Morgunblaðið - 12.11.1988, Side 5

Morgunblaðið - 12.11.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 5 Eignarréttur á hafsbotni á norðurslóðum ræddur á aukaþingi Norðurlandaráðs: Um mikilvægt um- hverfísmál að ræða - segir Eyjólfur Konráð Jónsson ÍSLENDINGAR munu hreyfa þeirri hugmynd á aukaþingi Norð- urlandaráðs í Danmörku í næstu viku, að íslendingar, Norð- menn og Danir geri sameiginlegt tilkall til þess hafsvæðis á norðurslóðum sem er utan efiiahagslögsögu ríkjanna. Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður sagði við Morgun- blaðið, að þarna væri um mikil- vægt umhverfismál að ræða, sem nauðsynlegt væri að fjalla um í Norðurlandaráði, en aukaþingið núna fjallar um umhverfismál. „Þama er um að ræða eignarrétt á hafsbotninum, og ef þjóðimar gera með sér samning um sameig- inlegan eignarrétt, er hægt að hindra það löglega að nokkur kasti þarna í hafið úrgangsefnum sem falla til botns. Hvaða þýðingu þetta hefur í framtíðinni er erfitt að segja til um, en ég sé fyrir mér að þeir sem eignast hafs- botninn núna geti á sínum tíma eignast hafið yfir, ofan og allt sem í þvi er.“ Mál þetta var rætt á fundi ut- anríkismálanefndar Alþingis sl. fimmtudag, og var síðan haldinn sérstakur fundur fulltrúa utanrík- ismálanefndar, utanríkisráðuneyt- is og Islandsdeildar Norðurlandar- áðs, þar sem sjónarmiðin vom samræmd. Eyjólfur Konráð sagði að fyrirhugaður væri sérstakur fundur fulltrúa þjóðanna þriggja um þetta mál á næstunni. Þjóðim- ar ræddu um hafsvæðið í febrúar sl. og sagði Eyjólfur Konráð að síðan hefðu bæði danskir og nor- skir stjórnmála- og fræðimenn við- urkennt að hugmyndir íslendinga ættu við rök að styðjast, og þjóð- unum þremur bæri að hafa um þetta samstarf. Reuter FORSETIÍSLANDS í GENF Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er þessa dagana stödd í Genf í Sviss og var mynd þessi tekin er hún sótti heim safn Rauða krossins í borg- inni. A mánudag afhendir frú Vigdís Finnbogadóttir tveimur sigurvegumm fyrstu Evrópuverðlaunin fyrir besta sjónvarpshandritið á verðlaunahátíð í Stórleikhúsi Genfarborgar. Níu manna dómnefnd, skipuð sérfræðingum á sínu sviði, mun velja tvö verðlaunahandrit úr tíu handritum ungra höfunda. Dómnefndin kom saman í gær undir forsæti frú Vigdísar og munu nefndar- menn þinga öðm sinni í dag, laugardag. Höfundamir, sjö konur og þrír karlar hlutu starfslaun frá sömu dómnefnd í nóvember á síðasta ári en í þeim var innifalin þjálfun hjá sjónvarpsstöðinni sem sendi handritið. Fulltrúi Islands í keppninni er Vilborg Einarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu. Stöðvarflörður: Vinnslu- stöðvun hjá HSS HRAÐFRYSTIHÚS Stöðvar- fjarðar hf. hefur tilkynnt starfsfólki sínu við fisk- vinnslu, sem er um 50 manns, um ótímabundna vinnslu- stöðvun fi*á og með annarri viku. Starfsfólkið fékk til- kynningu þessa með launa- umslögum sínum í gærmorg- un. Fyrirtækið á við mikla rekstrarerfiðleika að etja, að sögn Guðjóns Smára Agnars- sonar framkvæmdastjóra, aðallega vegna óeðlilegrar hágengisstefiiu stjórnvalda. Guðjón Smári segir að kvóta- leysi og siglingar togara fyrir- tækisins á erlenda markaði valdi hráefnisleysinu. Síðast lönduðu togaramir heima um mánaðarmótin september og október en að undanförnu hefur verið unnin afli af smábátum í frystihúsinu á milli þess sem starfsfólkið hefur unnið við sfldarsöltun. Guðjón Smári segir að togar- inn Kambaröst sé nú að veiða fyrir Þýskalandsmarkað og Alftafell að veiða fyrir Eng- landsmarkað. Segir hann að vegna slæmrar rekstrarskil- yrða frystingarinnar borgi það sig betur að láta togarana sigla með aflann en vinna hann heima. Hann býst við að þetta ástand vari að minnsta kosti fram yfir áramót. Hugsanlega verði þó unnin afli af smábátum einn eða tvo daga í viku. Sjá einnig frétt á bls. 44. Vinafagiiaður Seyðfirðinga Seyðfirðingafélagið í Reykjavík heldur hinn árlega Vinafagnað sinn i Domus Medica á morgun, sunnudag, kl. 3—& síðdegis. Vilhjálmur Ámason hrl. mun rabba þar um fjörð og fólk og Ing- ólfur Þorkelsson skólameistari, fyrrum formaður félagsins, segir frá Skógum, húseign sem félagið hefur fest kaup á á Seyðisfirði. Þá mun að venju mikið vera rabbað jrfir kaffibolia og gömul kynni rifjuð upp. SVIPTINGAR Á BÍLAMARKADNUM Suzuki Swift ’88 á 365þúsund Verðsviptingamar á bilamarkaðnum halda áfram og nú seljum við síðustu Suzuki Swift bílana af árgerð 1988 á verði, sem vart á sér hliðstæðu. ■ Suzuki Swift GA kr. 365.000,-, áður kr. 423.000,-. ■ Suzuki Swift GTI Twin Cam 16 kr. 595.000,-, áður kr. 709.000,-. : Einstakt tækifærí til að eignast hinn sívinsæla i Suzuki Swift á frábæru verði. <r> l Opidfrákt. 10:00-17:00. « k .**•._Verd mtðasf við géngi L J7. 1988: $ SUZUKI ....f/M ........... SVEINN EGILSSON HF. FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SlMAR: 685100, 689622

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.