Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 faldast svo að ekki verður sagt að Ingólfur Guðbrandsson hafi grafið sitt pund í jörðu. Á hátíðartónleikum Pólýfónkórs- ins og Sinfóníuhljómsveitar íslands voru flutt verk eftir Monteverdi, J.S. Bach, Verdi, Rossini, Bizet og Orff. Einsöngvarar voru: Elísabet F. Eiríksdóttir, Elísabet Erlings- dóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Gunnar Gúðbjömsson og Kristinn Sigmundsson. Auk þeirra áttu kór- félagamir Ásdís Gísladóttir og Ema Guðmundsdóttir smá einsöngsstróf- ur. Stjómandi var Ingólfur Guð- brandsson. Efnisskráin að þessu sinni var mjög fjölbreytt og spannaði yfír rúmlega þijú hundmð ára tímabil, frá Monteverdi til Carls Orffs. Fyrsta viðfangsefnið var upphafið og niðurlagið á Aftansöngvum til sællrar Maríu meyjar eftir Monte- verdi. Verk þetta semur Monteverdi um svipað leyti og fyrstu ópemna sína, Orfeo, og má merkja sterkan skyldleika í tónskipan verkanna, sérstaklega í notkun hálúðranna eins og þeir em notaðir í forleiknum að ópemnni. Aftansöngvarnir hafa ekki verið fluttir hér á landi fyrr en þar er um að ræða glæsilega tónlist, sem kórinn flutti mjög vel. Annað verkið á efnisskránni var Magnificat eftir J.S. Bach. Þar komu fram fímm einsöngvarar en í aríunum sýnir Bach mjög skemmtilega tilbreytni í undirleikn- um, þar sem óbó da’more, flautur og selló skiptast á um samleik með einsöngvumnum. Elísabet Erlings- dóttir og nafna hennar Eiríksdóttir sungu fyrstu aríumar ágætlega, þó seinni arían, með óbó d’amore rödd- Pólýfónkórinn, Sinfóníuhljómsveitin, söngvararar og stjórnandi. Morgunblaðið/Sverrir Tónlist JónÁsgeirsson Iðkun söngs hefur verið veiga- mikill þáttur í lífi mannsins frá upphafi og hvar sem fínnast menjar mannvistar er einnig að finna ábendingar um margvíslega hljóð- færasmíði. Smíði hljóðfæra spratt upp úr rannsóknum á hljómgun ýmissa náttúruefna, er gáfu mönn- um mikilvægar upplýsingar um efn- isgerð þeirra. Hljómgun' efnis skil- greindi maðurinn sem galdur og sama gegndi um áhrif hljóðfalls og söngs. Þessi náttúrugaldur er enn í fullu gildi og aldrei hefur verið sterkar leikið með hann en í fjöl- miðlun nútímans. Inntak galdursins hefur á sér margvíslegar myndir, allt frá því að gera manninn að villidýri og til þess er hann finnur sig í upphafinni dýrkun á guðdóm- leikanum, sem einnig á sér sam- nefnara í fegurð æðri öllu því sem maðurinn hefur sér til daglegs brúks. Listin er því annar heimur, heim- ur sem maðurinn hefur búið til og veitir honum huggun, svalar þrá hans og er sú lind sem menningin sækir í lífsvökvun sína. Hvað er þá hægt að segja um þau þrjátíu ár sem Pólýfónkórinn hefur starfað og hvað er það sem knúið hefur fólkið til samvirkra átaka. Hvorki Ingólfur Guðbrandsson eða nokkur annar maður rekur hóp sjálfboða- liða áfram án þess að til þeirrar ferðar séu menn nestaðir með hug- sjón er fær svölun af tærlindum fegurðarinnar, fegurðar, sem er æðri öllum gildum. Þetta er megininntakið í starfi Pólýfónkórsins og leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar og ef þessi hátíða- höld eru endir þeirrar sögu, verðum við að spyija okkur, hvað við ætlum okkur að hafa til glaðnings á kom- andi tímum. Eitt geta Ingólfur og fólk hans glatt sig við og það er hversu víðtæk áhrif Pólýfónkórinn hefur haft á íslenskt tónlistarlíf og að uppskera þess starfs hefur marg- Morgunblaðið/Sverrir Áheyrendur fagna stjórnandanum, Ingólfi Guðbrandssyni. Þijátíu ára söngsaga Tíu slátur takk! Það er súld og norðvestan strekkingur þegar ég renni upp að sláturhúsinu gríp þvottabala, grisjupoka og plastbrúsa undir blóðið og skelli á eftir mér bíl- hurðinni. Nokkrar kindur standa jarmandi í kró og bíða þess sem verða vill. Neðan við húsið eru börn að leik í drullupollum á með- an þau bíða þess að mæður þeirra fái afgreiðslu. í afgreiðslunni er margt um manninn enda helgi fram undan — sláturtíðarhelgi. Gólfið er svo hált að ég renn umsvifalaust fót- skriðu alveg inn í vegg með bal- ann og allan sláturtíðarútbúnað- inn í fanginu. Þar staðnæmist ég, sný mér við og fer aftast í biðröð- ina sem er löng. Það er kalt í afgreiðslunni, ég renni úlpunni upp í háls og tel þá sem eru á undan mér. Sjö, nei þama fara gömul hjón út og bera bala á milli sín. Þau renna til og frá á blautu gólfinu en tekst þó að kom- ast út án þess að detta. Þá eru fímm eftir. — Hvað tekurðu mörg í ár? — Tuttugu og eitt. — Nú ekki meira.. . — Nei, þetta er ekki að verða neitt hjá mér eftir að krakkamir fóru að heiman. —Svo þýðir varla að bjóða upp á slátur lengur þó bamabömin komi í heimsókn. — Láttu mig þekkja það, allir að verða svo fordekraðir, lifa mest á pylsum og plastmat. —Er það ekki sama.sagan, allir að flýta sér. Það tekur tíma að sjóða slátur. Fordekraðir... en sú vitleysa, hugsa ég samanbitin. Ekki liti ég við að taka slátur ef það væri ekki ódýrt og hollt og krakkamir vitlausir í það. Eins og það eigi að vera einhver köllun fólks í lífinu að taka slátur! Ergileg set ég upp hettuna í von um að losna við að heyra meira og skipti um löpp. Bara ef maður gæti sest niður. Afgreiðslukonumar eru á þön- um. Það bogar ef þeim svitinn sem þær þurrka látlaust með baki framhandleggs. Hárið er undir hvítum húfum og hendurnar á kafi í gúmmívettlingum. Þær eru vafðar í hvítar hlífðarsvuntur og stígvélin skella á rennblautu gólf- inu. Að þær skuli ekki detta eins og þær hlaupa. — Ætlarðu að fá þindamar? — Ha, já ... — En hálsæðamar og gollurs- húsin? — Allt sem ég þarf að borga fyrir, segir lágvaxin karl og sam- anrekinn. Svo fær hann sér í nef- ið og missir helminginn niður. Hann snýtir sér og púar. — Þarftu að strá tóbaki út um allt? spyr konan snefsin. Hún er löng og mjó og ég sé að henni er ískalt. Eg væri líka snefsin ef ég ætlaði að vinna úr tuttugu slátrum um helgina. Svo sigla þau út með balann á milli sín og ofan á öllu saman sitja gollurhúsin og eins og hlakkar í þeim. Þá eru bara þrír eftir, þetta hefst á endanum. Mikið skal verða gott að koma heim í hlýjuna og fá sér kaffísopa. í því rekur karl- maður hausinn inn úr dyragætt- inni og kallar: — Hún er farin aftur? Með þeim orðum er hann rokinn. — Hver er farin? — Nú þvottavélin eina ferðina enn, svarar önnur afgreiðslukon- an ergilega. — Hún er alveg kol- ómöguleg! — Já þetta er auma ástandið, segir hin þreytulega. — Ég hélt þetta væri sláturhús en ekki þvotta — segi ég stutt í spuna. Þetta er sláturhús með bilaðri þvottavél. Og þér er velkomið að taka vambimar ókalónaðar ef þú ert með einhvem æsing, svarar stúlkan að bragði. Ókalónaðar vambir! Ég finn hvernig kuldinn læsist um mig. Sem bam horfði ég á gamlar kon- ur hreinsa vambir og allan þann ævintýralega gor sem þeim fylgdu. Ég get ennþá kallað fram litinn og lyktina af gomum með því einu að loka augunum. í þá daga gætti ég þess vandlega að halda mig í hæfílegri fjarlægð og á þessum kalda haustdegi fer því §arri að mig langi til að stofna til nánari kynna við gorvambir. Ég lít niður og reyni að vera umburðarlynd því auðvitað er engum öðrum um að kenna en þessu kolónýta vélarræksni. Kon- umar hægja á hlaupunum, hætta þeim síðast alveg og hverfa hljóð- lega inn í bakherbergi. — Mikið assgoti er hann kaldur í dag, segir viðskiptavinur númer tvö í röðinni og ætlar að taka fimmtán slátur með konunni sinni Jónínu. Hann ber sér kröftuglega til að fá hita í kroppinn. — Þetta er fyrir neðan allar hellur, segir númer eitt og sýgur upp í nefið. Hér kem ég aldrei aftur. En í þeim orðum töluðum sting- ur sami maður og áðan hausnum inn úr dyrunum og kallar: — Farið þið bara og fáið ykkur kaffi hjá ráðskonunni, þetta tekur ekki langan tíma! Við silumst jrfír forarpollana og inn í dásamlega hlýjuna. Þar er nýlagað kaffi á könnunni og heimabakað. Við setjumst niður andvarpandi og dásömum ráðs- konuna í öðru orðinu meðan við formælum þvottavélinni í hinu. Ég sit í skotinu við ofninn og það sígur á mig höfgi í hitanum. Hópurinn smá stækkar því nýir viðskiptavinir eru óðara sendir í kaffi þegar þeir birtast. og þar sem allir eru mættir í sömu er- indagerðunum, sumsé að taka slátur, berst talið eðlilega að slátri og sláturgerð. Það er skrafað og skeggrætt um lífrarhrærur og blóðmörshrærur, hvort eigi að nota meira eða minna af hafra- gijónum og rúgmjöli, sumir setja rúsínur í blóðmörinn og aðrir ætla hreint að tryllast við tilhugsunina. —Tengdamóðir mín segir að ég eigi að nota lauk í lifrina, segir undirleit kona sem fram að þessu hefur lítið iagt til málanna. Mér hefur aldrei þótt það gott. Ráðskonan fer hamförum. Hún hefur aldrei heyrt neitt jafnvit- laust og særir konuna til að láta ekki hafa sig út í þetta. —Láttu hana ekki eyðileggja fyrir þér alla lifrina, manneskja, segir hún og slær um sig. Roði hefur færst í kinnar þeirrar undir- leitu, ég er ekki frá því að hún sé orðin heldur upplitsdjarfari. Já, sennilega gerir hún bara uppreisn í ár og sleppir lauknum. En þegar umræðan stendur sem hæst um það hvort nota eigi nýrun í lifrarpylsuna eða ekki koma boð úr sláturhúsinu: Vélin er farin að þvo og þvær sem aldr- ei fyrr. Við þökkum fyrir kaffið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.