Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 49

Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 49 ■ ■ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hér er Rannveig að matreiða ljúffengar laxabollur. Nemendur fylgjast spenntir með matargerðinni. MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ RANNVEIGAR Morgunblaðsauglýsingin hefiir dugað í tuttugu ár Rlannveig Pálmadóttir, hús- mæðrakennari með meiru, hef- ur haldið matreiðslunámskeið í kjallaranum heima hjá sér í tuttugu ár. Árið 1968 auglýsti hún í Morg- unblaðinu og hefur hún ekki þurft að auglýsa aftur þar eð sú auglýs- ing hefur dugað henni í gegn um árin. Fleiri þúsundir íslendinga hafa notið tilsagnar Rannveigar og er kjallarinn þéttsetinn þijú kvöld í viku. Nú í vikunni byijaði hún með nýtt námskeið, franskt sjávarrétta- námskeið og. ábætisrétti. Fékk blaðamaður meðal annars að bragða á ljúffengum laxabollum, laukböku og öðru sem ekki hefur áður kitlað bragðlaukana. Á meðan nemendur hennar sporðrenndu hveiju góðgætinu á fætur öðru sagði Rannvúic ýmsar sögur sem vöktu mikla kæti meðal viðstaddra. í örstuttu spjalli rifjaði hún upp einstök viðbrögð við Morgunblaðs- auglýsingunni fyrir tuttugu árum. „Blaðið kom út klukkan sjö um morguninn. Ég renndi yfir auglýs- inguna, skreið aftur upp í rúm og eftir augnablik fór síminn að hringja og hann stoppaði ekki allan daginn. Klukkan fímm þá gafst ég upp og tók símann úr sambandi." — Hvaða námskeið varstu að auglýsa þama? „Þetta var grill og kryddnám- skeið. Síðan var ég með pottrétti og þá austurlenska matargerð sem ég bytjaði með árið 1980. Óll nám- skeiðin hafa verið mjög vel sótt. Þetta hefur spurst út og ég er yfír pottunum allan veturinn, frá sept- ember til júní. Yfirleitt er allt bókað strax á haustin". — Eru það bara konur sem koma til þín? „Fyrstu árin sem ég var með þessi námskeið voru eingöngu kon- ur. En það hefur aukist ár frá ári að hjón komi saman. Oft koma heilu hópamir saman, t.d vinnufé- lagar eða hjónaklúbbar." Nemendur hennar á námskeiðinu vom flestar konur utan einn. Blaða- maður náði tali af nokkrum konum sem komið hafa til Rannveigar ár eftir ár og kváðust þær allar hafa lært heilmikið hjá henni. Austur- lenska námskeiðið hafi verið hvað mest spennandi. Og ýmsir höfðu ávinningamir verið. Sumum hafði tekist að draga eiginmennina með á námskeiðin og fyrst eftir það hefðu þeir þorað að fara inn í eld- húsið heima hjá sér til annars en að gleypaí sig matinn! Þær nefndu ýmis önnur dæmi um hæfni kennar- ans og sögðu meðal annars að eng- inn væri eins fljótur að limlesta kjúklinga og Rannveig! En hver er hennar uppáhaldsrétt- ur í gegn um tíðina? Hún nefndi marga, meðal annars einn kjúkl- ingarétt af fínna taginu og til gam- ans látum við uppskriftina fljóta með, en þennan rétt hefur Rann- veig haft síðan á fyrsta námskeið- inu fyrir tuttugu árum. Kjuklingaréttur í hvítvínssósu KJÚKLINGAR í HVÍTVÍNI, FYRIR 5-6 MÁNNS. 2 kjúklingar 100 gr. smjörlíki 8-10 mtsk. hveiti 2-3 hvítlauksrif (skorin smátt og marin, snöggsteikt fyrst upp úr matarolíu) 2 1/2-3 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 4 mtsk. sojasósa 4 mtsk. hunang Safí úr þremur appelsínum + appelsínukjötið 1/4 bolli appelsínuþykkni (Trópí- þykkni) 1-2 appelsínur heilar (skolaðar upp úr heitu vatni og skornar í sneiðar, hver sneið síðan skorin í fjórðunga) 200 gr. vínber (rauð) 1 1/2-2 bollar hvítvín 1/2-1 bolli vatn Örlítil feiti sett á pönnu og hun- angi bætt út í. Appelsínusneiðarnar (þvegnar) steiktar í hunanginu. Vínberin látin út í og þegar þau eru orðin glansandi er þrýst örlítið á þau (ekki meija) síðan er appelsínu- kjötinu og þykkninu bætt í, þá hvítvíninu og sojasósunni. Eftir að öllu hefur verið blandað saman er það tekið af pönnunni og sett í skál. Smjörlíki látið á pönn- una og kjúklingabitamir eru krydd- aðir og steiktir vel. Þá er vátninu hellt á pönnuna og látið krauma í nokkrar mínútur, sósunni úr skál- inni hellt yfir og allt látið sjóða í 10-12 mínútur. SALAT 1/2 dós ananas, 1/2 haus ice- bergsalat og ein dós sýrður ijómi. Sýrða ijómanum er blandað sam- an við ananassafann og ananasinn skorinn í bita. Rífið niður iceberg- salatið og blandið því út í rétt áður en máltíð hefst. Rétturinn er borinn fram með hrísgijónum. ÍDAG V-ÞÝSKA KNATTSPYRNAN kL 14:30 Bein útsending frá leik Bayem Múnchen og Köln í vestur-þýsku knattspymunni. | DAUÐADA I (COMA) I kí. 23:ÖÖ | Hörkuspennandi kvikmynd frá 1977, í aðalhlutverkum em Genevieve Bujold og Michael Douglas. Sögusviðið er sjúkrahús nokkurt. Þar gerast þeir undarlegu atburðir að sjúklingar deyja án nokkurra skýringa. Ungur læknir ákveður að kanna málið og fær unnusta sinn, sem einnig er læknir, í lið með sér. Amorgun MATADOR kí. 21:20 Þessi danski framhaldsmyndaflokkur hefur farið sigurför víða um lönd og hlotið miklar vinsældir. Lýst er í gamni og alvöru lífinu í dönskum smábæ á þriðja áratugnum. Þetta er þriðji þáttur. A mAnudag JA! kl. 20:35 Spjallað verður við Ragnar Amalds og Gunnar Eyjólfsson og sýnt verður úr leikriti Ragnars, Sveitasinfóníu. Einnig sjáum við brot úr uppfærslu Alþýðuleikhússins á Kossi kóngulóarkon- unnar, fjallað verður um Skuggabox, nýútkomna bók Þórarins Eldjáms, og Þorsteinn frá Hamri og Tryggvi Ólafsson segja frá nýrri bók sinni. Sitthvað fleira verður í þættinum. SJÓNVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.