Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 20

Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 NORRÆNT TÆKIMIÁR1988 SIGURÐUR H. RICHTER V erkfræðistofinun háskólans — opið hús í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verður Verkfræðistofnun Háskóla íslands með opið hús í rannsóknahúsi verkfræðideildar VR-III, á horni Suðurgötu og Hjarðarhaga. Opna húsið verður sunnudaginn 13. nóvember, milli klukkan 13 og 17. Fólki er boðið að koma á stofnunina og kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Verkfræðistofnun er rannsókn- arvettvangur verkfræðideildar Háskóla Islands. Þar eru stundað- ar grundvallarrannsóknir á sviði verkfræði samhliða því sem unnið er að samningsbundnum þjónustu- rannsóknum og þróunarverkefn- um. Stofnunin tók til starfa 1977 og er því 11 ára. Fyrstu árin voru umsvif hennar lítil, en hafa aukist jafnt og þétt einkum hin síðari ár. nýjum aðferðum við að leysa við- fangsefni íslenskra atvinnuvega. — Að byggja upp aðstöðu fyrir rannsóknir og verklegar æfingar til þess að styrkja kennslu í verk- fræði. — Að vera til ráðuneytis og vinna að lausn ýmissa vandamála, er krefjast þeirrar sérþekkingar og rannsóknaraðstöðu sem fyrir hendi er innan stofnunarinnar. — Að gangast fyrir fyrirlestr- um, námskeiðum og ráðstefnum, sem geta stuðlað að aukinni tækni- þekkingu í landinu og þjálfun vísindalegra starfskrafta og rann- sóknarmanna. Heistu rannsóknarsvið Á Verkfræðistofnun er unnið að rannsóknum á hinum ýmsu Kristalgrind skínandi demants eða kolsvarts kísils. Svarta kúlan er veila í kristalnum. Ljósmælingar með leysigeislum geta greint innstu gerð efna, eins og sýnt verður á opnu húsi hjá eðlis- og eðlise&iafræðingum á sunnudag. Unnið er að fjarkönnunarrann- sóknum á Upplýsinga- og merkjafræðistofú Verkfræði- stofnunar. Þetta er gervihnattar- mynd af ísiandi tekin í júní úr 620 km hæð, og sýnir varmageisl- un frá yfirborði jarðar. Rauði liturinn er hæsta hitastigið, og eru það einkum ógrónir sandar og hraun sem hafa hitnað i sól- inni. Dökkblái liturinn er köld- ustu svæðin, sem eru jöklarnir. merkjafræðistofu. Þessu til við- bótar vinna við stofnunina ýmsir úr hópi fastra kennara verkfræði- deildar, sem starfa sjálfstætt inn- an hennar að umfangsminni verk- efnum sem ekki gefa tilefni til stofnunar sérstakrar rannsóknar- stofu. Rannsóknir fyrir atvinnulífið Sjálfvirkt tilkynninga- og gagnaflutningskerfi fyrir skip, þróað af Kerfísverkfræðistofú Verkfræðistofiiunar háskólans. Kerfið verður kynnt á opnu húsi. Á sunnudaginn munu starfs- menn Verkfræðistofnunar taka á móti gestum í nýbyggingu verk- fræði- og raunvísindadeildar VR III, sýna tæki og kynna rannsókn- ir stofnunarinnar. Rannsóknarhúsnæði verkfræðideildar Háskólans VR-III, stundum kallað „Happaþrennan". Húsið stendur á horni Suðurgötu og Hjarðar- haga, en á morgun verður gengið inn í það frá bílastæðunum við Háskólabíó. Nú er svo komið að Verkfræði- stofnun er orðin ein af stærstu rannsóknarstofnunum háskólans. Markmið og starfssvið Starfsmarkmið Verkfræðistofn- unar eru: — Að stunda grundvallarrann- sóknir og þróunarstarfsemi á sviði tækni- og verkvísinda og byggja upp þekkingu og fæmi til að beita sviðum verkfræðinnar. Sem dæmi má nefna hagnýta aflfræði, burð- arþolsfræði, vindverkfræði, jarð- skjálftaverkfræði, kerfisverkfræði og upplýsinga- og merkjafræði. Auk þess er verið að byggja upp starfsemi á sviði lýsingartækni. Megin hluti starfseminnar fer fram á þremur rannsóknarstofum, það er Aflfræðistofu, Kerfisverk- fræðistofu og Upplýsinga- og Verkfræðistofnun hefur frá upphafi tekið að sér verkefni fyrir einkafyrirtæki svo og stofnanir og fyrirtæki hins opinbera, og er sýnt að stofnunin ræður nú yfír þekk- ingu, sme gæti nýst til að leggja grunn að nýjum atvinnugreinum og til að aðhæfa ný svið þekking- ar í íslensku þjóðlífí. Verkfræði- stofnun leggur áherslu á að byggja upp færni og þekkingu sem teng- ist sérkennum íslensks atvinnulífs, auðlindum landsins og umhverfi þess með framtíðarþarfír í huga. Opið hús Til að sinna hinni fjölbreytilegu starfsemi vinna nú á Verkfræði- stofnun um 25 sérfræðingar í fullu starfí auk megin hluta kennara verkfræðideildar sem nú eru 19 talsins. Eðlis-efiiafræði — Opið hús í nýbyggingu VR III við Suðurgötu er til húsa rannsóltnaað- staða í eðlisfræði þéttefnis og eðlisefnafræði. í tilefni af Norr- ænu tækniári 1988, er almenningi boðið að koma, skoða aðstöð- una og kynna sér þær rannsóknir er þar fara fram. Eðiisfræði þéttefnis er ein meg- ingrein eðlisfræðinnar. Hátækni nútímans er að miklu leyti afurð rannsókna í þeirri grein. Þar má nefna samrásir í tölvutækjum, geisladiska, ofursterk melmi og keramíkefni. Eðlisefnafraeði brúar bilið milli efnafræði og eðlisfræði. Þar er þekking á sameindum notuð til að skýra eiginleika efna. Undanfarið hefur uppbygging í þessum greinum við Háskóla íslands verið mjög hröð og er nú sameinuð í VRIII, þar sem tækja- búnaður og rannsóknir verða kynntar í opna húsinu á sunnu- dag. Við rannsóknir sem þessar þarf flókinn og sérhæfðan tækja- kost, sem ekki á sinn líka hérlend- is. Meðal annars verður sýnt lokað helín kælikerfí, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Með því eru kristallar kældir niður í mínus 27Ó gráður Celsíus. í aðstöðunni er einnig unnt að framkalla segul- svið sem er allt að hundrað þús- und sinnum sterkara en segulsvið jarðar. Margvísleg efni em rann- sökuð, málmar, hálfleiðarar og einangrarar. Rík áhersla er lögð á ljósmælingar á margvíslegum fyrirbærum í loft- tegundum og föstum efnum. Aflmiklir leysar af ýmsu tagi eru þungamiðja ljósmælinganna. Sýndur verður leysir, er sendir út 10 megawatta ljóspúlsa, sem þó vara aðeins einn hundrað millj- ónasta úr sekúndu. Rannsóknahópurinn er í sam- starfí við erlenda jafnt sem inn- lenda aðila. Það á bæði við um grunnrannsóknir og hagnýtari verkefni. Nemendum við Háskóla íslands gefst kostur á að stunda rannsóknarVerkefni á þessum sviðum, og munu þeir greina frá námi sínu og rannsóknum á opna húsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.