Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Hamlet í nýjum fötum frá saumastofu Kjartans eftirHalldór Þorsteinsson Að dómi leikstjórans virðast ný föt ekki aðeins krefjast nýrrar um- gjörðar og nýrrar leikmyndar held- ur líka algjörrar umbyltingar á leik- sviði. í því skyni er pallur lagður út í miðjan sal og áhorfendur sitja ýmist sitt hvoru megin við hann eða við enda hans eða þá uppi á svöl- um. Hásætið er á norðurvegg undir rjáfur og má með sanni segja að það sé meiriháttar hásæti, en gall- inn er bara sá að áhorfendur, sem sitja undir því, eiga engan kost á að fylgjast með svipbrigðum kon- ungshjónanna og látbragði, og er þetta einkum bagalegt á leiksýn- ingu farandleikaranna. Sjónarhom „norðanmanna", þ.e.a.s. þeirra leik- húsgesta sem eru svo óheppnir að sitja undir norðurveggnum, er því ákaflega skert. Hér sitja menn því ekki við sama borð. Eiga ekki allir heimtingu að sjá það sem fram fer á leiksviði? Þetta er bara eitt lítið dæmi um árangurinn af þessu ÁRA ÁBYRG jyx 4HKLIG4RDUR „frumlega" brambolti. Kjartan Ragnarsson hyggst ryðja nýja braut í túlkun sinni á Hamlet og uppfærslu á þeirri hæpnu for- sendu, að íslenzkir áhorfendur séu fyrir löngu búnir að fá sig fullsadda á því að borða alltaf sama grautinn í sömu skál eða með öðrum orðum, að þramma stöðugt áfram eftir of- troðnum slóðum._ Hvemig getum við hér norður á íslandi verið orðin hundleið á „hefðbundnum" og „steinrunnum" leikmáta eða flutn- ingi á verkum Williams Shakespear- es, ef miðað er við þau fáu, já allt- of fáu skipti,_ sem þau hafa verið sviðsett hér. Óþarft er því með öllu að þurrka rykið af þessum „safn- gripum", sem Hallmari Sigurðssyni er svo tíðrætt um og sem skoðana- bróðir minn, Helgi Hálfdanarson, hefur þegar réttilega bent á í skeyti sínu til leikhússtjórans. Hér skal fúslega játað að ég ber litla sem enga virðingu fyrir þessum hrokafullu leikstjómm, sem telja nauðsynlegt að endurbæta verk Shakespeares og „færa þau til nú- tímans", en hvers vegna var skrefið þá ekki stigið.til fulls? Hefði ekki verið nútímalegra og eðlilegra að nota önnur vopn en gamaldags sverð? í beinu framhaldi af þessu væri ef til vill ekki úr vegi að vitna í orð Helga Hálfdanarsonar, eins og þau birtust í orðsendingu hans til Hallmars Sigurðssonar: „Sum skáldverk em kölluð sígild; en það merkir, að þau séu á hveijum tíma jafn-góð, jafn-ný og jafn-fersk og þau vom þann dag, sem þau urðu til. Verk Shakespeares hafa til skamms tíma verið kölluð sígild." Tilvitnun lýkur. William Shake- speare þarf því hvorki yngingar né endurhæfingar við. Hitt er svo ann- að mál hvort ekki sé fyrir löngu tímabært að yngja, aga og skóla til þessa „frumlegu" leikstjóra, sem ganga með þá grillu að þeir séu jafningjar Shakespeares, ef ekki betmngar hans. Sjálfstraust er hveijum lista- manni nauðsynlegt, það efast eng- inn um, en blint sjálfstraust getur hins vegar leitt menn út í gönur, út í fen óhæfu og smekkleysis og nægir í því sambandi að benda á drykkjusvall konungshjónanna, bað þeirra og gusugang, leiksýningu farandleikaranna, klámtungur Hamlets og konungsins og síðast en ekki sízt fikt Ófelíu í skauti sínu. Og allt kvað þetta vera gert til að gera sýninguna áhrifameiri, áhrifa- meiri en hvað með leyfí? Em verk Shakespears ekki nógu áhrifamikil í sjálfu sér? Er áhrifamáttur þeirra ef til vill farinn að dvína? Sjást menn ekki fyrir í frumleikafálmi sínu? Á nú að svipta áhorfendur þeirri ánægju að lesa á milli línanna? Þetta gerir reyndar hver maður á sinn hátt. Ég frábið mér allan lestur leikstjórans á milli lína. Ætlar hann sér virkilega þá dul að vera betur læs en allir aðrir og að hvaða marki er hann réttlæs? Það er ekkert við því að segja, að Kjartan Ragnarsson saumi föt á afkvæmi sín svo ög annarra höf- unda sem hann ræður við (leikgerð Ofvitans hans Þórbergs Þórðarson- ar var t.d. hreint afbragð), en hitt er auðsætt að það er hvorki á hans færi að sníða né sauma búninga á leikpersónur á borð við Hamlet, Óþelló, Makbeð eða Lé konung. Til þess skortir hann bæði fágun, mér liggur við að segja siðfágun, og Halldór Þorsteinsson „Hvernig-getum við hér norður á Islandi verið orðin hundleið á „hefð- bundnum“ og „stein- runnum“ leikmáta eða flutningi á verkum Williams Shakespeares, ef miðað er við þau fáu, já alltof fáu skipti, sem þau hafa verið sviðsett hér. Óþarft er því með öllu að þurrka rykið af þessum „safhgripum*1, sem Hallmari Sigurðs- syni er svo tíðrætt um og sem skoðanabróðir minn, Helgi Hálfdanar- son, hefiir þegar rétti- lega bent á í skeyti sínu til leikhússtjórans." ÞAB ER ALVEG SAMA HVE OFT ÞÚ OPNAR OSBY KÆLISKÁPANA FRÁ JOHAN RÖNNING, TURBO KERFIÐ SVIPTIR ÞEIM Á RÉTT KULDASTIG Á SVIPSTUNDU! Osby Turbo kælikerfin eru með því besta sem fyrirfinnst á markaðinum, enda eru Osby frysti og kæliskáparnir þekktir fyrir hina svokölluðu Turbo kælingu, sem á sér fáa líka. Þegar hurð- in hefur verið opin á kæliskápnum eru venjulegir skápar lengi að ná réttu stigi aftur. Þetta getur verið vandamál þar sem kæliskápurinn er opnaður oft á dag, t.d. hjá barnmörgum fjöl- skyldum. Turbo kælikerfið í Osby skápunum er sérstaklega hannað til þess að sjá viö þessum vanda. Osby Turbo kælikerfið er þrisvar sinnum fljótara að ná kuldastiginu í rétt horí en venjulegur kæliskápur, hve oft og mikið þú þarft að opna skápinn. Osby Turbo er, þar að auki með sjál- fvirka afþýðingu, myndar ekki klaka og heldur rafmagnseiðslunni í lágmarki. Betra getur það varla verið. Osby Turbo KNF 305-170 I. kælirými og 135 I. frystirými. Osby Turbo NF 305-305 I. frystirými. Osby Turbo FNF 2101-305 I. frystirými, en aðeins 140 cm hár. •I //á/r RONNING •//f// i heimilistæki KRINGLUNNI8-12/103 REYKJAVlK/SlMI (91 >685868 OsazísíA fagmennsku. Þess vegna myndi ég ráðleggja leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, Hallmari Sigurðssyni, að leita til annarrar saumastofu hyggist hann á frekari kynningu á verkum Shakespeares. Um frammistöðu leikenda skal ég vera fáorður. Leikur flestra er sléttur og felldur og má í því sam- bandi nefna Steindór Hjörleifsson, Eyvind Erlendsson og reyndar fleiri. Guðrún Ásmundsdóttir nýtur sín engan veginn vegna kórvillu mannsins síns og ákaflega hæpinna textastyttinga. (Þær eru nú kapít- uli út af fyrir sig.j Sigurður Karls- son gerir margt vel, já stórvel, eins og t.d. í bæninni. Ófelía Sigrúnar Bjömsdóttur er sönn og heilsteypt. Sálarkvalir þessarar ógæfumann- eskju verða henni ákaflega innlífar. Þröstur Leó Gunnarsson er að ýmsu leyti álitlegur Hamlet. Framganga hans er örugg, fas og hrejrfingar í góðu lagi. Bezt nýtur hann sín greinilega í háðsglósum og kerskni. Þótt hann fari býsna vel með ein- ræðuna frægu: Áð vera eða ekki vera, finnst mér hann engu að síður skorta þar dýpri skilning, innri glóð og sálarskjálfta, ef svo má að orði kveða. (Hér væri ef til vill forvitni- legt að skjóta því inn í, að aðalleik- arinn, Þröstur Leó Gunnarsson, lýsti því yfír í blaðaviðtali, að hann hefði ekki lesið snilldarverkið um Danaprins fyrr en hann fór að æfa það. Dálaglegur vitnisburður það um kennsluna í Leiklistarskóla ríkisins og svo um bókmenntaáhuga leikarans.) í einu dagblaðanna var haft eftir ónafngreindum leikhúsgesti eftir- farandi orð: „Ég hefði aldrei getað trúað því, að Shakespeare gæti verið svona spennandi." (Ekki skal ég ábyrgjast að þetta sé hundrað prósent orðrétt, en merkingu orð- anna hika ég ekki við að ábyrgj- ast.) Þeir sem þekkja Shakespeare vel vita betur. Þeir vita nefnilega að verk Shakespeares þurfa ekki á neinum „spennumögnurum" að halda á borð við Kjartan Ragnars- son. í fjórða atriði þriðja þáttar segir drottningin við Hamlet: „Sonur, þú hefur hneykslað föður þinn“ og hann svarar: „Móðir, þér hafið hneykslað föður minn.“ Nú vil ég gera þessi orð að mínum: „Kjartan, þú hefur hneykslað vini þína.“ Þar sem umræðumar og ritdeil- umar um sýninguna á Hamlet hafa farið fram á mjög vinsamlegan hátt, vil ég ekki verða til þess að víkja frá þeirri hefð og segi því að lokum við Kjartan: „Vinur er sá sem til vamms segir." Höfundur er forstöðumaður Mála- skóla Halldórs og fyrrverandi leikdómari. Sláturúrgangnr- inn í Sauúlauksdal: Ekkert at- hugavert -segir lramkvæmda- stjóri sauðfj árveikivarna KJARTAN Blöndal fram- kvæmdastjóri sauðfjárveiki- varna segir að af þeirra hálfu sé ekkert athugavert við að slát- urúrgangurinn frá sláturhúsinu á Patreksfirði hafi verið urðaður í Sauðlauksdal. Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að úrgangurinn hefði verið fluttur yfir sauðQárveikivarnargirðingu og urðaður f landi Landgræðsl- unnar í Sauðlauksdal. Þetta var gert án vitundar Landgræðsl- unnar. Kjartan Blöndal segir að á þeim stað sem úrgangurinn var urðaður sé ekki fé og því í lagi af þeirra hálfu að grafa hann á þessum stað. Hvað það varðar að úrgangurinn hafí verið fluttur yfír sauðfjárveiki- vamargirðingu segir Kjartan að mjög vel hafi verið gengið frá hon- um í alla staði og því sjái sauð- fjárveikivarnir ekki ástæðu til að gera athugasemd við þetta atriði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.