Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 19 Rannsókn á stoðkerfískvillum Bakið veldur óþæg- indum hjá mörg’um ÓÞÆGINDI frá hreyfi- og stoðkerfi líkamans eru mjög algeng meðal íslendinga, sérstaklega kvenna. Einkenni frá neðri hluta baks, hálsi eða hnakka, herðum eða öxlum eru algengust. Þetta kom fram í rannsókn á úrtaki íslendinga sem gerð var hjá atvinnusjúkdóma- deild Vinnueftirlits ríkisins. Heildarþátttaka í rannsókninni var 73,5%. Alls tóku þátt 627 manns, 301 karl og 326 konur. Niðurstöður liggja fyrir um indi frá neðri hluta baks einhvem óþægindi frá ýmsum svæðum líka- tíma á síðustu 7 sólarhringum. mans, þ.e. höfði, hálsi, herðum, oln- bogum, úlnliðum, fingrum, efri hluta baks, neðri hluta baks, mjöðmum, hnjám og ökklum. Spurt var um óþægindi síðastliðna 12 mánuði og síðustu 7 sólarhringana. Einnig var spurt hvort óþægindin sl. 12 mánuði hafí einhvem tíma komið í veg fyrir að viðkomandi gæti unnið dagleg störf sín. Svo nefnd séu dæmi sögðust 56,3% karla og 64,8% kvenna hafa haft óþægindi frá neðri hluta baks einhvem tíma sl. 12 mánuði. Jafn- framt sögðust 24,5% karlanna og 36,4% kvennanna hafa haft óþæg- Hraðakstur í Revkjavík: 3 sviptir á4tímum 3 ÖKUMENN voru sviptir öku- réttindum til bráðabirgða vegna hraðaksturs frá því klukkan 20 til miðnættis á fimmtudag. Ungur piltur, ökumaður jeppa, hafði mælst aka um Kringlumýrar- braut með 117 km hraða á miðviku- dagskvöld. Þá komst hann undan en lögreglumennimir héldu áfram að vinna að málinu og sóttu piltinn til yfírheyrslu á fímmtudag. Hann viðurkenndi brot sitt og var sviptur ökuréttindum Sömu afgreiðslu fékk mál 17 ára pilts, með 3 mánaða gamalt ök- uskírteini, sem staðinn var að því að aka BMW-bifreið kunningja síns með 109 km hraða um Kleppsveg. Loks var maður staðinn að því að aka á 108 km hraða í Ártúns- brekku. Hann var einnig sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Flóamarkaður Ananda Marga Hjálparstofiiun Ananda Marga á íslandi heldur fióa- markað á Hallveigarstöðum 19. nóvember nk. Markmiðið er að safiia fé til þróunaraðstoðar á Indlandi. Tekið verður við munum í Kom- markaðinum við Skólavörðustíg kl. 13—17 og Leikskólanum Sælukoti, laugardaga kl. 13—18 og sunnu- daga kl. 11-17. Óþægindin höfðu hindrað 12,6% karlanna og 17,6% kvennanna í að stunda sín daglegu störf. í samanburði við niðurstöður sem fengust með sömu spumingalistum í Svíþjóð eru einkenni frá hálsi, herðum og neðri hluta baks algeng- ari hér á landi en þar. Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi virðast hafa veruleg áhrif á vinnufæmi íslend- inga. — Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Leikfélag Bolungarvíkur sýnir leikritið Á rúmsjó í sundlaug Bolungarvíkur í dag. Bolungarvík: Leiksýning á fleka í sundlauginni Bolungarvík. ÞRÍR skipreika herramenn á fleka úti á rúmsjó er sögusvið leikritsins sem Leikfélag Bolungar- víkur sýnir í dag, laugardag. Þann dag hefúr Bandalag íslenskra leikfélaga valið til að vekja athygli á starfsemi áhugaleikfélaga. Leikrit það sem Leikfélag Bolungarvíkur sýnir heitir Á rúmsjó og er eftir Slawomir Mrozek og er í þýðingu Bjama Benediktssonar. Leikritið er sýnt í sundlaug Bolungarvíkur og er leikið á fleka úti í sundlauginni. Persónur í verkinu em fimm og em þær í hönd- um Gunnars Sigurðssonar, Pálma Jónssonar, Bjarka Sigurvinssonar, Sigurðar Reynissonar og Guðmundar Markússonar. Leikstjóm og annar undirbúningur er í samvinnu meðlima leikfélags- ins. í tilefni af kynningardegi Bandalags íslenskra leikfélaga og einnig af 20 ára afmæli Leikfélags Bolungarvíkur er öllum boðinn ókeypis aðgangur að sýningunni í dag. Ekki er fyrirhuguð nema þessi eina sýning. _ Gunnar Jón Óskar sýn- ir í Galleríi Svart á hvítu SÝNING á verkum Jóns Óskars verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16 S Galleríi Svart á hvítu við Laufásveg. Jón Óskar fæddist í Reykjavík 1954 og nam í Myndlista- og hand- fðaskóla íslands, Myndlistarskólan- um í Reykjavík og School of visual arts í New York í Bandaríkjunum. Hann hefur áður haldið fjórar einkasýningar, þar af eina í Malmö, eina í New York, eina í Hafnarfirði og er þetta önnur einkasýning hans í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum innan lands og utan. Gallerí Svart á hvítu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til kl. 18 og mun sýning Jóns Óskars standa yfír til 27. nóvember. Georgian Carpets BERBER, DESTINY, GEORGIAN SUEDE, HEATHER, MANOR, MARBLE, SAXONY, SUPREME, TWIST, YELYET. arr synir nyja haustúrvaliö frá tveimur af heimsins þekktustu framleiöendum gœðateppa úr ull. Þú fœrð ekki teppi í þessum gœðaflokki hvar sem er. Þessi teppi eiga heima á hlýlegustu stööum heimilisins og sóma sér vel með öðrum náttúrulegum efnum eins og leðri og kjörviðum. (Og eiga ekki síður fagurlega við glansandi króm og Memphis-stíl.) Þú finnur teppi sem fullnœgja þörfum þínum í nýjum sýningarsal okkar að Höfðabakka 3. Mýkt, þéttleiki og stíll einkenna náttúrulegu ull- arteppin. Eins og rétti ramminn gefur málverki líf undir- strikar rétta teppið húsgögnin sem þú lœtur þér líða vel í. (Það er ótrúlegt hve vel valið teppi prýðir húsgögnin.) Veldu þér teppi sem hœfir því herbergi sem þú hefur í huga. Nýr stíll f rá Sanderson byggir á formum úr sjálf ri náttúrunni og gœðin eru slík að fjaðurmagnaðar ullartrefjarnar halda eiginleikum sínum árum saman. Nýir litir einkenna teppin f rá Georgian Carpets í ár og svo mjúk eru þau að þú verður að ganga á þeim til að átta þig á því. Auðvitað þarfnast teppi í þessum gœðaflokki vand- aðrar lagningar. Við reið- um okkur á sömu fagmenn og annast hafa ásetningu á fjölmörgum heimilum, í opinberum stofnunum og á skrifstofu- og verslunar- húsnœði á undanförnum sjö árum. Þegar þú kaupir teppi frá Barr getur þú alltaf treyst því að fá vandaða vöru og teppalögn eins og hún gerist best. BAKR Sanderson Deep Velvet Deep Velvet Tweed Deep Velvet De Luxe Hostess Super Hostess Super Hostess Berber Ladyjane Filigree La Scala SYNINGIN ER OPIN LAUGARDAG KL .10-16 SUNNUDAG KL. 14-17 1 Ullargólfteppi fyrir vandláta HÖFÐABAKKA 3, REYKJAVÍK. SÍMI: 685290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.