Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 59
59 Bsn Johnson með gullverðlaunin í Seoul. Svo gæti farið að hann mætti Carl Lewis að nýju. ÍÞRÚmR FOLK ■ SVO gæti farið að Carl Lew- is og Ben Johnson maettust að nýju á hlaupabrautinni. Umboðs- maður Carl Lewis sagðist í gær hafa fengið tilboð frá rágjöfum Ben Johnson og hann væri- að athuga málið. Johnson var sem kunnugt er dæmdur í tveggja ára keppnis- bann vegna lyijatöku á Ólympíu- leikunum. „Þetta snýst ekki bara um peninga," sagði Joe Douglas, umboðsmaður Lewis. „En það þarf miklu meira en bara samþykki Ben og Carl til að af þessu geti orðið,“ sagði Douglas. H LEIKMENN sem gera sér upp meiðsli eiga ekki von á góðu. Alþjóða knattspymusambandið, PIFA, hefur nefnilega ákveðið að taka upp strangari refsingar við því þegar leikmenn gera sér upp meiðsli í þeim tilgangi að tefja eða láta líta ót fyrir að brotin séu alvarlegri. Harry Cavan, varaforseti FIFA, segir að dómarar þurfí að geta séð muninn á alvarlegum meiðslum og „platmeiðslum.“ Þegar ljóst þykir að leikmaður sé að gera sér upp meiðsli skal hann fá gult spjald og rautt ef. hann gerir það aftur. ■ SVISSNESKA liðið Neuchat- el Xamax hefur sent UEFA kæra vegna leiks liðsins gegn Galatasary Istanbúl í Evrópukeppni meistara- liða i knattspymu. Xamax sigraði í fyrri leiknum, 3:0, en tapaði þeim síðari 0:5. Forráðamenn Xamax segja að á meðan á leiknum stóð hafí flugeldum rignt yfír völlinn og einn þeirra hafí lent á varamannin- um Adrian Kunz þegar hann var að hita upp. Þá hefur liðið mót- mælt slæmu broti á markverðinum, Joel Corminboeuf þegar staðan var 0:2. Corminboeuf meiddist og fékk á sig þijú mörk á skömmum tíma eftir það. Loks segja forráða- menn Xamax að ieikmenn liðsins hafí lítið sem ekkert getað sofíð kvöldið fyrir leikinn vegna hávaða fyrir utan hótelið. UEFA hefur þegar sektað Galatasary um 600.000 ísl. kr. vegna óláta áhorf- enda. ■ JOHN Fashanu, leikmaður Wimbeldon hefur verið kærður fyrir að efna til slagsmála í leik liðs- ins gegn Manchester United í deildarbikarkeppninni. Eftir leikinn var Viv Anderson, leikmaður Manchester United sleginn og þurfti að sauma þrjú spor í andlit hans. Anderson mun þó líklega leika með United um helgina gegn Derby. ■ KELVIN Giles einn besti þjálfari Ástralíu heldur því fram að fjórðungur af 29 íþróttamönnum Ástrala sem kepptu á ólympíuleik- unum í Seoul hafí tekið ólögleg lyf. Giles sagðist þekkja þessi mál, enda hafi hann unnið við fijálsí- þrótta þjálfun í 15 ár. Hann var einnig harðorður i garð ástralska | íþróttayfirvalda, en hann telur að 'p þeim hafí ekki tekist að koma í veg fyrir lyfjanotkun í íþróttum. MORGUNBLAÐBÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 KNATTSPYRNA Atli til Old Boys í Basel? ATLI Eðvaldsson skrifaði undir samning við knattspyrnuliðið Old Boys frá Basel í Sviss á fimmtudaginn. Frá þessu var greint í svissneska dagblaðinu Basler Zeitung i gœr. Ífrétt blaðsins er sagt að Atli byiji að spila með félaginu 20. nóvember og að samningur hans gildi út leiktímabilið eða til 30. júní 1989. Atli er fjórði Anna Bjamadóttir skrifar fráSviss erlendi leikmaður- inn sem Old Boys kaupir. Liðið er í fímmta sæti 2. deildar með 19 stig. Basel er í efsta sæti með 27 stig. Basler Zeitung segir að reynsla Atla úr yfir 100 leikjum í vestur- þýsku úrvalsdeildinni og fjölmörg- um landsleikjum eigi að hjálpa Old Boys að komast í toppbaráttuna. Atli Eðvaldsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri ekki búinn ganga frá neinum samn- ingi við Old Boys. „Forráðamenn svissneska liðsins hafa verið í sam- bandi við umboðsmann minn, en ég hef ekki skrifað undir neitt og það er ekkert ákveðið hvort eða hvert ég fer,“ sagði Atli. Atli er nú í V-Þýskalandi og hef- ur verið orðaður við ýmis lið. Hann lék sem kunnugt er með Val í sum- ar og flest bendir til þess að Hlíða- renda liðið verði án krafta hans næsta sumar. KNATTSPYRNA / DANMORK „Mjög sterkur og snöggur" - segir formaður Bröndby um Amljót Davíðsson ARNLJÓTUR Davíðsson er nú kominn heim frá Danmörku eftir aö hafa œft með 1. deild- arliöinu Bröndby í knatt- spyrnu. Hann stóö sig mjög vel og forráöamönnum Bröndby leist vel á hann. í danska dagblaðinu Jótlands Póstinum Ifkti formaður Bröndby honum víö danska landsliðsmanninn Claus Niel- sen og sagðist viija fá Arnljót til Bröndby. Hann líkist Nielsen en er þó betri að því leyti að hann er mjög sterkur og snöggur," sagði Per Bjerregaard, formaður Brönd- by í viðtali við Jótlands Póstinn. „Hann hefúr komið mjög vel fyr- ir, jafnt sem leikmaður og per- sóna,“ sagði Bjerregaard. í blaðinu var sagt að Bröndby hefði boðið honum samning og var reiknað með að gengið yrði frá honum fljótlega. Atll Eðvaldsson er á leið til Old Boys í Basel ef marka má svissnesk dagblöð. HANDKNATTLEIKUR / SJONVARP „Gjafaboði“ hafnað Sjónvarpsdeilur halda áfram. Semur HSÍ við báða aðila? DEILUR um sjónvarpsréttinn af leikjum í 1. deildinni í hand- knattleik halda áfram þrátt fyr- ir að Samtök 1. deildar félaga hafi gengið frá samningi við Stöð 2. í gœr bauð Stöð 2 Ríkis- sjónvarpinu aðtengjast út- sendingum Stöðvar 2 f vetur, Ríkissjónvarpinu að kostnaðar- lausu. Þessu tilboði hafnaði Ríkissjónvarpið en í dag hefur verið boðaður fundur með HSÍ og fulltrúum sjónvarstöðvanna tveggja. ón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, sendi Markúsi Emi Antonssyni bréf þar sem hann sagði að íslenska sjónvarpssfélagið væri reiðubúið að heimila RÚV að tengjast sendingum Stöðvar 2. „Ef Ríkissjónvarpið fellst á tillögu þessa — er Stöð 2 reiðubúin til að greiða kostnað vegna útsendinga þess- ara,“ segir í niðurlagi bréfsins. Markús Öm Antonsson, útvarps- stjóri, svaraði bréfínu í gær og sagði að boðaður hafí verið fundur á J6n Óttar Ragnarsson: Býður RÚV ókeypis afnot af sýningum Stöðvar 2. morgun [í dag] um samningana. „ . . . sem Stöð 2 telur sig hafa samið um við 1. deildar liðin sl. miðvikudag." í bréfínu segir einnig: „Ríkisútvarpið semur beint og milli- liðalaust við viðkomandi íþrótta- félög eða íþróttasambönd um sýn- ingarrétt á íþróttaviðburðum . . . .“ og „Ríkisútvarpið mun ekki viður- kenna Stöð 2 sem heildverzlun fyr- ir íslenzkt íþróttaefni þó að um gjafatilboð sé að ræða í þetta sinn . . ." Loks segir að tilboð Ríkissjónvarpsins, um að báðum sjónvarpsstöðvunum yrði tryggður réttur til sýninga, standi enn. HSÍaðsemja? HSÍ sendi í gær frá sér bréf þar sem segir að framkvæmdastjórn HSI muni beita sér fyrir endurskoð- un samningsins með það í huga að báðar Stöðvamar fái að sýna frá leikjum í deildinni í vetur. í dag hefur verið boðaður fundur með HSÍ og fulltrúm sjónvarpstöðv- anna. Enginn fulltrúi hefur verið boðaður frá Samfökum 1. deildar Markús Örn Antonsson: „Rfkisútvarpið semur milliliðalaust." Hafnar tilboði Stöðvar 2. félaga en samningsréttur er í þeirra höndum. í 10. grein reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót segir. „Stjórn HSÍ skal semja um útsend- ingarrétt ftá leikjum landsliða. „Samtök fyrstudeildarfélaga skulu sjá um samninga fyrir 1. deild karla og kvenna. Um bikar: keppni og aðrar deildir skal HSÍ semja í samráði við félögin í þeim deildum sem um ræðir.“ í þessari grein er ótvírætt kveðið á um að Samtök 1. deildarfélaga skuli sjá um samningagerð í 1. deild en ekki HSÍ. Því getur HSÍ ekki, samkvæmt lögum sambandsins, tekið fram fyrir hendumar á Sam- tökum fyrstu deilar félaga hvað varðar 1. deild. Hinsvegar getur HSÍ samið um bikarkeppnina og landsleiki. Það er því ekki annað að sjá að samningurinn sem Stöð 2 gerði við Samtök 1. deiidar félaga standi enn og að Stöð 2 hafi einkarétt að sýn- ingum frá 1. deildinni í handknatt- leik í vetur. J6n Hjaltalin Magnússon: Vill semja við báðar stöðvar án þess að hafa samningsrétt. ÍÞféfíR FOLK ■ LIAM O’Briao var í gær seld- ur frá Manchester United til New- castle fyrir 100.000 pund. Hann hefur verið í rúm tvö ár hjá United ■■■■■■H og var valinn maður FráBob leiksins er liðið Hennessy mætti Aston Villa ÍEnglandi um síðustu helgi. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, var ekki lengi að fínna nýjan mann því hann keypti Ralph Milne frá Bristol City fyrir 170.000 pund. Milne lék um 200 leiki fyrir Dundee United. Þaðan fór hann til Charlton sem seldi hann í fyrra til Bristol City. ■ JAVIAR Clemente, þjálfari spænska iiðsins Espanol mun fylgj- ast með leik Charlton og Everton í dag. Hann hefur áhuga á Steve MacKenzie sem leikur í liði Charl- ton. ■ IAN Rush leikur ekki með Liverpool gegn Millwall í dag vegna meiðsia. Þá er óvist hvort John Barnes verði með af sömu ástæðu. ■ TVEIR leikmenn írska lands- liðsins missa af leik liðsins gegn Spánveijum í næstu viku í Evrópu- keppninni. Kevin Sheedy frá Ever- ton og Chris Hughton frá Totten- ham era meiddir og fara þvf ekki með til Spánar. I LIVERPOOL og Arsenal mætast í þriðja leik sínum í deildar- bikamum á miðvikudaginn. Áætlað er að þessir þrir leikir færi liðunum um eina milljón punda í hagnað sem skiptist jafnt á milli liðanna tveggja. Þriðjungur þessarra upphæðar kemur frá áhorfendum en afgang- urinn er fyrir auglýsingar og sjón- varpsrétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.