Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 27 \T/ ERLENT Lech Walesa í sjónvarpsviðtali: Oþrejja almennings fer sífellt vaxandi Reuter Fjölmenni viðjarðarför verkfallsmanna Mörg þúsund verkfallsmenn í Siderugica Nacional stáliðjuverinu skammt frá Rio de Janeiro í Bras- ilíu voru viðstaddir útför þriggja starfsfélaga sinna sem létust í átökum hermanna og verkfalls- manna síðastiðinn miðvikudag. Her landsins gaf út yfirlýsingu þess efiiis að verkfallsmenn hafi verið vopnaðir og að verkfallið hafi í raun verið byltingartilraun. Verkfallsmenn neita þessum ásökunum en segja að sumir þeirra hafí kastað bensínsprengjum að hermönnum. Verkalýðsleið- toginn Luiz Albano sagði að verkafallsmenn myndu herða róðurinn með hveijum degi og hætta ekki fyrr en kröfiir þeirra um kauphækkun og bættan aðbúnað fengju hljómgrunn. Washington. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi hinna bönnuðu verkalýðssamtaka Samstöðu í Póllandi, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC á föstudag að óþolinmæði færi vaxandi hjá pólskum almenningi. Krafist væri að loforð um efiiahagsumbætur yrðu efiid þegar í stað. Hins vegar væru liðsmenn Samstöðu reiðubúnir að sýna þolinmæði og beðið yrði með aðgerðir fram á næsta vor. Sakharov gagnrýnir Kremlveija: Sovésk stjórnvöld hafa enn ekki leyst vandamálin í Afganistan off Armeníu Cunertino í Kaliforníu. Reuter. ^ Cupertino í Kaliforníu. Reuter. SOVÉSKI andófsmaðurinn Andrej Sakharov sagði á fímmtudag að þrátt fyrir umbætur sem átt hefðu sér stað í Sovétríkjunum að und- anförnu hefðu sovéskum stjórnvöldum ekki tekist að leysa tvö alvar- leg vandamál: ólguna í Armeníu og íhlutun sovéska hersins í Afgan- istan. Sakharóv sagði í ávarpi sínu til alþjóðlegrar ráðstefnu í Kalifomíu sem sjónvarpað var frá Boston, þar sem hann er í heimsókn hjá ættingj- um, að perestrojka Míkhaíls Gorb- atsjov væri ekki alveg á réttri braut. Þótt hann lofsamaði umbótastefnu Sovétleiðtogans sagði hann að nokkur flókin vandamál hefðu enn ekki verið leyst, „svo sem vanda- málið í Armeníu og Karabak og frestunin á brottflutningi sovéskra hermanna frá Afganistan." Sakharov sagði að sovésk stjóm- völd hefðu gert mistök þegar þau sendu hermenn til Afganistans og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar þau ákváðu að fresta brottflutninginum í óákveð- inn tíma. „Að mínu mati verður brottflutningurinn að eiga sér stað eins og fyrirhugað var og án skil- yrða vegna þess að hér var um mistök að ræða. Rúm milljón manna hefur þjáðst vegna þeirra," sagði Sakharov á fjórða degi fyrstu ferð- ar sinnar utan Sovétríkjanna í 30 ár. Síðar um daginn afhenti alþjóð- legu mannréttindasamtökin ILHR Sakharov viðutkenningu sem hon- um var veitt fyrir fimmtán ámm, en hann gat ekki tekið við henni þar sem honum var meinað að yfir- gefa Sovétríkin. Jerome Shestack, forseti samtakanna, sagði að Sak- harov hefði hlotið viðurkenninguna vegna þess að hann hefði barist fyrir mannréttindum þegar það hefði verið stórhættulegt. Fyrr í vikunni mnnu tilraunir róttæklinga innan Samstöðu til að stofna til verkfalla, gegn ráðum Walesas, í skipasmíðastöðvum í Gdansk út í sandinn en yfirvöld hafa boðað lokun þeirrar stærstu, Lenín-stöðvarinnar, þar sem Sam- staða var stofnuð 1980. Walesa sagði að þörf væri á efnahagslegum umbótum í Póll- andi „og því fyrr sem það gerist þeim mun fyrr hættum við að leika hlutverk betlarans í heiminum, hættum að vera hindmn í vegi framfara í Evrópu og öllum heim- inum.“ Hann sagði að hægt væri að ná þessu markmiði með friðsam- legum aðferðum en gripu menn til ofbeldis gætu afleiðingarnar orðið skelfílegar. Samstöðuleiðtoginn sagði að verkalýðssamtökin myndu efna til verkfalla til að ná fram kröfum sínum, yrði það nauðsynlegt. Hann sagði leiðtoga þeirra áhyggjufulla vegna ástandsins. „Allt getur þetta farið úr bönd- unum. Eg vona að það gerist ekki,“ sagði Walesa. „Eg get haft viss áhrif um hríð en ekki lengi," bætti hann við. Viðbrögð við ræðu forseta þings Vestur-Þýskalands: Ekki svo röng í sjálM sér en óviðeigandi Bonn. Reuter. FRAMMÁMENN í Vestur- Þýskalandi, stjórnmálamenn og sagnfræðingar eru nokkuð sam- mála um að ræða Philipps Jenn- ingers þingforseta á fimmtudag hafi í sjálfu sér ekki verið svo vitlaus, hún hefði hæft vel í akademískri umræðu en við þetta tækifæri, þegar Kristals- næturinnar var minnst að mönn- um viðstöddum, sem sluppu nær dauða en lífi úr Ausschwitz, hafi hún verið hreinasta mar- tröð. Jenninger rauf þá hefð þýskra stjórnmálamanna að tala við slík tækifæri af stakri nær- gætni og varfærni um Þriðja ríkið, forðast að finna nasisman- um eðlilegar skýringar og tala þess í stað um „djúpa hryggð“, „eftirsjá" og „þjóðarskömm". Ræða Jenningers, 26 bls. löng, Philipp Jenninger: Nefhdur sem hugsan- legur arftaki Kohls Bonner Almanach. PHILIPP Jenninger, sem sagði af sér forsetaembætti í vestur- þýska þinginu, Bundestag í gær, er fæddur árið 1932 og var því of ungur til að gegna herþjónustu á stríðsárunum. Eftir stúdentspróf árið 1952 hóf hann laganám í Tiibingen og lauk doktorsprófi sjö árum síðar. Árin 1960-1963 vann hann á vamarmálaskrifstofu í Stuttgart og réðst síðan tii vamarmálaráðu- neytisins. Seint á sjöunda ára- tugnum var hann pólitískur ráð- gjafí þáverandi fjármálaráðherra, FVanz Jósefs Strauss heitins. Jenninger var kjörinn á sam- bandsþingið í Bonn fyrir Kristi- lega demókrata árið 1969. 1973- 1982 var hann framkvæmdastjóri sameiginlegs þingflokks Kristi- legra demókrata og systurflokks þeirra, Kristilega sambands- flokksins frá Bæjaralandi. Árin 1982-1984 var Jenninger aðstoð- arráðherra Helmuts Kohls kansl- ara með málefni Austur- og Vest- ur-Þýskalands á sinni könnu. Jenninger var kosinn forseti sambandsþingsins árið 1984, sem er þriðja æðsta embætti Vestur- Þýskalands. Hann hefur stundum verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Helmuts Kohls, leiðtoga Kristilegra demókrata, stærsta stjómmálaflokks Vestur-Þýska- lands. var á hinn bóginn full af nasista- orðfæri sem ekki hefur heyrst í opinberri umræðu frá stríðslokum. Orð eins og Rassenschande (kyn- mök aría og gyðings), Volkszorn (skyndileg reiði þjóðarinnar), Le- bensraum (svigrúm), jiidische Unt- ermenschen (gyðinglegt undir- málsfólk) og mörg fleiri hlutu að skera í eyru viðstaddra jafnvel þótt þau stæðu innan tilvitnunar- merkja í handriti ræðunnar. Hér á eftir fara kaflar úr ræðu þingforsetans: „Tímabilið frá 1933-1938, skoðað úr irjarlægð með tilliti til þess sem á eftir fylgdi, er heillandi að því leyti að pólití- skir sigrar Hitlers eiga sér vart hliðstæðu í sögunni," sagði Jennin- ger. Hann rakti landvinninga Hitl- ers fram í nóvember 1938 og Miinchen-samkomulagið sem gerðu Þýskaland að leiðandi stór- veldi á meginlandi Evrópu. „Fyrir Þjóðveija, sem litu á Weimar- lýðveldið sem afleiðingu niðurlæg- ingar i utanríkismálum, hlaut allt þetta að vera líkt og krafta- verk. . Atvinnuleysi breyttist ' í vinnu fyrir alla, gróska á flestum sviðum tók við af eymdinni. í stað örvæntiiigar og vonleysis kom bjartsýni og sjálfstraust. Tókst Hitler ekki að hrinda því í fram- kvæmd sem verið hafði innantómt loforð hjá Vilhjálmi II? Var Hitler ekki valinn af forsjóninni, leiðtogi sem þjóðinni áskotnaðist einungis á 1000 ára fresti? Að sjálfsögðu hefði Hitler aldrei unnið meiri- hlutasigur í ftjálsum kosningum en hver getur efast um að meiri- Reuter Philipp Jenninger (til vinstri), forseti þings Vestur-Þýskalands, og þingflokkur Kristilegra demókrata og Kristilega sambands- flokksins ganga út af fundi þar sem Jenninger tilkynnti afsögn sína. hluti Þjóðveija hafi staðið að baki honum árið 1938 og fundið sjálfan sig í honum og stefnu hans? . . - Flestir Þjóðveijar . . voru sann- færðir um það árið 1938 að Hitler yrði mesti stjómmálamaður sög- unnar," sagði Jenninger. Ennfremur sagði hann: „Ef til vill voru réttindi manna skert á sumum sviðum en hagur manna var samt mun betri en áður og Keisaradæmið var voldugt að nýju, stærra og öflugra en nokkru sinni fyrr. Höfðu ekki leiðtogar Bret- lands, Frakklands og Ítalíu heim- sótt Hitler í Munchen og aðstoðað hann við að ná enn frekari ár- angri, sem ekki hafði verið talinn mögulegur? Hvað gyðinga varðar: Höfðu þeir ekki undanfarin ár búið sig undir hlutverk sem hæfði þeim ekki? Urðu þeir ekki loks að sætta sig við hömlur? Áttu þeir ekki jafn- vel skilið að fá ráðningu? Og fram- ar öllu: Burtséð frá fáranlegum stóryrðum, var þungamiðja áróð- ursins ekki í samræmi við grun- semdir og sannfæringu manns? Heimsskoðun Hitlers var allt annað en frumleg. . Það sem hann hafði fram að færa var fyrst og fremst öfgafull ástriða og hæfi- leikar á sviði múgsefjunar sem gerðu hann að mikilvægasta áróð- ursmeistara og foringja nasis- mans. . .“ Jenninger velti einnig fyrir sér afstöðu íjóðveija eftir stríð til Þriðja ríkisins: „Þjóðveijar tóku f einni svipan ástfóstri við hina vest- rænu sigurvegara og sú sannfær- ing breiddist út að eins og aðrar þjóðir hefðu Þjóðvetjar verið her- teknir, þeim hefði verið misþyrmt, og þeir að lokum frelsaðir frá nas- istum. Á grundvelli þessa gerðist hið mikla Þýska efnahagsundur, sem vakti aðdáun um allan heim. f dag er hægt að gagnrýna slíka bælingu með góðum rökum og við ættum að taka þeirri gagnrýni af alvöru og fordómaleysi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.