Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR LAÚGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 ■ LÆKNIR júgóslavneska liðsins Rauðu Stjömunnar bjarg- aði lífí Roberto Donadoni, leik- manns AC Mílanó, með því að kjálkabrjóta hann er lið þeirra mættust í Evrópukeppninni í knatt- spymu í fýrrakvöld. Donadoni fékk þungt högg á höfuðið og missti tunguna niður í kok. Hann var nær kafnaður þegar Branislav Nesovic, læknir Rauðu Stjörnunn- ar kom inn á völlinn. „Ég sá strax að hann andaði ekki, tungan var föst og ég náði henni ekki. Það eina sem ég gat gert var að kjálkabijóta hann með höndunum. Þá náði ég tungunni og hann andaði að nýju,“ sagði Nesovic. Atvikið fékk mjög á leikmenn beggja liða og Marco Van Basten ætlaði að ganga af leikvelli en leikmönnum AC Mílanó tókst að telja honum hughvarf. Donadoni liggur nú á sjúkrahúsi í Belgrad og er líðan hans bærileg. ■ MÖNCHENGLADBACH hefur lánað Uwe Rahn til Kölnar til loka keppnistímabilsins í v-þýsku úrvalsdeildinni. Köln mun ekki ákveða fyrr en í apríl hvort liðið kaupir hann eða skilar honum aftur. Um helgina Handknattleikur Laugardagur 1. deild kvenna: Þór-ÍBV ...kl. 14.00 2. deild karla: ...kl. 14.00 Sunnudagur 1. deild karla: Grótta—Víkingur ...kl. 14.00 ...kl. 15.15 KÁ-KR ÍBV FH ...kl. 20.00 ...kl. 20.00 ...kl. 20.00 1. deild kvenna: ...kl. 14.00 Stjaman—FH Vikingur—Haukar ...kl. 16.30 ...kl. 19.00 Körfukanttlelkur Laugardagur 1. deild karla: ..kl. 14.00 «kl. 14.00 Sunnudagur Meistaraflokkur karla: Haukar—KR ÍS Þór UMFN-UMFG ...kl. 20.00 ...kl. 20.00 ...kl. 20.00 UMFT-ÍR ...kl. 20.00 Borötennis Borðtennissamband íslands stend- ur fyrir sterku móti i iþróttahúsi Kennaraháskólans i dag, laugardag, kl. 16.00. Tveir Sviar eru þar á meðal keppenda. Úrslitaleikur móts- ins verður kl. 17.00. Sund Keppni f 2. deild í sundi á vegum SSÍ fer fram í sundhöli Hafnarfjarð- ar um helgina. 12. deild taka eftirtal- in lið þátt: Armann, HSK, Bolung- arvik, HSÞ, UMSB og UMSK. Mótið hófst i gær og lýkur á sunnudag. Glíma Fjórðungsglima Suðurlands verð- ur haldin að Laugarvatni í dag, laug- ardag, og hefst kl. 14.00. Keppt verður i þremur flokkum: 16 ára og eldri, 13—14 áraog 12 áraogyngri. Fölagsmá! Uppskeruhátfð knattspynudeildar Fram verður haldin i Framheimilinu við Safamýri mánudaginn 14. nóv- ember kl. 18.00. Haukur Valtýsson, fyrirliði KA. eða sem þjálfari. Fei er háskóla- menntaður í íþróttafræðum, hefur leikið margoft með landsliði Kína og kann þar af leiðandi mikið fyrir sér. Og hann sér alfarið um þjálfun hjá KA - þjálfar alla flokka.“ Er þokkaleg breidd hjá ykkur? „Breiddin hefur aukist. Munar sífellt minna um þó einhvem aðal- leikmann vanti. Þetta hefur þegar sýnt sig í fyrstu leikjum okkar, fvr- ir sunnan og austan." 'ir" Hvernig gengur rekstur deild- arinnar? „Reksturinn stendur í jámum. Til þess að spara kjósum við að keyra suður og austur á land, í stað þess að fljúga. Galli á rekstri deild- arinnar er sá að þeir sem sjá um hann eru einnig virkir spilarar. Ólíkt því sem þekkist til dæmis í hand- knattleik og knattspymu. Því er ekki að neita að við mætum mun jákvæðara viðhorfi frá bæjarbúum eftir að okkur fór að ganga betðflT og auðvitað byggist þetta einnig á hver umfjöllun Qölmiðla er.“ Hveiju viltu spá um gengið i vetur og hveijir eru ykkar helstu keppinautar? „Eg þori hiklaust að tippa á að við náum í úrslitakeppnina, en meira vil ég ekki segja. Lið HK úr Kópavogi hefur sýnt geysilegar framfarir og er líklega besta liðið í ár. Hjá Þrótti Reykjavík hefur verið allt of lítil endumýjun, þó þar sé vissulega unnið blómlegt ungl- ingastarf. Sama má segja um Þrótt Neskaupsstað, enda blak aðal vetr- aríþróttin þar eystra. Og við erum sem sagt að byrja á unglingastarfí hér fyrir norðan," sagði Haukur. „Engin tihriljun" - segirHaukurValtýsson, lyrirliði KA, um velgengi liðsins Morgunblaðið/Reynir Eiríksson. GÓÐ byrjun KA frá Akureyri í 1. deild karla á íslandsmótinu í blaki hefur vakið mikla at- hygli. Liðið hefur lokið fjórum leikjum, og unnið þá alla. Fyrst Þrótt og ÍS f Reykjavík, þá HSK heima og loks Þrótt í Nes- kaupsstað. í haust kom til starfa hjá féiaginu kínverskur þjálfari og virðist hann svo sannarlega vera á réttri leið með þá norðanmenn. Tíðindamenn Morgunblaðsins á Akureyri brugðu sér á æfíngu hjá KA í vikunni til að kynnast örlítið því sem að baki velgengninni liggur. KA-piltar MagnúsMár voru í óða önn að skrifarfrá æfa undir stjóm Akureyrí þjálfarans kínverska, Fei, og var svo sannarlega tekið á. Viðmælandi bkkar er Haukur Valtýsson, fyrrum þjálfarí KA- manna, nú fyrirliði þeirra og aðal- uppspilari. Hann hefur verið í eldlín- unni í mörg ár. KA hefur deildina af miklum hefur liðinu annars vegnað und- anfarin ár? „Okkur hefur gengið nokkuð vel síðastliðin tvö ár. í hitteðfyrra byrj- uðum við afleitlega, töpuðum raun- ar öllum leikjunum í fyrri umferð mótsins á meðan við unnum alla leiki okkar í þeirri seinni. I fyrra höfnuðum við í þriðja sæti deildar- innar en í fjórða sæti úrslitakeppn- innar. Þar töpuðum við ekki færri leikjum en íjórum með 3:2 — fyrst og fremst vegna reynsluleysis leik- manna." Hver er ástæðan fyrir vel- gengni KA nú í upphafi móts — er ef til vill um tilviljun að ræða? „Nei, þetta er engin tilviljun. Hins vegar voru leikimir í Reykjavík er við unnum 3:2, mjög jafnir og hefðu hæglega getað farið 3:2 fyrir andstæðinga okkar, Þrótt og ÍS. Staðreyndin er sú að blakið hefur farið upp á við hér á Akur- eyri.“ Segðu okkur aðeins frá þjálf- ara ykkar, Kínveijanum Fei. „Þetta er maður með mjög mikla reynslu, hvort heldur sem leikmaður Hópurinn sem spilar fyrir KA í 1. deild karla í blaki í vetur. Fel, kínverski þjálfarinn hjá KA. krafti — með fjórum sigrum í jafii mörgum leikjum. Hvemig BLAK / ISLANDSMOTIÐ KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN Inter mætir Bayern Ásgeir og félagar leika gegn Groningen LOTHAR Mattháus, fyrrum fyr- irliði Bayern Munchen og Andreas Brehme, sem lék einnig með Bayern, fá það hlut- verk að glíma við fyrrum félaga sína í 16-liða úrslitum UEFA- bikarkeppninnar. Mattháus og Brehme leika með Inter Mílanó, sem drógst gegn Bayem Munchen. Fyrri leikur- inn verður í Munchen 23. nóvem- ber, en seinni leikurinn í Mílanó 7. desember. Asgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Stuttgart mæta hollenska félaginu Groningen og leika þeir fyrst í Hollandi. FC Lieges, Belgíu, leikur gegn Juventus, Ítalíu. Tvö önnur ítölsk lið eru eftir í keppn- inni. Róma, sem leikur gegn Dyn- amo Dresden, A-Þýskalandi og Napolí, sem mætir franska liðinu Bordeaux. Öll ftölski liðin leika fyrst á útivöllum. Real Sociedad, Spáni, fær Köln í heimsókn. Hearts, Skotlandi, tek- ur á móti júgóslavneska liðinu Valez Mostar og Victoria frá Rúmeníu mætir finnska liðinu Turun Pallose- ura. Lothar Mattháus og Andreas Brehme. -eWd Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 45. LEIKVIKA -12. NÓV. 1988 1 X 2 leikur 1. Charlton - Everton leikur 2. Coventry - Luton leikur 3. Derby - Manch.Utd. leikur 4. Liverpool - Millwall leikur 5. Middlesbro - Q.P.R. leikur 6. Newcastle - Arsenal leikur 7. Norwich - Sheff.Wed. leikur 8. Southamton - Aston Villa leikur 9. Tottenham - Wimbledon leikur 10. WestHam - Nott.For. — leikur 11. Leeds - W.B.A. leikur 12. Manch.City - Watford Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:00 á laugardögum er 84590 og 84464. s ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.