Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 sr menn hans, þeir Weller og Robbins, þessa velheppnuðu tilraun. Hún olli aldahvörfum í veirufræði og opnaði leiðir til að rækta fjölmargar veir- ur, sem höfðu ekki áður ræktast, t.d. bæði mislingaveiru og veiruna, sem veldur rauðum hundum. Þar var ekki aðeins lagður grundvöllur að gerð mænusóttarbóluefnis, held- ur einnig að flestum yngri bóluefn- um, sem nú eru notuð gegn veiru- sóttum, og grundvöllur að nákvæm- um rannsóknum á byggingu og erfðagerð veira. Þeir Enders og félagar skiptu með sér Nóbelsverð- launum fyrir þessa uppgötvun sína árið 1954. Dautt mænusóttarbóluefiii Skömmu eftir að þeir Enders og samstarfsmenn hans höfðu birt ræktunartilraunir sínar fór annar Bandaríkjamaður, dr. Jonas Salk, þá starfsmaður háskólans í Pitts- burgh, að gera tilraunir með dautt mænusóttarbóluefni. Hann ræktaði hveija ætt mænusóttarveira fyrir sig í frumum úr apanýrum, drap veirumar í formalíni og hreinsaði frumugróðurinn vandlega burt með síun. Síðan vom apar sprautaðir með þessum dauðu veimm. Þeir mynduðu mótefni gegn öllum ætt- unum þremur, og veiktust ekki af mænusótt, þó að reynt væri að sýkja þá með lifandi veimm á eftir. Þegar ótal fræðimenn og eftirlits- menn með bóluefnum á banda- rískum lyfjamarkaði höfðu sann- færst um, að hér væri komið bólu- efni, sem vemdaði fyrir mænusótt og væri ekki skaðlegt fólki, var það leyft til almennrar bólusetningar í Bandaríkjunum. Þar í landi lömuð- ust að jafnaði 37.864 sjúklingar á hveiju ári tímabilið 1951-1955, síðustu árin fyrir almenna mænu- sóttarbólusetningu í Bandaríkjun- um. Árin 1961-1965 lömuðust að- eins 573 sjúklingar á ári, svo að árangurinn af bólusetningunni var glæsilegur, þó að enn væra Banda- ríkin ekki laus við þennan mikla vágest. Á tímabilinu 1966-1970 lækkaði tala lamaðra í Bandaríkjun- um niður í 52 sjúklinga að jafnaði á ári. Þetta vora ýmist innfluttar sýkingar, eða sýkingar af ætt 3 kringum þá, sem höfðu fengið aðra gerð mænusóttarbóluefiiis, lifandi, veiklaðar mænusóttarveirur. Um 10 ára skeið, tímabilið 1956-1965, var eingöngu notað dautt mænusóttarbóluefni til al- mennrar bólusetningar í Banda- ríkjunum. Það var gert með að- ferðum Salks, og árangurinn eins og áður getur. Vissir gallar gátu komið fram við bóluefnisgerðina í einstökum lyfjaverksmiðjum, og framleiðslan var dálítið misjöfn að gæðum. Stundum varð því árangur- inn ekki sem skyldi, sérstaklega fyrstu árin, meðan menn vora svo hræddir við slys af mænusóttarveir- um, sem bóluefnið er gert úr, að allt eftirlit tók óhóflega langan tíma. Bóluefnið var kannske að renna sitt skeið á enda, þegar loks þótti óhætt að gefa leyfi til að sprauta því í fólk. Eftir 1960 hafa öll dauð mænusóttarbóluefni verið betri en fyrir þann tíma. Allar fram- leiðsluaðferðir og styrkleikapróf- anir era í fastari skorðum og eftir- litið betra, þó það taki nú styttri tíma. Erfíðasti þátturinn í allri bólu- efnagerð gegn veirasóttum er, að veirar vaxa aðeins inni í lifandi framum, og listin er að finna heil- brigðar, næmar framur til hverrar bóluefnisgerðar um sig. Gerð mænusóttarbóluefnis varð fræði- mönnum strangur og lærdómsríkur skóli. Þeir lærðu, að lifandi framur, sem virðast heilbrigðar, geta verið með erfðaefni ýmissa veira í sér, og lifandi framur í tilraunaglösum geta því gefið frá sér ýmsar veirar, sem ekki var sáð til. Um þetta vissu menn næstum ekkert, þegar byijað var að gera mænusóttarbóluefni. Nu er kominn fram hafsjór af fróð- leik um samskipti veira við lifandi framur, og nú er skylt að athuga marga þætti við bóluefnisgerðina, sem enginn vissi um í upphafí. Þessi þekking er einnig notuð við gerð annarra bóluefna gegn veirasótt- um. Lifandi mænusóttarefiii Eftir 1965 fóra Bandaríkjamenn að nota aðra gerð mænusóttarbólu- efiiis, bóluefni gert úr lifandi, veikl- uðum mænusóttarveirum. Höfund- ur þess bóluefnis var dr. Albert Sabin, starfsmaður háskólans í Cin- cinnati í Ohio. Sabin fetaði slóð Pólveijans Hilary Koprowski, sem fyrstur reyndi að veikla mænusótt- arveirar, draga úr hæfileika þeirra til að valda lömun, og gera úr þeim virkt, lifandi bóluefni, sem hægt væri að taka inn. Það starf var einnig unnið í Bandaríkjunum. Sabin náði að fá fram veikluð afbrigði af öllum þremur ættum mænusóttarveira. Sérstaklega vel tókst til með ætt 1, sem alltaf var talin skæðust með að valda lömunarfaröldram. Sá þáttur í bóluefni Sabins hefur hvergi valdið skaða. Verr tókst til með ætt 3. Hún hefur átt það til, að breytast í sitt uppranalega horf í þeim bólusetta, og hefur valdið lömunum bæði í nýbólusettu fólki og í nánasta umhverfi þess, t.d. óbólusettum á heimilinu. Þessi tilvik era þó mjög sjaldgæf, sem betur fer. Þau eiga sinn þátt í þeim fáu lömunum, sem enn finnast í Banda- ríkjunum. Þetta er ástæðan fyrir því, að á Norðurlöndum og í Hol- landi hafa menn heldur kosið dauða mænusóttarbóluefnið, þó að hin gerðin þyki þægilegri í notkun. Ifyrir nokkram áram reyndu Danir að skipta um, en urðu fyrir slysum af ætt 3. Önnur Evrópulönd nota lifandi, veiklað mænusóttarbólu- efni. í þriðja heiminum hefur það reynst illa. Þar er mikil mergð alls konar þarmaveira, sem oft hindra,' að þessar veikluðu mænusóttarveir- ur komist að, þegar reynt er að bólusetja bömin með þeim. Tilraun- ir era nú gerðar til að framleiða ódýrara, dautt mænusóttarbóluefni til nota í herferðinni gegn mænu- sótt í þróunarlöndunum. Mænusóttarbólusetning á íslandi Hér á landi hófst aímenn mænu- sóttarbólusetning árið 1956. Þá var reynt að ná til allra á aldrinum 2-40 ára og mænusóttarbólusetn- ing tekin upp í ungbamaeftirliti og heilsugæslu í skólum. Síðan hefur mænusóttarbólusetning verið reglulega framkvæmd í flestum læknishéraðum landsins. Hér hefur eingöngu verið notað dautt bólu- efni, eins og í Svíþjóð og Finn- landi, og sfðan 1967 hefur bóluefn- ið hér verið sænskt. í hveijum skammti af dauðu mænusóttarbólu- efni er blanda úr öllum þremur ættum mænusóttarveira, því að ætlunin er að veijast þeim öllum. Þijár sprautur era gefnar með reglulegu millibili í upphafi bólu- setningarinnár, tvær þær fyrstu með 4-6 vikna millibili f upphafi bólusetningarinnar, og sú þriðja innan eins árs frá þeirri fyrstu. Fjórða sprautan er gefín 2-3 árum eftir þá þriðju. Frambólusetningu hvers einstaklings er ekki lokið fyrr en fjórða mænusóttarsprautan hef- ur verið gefin. Foreldrar verða að gæta þess, að mænusóttarsprautur gleymist ekki, ef böm flytjast milli staða, eða hverfa í Reykjavík. Fimmta sprautan er svo gefin öllum bömum snemma á skólaskyldu- aldri, og sú sjötta áður en skóla- skyldu lýkur. Viðbótarsprautur er svo sjálfsagt að fá, ef fólk ætlar inn á sýkt svæði, eða er líklegt til að umgangast sýkta. Þeir, sem ætla til útlanda, ættu að athuga hvort þeir þurfa viðbótarsprautu af mænusóttarbóluefni. Mjög sjald- gæft er, að fólk verði lasið eftir bólusetningu með dauðu mænusótt- arbóluefni, hversu veikbyggður sem sá bólusetti er. Óhætt er að gefa þetta bóluefni ófrískum konum. Mænusótt olli miklu heilsutjóni og tugum dauðsfalla hér á landi á áranum frá 1904-1955. Sfðasti stórfaraldur gekk haustið 1965. Þá vora skráðir 833 sjúklingar með mænusótt, þar af 133 lamaðir og 3 dauðsföll. Stórfaraldrar höfðu þá orðið hér á 10 ára fresti, og aldrei var laust við mænusóttarlamanir árin á milli þeirra. Síðan 1960 hef- ur mænusótt ekki sést hér og engar mænusóttarveirar fundist í lands- búum. Við mogum ekki gleyma því, að við höldum mænusótt frá landinu með skipulegum bólusetn- ingum. Ekki má slaka á þeim í ungbamaeftirliti og heilsugæslu í skólum, annars fáum við aftur lam- anir og örorku. Dauða bóluefnið hefur reynst okkur vel, og er hættu- laust fyrir þann bólusetta og heim- ili hans. Því er engin ástæða til að breyta um bólusetningaraðferð og taka þá litlu áhættu, sem fylgir notkun lifandi mænusóttarbóluefnis af ætt 3. Framtíðin Þegar era til beitt vopn í barátt- unni við mænusótt, tvenns konar bóluefni, sem hafa reynst vel. Framleiðsluaðferðimar era nú í nokkuð föstum skorðum, en nýjar koma sjálfsagt fram á næstu áram. Varasamt er þó að afleggja fram- leiðsluaðferðir, sem hafa reynst vel, fyrir nýjungar, sem hafa enga ótvíræða kosti hvað varðar gæði bóluefnisins. Það þarf einnig að vara sig á óæskilegum hliðarverk- unum, sem fram gætu komið með breyttum framleiðsluaðferðum, sem kannske era ódýrari í framkvæmd. Mænusóttarveirumar sjálfar geta auðvitað breyst, eins og aðrar lífverar í ríki náttúrannar. Þær hafa verið furðu staðfastar síðan farið var að rækta þær og fylgjast með þeim. Samt skaut nýtt afbrigði af ætt 3, sem greinilega er óróleg- asta ættin, upp kollinum í Finnlandi árið 1984 og olli nokkram lömun- um, m.a. í vel bólusettu fólki. Ekki er hægt að gera mikið til að koma í veg fyrir slíkt, ef ný afbrigði eru að byija sinn gang. Þetta finnska afbrigði hvarf, og hefur hvergi fundist síðan. Ef ný afbrigði mænu- sóttarveira ná að breiðast út, er hægur vandi að bæta þeim við í dauð bóluefni. Það tekur lengri tíma að veikla ný afbrigði og gera úr þeim nothæft lifandi bóluefni. Við skulum vona, að mænusótt- arveirar verði áfram staðfastar og láti undan síga í útrýmingarherferð- inni, sem á að ljúka fyrir árið 2000. Gleymum ekki, að þeim er haldið frá landinu með reglubundnum bólusetningum. Höfundur er prófessor. hættir álits á tónleikunum, flytjendum og hvað þeim fyndist um það ef Pólý- fónkórinn hætti. Móses Aðalsteinsson sagði að tónleikamir væru stórkostlegir, og yrðu sjálfsagt enn betri eftir hlé. „Þetta er frábær kór, það þarf ekki að taka það fram. Ef kórinn hættir verður það reiðarslag. Tónlistin sem hann flytur og hljómgæðin era al- veg einstök.M Undir þessi orð tóku þær Ingi- björg Gunnarsdóttir og Ástríður Gunnarsdóttir, og sögðu að það sem Ingólfur Guðbrandsson hefði gert fyrir tónlist á íslandi væri ómetanlegt, því hann hefði kennt íslendingum að hlusta á tónlist. „Ef útvarpið hefði staðið sig jafnvel og Ingólfur _ væri tónlistarmenning önnur á íslandi, en við eram bara heppin að vera uppi á sama tíma og þessi snillingur. En það kemur ekki til greina að kórinn hætti, og ef Ingólfur lætur af stjóm, þá verð- ur hreinlega annað „séní“ upp að rísa." Kristinn Michaelsen: „Aðdáunar- vert að kórfélagar skuli gera þetta eingöngu ánægjunnar vegna.“ Kristinn Micliaelsen sagði tón- leikana frábæra og það væri að- dáunarvert að kórfélagar skyldu gera þetta eingöngu ánægjunnar vegna. Það væri grábölvað £ið hugsa til þess ef kórinn hætti. Ingólfur væri burðarásinn og ef hann drægi sig í hlé þyrfti hörkumann til að Guðrún Kjartansdóttir: „Viss hefð áratugum saman að hlýða á þennan firábæra kór.“ taka við af honum. „Tónleikamir era mjög skemmti- legir, enda mörg þekkt verk sem ánægja er á að hlýða," sagði Guð- rún Kjartansdóttir. „Mér þætti það ómögulegt ef kórinn hætti, því hver á að koma í staðinn? Það hef- ur verið viss hefð áratugum saman Morgunblaðið/SverrirVilhelmsson „Voldugur kór sem sjónarsviptir verður að.“ Sigurður Þór Ásgeirsson og Ólöf Rún Skúladóttir. að hlýða á þennan frábæra kór og ég mundi sakna hans mikið. Ann- ars á ég ekki von á að hann hætti, þótt kannski verði einhveijar breyt- ingar gerðar." Sigurður Þór Ásgeirsson og ólöf Rún Skúladóttir voru ánægð með tónleikana og fannst kórinn mjög góður. Sigurður sagðist nú ekki sækja mikið tónleika af þessu tagi, en því væri ekki að neita að hann hefði hrifist í kvöld. „Þetta er voldugur kór og það verður sjón- arsviptir að honum, það er að segja ef hann hættir, en það á eftir að koma í Ijós."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.