Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 39 Kristniboðsdagurinn 1988: • • Oflugt starf — aðkailandí verkefiii eftirSkúla Svavarsson Hinn árlegi kristniboðsdagur íslensku þjóðkirkjunnar er sunnu- dagurinn 13. nóvember. Þá fer fram kynning á kristniboði okkar Íslend- inga í Eþíópíu og Kenýa og tekið verður á moti fjárframlögum til starfsins. Kristniboðar með þekkingn og reynslu Þrenn hjón eru nú að störfum á vegum Kristniboðssambandsins í Eþíópíu og Kenýa. Þau hafa öll verið þar í mörg ár og þekkja vel siði, viðhorf og tungumál fólksins sem þau starfa og búa á meðal. Neyð fólksins er orðin neyð þeirra. Fólkið leitar til þeirra og treystir þeim fyrir vandamálum sínum. Kristniboðamir vita líka betur en flestir aðrir hvemig hægt er að hjálpa í sárri neyð og bæta hag margra án þess að tilkostnaður verði mikill. Allt starf kristniboðsins fer fram að beiðni lúthersku kirkjunnar í löndunum og í samráði við yfirvöld. Mikil áhersla er lögð á að sú aðstoð sem fólkinu er veitt geri því kleift að bæta líkamlega og andlega kjör sín. Kristniboðið reynir að létta undir með þeim sem orðið hafa út- undan bæði hvað varðar kristna boðun og ýmis lífsgæði. Stöðugur vöxtur Á þessu ári var enn einn nýr söfnuður stofnaður í Pokot í Kenýa. Mikið af ungu fólki kemur og vill fylgja Jesú Kristi. Það hefur eign- ast frið í hjarta við að taka á móti honum inn í líf sitt og vitnar með gleði um reynslu sína. Þannig eykst fjöldi þeirra sem koma til kristni- boðanna og biðja um fræðslu í Guðs orði. Kristín, Monika og Pálína eru allar sautján ára. Saga þeirra allra er mjög svipuð. Fátækt er mikil á heimilum þeirra. Feður þeirra em annaðhvort dánir eða hafa yfirgefið heimilið. Mæður þeirra era eða hafa verið í ánauð ofdrykkjunnar. Stúlk- umar heyrðu fyrst um Jesú í sunnu- dagaskólanum á kristniboðsstöðinni okkar árið 1985. Þær tóku á móti boðskapnum með opnum huga og sóttu kirkju reglulega og vora þær skírðar. Enn eru þær ungar og óþroskaðar í trúnni en þær eiga gleði og djörfung sem hjálpar þeim að mæta því mótlæti sem þær verða að þola vegna trúar sinnar. Nú era mæður tveggja þeirra -famar að sækja kirkju. Þannig vex Guðs ríki. Viðey Námskeið í hárgreiðslu og efiiafræði NÁMSKEIÐ í hárgreiðslu og efiiafiræði verður haldið á morg- un, sunnudag. Leiðbeinendur verða þau John Schults frá Hol- landi og Christine Bartlet frá Englandi. John Schults er vel þekktur hér á landi því hann þjálfaði íslenska landsliðið fyrir heimsmeistara- keppnina 1986. Hann hefur síðan verið þjálfari hollenska landsliðsins. Mánudaginn 14. nóvember mun hann síðan halda námskeið fyrir keppendur sem eru byijaðir að æfa fyrir íslandsmótið sem verður hald- ið í lok febrúar á næsta ári. Christine Bartlet hefur undanfar- in 15 ár verið framarlega í flokki þeirra sem hafa ferðast um heiminn og kennt efnafræði tengda hár- snyrtiiðninni. Að þessu sinni verður námskeið þetta haldið! Viðeyjarstofu í Viðey. (Fréttatilkynning) Pókótmaður i Kenýu snýr sér til Kjartans Jónssonar kristniboða og biður hann að hjálpa til við að koma upp skóla. Skólastarf Kristniboðið styður uppbyggingu fimm skóla í Kenýa. Foreldrar hafa verið með í ráðum og hjálpað til við verklegar framkvæmdir frá upp- hafi. Skólinn er skólinn þeirra og hann vex með þeim. Fimm bekkir bættust við á þessu ári. Þá gátu um 200 nýir nemendur hafið skóla- göngu. Á næsta ári er þörf fyrir fimm skólastofur í viðbót. Foreldr- amir snúa sér til okkar íslendinga og biðja okkur um aðstoð svo að fleiri fái tækifæri til skólagöngu. Nýtt starf í Eþíópíu Flestir íslendingar þekkja kristniboðsstarfið í Konsó í Eþíópíu. Þar era nú öflugir söfnuðir, stór bamaskóli og sjúkrastöð. Einnig er unnið að ýmsum framfara- og þró- unarmálum. Öllu er þessu stjórnað af vel menntuðum Konsómönnum sem fengu sína fyrstu menntuh í skólum kristniboðsins. K ONUR - VIÐTOL - KONUR - VIÐTOL O N u Ertu í erfiðri stöðu? - Ertu tvístígandi? v Ertu í vítahring? 0 Veistu ekki h vað skal gera ? T ö L K O N U R Á sl. hausti fóra ung hjón til starfa í Eþíópíu að nýju. Þau þráðu að komast út aftur, ekki vegna þess að þeim liði ekki vel hér heima, heldur vegna þess að þau vissu að í nágrenni Konsó búa þjóðflokkar sem allir virðast hafa gleymt. Fá- tækt og fáfræði er þar mikil. Siðir fólksins era grimmir og sjúkraþjón- usta engin svo dæmi séu tekin. Neyð fólksins dró ungu hjónin út að nýju. Verkefnið sem bíður þeirra verður erfitt. Þau eiga að hefja sjúkrastarf ásamt boðunarstarfí og alhliða hjálp. Hjónin era . fús að leggja fram krafta sína á þessum vettvangi. Hversu mikið þau geta hjálpað fer líka eftir því hve mikið við íslendingar viljum gefa til starfsins. Safha þarf níu milljónum Kostnaður við starf Kristniboðs- sambandsins, bæði úti og hér heima, verður tæpar níu milljónir á þessu ári. Hingað til hefur gengið vel að safna en betur má ef duga skal. Enn vantar um tvær milljónir á þessu ári til þess að endar nái saman. Höfiindur er formaður Kristni- boðssambandsins. SPORT Ódýrasti alvöru jeppinn á markaðinum og hefur 10 ára reynslu að baki, við þær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vega- kerfi búayfir. Veldu þann kost, sem kostar minna! Opið 9-18, laugard. 13-16. Blfreiðarog landbúnaöarvólar hf. Ármúla 13, Suöurlandabraut 14. Síml681200. Viltu gera eitthvað í málinu? Hafðu samband í síma (91)29848. Guðrún Einarsdóttir, sálfrœÖingur, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. .aJSfr' BÍV* BOt* ULTRA GLOSS endist langt umfram t hefdbundnar bóntegundir. Þolir tjöruþvott. Utsölustaöir: ESSO - stöðvarnar OFNHITASTILLAR OG BAÐBLÖNDUNARTÆKI Stjórntæki í efnahagsráðstöfunum heimilisins. Gæta ítrustu sparsemi án þess að skerða þjónustuna. HÉÐINN SELJAVEGI 2, SÍMI 624260 gætir hófsemi SÉRFRÆDIÞJÓNUSTA - LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.