Morgunblaðið - 12.11.1988, Side 26

Morgunblaðið - 12.11.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Hádegi með kínverskum blæ aðeins kr. 650,- Matseðill Cl. , r 4 tilbrigöi smárétta: 1) „SATAY" Lambakjöt á teini 2) Svínakjötsrúllur í sneiðum m/grænmetissósu 3) Djúpsteiktar tækjur m/karrý eða súrsætu 4) Steikt hrísgrjón m/grænmeti Nýr hádegismatseðill á 2ja vikna fresti Aðalmatseðill í fullu gildi Seljum og sendum heim Opið í hádeginu á sunnudögum KinvMikfl vcHingahúsii Laugavagi 28b • Simi: 16513 Ný uppfínning: Plástur hjálpar kon- um á breytingaskeiði Dubcek tilltalíu Reuter Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi Tékkóslóvakíu, fór í gær i sina fyrstu utanlandsferð i 18 ár. Verður honum veitt heiðursnafii- bót í stjómmálafræðum við Bologna-háskóla i ítaliu á sunnudag. Vinur Dubceks í Prag sagði að hann ætlaði að aka til Bologna og kæmi þangað í dag. Á fímmtudag sagði Dubcek, að hann óttað- ist að komast ekki aftur heim eftir ítaliuferðina. Dubcek var við völd þegar Sovétmenn réðust inn í Tékkóslóvakíu árið 1968 til að binda enda á umbætur hans og hann byijaði fyrst að gagn- rýna innrásina opinberlega á þessu ári eftir áralanga þögn. SVISSNESKA lyQafyrirtækið Ciba-Geigy hefur sett á markað nýjan plástur, sem létta mun undir með konum, ef erfiðleikar steðja að þeim á breytingaskeiðinu, að þvi er segir í norska dagblaðinu Aften- posten nýlega. Hér er um að ræða svokallaðan östrogen-plástur og eins og nafnið bendir til inniheldur hann kyn- hormónið östrogen, sem nú er gefíð í töfluformi. Verður plásturinn seld- ur með þrenns konar styrkleika og þarf að skipta um hann tvisvar í viku. Kosturinn við plásturinn er einkum sá, að upptaka efnisins í gegnum húðina og inn í blóðrásina verður jöfn. „Reynslan sýnir, að betri árangur næst með plástrinum en pillunum," segir Ola Westby, forstöðumaður Norska lyQaeftirlitsins, í viðtali við Aftenposten. „Nýting östrogensins verður betri og þar með er hægt að minnka skammtana, en það er einstaklingsbundið, hversu stórir þeir þurfa að vera." „Sumar konur þurfa á stærri skammti að haida en aðrar, af því að östrogen-framleiðslan hjá þeim er lægri en almennt gerist," segir Westby enn fremur í viðtalinu við blaðið. Hann segir, að ekki sé óal- gengt, að konur þurfí á þessari hjálp að halda í tvö til þrjú ár, en þó sé til að þetta tímabil geti staðið leng- ur. Östrogen-plásturinn verður ein- göngu seldur gegn lyfseðli frá læknum, þegar hann kemur í nor- skar lyfjabúðir upp úr áramótum. Ekki mun hætta á, að notkun hans hafí í för með sér aukaverkanir eða sé krabbameinsvekjandi. Suður-Afríka: Frumvarpið um frjáls byggðasvæði samþykkt Höfðaborg. Reuter. FRUMVARP suður-afrfsku rfkis- stjórnarinnar um fijáls byggða- svæði var samþykkt i suður- afríska þinginu á fínuntudag. Um Tékkóslóvakía: Lögreglan ryður fund Prag. Reuter. TÉKKNESKA lögreglan réðst í gær inn á hótel þar sem þekktir, vestrænir menntamenn, rithöf- undar og baráttumenn fyrir mannréttindum funduðu ásamt innlendum þátttakendum. Var fundurinn stöðvaður og stjórn- andi hans, tékkneska leikrita- skáldið Vaclav Havel, handtek- inn. Einn þátttakenda, Sally Laird, ritstjóri tímaritsins Index on Cens- orship í London, tók myndir af handtöku Havels en lögreglan gerði fílmumar upptækar og vfsaði aust- urrískum og vestur-þýskum sjón- varpsmönnum á brott. Margir þeirra útlendinga, sem ætluðu að sækja fundinn, fengu ekki að koma inn í landið. Vaclav Havel var einn stofnenda tékknesku mannréttindasamtak- anna Charta 77 sem fylgjast með því hvort ákvæði Helsinki-sáttmál- ans séu brotin í landinu. Lögregla handtók ýmsa andófsmenn og hindraði þá í að sækja fundinn á hótelinu en Havel tókst að leynast og náði að selja fundinn áður en lögregla kom á staðinn. er að ræða byggð þar sem búseta er óháð kynþætti manna. Forseta- ráðið, sem er ráðgjafanefnd for- seta lanðaina, samþykkti frum- varpið með 34 atkvæðum gegn 18. Andmælendur frumvarpsins, Ind- veijar og kynblendingar, segja að láta beri af aðskilnaðarstefnu í byggðamálum en ekki koma á breyt- ingum af þessu tagi. íhaldsflokkur- inn, flokkur hvítra hægrimanna, var einnig andvígur frumvarpinu en stef- numið flokksins er strangur aðskiln- aður kynþáttanna. Til að öðlast gildi þarf forseti Suður-Afríku, P.W. Bot- ha, að staðfesta frumvarpið og er talið vfst að hann geri það. Samkvæmt núgildandi lögum er Suður-Afríkumönnum af ólíkum kynþáttum meinað að búa í sama hverfí en í stærri borgum landsins hafa sprottið upp svonefnd „grá“ svæði þar sem kynþættimir búa sam- an þrátt fyrir lagabann þar að lút- andi. Kynblendnir og indverskir stjóm- málamenn hafa barist harðlega gegn framgangi þriggja frumvarpa sem, verði þau samþykkt, myndu heimila mönnum af ólíkum kynþáttum að búa í sumum hverfum en herða regl- ur um aðskilnað kynþáttanna að annars staðar. Andmælendur frumvarpanna segja að nái þau fram að ganga eigi 200.000 blökkumenn, kynblendingar og Indveijar sem búa í hverfum hvftra á hættu að verða heimilislaus- ir. Stjómmálaleiðtogar kynblendinga hafa hótað því að gera þingið óstarf- hæft á næsta ári ef Botha er með- mæltur framgangi frumvarpanna. Á suður-afríska þinginu era að- skildar deildir fyrir hvfta, kynblend- inga og indverska þingmenn. Blökkumönnum er hins vegar úthýst þaðan. „Moon Boots“ Verð kr. 1.100,> Stærðir: 20-27. Litir: Hvítt, blátt, bleikt o.fl. Póstsendum samdægurs 5% staðgreiAsluafsláttur (Moon Boots) Domus Medica. •: 18519. KRINGWN Kbinewn S. 689212 VEI 21212 ' VELTUSUNDI 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.