Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 12.11.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 23 Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Láttu vélina velja eða treystu á eigin tölur. Sumir nota afmælisdaga, aðra dreymir tölumar. Kannski rætist stóri draumurinn þinn á laugardaginn. n Og ekki er öll nótt úti þótt þú fáir ekki milljónir 1 þetta sinn. Ef heppnin er með getur bónustalan fært þér hundruð þúsunda. Mundu bara að vera með. Ekki þarf að gylla gull Tilurð Ljóðaár- bókar 1988 eftirSigurð Valgeirsson Vegna tveggja greina Guðmund- ar Guðmundarsonar þar sem hann fer ófögrum orðum um Ljóðaár- bókina 1988, nefndina sem valdi ljóðin og íslensku skáldin 75 sem eiga verk í bókinni, langar mig til að útskýra í nokkrum orðum tilurð hennar. Almenna bókafélagið fékk á síðasta árin til liðs við sig nefnd skipaða þeim Berglindi Gunnars- dóttur, Jóhanni Hjálmarssyni og Kjartani Árnasyni til að ritstýra ljóðaárbók. Fljótlega var haldinn blaðamannafundur þar sem lýst var eftir ljóðum í væntanlega bók. Hon- um var síðan fýlgt eftir með auglýs- ingum í blöðum og urðu rúmlega 200 manns við því boði að senda inn verk sín. Úr ljóðum þeirra var valið og var árbókin gefin út síðast- liðið vor. Ekki kom fram í neinu er sagt var eða auglýst um tilgang bókar- innar að ljóðabókinni væri ætlað að halda uppi því sem Guðmundur nefnir: kyndil ljóðstafa og ríms. Markmiðið með tiltækinu var að gefa þverskurð af íslenskri ljóða- r Sigurður Valgeirsson gerð árið 1988 — ekki 1888 þó að við höfum átt góð skáld þá ekki síður en nú. Almenna bókafélagið gefur út bækur, skáldsögur, ljóð og leikrit, án þessi að einblína á hvenær þau eru skrifuð eða form þeirra. Eina skilyrði sem við setjum er að verkin séu góð og að þau eigi erindi til samtímans. Á það jafnt við um „Mér fínnst Guðmund- ur verða að gera sér grein fyrir því að í öll- um góðum skáldskap er leyndardómur eða gáta sem við erum að ráða aftur og aftur, eftir aldri og þroska, alla ævi.“ Ljóðabókina 1988 sem bókina Ferskeytluna sem væntanleg er frá forlaginu á næstu dögum. I Ferskeytlunni er vísa eftir Jón úr Vör, en hann hefur eins og flest- ir vita meðal annars skrifað bókina Þorpið. Vísa Jóns er svona: Ekki þarf að gylla gull, gullið verður ætíð bjart; ailtaf verður bullið bull þótt búið sé í rimað skart. Mér finnst viðhorf Guðmundar til skáldskaparins rangt. Hann velur nokkur ljóð Ljóðaárbókarinnar 1988 og leitast við að gera lítið úr þeim. Þá biður hann um sönnur .fyrir því að ljóðin séu góð. Mér finnst Guðmundur verða að gera sér grein fyrir því að í öllum góðum skáldskap er leyndardómur eða gáta sem við erum að ráða aftur og aftur, eftir aldri og þroska, alla ævi. Þeir sem vilja fá nákvæman leiðarvísi um hvort ljóð sé gott, hvers vegna það er gott, um hvað það fjalli og þar fram eftir’götun- um, eru betur settir með kross- gátublaðið en ljóðabók með nútíma- ljóðum. Það er ekki' ætlun mín að fara að skattyrðast við Guðmund Guð- mundarson á síðum Morgunblaðsins og keppa um hvor getur snúið bet- ur úr úr texta hins og gert líkingar þar sem nafnorðið leir er burðarás- inn. Mér finnst ég vera orðinn of gamall til þess. Tilfinningatitringurinn í skrifum Guðmundar og reiði finnst mér þó sýna ótvírætt að Ljóðaárbókin 1988 er vel heppnað verk, verk sem hreyfir við mönnum eins og góður skáldskapur á að gera. Mér er ljúft að geta þess hér að undirbúningur næstu árbókar er þegar hafinn. Höfundur er útgúfustjóri AI- menna bókafélagsins. Ertu ibilahugleiðinaum? ídrgminMúPÍíh Metsölublað á hveijum degi! SAFIR Ódýr, rúmgóðurfjölskyldubíll a góðu verði. Eins og aðrir Lada bílar hefur Lada Safir reynst afbragðsvel hér á landi, enda kraftmikill og sterkur. Veldu þann kost, sem kostar minna! Opið 9-18, laugard. 13-16. Bifreiðar og landbúnaðarvólar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Sími681200. Okkar jólastjömur em á sama verði ogífyrra,^ Spáðu í kúlumar kannski brosir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.