Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 44
44 I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Atvinnuástandið: Reykhólahreppur: Stöðnun einkenn- ir atvinnuástandið Miðhúsum, Reykhólasveit. ÞEGAR yfir heildina er litið virðist atvinnuástand all-þokkalegt, samkvæmt upplýsingum Reinhards Reynissonar sveitarstjóra, hins vegar hefur einkennt ástandið hér ákveðin stöðnun. Það er að engin ný fyrirtæki hafa komið til sögunnar. Hins vegar batnaði þetta ástand nokkuð með tilkomu dvalarheimilisins á Reykhólum og væri atvinnuleysi hjá konum meira og alvarlegra á þessu hausti ef þessi stofhun hefði ekki tekið til starfa. því að ungt I jafti fábreyttu atvinnuástandi í fámennu byggðarlagi sem hér má ekkert koma upp á. Ef eitthvað fyrirtæki gengur illa eða hættir störfum verður fólk að flytjast burtu. Þörungavinnslan virðist ganga betur í ár en í fyrra og vonast menn til að rekstur hennar verði nærri núllinu í ár. Aukið hlutafé vantar, en íbúar hér eru of margir nærri fátæktarmörkum, svo erfitt verður að efla þann þátt. Til greina kemur að selja útlend- ingum 40% í Þörungavinnslunni. Kaupfélag Króksfjarðar hefur staðið í jámum, undanfarin ár og þykir það gott á landsmælikvarða. Ákveðnar blikur eru á lofti hvað varðar ferðamannaþjónustuna í hreppnum, en hún hefur skapað mörg störf yfír sumarmánuðina. Landbúnaðurinn og ástandið hjá bændum hefur veruleg áhrif á það sem kalla má atvinnuástand. Um 40% ársverka hér eru í landbúnaði og margir bændur eru komnir yfír miðjan aldur og því erfítt að spá um framtíð margrajarða. Nokkurt jafnvægi er hér milli framboðs og eftirspumar, en atvinnuleysi hefur verið falið hér með fólk flyst í burtu. Sveinn Blönduós: Þeim konum sem unnu hjá Pólarpijóni hefiir gengið iila að fá vinnu eftir að rekstri var hætt. Skarð Pólarprjóns ófyllt Blönduósi. SEX voru skráðir atvinnulausir á bæjarskrifstofunni á Blönduósi í lok októbermánaðar en það er ljóst að a.m.k 10 til 15 manns bætast við þá tölu áður en langt um líður að sögn Sigríðar Friðriksdóttur, formanns Verkalýðsfélags Austur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða t flestum tilfellum konur á miðjum aldri sem störfuðu á sínum tima í Pólarpijóni hf. og hafa starfað við afleysingar í sumar. Sýnir það að það skarð sem Pólarpijón skilur eftir sig í atvinnusögu Blöndu- óss er ófyllt. ö INNLENT Guðsteinn Einarsson, kaupfé- lagsstjóri á Blönduósi, sagði að starfsmönnum í vélsmiðju hefði fækkað um 5 frá því í ágúst og ljóst að fækka þyrfti starfsfólki kaup- félagsins um sömu tölu. Guðsteinn sagði að ekki kæmi til uppsagna heldur yrði ekki ráðið í þau störf sem losna. Guðsteinn Ingimarsson taldi þetta vera afleiðingu efna- hagsstefnunnar í landinu og að verslun færi minnkandi. Nefndi hann sem dæmi að fyrir hveijar tíu miljónir sem veltan minnkaði þá fækkaði atvinnutækifærum í þess- ari grein um eitt. Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri taldi atvinnuástandið viðunandi samanborið við marga aðra staði á landinu en taldi jafnframt að verk- efni væru fá fyrir það fólk sem hefði unnið í sláturhúsinu í haust og við sumarafleysingar. Ófeigur gat þess einnig að staðan í útgerð og fískvinnslu væri tiltölulega góð en taldi þær lausnir sem ættu að rétta hag fyrirtækja í landinu vera eins og plástur á svöðusár, blóðið rennur áfram. Öll vinna við virkjun Blöndu liggur niðri í vetur og missa því um tíu manns vinnuna af þeim sökum, aðallega fólk úr sveitunum. Jón Sig. Mosfellsbær: Nýfyrir- tæki helja starfsemi Gott atvinnuástand er i Mosfellsbæ að sögn Páls Guð- jónssonar bæjarstjóra. Er nær óþekkt að þar sé fólk á atvinnuleysisskrá þrátt fyrir að fyrirtæki þar i bæ hafí orðið að draga saman seglin eða hætta starfsemi. Páll taldi ekki fyrirsjáanlega neina breytingu á þessu góða ástandi i náinni framtíð. Miklar byggingafram- kvæmdir eru nú í gangi í Mos- fellsbæ og taldi Páll að svo yrði áfram. Atvinnulífíð í bæn- um væri alveg komið í jafn- vægi eftir samdráttinn hjá Ála- fossi hf. og því að ísfugl hf. hætti úrvinnslu fuglakjöts. Hann sagði að nú væru ný fyrirtæki að heij'a starfsemi í bænum og með þeim sköpuðust ný og fjölbreyttari atvinnutæki- færi. Nefndi Páll sem dæmi trésmiðjuna Eski sem starfað hefur í Reykjavík en flytur í hluta Álafoss-húsanna eftir áramót. Stöðvarfjörður: Vinnslustöðvun til- kynnt í frystihúsinu Stöðvarfírði. STJÓRNENDUR Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar hf. tilkynntu í gær starfsfólki sínu vinnslustöðvun vegna hráefiiisskorts í ótiltekinn tíma frá og með næstu viku. Togarar fyrirtækisins sigla með aflann á Þýskalands- og Englandsmarkað. Hvammstangi: Næg húsakynni fyrir nýjan atvinnurekstur Hvammstanga. HELDUR bjartari tímar eru framundan í rækjuveiðum og vinnslu á Hvammstanga. Veiðar hófust fyrir skömmu og er kvótinn tvöfalt meiri en á síðasta ári. Aftur á móti er minnkandi vinna við úr- vinnslu landbúnaðarafurða. Um síðustu mánaðarmót voru 28 atvinnu- lausir, og fer fjölgandi á atvinnuleysisskrá, þar af 12 starfemenn saumastofiinnar.Á staðnum eru næg húsakynni fyrir nýjan atvinnu- rekstur, en rekstraróvissa og flármagnskostnaður heldur aftur af athafiiamönnum. Gerðir eru út frá Hvammstanga 3 bátar yfir 100 tonn, allir á úthafs- rækju. Fimm bátar munu stunda veiðar í Húnaflóa frá staðnum, sem er fjölgun um tvo frá síðustu vertíð. Vonir standa til að Meleyri hf. fái frysta rækju til vinnslu, aðflutta, til viðbótar við afla heimabáta. Netagerðarfyrirtæki var stofnað nýlega. Saumastofunni Drífu hf. hefur gengið erfiðlega með verkefni und- anfarið, vonir standa til að verkefni fáist hjá Fínull hf. Einnig er rætt um samstarf við önnur fyrirtæki í greininni, með sölu- og markaðs- mál. Ekki er fyrirhuguð vinna hjá sláturhúsunum að lokinni stórgripa- slátrun, sem nú er að hefjast. Hjá Mjólkursamlaginu er nokkur sam- dráttur og hefur störfum fækkað. Ostagerðin hefur dregist saman, þar sem ekki fæst, líkt og undanfar- in ár, mjólkurduft frá öðrum sam- lögum. framkvæmdir voru unnar af heima- mönnum. Brúarvinnuflokkur er gerður út héðan og skapar nokkra vinnu. „ , Karl Á undanfömum árum hefur nán- ast allt sauðfé í byggðarlaginu ver- ið skorið. Því má segja að land- búnaður sem atvinnugrein sé ekki lengur til, a.m.k. um stundarsakir þar sem ekki hefur verið farið út í neinar nýbúgreinar. Tveir skuttogarar eru gerðir út frá byggðarlaginu. Hefur rekstur þeirra gengið án stóráfalla. Er þess vænzt að með tilstilli Atvinnutrygg- ingasjóðs útflutningsgreina megi bæta það tjón, sem hallarekstur undangenginna mánaða hefur vald- ið. Með tilkomu nýrrar hafnar batn- aði mjög smábátastaða í byggðar- laginu. Þaðan eru nú gerðir út 12 til 16 opnir vélbátar og róa þeir allt árið. Stærsti atvinnurekandinn, Hrað- frystihús Stöðvarfjarðar, rekur auk tveggja skuttogara ffystihús, salt- fískverkun, sfldarsöltun og harð- fískverkun. Að undanfömu hefur frekar vantað fólk en hitt. Þó starfa fáir útlendingar eða aðkomumenn á Stöðvarfirði að jafnaði. Afleiðing- ar eldsvoða í sfldarsöltun 22. októ- ber sl. hafa ekki haft í för með sér atvinnuleysi. Undanfarin misseri hafa engir verið skráðir atvinnu- lausir í byggðarlaginu utan vörubif- reiðastjórar — þó tímabundið. Færabakur hf. rekur saltfisk- verkun og vinnur afla flestra smá- báta, sem út em gerðir frá Stöðvar- fírði. Fyrirtækið stendur nokkuð traustum fótum og veitir 10 til 20 manns tryga atvinnu. Fyrirhugað var að fara af stað með laxeldi í sjókvíum sl. sumar. Nú er sýnt að það verður ekki fyrr en næsta vor. . Steinar Hrísey: Kvíði í fólki yf- ir hráefhisleysi Akureyri. EKKERT atvinnuleysi er í Hrísey þessa dagana og hefiir enginn verið á atvinnuleysisskrá í eynni síðan um síðustu áramót. „Atvinnu- lífið gengur ágætlega og á ég þá eingöngu við sjávarútveginn. Menn eru ekki á atvinnuleysisskrá nema rétt um áramótin þegar kvóti er uppurinn og menn að búa sig undir næsta ár,“ sagði Guðjón Björns- son sveitarstjóri. Unnið var í sumar við Hvamms- tangahöfn. Einnig var Hvamms- tangavegur endurbyggður frá Norðúrbraut, þjóðvegi nr. 1. Þessar Atvinnuástand gott á Tálknafirði Tálknafirði. Atvinnuástand hér er gott og hefur verið það sl. 20 ár, eins og best sést á þvi að hér starfa nú 25—30 útiendingar, flest Svfar, við fiskvinnsluna. Hraðffystihús Tálknafíarðar hf. gerir út togarann Tálknfirðing og Þórsberg hf. gerir út tvo línubáta, Maríu Júlí og Mána, sem fyrirtæk- ið hefur nýlega fest kaup á. Einnig keypti íshaf sf. hingað dragnóta- bátinn Haföm nú í sumar, auk þess sem smábátum fer sífellt flölg- andi. Laxeldi er einnig í ömm vexti hér og em starfræktar 4 laxeldis- stöðvar, áætlaður útflutningur í ár er eitthvað yfír 100 tonn. Framkvæmdir á vegum sveitar- félagsins hafa einnig verið miklar og nú er verið að byggja 2 kaup- leiguíbúðir af 8 sem reistar verða hér á næstunni. Af framansögðu er ljóst að eng- inn uppgjafarhugur er í mönnum hér, en sami vandi blasir við hér og annars staðar, þ.e. hinn alkunni „vaxtavandi" sem flestum er kunn- ugt um. - JOÐBÉ íbúafjöldi í Hrísey er tæplega 300 manns. Nýlega var gamla Snæfellið EA selt úr landi og nýr frystitogari keyptur í staðinn. Guðjón sagði að það væri misjafnt hljóðið í Hrísey- ingum þessa dagana. Óneitanlega væri kvíði í fólki yfir aflaleysi þar sem Snæfellið væri nú gert út sem frystitogari og kæmi þar af leiðandi ekki með afla sinn reglulega til Hríseyjar. Hinsvegar færi atvinnu- ástand næstu mánaða eftir því hversu duglegir menn væm í því að afla sér fískjar. Meginþorri íbú- anna starfar við fískvinnslu eða um 70%. „Ef frystihúsinu tekst að ná í hráefni, þá bjargast þetta líklega og því má líta á að nýi togarinn sé aðeins viðbót við það sem fyrir er og vinnan heldur áfram í landi. Vegna minkandi kvóta verður að huga að öðm. I því sambandi dett- ur mér einna helst í hug fískeldi í Hrísey. Töluvert magn af 80 gráðu heitu vatni fannst í eynni í fyrra sem við höfum nú virkjað vel og í vetur ætlar sveitarfélagið að kanna frekari möguleika á heita vatninu," sagði Guðjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.