Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 21 Fyrir nokkrum dögnm var opnað nýtt hús, „Tæknigarður", á lóð háskólans vestan Suðurgötu. Megin- markmið með byggingu þessa húss er að fá húsnæði sem unnt verður að leigja fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum, sem vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði upplýsingatækni, tölvutækni og tækniiðnaðar ýmiss konar. Húsið er ekki komið í fúlla notkun en verður opið til skoðunar. Raimsóknarhúsnæði verkfræði- deildar háskólans — opið hús Verkfræðingar útskrifaðir frá HÍ 1974 - 1988 50 ■ L 40 * 30 - Í2 sO n n m 20 - mn\ ii 10 * iiin iii 0 - 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 Ár í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verður opið hús í rannsóknarhúsnæði verkfræðideildar VR-III, á homi Suð- urgötu og Hjarðarhaga. Opna húsið verður sunnudaginn 13. nóvember, milli klukkan 13 og 17. Fólki er boð- ið að koma og kynna sér starfsemi deildarinnar og þiggja veitingar. Hlutverk verkfræðideildar er tvíþætt: I fyrsta lagi að afla þekkingar. Það er gert með rannsóknum. Rann- sóknir í verkfræði við verkfræðideild fara aðallega fram við Verkfræði- stofnun. I öðru lagi er hlutverk deildarinnar að miðla þekkingu. Það er fyrst og fremst gert með því að skipuleggja og hafa með höndum kennslu til fullnaðarprófs í verkfræði. Ennfrem- ur er þekkingu miðlað með þjónustu- rannsóknum, endurmenntun og ráð- gjöf. Til þess að annast kennsluna er verkfræðideild skipt í þijár skorir. Skorimar sjá um og bera ábyrgð á kennslu til lokaprófs í: Byggingarverkfræði. Rafmagnsverkfræði. Vélaverkfræði. Um er að ræða fjögurra ára nám. Fyrsta árið er sameiginlegt öllum verkfræðigreinum við deildina. Kennsla til lokaprófs f verkfræði hófst 1970 og fyrstu nemendur brautskráðust 1974. Markmiðið með náminu er að gera þá sem útskrifast færa um að taka að sér tæknileg og verkfræðileg við- fangsefni í fslensku atvinnulífí, þá jafnt á hefðbundnum sviðum eins og mannvirkjagerð og í nýjum greinum eins og hugbúnaðariðnaði. Markmiðið er einnig að gera þá sem útskrifast færa um að sérhæfa sig_ í tækniháskólum erlendis. í reynd er það svo að milli 70—80% þeirra sem lokið hafa verkfræðiprófi frá háskólanum hafa farið til fram- haldsnáms erlendis. Námið er fræðilegt og stærðfræði og eðlisfræði er mikill hluti námsins í upphafi. Síðan taka við fræðilegar verkfræðigreinar og það er ekki fyrr en á síðustu misserunum að fengist er við hinar raunverulegu verkfræði- greinar. Kennsla er bæði bókleg og verkleg. í byggingarverkfræðináminu er lögð sérstök áhersla á: Burðarþol mannvirkja. Byggingar- og jarðvegsefni. Samgönguvirki. Veitukerfi. í vélaverkfræði er nokkurt val- frelsi á sfðustu tveim árunum og geta þá nemendur lagt áherslu á eitt- hvert eftirfarandi fræðasviða: Kerfisverkfræði og sjálfvirkni. Rekstrar- og iðnaðarverkfræði. Varma- og straumfræði. Vélhluta- og burðarþolshönnun. í rafmagnsverkfræði er nokkurt val á sfðasta ári og má þá velja grein- ar sem tengjast eftirfarandi sviðum: Fjarskipta- og upplýsingatækni. Raforkuframleiðslu og nýtingu. Tölvutækni og sjálfvirkni. Fjölnýtikatlar til kyndingar með raf- magni, olíu eða timbri, margar gerðir. Mjög góð hitanýting og möguleiki á stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig. C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timbur og olíu pieð innbyggðu álagsstýrikerfi, sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. Dæmi: C.T.C TOTAL kW Rafmagn..............15.75 Viður................. 15 Olía....................15 UOSGJAFINN HF. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 ■ SIMI23723 • 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843 YViðtalstíml borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík f Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 12. nóvember eru til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamálanefndar og í stjóm Dagvistar bama, og Guðmundur Hall- varðsson, formaður hafnarstjórnar. ■ I ÆÐA HUSGOGN Á GÓÐUVERÐI Þýsk borðstofuhúsgögn. Borð og sex stólar Verð kr. 69,600 Þýsk veggsamstæða Þrjáreiningar ð kr. 49.320.- Þýskt ekta leðursófasett 3ja sæta, 2ja sæta og stóll Verð kr. 143,800 Enskt Colchester antik leðursófa- sett 3ja sæta sófi og 2 stólar Verðkr. 159.120.- KEFLAVIK Opnum í dag kl. 13. eftir gagngerar breytingar - opið til kl. 17. Opið í dag á Rauðarárstíg 14 kl. 10-16. (Itjkálar Vatnsvegi 14, Keflavík Rauðarárstíg 14, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.