Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Krap (sorbet) OFT SÉR maður á matseðlum veitingahúsa orðið krapís. Er þar átt við sérstakan rétt, sorbet, sem er búinn til úr ávöxt- um, ávaxtasafa, víni og þeyttum eggjahvítum. Þetta er mjúkur krapkenndur ís. Hvers vegna er þetta ekki bara kallað krap og ekkert annað? ís er ís og krap er krap. Af hveiju eru þessi heiti tengd saman í eitt? f matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur frá 1858 er það sem við köllum ís kallað krapflautir. Ég rakst á grein um flautir í gömlu tímariti frá árinu 1915. Greinin er eftir Jónadab Guðmundsson og ber nafiiið Þyr- ill og flautir. Líklega vita fáir í dag hvað þyrill og flautir eru. „Þyrillinn var svo gerður, að bundinn var skúfur neðan á tré- skaft, og var skaftið um U/2 alin á lengd, og um 3A þuml. að gegn- ummáli, en skúfurinn var úr þrinn- uðu togbandi og var lengsta togið valið í þráðinn. Togið var seytt vel, svo ekki skemdi það matinn og lykkjur einar voru í skúfnum, svo ekki drægist hár úr honum. Flautirnar voru gerðar af ný- mjólk. Var hún látin standa í mjólk- urfötunni og hleypt með kæsi að kveldi, þegar eftir mjaltir, er hún átti að notast morguninn eftir og var hún látin vera yfir nóttina á köldum stað. Rétt áður en borða skyldi flautimar, voru þær þeyttar, var þá þyrillinn settur í fotuna, og honum snúið milli handanna þar til flautimar vom full þeyttar, eða mjólkin öll orðin að froðu. Við þeyt- inguna óx mjólkin fimmfalt eða meir, ef þeytt var á köldum stað. Nú vom flautimar „þéttar" með því að hræra í þeim hægt í kring með þyrlinum, þar til þær vom fallnar niður um helming og síðan vom þær skammtaðar út á hræring í mjólkur- stað. Ef flautir stóðu nokkuð, kom mysa.undir þær, var það kallað „flautavín" og var gott við þorsta. Flautir vom einkum gerðar á vetr- in, þegar lítil var mjólkin. Var óvön- um mjög ropagjamt eftir flautaát." Krap með Kívi, banönum og- melónu Handa 6 6 kívi 3 meðalstórir bananar V2 lítil melóna 2 eggjahvítur V2 dl sódavatn V2 dl eplasafi 1. Afhýðið kívi og banana, takið steina úr melónu og skafið aldin- kjötið úr henni. Setjið allt í bland- ara (kvöm) og hrærið vel sundur. Þeir sem ekki hafa blandara, geta marið þetta með gafli og sett síðan í hrærivél. 2. Þeytið eggjahvítumar vel og blandið varlega saman við með sleikju. 3. Setjið í frysti og látið fijósa. 4. Skafið úr ísílátinu, setjið aftur í blandarann, setjið eplasafa og sódavatn út í. Hrærið í sundur. 5. Hellið í glös eða skálar og berið strax á borð. 6. Skreytið með mandarínu- eða kívisneiðum. Tvær næstu uppskriftir em úr bók minni 220 gómsætir ávaxta- og beijaréttir: Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Appelsínukrap Handa 8 3 dl flórsykur (150 gr) 3 dl vatn 4 appelsínur + börkur af einni safi úr 1 sítrónu + börkur af annarri 3 pelar freyðivín 2 eggjahvítur 4 msk. Grand mamier 1. Sjóðið saman sykur og vatn þar til það þykknar. 2. Rífið sítrónu- og appelsínu- börkinn og setjið hann út í. 3. Skerið hveija appelsínu í tvennt, þversum. Takið kjötið úr þeim en gætið þess að skelin hald- ist heil. 4. Meijið allan safa úr appelsínu- kjötinu. Setjið hann út í sykurlög- inn. Kælið. 5. Hellið freyðivíninu út í. Setjið í frysti. Hrærið öðm hveiju í þessu meðan það er að fijósa. Þetta á ekki að harðfijósa. 6. Þeytið eggjahvítumar og hrærið varlega saman við ísinn. 7. Setjið krapið í appelsínuskelj- amar. 8. Hellið Grand Marnier yfir með skeið. 9. Berið strax á borð. Sítrónukrap Handa 5 5 stórar hnöttóttar sítrónur 100 g flórsykur 2 eggjahvítur 2 msk. flórsykur saman við eggjahvítumar 1. Þvoið sítrónumar, skerið væna sneið ofan af þeim. Pressið síðan allan safa úr þeim. Hreinsið himnur innan úr. Gætið þess að skemma ekki börkinn. Hann þarf að vera heill svo hægt sé að bera krapið fram í honum. 2. Síið sítrónusafann, setjið síðan flórsykur út í og þeytið vel saman. 3. Setjið sítrónusafa/flórsykurs- blönduna í skál í frysti í IV2 klst. Þá ætti blandan að vera hálffrosin. 4. Þeytið eggjahvítumar með flórsykrinum þar til það er orðið mjög vel stíft. 5. Hrærið hálffrosna sítrónu- blönduna í hrærivél, blandið síðan stífþeyttum hvítunum í og jafnið saman með tveimur göfflum. 6. Setjið blönduna í sítrónuskelj- amar. Setjið sneiðamar sem þið skámð ofan af sem lok á sítrónum- ar. 7. Athugið hvort sítrónurnar standi vel. Ef ekki, skerið þá smá- sneið neðan af og berið fram. Aðalftindur Nátt- úruverndarfélags Suðvesturlands Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands heldur aðalfund laugar- daginn 19. nóvember kl. 14 í Flensborgarskóla í Hafiiarfirði. Dagskrá fundarins verður þannig að Jóhann Siguijónsson sjávarlíf- fræðingur flytur erindi um stöðu hvalarannsókna. Síðan verða venju- leg aðalfundarstörf. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í viðtali Morgunblaðsins í gær við Hafstein Austmann um sýningu Septem hóps- ins á Kjarvalsstöðum að mynd af málverki Valtýs Péturssonar, Mál- verk“ 1947 snéri ekki rétt. Myndin var sýnd lárétt en rétt er að málverk- ið standi lóðrétt. Biður Morgunblaðið hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Svava SigTÍður Gestsdóttir. í baksýn er Ölfusárbrú og Hótel Sel- foss. Svava Sigríður sýnir olíumyndir á Selfossi Selfossi. SVAVA Sigríður Gestsdóttir opnar sýningu á myndum sínum í dag, laugardag, í Hótel Selfoss. Á sýningunni em olíumyndir og vatnslitamyndir, unnar á síðastliðnum tveimur ámm og við- fangsefnið er áhrif frá veðri, íjöm, fjalli, lyngi og mosa. Svava Sigríður hefur haldið 10 einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Sýningunni lýkur 27. nóvember. — Sig. Jóns. Norrænt einleikaratvíár „Herra ritstjóri. Mér þætti vænt um, að þér gætuð komið þessum orðum minum að í blaði yðar. Fyrsta flokks skipu- lag og firamkvæmd tónlistarhátíðarinnar Sem þátttakanda á Norræna ein- leikaratvíárinu í Reykjavík langar mig að þakka hinum íslensku skipu- leggjendunum hátíðarinnar frábært starf. íslendingar geta verið stoltir af því marga atorkufólki, sem legg- ur fram krafta sína í tónlistarlífi landsmanna. Sérstaklega langar mig til að færa þeim einstaklingum, sem skipulögðu þessa hátíð, alúðar- þakkir: Jóni Nordal, Rut Magnús- son og Vilborgu Gunnarsdóttur, ásamt tónlistarfólkinu í Sinfóníu- hljómsveit íslands og stjómandán- um, Petri Sakari. Það er erfítt að gera sér í hugar- lund, hversu ótalmörgum smáatrið- um þarf að sinna, svo að hátíð eins og þessi gangi hnökralaust. Það var enn fremur ákaflega gleðilegt, að tónleikasalimir fylltust af áheyrendum. Ekki gladdi það mig minna að sjá, að þar var ungt fólk í miklum meirihluta. Þátttakendur voru yfirleitt mikið hæfíieikafólk og sýndu, að við Norð- urlandabúar höfum á að skipa ung- um einleikurum á heimsmæli- kvarða. Þar erum við að skera upp það, sem til hefur verið sáð með starfi tónlistarskólanna á Norðurlöndum. Starfsemi þeirra á eftir að vega enn þyngra fyrir álit landa okkar smárra í samfélagi þjóðanna. Þess vegna ber að styrkja hana með öll- um ráðum. Það er enn fremur mikilvægt, að unga fólkið eigi þess kost að njóta listar jafnaldra sinna, sem skara fram úr og geta orðið öðrum til eftirbreytni. Þökk fyrir eftirminnilega hátíð! Kjell Wernee umboðsmaður, Björgvin." Metsöltun á fimmtudag’ SÍLDARSÖLTUN varð meiri síðastliðinn fimmtudag en áður á þessari vertíð. Þá var saltað í 14.072 tunnur. Söltun gengur vel á svæðinu frá Vopnafirði suður um til Akraness, en bræla hefur hamlað veiðum síðustu daga. Á fímmtudagskvöld hafði verið saltað í 145.620 tunnur. Ekki var reiknað með mikilli söltun í gær, bæði vegna brælu og þess að kvóti hefur nú verið settur á sérhveija söltunarstöð. Er það ætíð gert er lokið er söltun upp í tvo þriðju hluta samningsins við Sovétmenn. Með tilkomu kvótans getur dregið úr hraðanum og haga menn þá vinnsl- unni í samræmi við hann, í stað þess að keppast um af fítons krafti til að ná sem mestri hlutdeild áður en kvótinn kemur á. Á fímmtudags- kvöld var eftir að salta í rúmlega 50.000 tunnur fyrir Sovétmenn og 20.000 á Skandinavíu, þar af um 10.000 tunnur af flökum. Mest hefur til þessa verið saltað á Eskifírði 25.400 tunnur á 6 plön- um, Hornafirði 23.380 á tveimur plönum, Seyðisfírði 19.310 á tveim- ur plönum og Reyðarfirði 16.14.8 á flórum plönum. Hæstu einstöku plönin eru Fiskimjölsverksmiðja Homafjarðar með 14.230 tunnur, Pólarsíld á Fáskrúðsfírði með 11.251 og Strandarsíld á Seyðis- firði með 10.916. Lögregla í Reykjavík: Utköllin 4119 í október LÖGREGLAN í Reykjavík sinnti 4119 útköllum vegna ýmissa mála í októbermánuði. Þá eru ótalin Qöldi mála vegna brota á umferðarlögum sem upp komu við eftirlit lögreglumanna. Meira en Qórða hvert verkefiii lögregl- unnar var tilkomið vegna ölvun- ar, þar af voru 80 manns teknir vegna ölvunar við akstur. 134 sinnum hafði lögregla af- skipti af drukknu fólki á skemmti- stöðum. 10 menn voru kærðir fyrir JNNLENT ölvun í strætisvögnum og 320 fyrir ölvun annars staðar á almanna- færi. 41 slys varð annars staðar en í umferðinni og 18 sinnum átti ölv- un þar hlut að máli. 455 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í október, þar af meidd- ist fólk í 24 tilfellum. 85 skemmdar- verk voru kærð og 36 sinnum að- stoðaði lögregla slökkvilið vegna eldsvoða. 71 rúða voru brotnar, 79 innbrot voru framin eðpa reynd, 11 kærur bárust vegna svika, 6 sinnum leitaði fólk til lögreglu þar sem því hafði verið hótað líkamsmeiðingum og 19 árásir voru kærðar. 15 sinn- um stöðvaði lögregla slagsmál öl- vaðra manna. 4 sinnum veittist öl- vað fólk að leigubílstjórum. 451 borgari naut aðstoðar lög- reglu í vandræðum sínum. 273 bílar voru opnaðir og 41 íbúð fyrir fólk sem hafði glatað lyklum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.