Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Hjörleifur Guttormsson: Utanríkismál ráða úrslitum um afetöðuna til ríkissljórnarinnar Ákvörðun utanríkisráðherra veldur ókyrrð meðal stjórnarliða utanríkisráðherra, í utandag- skrárumræðu í Sameinuðu þingi í gaer. Tilefiiið var ákvörðun utanríkisráðherra um afstöðu fulltrúa íslands á þingi Samein- uðu þjóðanna, annarsvegar til tillögu um einhliða fordæmingu á ísrael, hinsvegar til tillagna Rúmeniu og Indlands og Mexikó og Svíþjóðar um „frystingu kjarnorkuvopna“. Hjörleifúr flytur og, ásamt Kristínu Ein- arsdóttur, Kvennalista, og Páli Péturssyni, formanni þing- flokks Framsóknarflokksins, til- lögu til þingsályktunar, sem fel- ur í sér „fordæmingu á síendur- teknum mannréttindabrotum ísraelsstjórnar“. HJÖRLEIFUR Guttormsson, Al- þýðubandalagi, gerði harða hríð að Jóni Baldvin Hannibalssyni, Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Alþingismenn Reyknesinga á fúndi með forsvarsmönnum Eldeyjar og Hraðfrystihúss Keflavíkur í gær. Suðurnes: Sveitarstj órar ki’efjast stöðv- unar á sölu skipa af svæðinu Valbjörn hf. í Sandgerði vill kaupa báða togara HK fyrir 400 milljónir króna Keflavík. ALÞINGISMENN Reykjaneskjördæmis áttu í gær fúnd með sveitar- stjórnamönnum í kjördæminu og siðan stjórn Eldeyjar og stjórn Hraðfirystihúss Keflavfkur um væntanlega sölu togaranna Aðalvíkur og Bergvikur til Sauðárkróks. A fúndunum lýstu heimamenn yfir áhyggjum sinum með þróun mála og hvöttu þingmennina tíl að snúa saman bökum og hjálpa Suðurnesjamönnum að halda skipunum. Fyrst áttu alþingismennirnir fund með sveitarstjórunum í sam- komuhúsinu í Garði. Ellert Eiríks- son sveitarstjóri tók á móti þing- mönnunum og sagði þá: „Dagurinn í dag er 11.11. og klukkan er 11.00, en á þessum tíma fyrir 70 árum var samið vopnahlé á vest- urvígstöðvunum í heimsstytjöldinni fyrri. Ég vil biðja menn að hafa þetta í huga.“ Þingmönnum var afhent samrit af bréfi til Byggðastofnunar undir- ritað af öllum bæjar- og sveitar- stjórum á Suðumesjum, 7 að tölu. í bréfínu segir að hinar stanslausu skipasölur úr öllum byggðarlögum á Suðumesjum væm fyrir löngu komnar yfir hættumörk. í bréfinu segir ennfremur. „Vinnumarkaður og atvinnumál á Suðumesjum em orðin svo sam- þætt, að skipasala og þar með aflakvóti úr einu byggðarlagi hefur áhrif á atvinnumál á öllu svæðinu. Fiskmarkaður Suðumesja dreifir hráefni til allra byggðarlaga og verður mikilvægi þeirrar starfsemi seint fulimetin. Frekari skipasala kippir rekstrargmndvelli undan markaðinum. Bréfritarar, framkvæmdastjórar sveitarfélaganna á Suðumesjum, krefjast þess að nú þegar verði allar fiskiskipasölur stöðvaðar frá Sjálfstæðisflokkurínn: Flokksráðs- og formanna- ráðstefiia hefst í dag FLOKKSRÁÐS- og formanna- ráðstefiia Sjál&tæðisflokksins hefst í dag á Hótel Sögu. Að sögn Kjartans Gunnarssonar, fram- Homafjörður: Strand í ósnum Höfn í Homafirði. SKIPIÐ Star Finlandia strandaði í HornaQarðarósi laust eftir klukkan 19 í gærkvöldi. Ekki var um alvarlegt strand að ræða, því skipið sem er 1.213 brút- tólestir að stærð, var laust af strandstað eftir rúman klukkutíma. Skipið lestaði frysta sfld á Höfn í gær. Skipveijar em Pólverjar og Færeyingar. JGG kvæmdastjóra flokksins, er ekki búist við þvi að neinar afdrifarik- ar ákvarðanir verði teknar á fúndinum, heldur verði fyrst og fremst rætt um stjómmála- ástandið. Kjartan sagðist búast við því að í stjórnmálaályktun myndi ráðstefnan marka stöðu og stefiiu flokksins í stjórnarand- stöðu. Rétt til setu á ráðstefnunni eiga um 300 manns, annars vegar for- menn allra sjálfstæðisfélaga og full- trúaráða flokksins á landinu og hins vegar flokksráðið. Flokksráð er æðsta valdastofnun flokksins milli landsfunda og hittist ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Ráðstefnan hefst á ræðu Þor- steins Pálssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins. Síðan verður rætt um stjómmálaviðhorfið og starf Sjálfstæðisflokksins. Ráðstefnunni lýkur á morgun, sunnudag. Pólýfónkórínn: Tónleikamir endurteknir UPPSELT var á hátíðartónleika Pólýfónkórsins, sem haldnir vora á fimmtudagskvöldið. Vegna mikillar ' eftirspumar verða tónleikarair endurteknir í Háskólabíói í kvöld. Á tónleikunum flytur Pólýfónkór- inn, ásamt sjö einsöngvurum og Sinfóníuhljómsveit íslands verk sem spanna 400 ár í tónlistarsögunni. Þar á rneðal eru verk eftir Monte- verdi, Bach, Wagner, Verdi, Ross- ini, Bizet og Orff. Sjá gagnrýni um fyrri hátíðar- tónleikana á bls. 12 og við- brögð áheyrenda á miðopnu. Suðumesjum. Við óskum eftir því við hlutaðeigandi aðila að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða götu fyrirtækja og ein- staklinga í heimahéraði sem tilbún- ir eru að kaupa og halda útgerð fískiskipa áfram frá Suðumesjum, er koma þar á söluskrá. Við trúum því ekki að stefna stjómvalda og annarra aðila sé að leggja útgerð og fiskvinnslu niður á Suðumesjum ásamt allri þjón- ustustarfsemi við þessar greinar, en sé svo, þá verður það að koma fram,“ segir ennfremur í bréfi sveitarstjómamannanna. Klukkustund seinna voru al- þingismennimir komnir á fund með stjóm Eldeyjar og stjóm Hrað- frystihúss Keflavíkur. Eldeyjar- menn hafa lýst yfír áhuga á að kaupa annan togarann eða að kaupa hlut Sambandsins í HK. Einnig kom fram að Valbjöm hf. í Sandgerði sem gerir út togarann Hauk hafði fyrr um morguninn gert tilboð að upphæð 400 milljón- ir í báða togarana. Á fundinum óskaði Jón Norð- fjörð eftir því að stjómarmenn HK upplýstu hver skuldastaða fyrir- tækisins yrði eftir söluna á togur- unum norður. Ólafur Jónsson vara- formaður stjómar HK sagði að endurskoðandi væri að vinna að þessum málum og hægt yrði að upplýsa hver skuldastaðan yrði fljótlega eftir helgil Ólafur sagði ennfremur að tap HK næmi nú hálfri til einni milljón á viku. Engar ákvarðanir voru teknar á þessum fundi, en Sambandið mun fjalla um tilboð Eldeyjarmanna og Valbjöms hf. á stjómarfundi í næstu viku. BB Fjöldaganga gegn slysum FJÖLDAGANGA leggur af stað frá Hlemmi klukkan 13.30 í dag og verður gengið niður á Lækj- artorg þar sem haldinn verður útifúndur um umferðarslys und- ir kjörorðinu „Stöðvum ofbeldið í umferðinni — við öll!“ Á fúndinum, sem hefst klukkan 14, koma fram fómarlömb um- ferðarslysa, Bjartmar Guðlaugs, Eyjólfur Kristjánsson, Eiríkur Fjal- ar og fleiri. Hjörleifur hélt því fram í umræð- unni að ákvörðun utanríkisráðherra um afstöðu íslands til þessara til- lagna brytj gegn andá stjómarsátt- málans. Ákvörðun ráðherra hafi heldur ekki meirihluta í ríkisstjóm- inni. Hann sagði, af þessu tilefni, að meðferð utanríkismála gæti valdið úrslitum um viðhorf sitt til ríkisstjómarinnar. Skoraði hann á utanríkisráðherra að breyta afstöðu sinni. Utanríkisráðherra taldi hinsveg- ar að einhliða fordæming á ísrael væri ekki rétta leiðin til að laða deiluaðila að sáttaborði hjá Samein- uðu þjóðunum, sem væri megin- máiið. Hann sagði og að tillögur um „frystingu kjamavopna" væru úreltar nú, þegar stórveldin hefðu stigið fyrstu skrefin við samninga- borðið um að fækka kjamavopnum. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 35 Morgunblaöið/Kári Raflínur lágu víða niðri á Vestfjörðum eftir ofeaveðrið í fyrradag. Óveðríð á ísafirði: Vörubílar o g vélskófla héldu flugvélinni og flugskýli föstu ísafirði. LÍFIÐ er nú að komast aftur í venjulegt horf vestra eftir óveðrið í fyrradag. Twin Otter-flugvél flugfélagsins Erais fór til Reykjavík- ur um 11-leytið í gærmorgun hlaðin farþegum og síðan aðra ferð síðdegis, en þá komu einnig tvær flugvélar frá Flugleiðum og vél Flugfélags Norðurlands frá Akureyri. Auk þess fór vél frá Erni í póstflug um Vestfirði. Flug er því komið í eðlilegt horf. Viðgerðarflokkur frá Orkubúi Vestfjarða vann að því í allan gær- dag að gera við 33 kflóvolta raflínu frá Mjólká, en línuslit og staurabrot urðu á þremur stöðum í Önundar- firði og Dýrafirði. Orkubústjóri, Kristján Haraldsson, taldi í gær- kvöldi að takast mundi að koma á óskömmtuðu rafmagni á svæðinu frá Þingeyri til ísaljarðar. í dag reynir svo vinnuflokkur að gera við aðalháspennuhnuna milli ísafjarðar og Mjólkár en hún hefur verið óvirk síðan á fimmtudagsmorgun. Vinnu- flokkur frá Hólmavík er að gera við iínuna í Nauteyrar- og Snæ- fjallahreppum, en þar urðu bilanir á nokkmm stöðum. Flugskýli flugfélagsins Emis skemmdist minna en ætlað var í fyrstu að sögn Torfa Einarssonar, stöðvarstjóra hjá félaginu. Búið er að skipta um bitana, sem bognuðu og er vinnu haldið áfram við að . klæða skemmuna og taldi Torfi að því verki lyki innan viku. Togaramir em flestir famir til veiða, en loðnuskipin vom enn í höfn í gærkvöldi. Vegna þess hve áttin var austanstæð var lítið brim hér inni, en þar sem nú er stór- streymt hefði getað orðið umtals- verður skaði á húsum norðanvert á Eyrinni. Þar hefur dregist um ára- bil að koma fyrir gijótvöm, en nú er verið að undirbúa það verk. Úlfar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.