Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 42

Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 | Lokaþáttur tónlistardaga Dómkirkjumiar; Saint Nicolas eftir Benjamin Britten eftírPéturMá * Olafsson Sunnudaginn 13. nóvember verð- ur lokaþáttur tónlistardaga Dóm- kirkjunnar í ár. Þá verður flutt verk- ið Saint Nicolas eftir Benjamín Britt- en í Háteigskirkju. Saint Nicolas er kantata fyrir einsöngvara, blandað- an kór, bamakór, píanó, orgel og strengja- og ásláttarsveit. Flytjend- ur verða Sigurður Bjömsson tenór, Dómkórinn, Skólakór Kársness und- ir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur, Marteinn H. Friðriksson og félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjómandi er Belginn Johan Dujick sem kemur hingað til lands í boði Dómkórsins í tilefni tónlistardagana. Hann er einn þekktasti kórstjóri Evrópu. Heilagur Nikulás fæddist í Patara í Litlu-Asíu og dó á fyrri hluta 4. aldar eftir langa biskupsþjónustu í Myru, höfuðborg föðurlands hans, Lyciu. Fátt er vitað með vissu um ævi hans en margar þjóðsögur em til af honum. Nikulás sýndi þegar í bamæsku merki um óvenjulegan tíguleik og neitaði að matast á föstunni. Hann nam fræði kirkjunnar á yngri árum samviskusamlega. Þegar auðugir foreldrar hans dóu í plágu sem reið yfír landið gaf hann auðæfl þeirra til líknarmála og fór í pílagrímsferð til iandsins helga. Við heimkomuna til borgarinnar Myru var hann gerð- ur að biskupi samkvæmt opinberun nokkru fyrir komu hans og þjónaði því biskupsdæmi dyggilega til dauðadags. Rómverski keisarinn Díókletíanus hóf ofsóknir á hendur kristnum mönnum í veldi sínu árið 303 og stóðu þær í átta ár. Á meðan mátti Nikulás sitja í fangelsi. Fjórtán ámm síðar, árið 325, var fyrsta stóra kirkjuþingið haldið í Nicea og var Nikulás einn -318 biskupa sem boðið var þangað. Þar á hann að hafa auðmýkt sig með því að slá villutrú- armanninn Aríus en hann hélt því fram að Kristur væri óæðri Guði þar sem hann væri sonur hans. Flestar goðsagnir um Nikulás segja frá umhyggju hans fyrir fá- tækum og kúguðum. Á styttum og myndum ber hann þrjár kúlur og em þær táknrænar fyrir gullpyngjur sem hann gaf á laun til að bjarga þrem aðalbornum stúlkum frá því að leggjast í vændi. Árið 1087 vom jarðneskar leifar Nikulásar fluttar frá Mym til Bari á Ítalíu þar sem kirkja var reist til að varðveita þær. Hún varð sam- komustaður pílagríma hvaðanæva að úr Evrópu. Beinin em sögð gefa frá sér ilmandi olíu sem geri krafta- verk. Nikulás er þjóðardýrlingur Rússa, vemdardýrlingur bama, sjó- manna og ferðalanga. Við þekkjum hann betur sem Santa-Claus eða jólasveininn. Kantata Benjamíns Brittens um heilagan Nikulás var fmmflutt árið 1948. Hún skiptist í níu hluta. Inngangur verksins fjallar um það þegar Nikulás birtist söfnuði sem er að halda dag hans hátíðlegan. Fólkið blindast af helgi hans og bisk- upsskrúða. Það langar til að sjá manninn í dýrlingnum og biður hann um að tala til sín. Nikulás segir Johan Dujick. þeim að hann sé kominn eftir 1600 ár til að taka þátt í helgiathöfnum þeirra. Hann biður söfnuðinn að varðveita trúna sem feður þeirra hafi látið lífíð fyrir; fólkið biður um styrk. I öðmm þætti segir frá fæðingu heilags Nikulásar. Líflegt þjóðlag með undirspili strengja og píanós túlkar fæðingu og skírn hans. Að loknum hverjum þætti skímarat- hafnarinnar syngur drengurinn „guði sé dýrð“ en þegar nágrannarn- ir hrópa „Nikulás verður dýrlingur" er það Nikulás sem ungur maður, og þá tenór, sem syngur „Guði sé dýrð“. I þriðja hluta kantötunnar syngur Nikulás um það þegar honum verður ljós eymd mannkyns. Hann biður guð að sefa reiði sálar sinnar og veita sér auðmýkt. Fjórði þáttur er um ferðina til Palestínu, — landsins helga. Nikulás hefur spáð stormi á leiðinni en sjó- mennimir trúa honum ekki og gera gys að honum þar sem hann liggur á bæn. Stormurinn, sem bamakórinn túlkar, skellur á, sjómennirnir em gripnir ofsahræðslu, leggjast á bæn með Nikulási og biðja um að vindinn lægi. Þeir em bænheyrðir, sjómenn- 8 I ■.••TOsSuj 8*11 kM |a,!L & J|||l f| II Ejtlí? S Sti IL Dómkórinn í Reylgavík. Skólakór Kárness. irnir sofna en Nikulás sér ásjónur engla. Hann er altekinn af ást á Guði. Fimmti þáttur fjallar um komu Nikulásar til Mym og kosningu hans til biskups. Hann biður Guð um náð til að vernda hina trúuðu, hugga ekkjur og munaðarlausa. Biskupsv- ígslan fer fram og endar á fúgu sem kórinn syngur en að lokum syngja báðir kóramir og áheyrendur sálm saman. Sjötti kafli lýsir vem Nikulásar í fangelsi Rómveija. Hann grátbiður þá um að taka kristna trú. í sjöunda hluta kantötunnar segir frá hungursneyð. Þijár mæður gráta syni sína sem hafa verið drepnir óg lagðir í pækil til þess að selja hungr- uðum til matar. Nikulás vekur þá til lífs, drengirhir koma gangandi inn kirkjugólfið og allir hrópa „hall- elúja“. Áttundi þáttur rr' >ti hans og dásamlt u koma fram ve. 1 4 :i.ö u.eOal fólksins. Aðalsmaður einn á þrjár dætur. Vegna fátæktar har.s bíður þeirra ekkert nema .. :. Nmulás bjargar þeim með því aö kasta þrem skjóðum af gulli inn til þeirra og þar er kominn heimanmundurinn. Lokaþátturinn er falleg lýsing á dauða Nikulásar og endar á samsöng allra. Höfiindur er félagi í Dómkórnum. Einstæð sýning Sölusýning á verkum Snorra Arinbjarnar íHoliday Innhótelinu. Verkin hafa aldrei áður verið sýnd. Opið laugardag ogsunnudag frákl. 14-23 Virkadagaíra kl. 14-22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.