram á tengsl, en ekki ná- kvæmlega hvar erfðaþátturinn er. A næstu árum munu rannsókna- stofur víðs vegar um heiminn reyna að þrengja þetta niður, og reyndar er byijað að því nú þegar," sagði Hannes. Á seinni tíma hefur gjaman ver- ið litið á schizophreniu sem sam- safn ólíkra sjúkdóma með svipuð einkenni en ólíkar orsakir. Stund- um virðist sjúkdómurinn ganga í ættum en stundum koma upp ein- stök tilfelli án þess að um neina ættarsögu sé að ræða. í þeim tilvik- um sem sjúkdómurinn kemur upp í ættum er almennt talið að um það bil 10% af nánustu ættingjum, þ.e. foreldrum, bömum og systkin- um, fái sjúkdóminn. „Erfðaþátturinn kann að virðast ekki mjög stór, en hann er áber- andi, og menn hafa hingað til ekki gert sér grein fyrir hvemig hann kemur fram. Það má taka það fram að sé miðað við 10% þá þýðir það að tíðnin í samfélaginu er að meðal- tali 0,85%. Þetta þýðir að reikna má með því að 10% af foreldrum, bömum og systkinum schizophre- niu sjúklíngs séu yfirleitt að jafn- aði einnig með sjúkdóminn," sagði Jón. Þeir Hannes og Jón sögðu að vitað væri til þess að þessi tiltekni erfðaþáttur gæti verið til staðar í nokkmm einstaklingum sem ekki veiktust af sjúkdómnum, og þessi rannsókn hefði leitt það í ljós. Þess vegna væri mjög þýðingarmikið að efla rannsóknir á því hvað hefði orðið fyrirbyggjandi, þar sem sjúk- dómurinn kæmi ekki fram í öllum þeim tilvikum þar sem þessi erfða- þáttur væri til staðar. Þess vegna væri Ijóst að umhverfísþættir hefðu einnig áhrif, en með þessari rann- sókn hefði tekist að sanna, eins og reyndar margt hefði bent til á síðustu 10—20 ámm, að erfðaþátt- urinn væri sá mikilvægasti. „Við getum tæplega snúið okkur að því að lækna umhverfísþættina ef við skiljum erfðaþáttinn algjör- lega eftir í þeim tilfellum þar sem tveir orsakaþættir em í einum sjúk- dómi. Það er kannski sama hvað við gemm varðandi umhverfis- þættina ef við sinnum erfðaþættin- um ekki. Niðurstaðan ætti því að verða betri lækning," sagði Jón. „Það er búið að sanna að þessi sjúkdómur erfíst, en það ber að varast að lfta þannig á að þess vegna sé lítið við hann hægt að gera. Þvert á móti viljum við leggja á það áherslu að þessi niðurstaða er jákvæð, og á næstu 5 eða 10 ámm eygjum við von um að það takist að einangra þennan erfða- þátt og staðsetja hann nákvæm- lega, og það gefi okkur síðan upp- lýsingar um lífffæðilegar orsakir veikindanna, þ.e, hvaða lífefna- fræðilegar tmflanir eiga sér stað. Það ætti að gefa möguleika á stór- bættri meðferð í formi sérhæfðrar lyfiameðferðar. Við viljum því ítreka að þetta er jákvæð þróun," sagði Hannes. Að sögn þeirra Hannesar og Jóns ættu niðurstöður rannsóknar- innar að geta orðið til þess að létta á því fólki sem hugsanlega hefur verið að velta því fyrir sér hvort eitthvað skaðlegt í umhverfí eða uppeldi kjmni að vera orsök sjúk- dómsins. Það sé jafnframt von þeirra að niðurstöðumar leiði til breyttrar og bættrar afstöðu til geðsjúkdóma þar sem komin sé fram ákveðin skýring á þeim. „Það er einnig mjög mikilvgt að taka það fram að þó þetta hafi fundist í þessum ákveðnu flölskyld- um sem rannsakaðar vom, þá úti- lokar það ekki að slík tengsl eigi eftir að koma upp og fínnast á öðmm litningum, því schizophrenia er mjög flókinn sjúkdómur og því sem næst ömgglega samsafn sjúk- dóma með mismunandi orsakir. Við viljum því ekki gefa falsvonir um að þetta sé eitthvað sem eigi alfar- ið við alla sem hafa þennan sjúk- dóm, og ekki einu sinni alla þá sem hafa ættgenga schizophreniu," sagði Hannes. Framhaldsrannsóknir munu fyrst og fremst beinast að því að staðsetja nákvæmlega viðkomandi erfðaþátt á 5. litning, en með því opnast möguleikar á að skilgreina gmndvallarorsök að minnsta kosti hluta af schizophreniu. Þessar rannsóknir kunna að taka nokkur ár og þær þarf að vinna í samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir. HJÁ ÍSAL er nú lokið við að skipta um alla rafmagnsþétta sem innihalda hættuleg PCB- efnasambönd. Alls var um 30 tonn af þéttum að ræða og hef- ur verið unnið að málinu frá 1985. ÍSAL er fyrst íslenskra fyrirtækja sem gerir þetta en breytingarnar kostuðu álverið um 18,5 milljónir króna. í lok september s.l. vom teknir í notkun hjá ÍSAL nýir þéttar frá Þess utan þurfa að fara fram ítar- legri rannsóknir á hugsanlegum umhverfisþáttum, sem gæfu hug- myndir um hvers vegna ekki allir veikjast sem hafa erfðaþáttinn. Jafnhliða þessu verði rannsakað betur hvemig núverandi geðlyf verka í Ijósi þessarar vitneskju og síðan leitað eftir nýrri og betri meðferð gegn sjúkdómnum. Þá verður bæði hér og erlendis leitast við að staðfesta niðurstöður rann- sóknarinnar með samskonar rann- sókn á fleiri fjölskyldum. austuríska framleiðandanum KAPSCH AG. Einangrunar og kælivökvinn í þessum nýju þéttum heitir Baylectrol 4900 og er hann algjörlega skaðlaus umhverfinu og auðuppleysanlegur í vatni. Sem fyrr segir var hafist handa um þetta verk árið 1985. í upp- hafi var lögð rík áhersla á að eyða PCB-þéttunum í viðurkenndum eyðingarstöðvum erlendis og varð því að flytja þéttana úr landi. Nýir hættulausir þéttar hjá ÍSAL Aðalstjórnarmenn báðu aldrei um ftind — segir Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður Verndar JÓNA Gróa Sigurðardóttir, formaður félagasamtakanna Vernd- ar, segir að þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Guðmundur Arni Stefánsson, aðalstjómarmenn í Vemd, hafi aldrei beðið um sérstakan fúnd með framkvæmdastjóm Veradar til þess að ræða ágreining í samtökunum. í Morgunblaðinu f gær birtist athuga- semd frá þeim nöfhum, þar sem þeir segjast hafa farió fram á slíkan fúnd, en Jóna Gróa hafiiað umleitan þeirra. Jóna Gróa segir að hefði sér borist bón um fúnd með framkvæmdastjóm frá þessum aðalstjóraarmönnum hefði það verið sér Ijúft að verða við henni. Hins vegar hafi óskir um slíkt aðeins komið fram frá öðrum mönnum, og hafi þær ekki verið í samræmi við lög samtak- anna. „Framkvæmdastjóm barst aldrei neitt erindi frá Guðmundi J. og Guðmundi Áma,“ sagði Jóna Gróa. „Hins vegar barst bréf frá þeim Jóhanni Guðmundssyni, Guðmundi Jóhannssyni og Ásgeir Hannesi Eiríkssyni, þar sem beðið er um fund með framkvæmda- stjóminni ög talað um að leita þurfi sátta. Þessir menn eru hins vegar ekki í aðalstjóminni. í aðal- stjóm samtakanna eru 40 manns. Stjómarfundur er ekki löglegur nema fullur helmingur stjómar- innar mæti, og átta aðalstjómar- menn þurfa að óska eftir fundi skriflega til þess að hann sé hald- inn. Þau erindi, sem okkur bár- ust, voru því alls ekki í samræmi við lög félagsins. Mér fínnst rétt að það komi fram að á aðalfundi Vemdar var skýrsla stjómarinnar samþykkt samhljóða og reikningamir sömu- leiðis, endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda. Hins vegar reis upp mikill ágreiningur um at- kvæðisbæmi fundarmanna. Á fundinum voru ftölmargir, sem ekki eru í samtökunum," sagði Jóna Gróa. „Það reyndist vonlaust að leysa þennan ágreining. Þess vegna var ákveðið að leita til lög- lærðs manns til þess að semja áiitsgerð um atkvæðisbæmi manna og fresta aðalfundi á með- an. Stefán Már Stefánsson, próf- essor í félagsrétti, vinnur nú að þessari álitsgerð. Þess vegna vísaði framkvæmdastjóm erindi þremenninganna frá. Síðar barst okkur annað erindi, þar sem farið var ffarn á fund í aðalstjóm. Þetta bréf var frá Guðmundi Jóhannssyni, Jóhanni Guðmundssyni, Pétri Jónssyni og Björk Bjarkadóttur. Þetta fólk er heldur ekki í aðalstjóm og af sömu orsökum var erindinu vísað frá. Næst var boðaður aðalstjómar- fundur, einnig af fólki, sem ekki situr í stjóm. Þegar fundurinn var haldinn voru þar mættir tveir menr. úr aðalstjóm, þeir Guð- mundur Jv Guðmundsson og Guð- mundur Ámi Stefánsson. Aðrir voru ekki mættir af þeim 21, sem nauðsynlegir eru til þess að fund- urinn teljist löglegur." Jóna Gróa sagði að þær uppá- Jóna Gróa Sigurðardóttir, for- maður félagasamtakanna Verndar. komur, sem verið hefðu í kringum Vemd síðan á aðalfundinum væru mikil vonbrigði. „Þær sýna ekki mikinn sáttarhug þeirra, sem kveðjast þó leita sátta," sagði hún. „Framkvæmdastjórnarfundi Vemdar sitja 10 menn en 40 aðal- stjómina og þar hefur enginn ágreiningur komið upp um starf samtakanna undanfarin sex ár.“ Að sögn Jónu Gróu hefur mikið áunnist í starfi samtakanna und- anfarin ár. Hún sagði að félagið hefði nú skrifstofuaðstöðu, sem varla hefði áður verið fyrir hendi. Þar væri unnið margvíslegt hjáip- arstarf. Þá hefðí Vemd félags- málafulltrúa, sem sérstaklega sinnti fangelsunum, og nýlega hefði verið ráðinn ráðgjafí til að- stoðar við þau störf. „Fyrir þrem- ur árum réðumst við svo í það að kaupa hús fyrir heirnili samtak- anna. Þar búa sautján menn með húsmóður, sem sér um matseldina og ráðgjafa sem stýrir húsinu. Tveir heimilismenn hafa eftirlit með því að húsreglur séu haldnar og einnig starfar fímm manna húsnefnd við heimilið," sagði Jóna Gróa. „Húsreglumar eru sam- bærilegar við venjulegar heimilis- reglur og hafa aldrei skapað vand- ræði fyrr en fyrir skömmu að heimilið varð fyrir utanaðkomandi áreitni. Stjómin harmar þessa atburði, vegna þess að Vemd er líknarfé- Iag, sem vill vinna í sátt við Guð og menn og sinnir mjög viðkvæm- um málum. Því varð stjóm Vemd- ar fyrir miklum vonbrigðum með þá fjölmiðla, sem um málið fjöl- luðu, og fannst okkur það gert á mjög særandi og ósmekklegan hátt,“ sagði Jóna Gróa. Hún sagði loks að Vemd hefði ævinlega unn- ið störf sín í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. „Þar hefur aldrei verið fundið að störfum samtakanna. Þetta góða samstarf við ráðuneytið hefur verið félaga- samtökunum mikill styrkur, sem vert er að þakka," sagðí Jóna Gróa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.