Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 50 Lili Tomlin, Bette Midler, Bette Midler og I.ili Tomlin í hlutverkum sinum í kvikmyndinni „Stórviðskipti" sem sýnd er í Bióhöllinni. „Stórviðskipti“ tekin til * sýninga í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Stórviðskipti" með Bette Midler og Lili Tomlin í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jim Abraham. Myndin ijallar um tvennar tvíburasystur, Sadie og Rose Shel- ton og Sadie og Rose Ratciiff. Sadie Shelton starfrækir fyrirtæki föður síns og er um það bil að selja það í hendur manni sem muni stefna atvinnuöryggi og lífríki á staðnum í voða. Sadie Ratcliff grípur þá til sinna ráða og mætir á fiind þann sem taka á til meðferðar hvort selja eigi fyrirtækið eða ekki. í fréttatil- kynningu frá kvikmyndahúsinu segir: „Þótt peningar séu af skom- um skammti, tekst þeim systrum að komast á leiðarenda, en þá hefst atburðarás, sem ekki er gerlegt að lýsa svo sem vert væri. Er því bara að bíða þess sem á tjaldinu birtist." .Bikarmót Taflfélags- ins hefst á sunnudag BIKARMÓT Taflfélags Reykjavikur hefst á sunnudag- inn, 14. nóvember, kl. 14. Mótið er opið öllum og er teflt í félags- heimili T.R. að Grensásvegi. Keppnin er með útsláttarfyrir- komulagi og falla keppendur út eftir 5 töp. Umhugsunartími er 30 mínútur á hvom keppenda. Teflt verður á sunnudögum og miðviku- dögum. Núverandi bikarmeistari T.R. er Dan Hanson en fiá því að þessi keppni hófst 1965 hefur Jóhann Hjartarson oftast borið sigur úr býtum eða þrívegis. QLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM 74. SÍMI606220. í KVÖLD: ALLT UPPPANTAÐ ■ ÍMAT SUNNUDAGUR: Gömlu dansarnir með hljómsveit JÓNS SIGURÐS- SONAR ásamt söngkonunni HJÖRDÍSIGEIRS. Opiðfrákl. 21-01. Snyrti/egur klæðnaður - Rúllugjald kr. 600,- - Staður hinna dansglöðu - FÉLAGSSTARF FRÍMERKJASAFNARA Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Um þessar mundir er vetrarstarf hinna ýmsu félaga og klúbba frímerkjasafnara komið í nokkuð fastar skorður. Ég mun smám saman leita eftir hinu helzta um starf félaganna hjá stjómarmönn- um, enda á ég von á, að áhuga- mönnum um frímerki finnist nokkur fengur í einhverri frásögn af því, sem gerist í einstökum félögum. Að þessu sinni verður örlítið sagt ftá starfí þeirra félaga, sem starfa hér á Reykjavíkursvæðinu, en vonandi koma svo fréttir af þeim fáu félögum frímerkjasafn- ara, sem em úti á landsbyggð- inni, í næsta þætti. Félag frímerkj asafnara hefur aðsetur að Síðumúla 17. Þetta félag er orðið snar þáttur í lífi frímerkjasafnara, enda orðið rúm- lega þrítugt. Formaður félagsins er Benedikt Antonsson. Hefur hann látið mér í té ýmsar upplýs- ingar um starfsemi þess. Herbergi félagsins er opið á fimmtudögum kl. 20-22 og svo á laugardögum ftá kl. 14-17. Yfírieitt munu fáir koma í Síðumúlann á fimmtudög- um, en á laugardögum er aðsókn mjög góð og hefur farið vaxandi á liðnum vetrum. Þar koma menn ekki einungis saman til þess að skiptast á frímerkjum, stimplum, umslögum o.s.frv., heldur einnig til þess að ræða um hugðarefni sín og bæði sækja og miðla ftæðslu til annarra. Rétt er hér að benda lesendum þessara frímerkjapistla á, að þar má fá margs konar upplýsingar um frímerki og annað, sem þau varð- ar. Hef ég líka orðið var við, að á laugardögum koma ýmsir í her- bergi félagsins til þess að leita þar fróðleiks um frímerki og söfn- un þeirra, þótt þeir séu ekki félag- ar í FF. Þetta skyldu þeir athuga, sem á þurfa að halda. Þá eru félagsfundir í FF síðasta fimmtudag hvers mánaðar og yfirleitt mjög vel sóttir. Verður næsti fundur haldinn 25. þ.m. í Síðumúla 17. Reynt er að lífga upp á þessa fundi með sérstöku fundarefni. Eru þá oft fluttir fyrir- lestrar um frímerki og söfnun þeirra, og segja fyrirlesarar frá reynslu sinni í þeim efnum. Oftast er framsetning þessa efnis í létt- um dúr og þannig rabbað um það, að sem flestir geti notið þess og að sjálfsögðu gert margvís- legar fyrirspumir til ræðumanns. Hef ég ekki orðið annars var en fundarmenn hafi sýnt þessu mik- inn áhuga, enda virðist mér fund- arsókn hafa aukizt verulega á þessu ári. Núverandi stjóm er líka mjög samhent í starfí sínu og hefur bryddað upp á ýmsum nýj- ungum í félagsstarfinu. Slíkt er vitaskuld nauðsynlegt til þess að halda áhuga safnara vakandi og tengja þá um leið sem bezt saman í söftiun sinni. Eftir umræður silja menn svo og skoða frímerki og yfirleitt allt, sem þeim tengist og fletta verðlistum, og rabba saman yfir kaffibolla. Þá er það orðinn fastur liður f starfi FF að halda sérstakan jólafund, þar sem safn- arar koma saman og oftast með mökum sínum. Sljómin undirbýr jólafundina sérlega vel, enda er þar margt gert sér til gamans. Ég get sjálfur dæmt um það, að þessir fundir hafa ævinlega tekizt mjög vel og það svo, að margur félagsmaður vill ekki af þeim missa Næsti jólafundur FF verð- ur haldinn föstudaginn 9. des. nk. í sal Landssambandsins, og leyfi ég mér að minna félagsmenn á hann, enda þótt þess gerist tæp- lega þörf. Um þessar mundir eru félagar FF rúmlega 300, og em sumir þeirra búsettir úti á landi og jafnvel erlendis. Þá er FF farið af stað með leið- beiningarstarf fyrir unglinga í Arbæjarskóla, og sér Guðni F. Gunnarsson, sem er einn stjómar- manna, um þennan þátt í starfi félagsins. Þá leiðbeinir Guðni unglingum einnig á laugardögum í herbeigi félagsins. Annað félag hefur starfað hér í Reykjavík í nokkur ár. Er það Klúbbur Skandinavíusafnara. Starfsvettvangur hans er aðallega í Breiðholtshverfum, enda em fundir hans haldnir í félagsmið- stöðinni í Gerðubergi, venjulegast fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Hóf hann starf sitt á þessu hausti í september. Félagsmenn munu vera eitthvað milli 50 og 60. Ungl- ingastarf er á vegum klúbbsins í Ölduselsskóla. Formaður klúbbs- ins, Sigtryggur R. Eyþórsson, hefur tjáð mér, að undirbúningur undir ftímerlg'asýningu, ÍSFÍL, sé hafínn, en hún verður í tengslum við næsta þing Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara í apríl á næsta ári, sem haldið verður í boði klúbbsins. Ný útgáfunefnd Póst- o g símamálastofnunarinnar Á þessu hausti var skipuð af fyrrv. samgöngumálaráðherra ný nefnd til að sjá um útgáfu frímerkja fyrir Póst- og símamála- stofnunina næstu flögur árin. í henni eiga sæti Ólaftir Tómasson, póst- og símamálastjóri, Guð- mundur Bjömsson, aðstoðarpóst- og símamálastjórí, Rafn Júlíus- son, póstmálaftilltrúi, og Kristín Matthíasdóttir, útibússijóri. Öll eru þau á vegum póststjómarinn- ar. Að auki eiga svo sæti í nefnd- inni Hálfdan Helgason og Þór Þorsteins fyrir hönd frímerkja- safnara. Loks var skipaður í nefndina Magnús Pálsson, starfs: maður í Iðnaðarbanka íslands. í síðustu útgáfunefnd sátu fimm menn, svo að ráðherra hefur hér bætt tveimur mönnum við. Þar sem ég átti sæti í fyrri nefiid, þekki ég vel til þeirra starfa, sem þar verður að inna af hendi, og veit vel, að þau em ekki alltaf auðveld né þakklát. Ég vænti mikils af hinni nýju útgáfunefnd og óska henni velfamaðar í störf- um sínum. Falsaðir stimplar Magni R. Magnússon hefur vakið athygli mína á flugfrímerkj- unum frá 1930, sem boðin vora upp í fyrradag hjá dönsku upp- boðsfyrirtæki, sem nefnist A-Z. Eru þessi merki stimpluð með Reykjavíkur-stimpli, sem eftir myndum að dæma er falsaður, sbr. meðfylgjandi mynd. Þessi stimpill sést einnig greinilega á myndum af nokkram þjónustufr- ímerkjum úr Alþingishátíðarse- ríunni 1930. Samkv. uppboðslista var öll þessi sería boðin upp stimp- luð, og er næsta líklegt, að þar hafi sami stimpill verið notaður. Sjálfsagt er að geta hér um þessa ábendingu Magna og vara frí- merkjasafnara um leið við að gera boð í stimpluð frímerki án þess að kanna vel stimplana, sem á þeim era, ef þau era dýrari stimpl- uð en óstimpluð. Ljóst er af þessu dæmi, að sízt er vanþörf á þessu og það jafnvel á ekki óalgengari merkjum en þessum. Rétt er að taka það fram, að sökum rúmleysis í blaðinu reynist nauðsynlegt að stytta frímerkja- þættina nokkuð frá því, sem verið hefur. Má þess vegna vera, að þeir verði í staðinn oftar í blaðinu en hálfsmánaðarlega ef ástæða þykir til. Fyrirlestur um dulspeki í daglegn lífi FYRIRLESTUR og námskeið verður haldið í dag, laugardag, I Bolholti 4 sem nefhist „Dulspeki í daglegu lífi“. Þar verður leit- ast við að svara ofangreindum spurningum og fjallað um mögu- leika á birtingu þessara hæfileika. Fyrirlesturinn endar að lok- um á „Hóphuglækningu“. Fyrirlesari og leiðbeinandi verð- ur Leifur Leopoldsson. Hann hefur verið einn helsti talsmaður fyrir viðurkenningu á tilverarétti fólks með svokallað yfirskilvitlega hæfi- leika. Leifur stýrði m.a. einni stærstu hóphuglækningu sem haldin hefur verið hér á landi á mótinu Snæfellsás 88 eftir að hafa lokið 36 daga göngu yfir hálendi íslands. Leifur tekur við pöntunum í einkatíma að fyrirlestrinum lokn- um. Námskeiðið stendur kl. 13.00— 18.00. Nánari upplýsingar fást hjá Þrídrangi. Allir era velkomnir. (Fréttatilkynning) BINGO! Hefst kl. 13.30 Aðalvinninqur að verðmæti ________100 þús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um 300 þús. kr. TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.