Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 56
56 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 KORFUKNATTLEIKUR Aðeins átta til níu leik- menn á æfingum hjá KR KARFA Tveir leikir í Cardiff Unglingalandslið kvenna í körfuknattleik er farið í keppnisferð til Wales, þar sem leiknir verða tveir landsleikir í Card- iff - í dag og á morgun. Auks þess leika stúlkurnar tvo æfingaleiki í ferðinni - gegn 1. deildarliðum frá Englandi og Wales. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Hjörleifsson valdi þessar stúlkur til ferðarinnar: Harpa Magnúsdóttir; Njarðvík. _ Lilta Stefánsdóttir, IR ^ Jana Guðmundsdóttir, Eva Sveinsdóttir, Kristín Blöndal, Marta Guðmundsdóttir og Brynja Sverrisdóttir, Keflavík. Ragnheiður Guðjónsdóttir og Hafdís Ægis- dóttir, Grindavík. Hildur Dungal og Helga Ámadóttir, KR. Guðbjörg Norðíjörð og Sigrún Skarphéðins- dóttir, Haukum. „ÞAÐ er rétt að aðeins átta til níu menn mæta reglulega á æfingar hjá okkur, en það kemur fyrir að þeir séu tíu, þannig að hægt sé að skipta í tvö lið. Ástæðan fyrir að svo fáir mæta á æfingar er hrein- lega það - að álagið er orðið of mikið," sagði Omar Scheving, formaður Körfu- knattleiksdeildar KR í samtali við Morgunblaðið. Omar sagði að ungir menn sem eru í námi hafi ekki tíma til að æfa fimm kvöld í viku, auk þess að leika þrjá leiki. „Þetta álag hefur orðið til þess að ungir leikmenn hafi hætt, ejns og til dæmis hinn efnilegi Árni Guð- mundsson," sagði Omar. Körfuknattleiksmenn hafa að undanförnu kvartað mikið yfir álaginu og fjölda leikja í íslands- mótinu, en að undanfömu hafa liðin leikið þetta tvo til þijá leiki í viku. „Auðvita erum við stjómar- menn KR og þjálfarinn Laszlo Nemeth óhressir með þessa þró- un, en við getum okkur fyllilega grein fyrir að álagið er mikið á leikmönnum okkar. Þeir þurfa að fá sinn frítíma til að geta stundað nám sitt. Okkur er er einnig ljóst að fyrirkomulagið á íslandsmót- inu er rangt. Það var ekki hugsað til enda þegar breytingarnar vom gerðar á Islandsmótinu," sagði Ómar. Nemeth, þjálfari KR-liðsins, sagði það væri ekki rétt, að hann væri að hætta að þjálfa KR-liðið, vegna áhugaleysis leikmanna KR. „Eg er mjög ánægður með þá leikmenn sem æfa, en auðvita er æskilegt að hópurinn sé stærri sem er á æfingum hveiju sinni,“ sagði Nemeth. KR-ingar hafa hug á að leysa vandann með því að láta meistara- flokk og 2. flokk æfa saman. AFMÆLI Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson Frá vígsluathöfinni. Frá vinstri: Þór Vilhjálmsson formaður Þórs, Siguijón Pálsson, Amgrímur Magnússon, Stefán Runólfsson, Georg Þór Kristjánsson, Ársæll Sveinsson og Friðbjöm Valtýsson. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR I BUSTAÐAHVERFl Oðinsgatao.fl. Garðsendi VOGAHVERFI 1 KOPAVOGUR Sunnuvegur Sunnubraut Laugarásvegur 32-66 Þórarar 75 ára Á vígsludeginum var svo mikið fjör á íþróttasvæðinu. Nokkrir kappleikir fóm fram, m.a. áttust við mæður [sem kepptu í amerísk- um fótbolta að eigin sögn!] og syn- ir, „young boys“ og „old boys“ og fleira var til skemmtunar. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór í Vest- mannaeyjum varð 75 ára fyrir skömmu. Á afmælisdaginn var veglegt afmælishóf í sam- komuhúsinu Hallarlundi og daginn eftir var vígt nýtt og glæsilegt íþróttasvæði ásamt félagsheimili. Iþróttasvæði Þórs stendur vestan íþróttavallarins við Hástein. Fé- lagsheimilið er sérlega glæsilegt, og byggt á mettíma, aðeins liðu 14 mánuðir frá því fyrsta skóflustung- an var tekin þar til húsið var tilbúið til notkunar. Gífurleg sjálfboðaliðsvinna liggur að baki þessari byggingu, sem er 570 fer- metrar að stærð. I afmælishófi félagsins var fjöldi Þórara heiðraður fyrir starf í þágu íþróttahreyfingarinnar — en fulltrú- ar ÍSÍ, KSÍ og HSÍ veittu þarna viðurkenningar. Valtýr Snæbjöms- son var . sæmdur æðsta heiðurs- merki ÍSÍ, Birgir Jóhannsson og Axel Ó. Lárusson fengu gullmerki ÍSÍ, gulímerki KSÍ hlutu Húnbogi Þorkelsson og Valtýr Snæbjöms- Frá Sigurgeiri Jónassyni ÍEyjum Þór Vllhjálmsson, formaður Þórs, lengst tll vlnstri, Sigurjón Páls- son, Arngrfmur Magnússon og Stefán Runólfsson. Llð mæðra, sem keppti við lið sona. í aftari röð eru frá vinstri Guðjón Hjör- leifsson, yfirþjálfari liðsins, Guðmunda Bjamadóttir, Jenný Jóhannsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Kristín Lárusdóttir og Lárus dómari Kristjánsson. Fremri röð frá vinstri: Hrönn Egilsdóttir, Brynhildur Baldursdóttir, Ester Birgisdóttir og Rósa Guðjónsdóttir. Gullmerki Þórs hlutu Þór í. Vil- hjálmsson, Friðbjöm Valtýsson, Ágúst Karlsson og Kristmann Karlsson. Silfurmerki Þórs hlutu Sólveig Adólfsdóttir, Amgrímur Magnússon, Þóra Hjördís Egils- dóttir, Friðrik Karlsson, Sigríður Magnúsdóttir og Jóhann Guð- mundsson, og eftirtaldir voru gerð- ir að heiðursfélögum Þórs: Páll Jónsson, Sigríður Auðunsdóttir, Axel Ó. Lárusson, Sigurgeir Ólafs- son og Bragi Steingrímsson. Þá hlutu einnig viðurkenningu nokkrar af stofnendum kvennadeildar Þórs, Pálína Ámadóttir, Sigríður Auðuns- dóttir, Sigrún Lúðvíksdóttir, Élín- borg Sigurðardóttir og Sigurbjörg Sigurðardóttir. son, silfurmerki KSÍ hlutu: Gísli Valtýsson, Friðbjöm _ Valtýsson, Axel Ó. Lárusson, Þór í. Vilhjálms- son, Sólveig Adólfsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Ársæll Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.