Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Islendingur stal sellói Erlings Seldi það á 700 krónur danskar en verðmæti þess er 2 milljónir SELLÓI prófessors Erlings Blöndal Bengtsson var stolið í Kaup- mannahöfh sl. mánudag er hann kom úr tónleikaferð um ísland. Erling var að koma frá Kastrup-flugveili og heim til sín er selló- inu var stolið. Hann segir að hann hafí verið að bera farangur sinn inn á heimili sitt, sellóið stóð við bilinn og var horfið er hann kom aftur út úr húsinu. Lögreglan í Kaupmannahöfh fann sellóið daginn eftir. Það hafði verið selt fornmunasala á 700 krónur danskar en verðmæti þess er 2 milljónir danskar. Þjófur- inn reyndist vera íslendingur búsettur í Kaupmannahöfii. „Lögreglan í Kaupmannahöfn á heiður skilið fyrir hve skjótt hún brást við og hve fljótt hún hafði upp á sellóinu mínu,“ segir Erling Blöndal Bengtsson. „Þjófurinn hefur komið að í þann mund er ég var að fara með annan farang- ur inn til mín því varla liðu tvær mínútur þar til ég kom út aftur og þá var það horfíð." Sem fyrr greinir er sellóið met- ið á 2 milljónir danskra króna en Erling segir að í sínum huga sé það of dýrmætt til að hægt sé að verðleggja það. Sellóið er 165 ára gamalt, smíðað í Frakklandi af Nicolas Lupot 1823 og mun vera hið eina sinnar tegundar í heimin- um. Það hefur verið í eigu Erlings undanfarin 23 ár. Erling var að vonum ánægður með að fá sellóið sitt svo fljótt Erling Blöndal Bengtsson leik- ur á sellóið, sem er 165 ára og mun vera hið eina sinnar teg- undar í heiminum. aftur og er hann sótti hljóðfærið á lögreglustöðina lék hann á það fyrir lögreglumennina á stöðinni. Verkið sem hann lék var mars eftir rússneska tónskáldið Prók- oflev. Erling Blöndal Bengtsson er prófessor við Det kongelige Danske Musikkonservatorium. VEÐUR Heimild: Veöurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) / DAG kl. 12.00: VBÐURHORFURíDAG, 12. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Gert er ráft fyrir stormi á Suðaustur og Sufiur- djúpi. Á Faxaflóa er 980 mb smá lægð, sem þokast suftaustur og grynnist en skammt suður af Hornafirði er 978 mb lægft á leift austnorðaustur. Yfir Grænlandi er 1016 mb hæft. Hiti verftur víftast rótt undir frostmarki. SPÁ: Fremur hæg norðaustan-étt um allt land, smá él á annnesjum norftan- og austanlands en víftast annarsstaðar bjart veftur en svalt. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Suðiæg átt og fremur hlýtt. Rigning víða um land, þó sizt í innsveitum norftaustanlands. HORFUR A MÁNUDAG: Suftvestan-átt, skúrir efta slydduél á Suft- ur- og Vesturlandi en bjart vefiur á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0—5 stíg. TAKN: G Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað §Í|l Skýjað m Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydria / * / * * * * * * * Snjókoma * * * •j o Hitastig: 10 gráður á Celsius \/ Skúrir * V El — Þoka Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur lG Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhi voftur Akurayri 1 skýjað Reykjavfk 1 hálfskýjað Bergen a skýjað Helelnki 4 suld Kaupmannah. 8 rigning Narasarssuaq +12 heíðskfrt Nuuk +9 láttskýjað Osló 10 léttskýjað Stokkhólmur 6 þokumóða Þórshöfn vantar Algarve 18 rigning . Amsterdam 14 þokumóða Barcelona 19 þokumóða Chlcago 1 alskýjað Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 11 mistur Glasgow 9 skýjað Hamborg 11 rigning Las Palmas vantar London 11 þokumóða Loa Angeles 16 úrkoma Luxemborg 10 þoka Madnd 14 alskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 22 slcýjað Montreal 3 skýjað New York 10 skýjað Paris 18 skýjað Róm 17 þokumóða San Diego 16 rignlng Winnlpeg +6 helðskfrt Landsvirkjun: Vill hækka stíflu Laxárvirkjunar um nokkra metra LANDSVIRKJUN hefur áhuga á því að hækka stíflu Laxárvirkjunnar í Laxárdal um nokkra metra. Hefiir Landsvirkjun átt í viðræðum við heimamenn um þetta mál um nokkurt skeið. Meðal annars hefur verið rætt við forráðamenn Landeigendafélagsins og Veiðifélagsins um málið. Jóhann Már Maríusson aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjunnar segir að ef af þessu yrði myndi það bæta að mun rekstrarskilyrði virkj- unarinnar. „Það eru augljósir hags- munir í því fólgnir að gera þetta. Við höfum jafnframt rætt um önnur mál er tengjast þessu við heimamenn og viðtökur þeirra hafa verið jákvæð- ar,“ segir Jóhann Már. í máli Jóhanns kemur fram að þessar viðræður hafí staðið yfír nokkuð lengi en engar niðurstöður hafa enn fengist og því ekki mikið um málið að segja nú. Islpndskt drama med visuell kraft }L»lme;pá niastaniivá Geysir av en íilm Hér fyrir ofan birtast nokkrar fyrirsagnir á dómum úr sænskum blöðum og norsku um mynd Hrafiis Gunnlaugssonar „í skugga hrafnsins". Göteborgs-Posten segin Stórbrotnar myndir. Svenska Dagbíadet: íslenskt drama með krafti fyrir augað. Sundsvall Tidning: Filma á meistarastigi. AJtenposten i Noregi segir: Geysi- sterk mynd. Variety um „í skugga hrafiisins“: Ahorfendur sitja með öndina í hálsinum EITT viðlesnasta og virtasta ritið sem fjallar af fagmennsku um kvikmyndir Variety í New York birti hinn 19. október siðastliðinn dóm um mynd Hrafns Gunnlaugssonar „í skugga hrafiisins". Morg- unblaðið hefur áður Sagt frá þeim viðtökum sem myndin hefur fengið hjá gagnrýnendum í Noregi og Svíþjóð sem eru almennt góðar en misjafhar eins og ávallt er. Hér birtist dómurinn í Varíety í heild. „Með kvikmyndinni í „Skugga hrafnsins", sem er sjálfstætt fram- hald myndarinnar „Hrafninn flýg- ur“ tekst Hrafíii Gunnlaugssyni svo sannarlega að fá áhorfendur um allan heim til að sitja í sætum sínum með öndina í hálsinum af hrifningu yfír þessari spennumynd um ástir og siðferði á Víkingaöld. Ef til vill hefði [Hrafn] Gunn- laugsson átt að skipta mynd sinni í tvær eða jafnvel þtjár myndir. Að setja jafn mikinn sprengimátt og raun ber vitni inn í hvert mynd- skeið veldur því ekki aðeins að maður stendur á öndinni, heldur getur það einnig deyft áhorfandann og blindað hann, þegar samsæri hlaðast ofan á samsæri, þetta kann að valda ruglingi og á stundum dofa. f upphafsatriði myndarinnar heyja þeir blóðugan bardaga bænd- ur Trausta hins unga og bardaga- menn Eríks hins ríka höfðingja um risavaxinn hval sem rekið hefur á flöru hinnar eyðilegu eyju. Einn manna Trausta drepur Eirík, en dóttir hans hótar hefndum. Hún heitir ísold og Trausti er íslenskun á nafninu Tristan. Menn geta gleymt Wagner og klassískum harmsögum riddar- anna. í bardögunum, samsærun- um, svikunum, ástinni og drápun- um sem á eftir koma er Isold [Hrafns] Gunnlaugssonar (hann samdi bæði söguna og leikstýrði) einstaklega fjarri því að vera við- kvæm og saklaus jómfrú. í höndum Tinnu Gunnlaugssdóttur, sem er sviðsleikari í Reykjavík, verður hún slóttugur, lævís, ósvífinn þátttak- andi í valdatafli, sem er frá náttú- runnar hendi einnig Ijóshærður og fagur. Mikið er tekist á milli manna Trausta, þeirra sem studdu Eírík heitinn og liðsmanna hins jarðríka biskups yfír fslandi, en sonur hans er vonbiðill ísoldar, áður en Trausti og ísold geta tekið upp náin kynni. Raunar hittast þau fyrst í kirkju, þar sem hann, nýsnúinn til kristinn- ar trúar, krýpur í bæn, en hún notar tækifærið og reynir að reka rýting i bakið á honum. Vegna trúar sinnar getur Trausti ekki gripið til vopna heldur verður hann að predika frið meðal hinna ofbeldishneigðu fslensku heiðingja, á meðan hrafnamir, njósnarar hins foma áss Óðins, minna hann á hinn sanna uppmna hans. Seint og um síðir neyðist Trausti til að svara ofbeldi með ofbeldi, og í lok myndarinnar, heggur hann höfuðið af versta óvini sínum með annarri hendi en leiðir dóttur ísold- ar að altarinu með hinni til að kenna henni kærleiksboðskapinn. Fyrir utan ísoldu Tinnu Gunn- laugsdóttur er leikur sumra leik- endanna sterkur og sannur (eink- um kvennanna), sumir ná því að- eins með afli að koma manngerðum sínum til skila. Sem hinn hikandi Trausti er Reine Brynjolfsson hæfi- lega líkur Hamlet, þótt svipur hans geti orðið fjarrænn eins og á viðut- an uglu. Náttúra íslands leggur til kletta- boga, risavaxinn foss og bullandi geysi. Kvikmyndavél Esa Vuorin- ens hreyfist í takt við hraða at- burðarásarinnar, honum fípast ekki eitt andartak, tónlist Hans-Eriks Philips hittir jafn vel í mark. Sagt er að Hrafn Gunnlaugsson hafí lofað framleiðanda sínum að klippa nokkra góða búta af útflutn- ings-eintaki „I skugga hrafnsins“. Með því að taka það í burt sem má hverfa, hefur hann sigrað í baráttu sinni við að senda frá sér sannkallaða stórmynd. —Kell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.