Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Aldagamalt skrautblóm Chrysanthemum x morifolium í þetta sinn skal vikið að skraut- jurtinni Chrysanthemum x morifol- ium, sem ýmist hefur verð nefnd prestakragi eða tryggðarblóm á íslensku. Þessi nðfn hafa þó ekki náð að festast í daglegu máli, en í stað þeirra nota flestir heitið krýsi. Aðrir nefna jurtina krysant- ema en bæði nöfnin eru afbökun á fræðiheiti ættkvíslarinnar, orðinu Chrysanthemum, sem reyndar merkir gullblóm. Annars hefur ættkvíslin sem slík verið nefnd prestaSfill á íslensku. Orðin gull- kragi eða guUfifiU færu þó mun betur. Krýsi er fjölær merkisjurt, sem telst til hinnar voldugu kröfu- blómaættar, en hún er næst stærst allra ætta í gróðurriki jarðar. Ætt- emi krýsans leynir sér ekki á blóm- skipan jurtarinnar, körfunni, sem er með mörgum legglausum blóm- um er sitja þétt saman. Talið er að krýsi eigi átthaga sína að rekja til Kína, en þar er vitað að jurtin hafi verið í uppá- haldi sem haustblómstrandi skraut- jurt fyrir a.m.k. rösklega 2500 árum. Sumir segja þó, að bæta megi 300-400 árum hér við. Frá Kína barst krýsi snemma til Jap- ans. Þar náði blómið smám saman að njóta svo mikils dálætis og hyll- is að það varð þjóðarblóm og gert að keisaralegu merki. Einnig tákn- ar mynd Kiku-heiðursmerkisins krýsablóm, en það er virðulegasta orða Japana. Þeir nefna krýsa kiku. Krýsi festi fyrst rætur í Evrópu fyrir nærfellt 200 árum (1789), eftir nokkrar misheppnaðar til- raunir sem á undan höfðu gengið með flutning hans. En mjög fljót- lega var farið að fást við kynbætur jurtarinnar sem á skömmum tíma skiluðu undraverðum árangri, bæði varðandi form og stærð blóma og ekki minnst litbrigði þeirra. Sumt garðáhugafólk og blómaunnendur létu ekki á sér standa, að reyna þær nýjungar, sem bomar voru á borð. Margt af því var samt full viðkvæmt og of síðblómga, til þess að fullkomlega væri hægt að njóta þess í görðum, en þetta breyttist þegar gróðurskálar komu til sög- unnar. Garðyrkjubændur gripu strax til ræktunar krýsa, sem með tímanum varð megin haustblómið til afskurðar í gróðurhúsum þeirra. Þegar rannsóknir höfðu leitt í ljós áhrif daglengdar á vöxt og blómg- un krýsa, en hann er skammbirtu- planta, sem þroskar ekki blóm nema órofið myrkur sé IOV2 klst. á sólarhring, hófu blómaframleið- endur að rækta krýsa allt árið um kring, ekki aðeins til afskurðar, heldur einnig sem pottablóm. Árleg framleiðsla er nú fáheyrð að vöxt- um, og krýsi er annað mikilvæg- asta blómið, á eftir rósum, sem blómaræktendur leggja stund á. Þessum vinsældum krýsa veldur í fyrsta lagi afar mikil íjölbreytni í formi „blóma“, lögun þeirra og stærð, auk einstakra litablæbrigða. í öðru er um að ræða óvenjulega endingu blóma, en sem afskorin geta þau haldið sér allt upp undir 3 vikur, sé þess gætt, að huga vel að þeim. Til viðbótar er krýsi blað- fagur. Til þess að njóta afskorins krýsa sem lengst, þarf að hafa eftirfar- andi atriði í huga, sem reyndar á við um öll afskorin blóm: Að hreinsa blómavasa mjög vel úr sápulegi eða bleikiklórlegi. Að skásníða neðst af stilknum áður en hann er settur í vasann. Sé stilk- urinn mjög trénaður má einnig krossskera 2-3 cm. upp í enda hans. Aldrei að merja eða skrapa stilkendann. Fjarlægja öll blöð sem hætta er á að lendi undir vatni. Nota ylvolgt vatn og hafa í því blómafæðu. Líta daglega eftir vatninu. Vatnsnotkun er mikil hjá krýsa. Forðast skal dragsúg og reyna helst að geyma blómin á svölum stað að næturlagi. Að lok- um skal bent á, að pottakrýsi getur verið allsendis kjörinn til að gróður- setja í gróðurskála, því þannig stendur hann oft mun lengur en sem gluggablóm. Sumir kynnu kannski einnig að hafa gaman af því að fíkta við fjölgun og ræktun, en kiýsanum er afar auðvelt að koma til með græðlingum. Óli Valur Hansson Félagar athugið að eftirtaldar laukategundir eru til á skrifstofu félagsins: Anemone blanda Charmer, Crocus Spesiosum sie- beri Hubert Edelsten, Crocus chrysanthus Gypsy Girl, Fritillaria camtschatcensis. verd m Itind ti/fc HUSA 5MIÐJAIM SKÚTUVOG116 SÍMI 687700 Basar kvennadeild- ar Rauða krossins Kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands held- ur sinn árlega basar í Félags- heimili Fóstbræðra á Langholts- vegi 109—111 sunnudaginn 13. nóv. og hefst hann kl. 14. Á bas- arnum verða á boðstólum alls konar handavinna, heimabakað- ar kökur, jólakort og fleira. Allur ágóði rennur til bókakaupa fyrir sjúkrabókasöfn spítalanna. Basar Kvenfélags Hallgrímskirkju ÁRLEGUR basar Kvenfélags Hallgrimskirkju verður haldinn í kirkjunni nk. laugardag 12. nóv. og hefst kl. 14.00. Að venju verður á basarnum fjöldi eigulegra muna og auk þess úrval af heimabökuð- um kökum. Konumar í kvenfélaginu hafa á undanfömum áratugum unnið ötult og fómfúst starf til styrktar kirkj- unni, fyrst meðan á byggingu hennar stóð og síðan til að búa hana sem best. Þess er vænst að hinir mörgu vel- unnarar Hallgrímskirkju leggi leið sína á Skólavörðuholtið á laugardag- inn og taki með því þátt í að efía starfíð þar. Sú nýbreytni verður tekin upp nú í vetur að annan sunnudag í hveijum mánuði verður hægt að fá keyptan léttan málsverð að lokinni guðsþjón- ustu. Þannig gefst þeim sem guðs- þjónustuna sækja kostur á að tylla sér niður og spjalla við vini og kunn- Hallgrímskirkja í Reykjavík. ingja um leið og starfið í kirkjunni nýtur góðs af. Sigurður Pálsson sóknarprestur. .!i :k «]Í.SI93M|3UXNI3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.