Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 18

Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Dagur Bandalags íslenskra leikfélaga Leikfélög um land allt vekja athygli á starfí sínu í dag Bandalag íslenskra leikfélaga heldur í fyrsta sinni í dag hátíð- iegan Dag Bandalags íslenskra leikfélaga. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að vekja athygli á starfí áhugaleikfélaga; beina sjónum landsmanna að því mikla leiklistarstarfí þúsunda manna og kvenna sem unnið er af áhuga einskærum um landið allt á ári hveiju. Bandalag íslenskra leikfélaga var stofnað árið 1950 af 12 áhugaleikfélögum. Upplýsingar um Qölda einstakra félaga frá þessum tíma liggja ekki fyrir en í dag eru aðildarfélögin 87 og flöldi þeirra einstaklinga um land allt sem taka þátt í starfí leik- félaganna er talinn nálgast fjögur þúsund. Þá eru ótaldir þeir skóla- nemendur og aðrir utan skipu- lagðra leikfélaga sem koma ná- lægt leiklistarstarfi á hveiju ári. Framkvæmdastjórar Banda- lags íslenskra leikfélaga hafa ver- ið þrír til þessa. Fyrsti fram- kvæmdastjórinn var Sveinbjöm Jónsson 1951-1974, Helga Hjör- var starfaði sem framkvæmda- stjóri árin 1974-1983 en þá tók Sigrún Valbergsdóttir við fram- kvæmdastjórastarfínu en hún læt- ur af því nú í árslok. Nýr fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn, Kolbrún Halldórsdóttir, og tekur hún við starfínu um næstu ára- mót. Ritari bandalagsins er Vil- borg Valgarðsdóttir. Núverandi framkvæmdastjóri, Sigrún Val- bergsdóttir, var beðin að segja frá bandalaginu og starfí þess í stuttu máli. „Skrifstofa Bandalags íslenskra leikfélaga er fyrst og fremst rekin sem þjónustustofnun við aðildarfélögin 87 og var það áætlaður tilgangur skrifstofunnar Sigrún Valbergsdóttir fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra Ieikfélaga. í upphafí við stofnun bandalags- ins,“ sagði Sigrún. „Þróunin hefur svo orðið sú með tímanum að þjón- usta bandalagsins nær langt út fyrir raðir þess. Það hefur þróast yfír í það að verða alhliða þjón- ustumiðstöð fyrir alla áhugaleik- list í landinu. Sérstaklega vil ég nefna skóla og aðra skylda starf- semi í þessu samhengi. Hlutverk Bandalags íslenskra leikfélaga sem ráðgefandi aðili við allt leik- listarstarf sem á sér stað innan skólakerfísins hefur lengst af ver- ið stórlega vanmetið en nú hillir undir það með nýjum fjárlögum að bandalaginu verði í fyrsta sinn í 38 ár tryggður nauðsynlegur rekstrargrundvöllur til þess að sinna þessu hlutverki sínu sóma- samlega. Um leið er verið að við- urkenna mikilvægi starfsemi skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga. Tillaga um sérstakan Banda- iagsdag kom fram á síðasta aðal- fundi bandalagsins sem haldinn var á Höfn í Homafírði í vor. Þar var þetta afráðið og 12. nóvember útnefndur sem Bandalagsdagur. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að vekja athygli á starfí leikfélag- anna og bandalags þeirra. Leik- félögin víða um land eru með ýmiss konar uppákomur í gangi í dag; leiksýningar, skemmtanir og margt fleira. Auk þessa ráðgjafar- og þjón- ustustarfs sem unnið er á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga skipuleggur skrifstofa bandalags- ins ýmiss konar námskeið í leik- list og greinum tengdum henni, s.s. leikmyndagerð, ljósahönnun, förðun, leikstjóm og leikritagerð svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Sigr- ún Valbergsdóttir framkvæmda- stjóri Bandalags íslenskra leik- félaga. H. Sig. Bandalag íslenskra leikfé- laga hefiir staðið að útgáfii Leiklist- arblaðsins um 15 ára skeið og kem- ur það nú út.flór- um sinnum á ári. Ritstjóri þess er Páll Asgeir As- geirsson. Avarp formanns Bandalags íslenskra leikfélaga: Nú er veður til að skapa Leiðist þér ekki að hanga yfir sjónvarpinu öll kvöld? Hvemig væri að stökkva fram úr sófanum og skapa eitthvað með skemmti- legu fólki? Þá er leikfélagið rétti vettvangurinn. í dag, 12. nóvember, Banda- lagsdaginn, emm við í leikfélög- unum að kynna starf okkar og Bandalag íslenskra leikfélaga. Árið 1950 stofnuðu áhugaleik- Hvað gera aðildarfélög- in á Bandalagsdaginn? Leikfélag Bolungarvíkur leik- ur einþáttunginn Á rúmsjó i sundlaug bæjarins. Umf. Armann og Leikfélag Homafjarðar em með sameigin- lega dagskrá á Hofgerði í Öræf- um. Homafjörður með verk Steins Steinars og Umf. Ármann með verk Þórbergs Þórðarsonar. Umf. Ármann gefur einnig út fréttabréf og dreifír í sveitimar og um bæinn. Það gerir Leik- félag Homafjarðar líka. Leikklúbbur Skagastrandar með leikþátt, kórsöng, dansflokk og margt fleira úr ýmsum áttum. Hugleikur og Gamanleikhúsið með opið hús á Galdraloftinu þar sem veitt verður kaffi og kökur og skemmtiatriði viðhöfð. Gam- anleikhúsið verður með atriði úr Kettinum og Hugleiksfélagar lesa úr eldri verkum sínum. Leikfélag Fljótsdalshéraðs verður með opið hús í geymsl- unni sinni. Eins kynna þau Bandaiagið og starfsemi áhuga- leikfélaganna í sinum svæðis- fjölmiðlum. Umf. íslendingur, leikdeild frumsýnir leikritið Um hið dular- fulla hvarf ungu brúðhjónanna Sigríðar og Indriða daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim laugardaginn 12. nóv. Föstudag- inn 11. verður skrúðganga í Borgamesi. Upplýsingar um Bandalagið liggja frammi á sýn- ingarstað. Leikfélag Mosfellssveitar verður með opið hús og kaffíveit- ingar i Hlégarði frá 14.00 til 16.00. Leikfélag Kópavogs verður með sýningu á leikritinu Fróði og allir hinir grislingamir. Skagaleikflokkurinn verður með opið hús, kaffiveitingar, myndasýningu o.s.frv. Eins verð- ur félagið með 2 námskeið í leik- rænni tjáningu, annað fyrir böm á aldrinum 8—12 ára, hitt fyrir fullorðna. Leiðbeinandi verður Guðbjörg Ámadóttir. Leikfélag Vestmannaeyja verður með námskeið í leikrænni tjáningu. Leiðbeinandi verður Sigurgeir Scheving. Leikfélag Sauðárkróks frum- sýnir leikritið Emil í Kattholti 13. nóv. Leikfélag Dalvíkur verður með opið hús og kaffíveitingar og dagskrá sem samanstendur af söng og upplestri. Sögð verður saga félagsins, sýndar myndir og gamlar leikskrár í Félags- heimilinu. Leikfélag Öngulstaðahrepps hittist og heldur félagsfund og notar daginn til að taka til í geymslum og húsnæði félagsins. Litli leikklúbburinn mun halda fund og jafnvel taka til í „Sel- inu“. félög á íslandi með sér samtök og nú eru 86 félög aðilar að Bandalaginu. Blómlegt leikstarf og fjöldi félaga vítt og breitt um landið vitnar um hinn mikla áhuga almennings á leiklist og menningu. Það er hlutverk Bandalagsins að styðja og styrkja þennan áhuga. í menningarstefnu okkar segir m.a.: Bandalag íslenskra leik- félaga vill vinna að þróun og eflingu leiklistar með því: að stuðla að uppbyggingu leik- listarstarfs, að gera áhugafólki kleift að afla sér menntunar í listinni, að stuðla að leiklistaruppeldi í grunnskólum, samkvæmt markmiðum, sem sett eru í nám- skrá, að stuðla að auknu samstarfi milli listgreina, að stuðla að samskiptum og samvinnu á norrænum og al- þjóðlegum vettvangi, að halda á loft gildi þeirrar reynslu, sem fæst með samstarfí Guðbjörg Árnadóttir. Formaður BÍL og samneyti við annað fólk. Viltu ekki bætast í hópinn? Vertu velkominn ' og góða skemmtun. Menningarstefiia Banda- lags íslenskra leikfélaga Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 1988 samþykkti eftirfarandi menningarstefiiu Blómleg starfsemi og fjöldi leikfélaga hér á landi vitnar um að áhugaleiklistin er almenn- ingseign. Stór hópur fólks, óháð aldri, kyni og þjóðfélagsstöðu nýtir frítíma sinn í skapandi starf og vinnur saman að leiklist. Bandalag íslenskra leikfélaga vill vinna að þróun og eflingu Ieiklistar með því — að stuðla að uppbyggingu leiklistarstarfs í öllum byggðar- lögum, — að gera áhugafólki kleift að afla sér menntunar í listinni og skapa því aðstöðu til að þrosk- ast í menningarlegu og faglegu tilliti, — að allt verði gert til þess að þeim námsmarkmiðum sem sett eru í námskrá gunnskóla varðandi leiklistaruppeldi verði framfylgt. Hér er átt við leik- ræna tjáningu, „drama“ sem kennslutæki í íslensku sem og öðrum greinum og að leiklistar- kennsla verði fastur þáttur skólastarfsins, — að stuðla að samskiptum og samvinnu á norrænum og alþjóðlegum vettvangi, — að stuðla að auknu sam- starfi milli listgreina — að taka þátt í og hafa áhrif á þá þróun sem verður í fjöl- miðlaheiminum, — að halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með samstarfi og í samneyti við annað fólk. Menningarstefnan var sam- þykkt samhljóða á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga í Nesjaskóla, Nesjahreppi 4.-5. júní 1988.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.