Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 47

Morgunblaðið - 12.11.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 47 Rakel Pálmadóttir Hofsósi - Minning Fædd 8. október 1979 Dáin 6. nóvember 1988 Hún Rakel vinkona mín er dáin. Ég skil það ekki ennþá. Ég er bara átta ára og skil ekki hvemig hún Rakel getur verið dáin. Rakel var besta vinkona mín. Við vomm alltaf að leika okkur. Við voram alltaf að hjóla og þegar var vont veður lékum við okkur inni hjá hvort öðra. Þegar ég flutti með pabba og mömmu á Hofsós þekkti ég engan, þá kynntist ég Rakel. Hún var að- eins eldri en ég og byrjaði þess vegna fyrr en ég í skólanum. Það þótti mér leiðinlegt, en seinna urð- um við í sama bekk af því við vor- um svo fá. Þá gátum við líka verið meira saman. Núna er hún ekki lengur hjá okkur. Hún datt á hjóiinu sínu og meiddi sig á hjólinu. Ég hélt hún bara svæfi. Nú er hún hjá Guði og er frísk. Ég veit að henni líður vel. En ég sakna hennar. Ég er alltaf að hugsa til Rakel- ar. Eg bað guð að lækna hana er hún var fyrir sunnan á spitalanum. Það tókst ekki. Ég hugsa mikið um hana, sérstaklega áður en ég fer að sofa. En nú líður henni vel og við það hugga ég mig. Halldór í dag, laugardag, verður borin til hinstu hvílu í Hofsóskirkjugarði lítil vinkona okkar, Rakel Pálma- dóttir. Rakel var dóttir hjónanna Pálma Rögnvaldssonar og Bryndls- ar Óladóttur á Hofsósi. Fyrir utan hana eiga þau þijú böm, Rögnvald Óla, Guðrúnu Huldu og Friðrik Pálma. Það var að kvöldi sunnudagsins 30. október að síminn hringdi og faðir hennar sagði okkur að Rakel hefði orðið fyrir slysi. Fyrstu við- brögð okkar vora harmur og vantrú á að slíkt gæti komið fyrir hana. Rakel var nýlega orðin níu ára og er hið hræðilega og óskýranlega slys varð er svo skyndilega klippti á lífsins þráð. Hún var bara að leika sér í saklausum leik á hjóli þegar hún datt. Nokkuð sem hendir þús- undir bama um allt alla daga en hún datt og átti ekki eftir að fá að hjóla aftur. Við kveðjum í dag kæra vinkonu okkar allra í fjöl- skyldunni. Rakel var mjög sérstæður per- sónuleiki, full af lífskrafti og þreki, glöð og skipti mjög sjaldan skapi, heilbrigð á líkama og sál. Við kynntumst Rakel árið 1983 þegar við fluttumst búferlum til Hofsóss. Þá var hún bara þriggja ára. Rakel og hennar fjölskylda urðu okkar fyrstu kunningjar á nýja staðnum. Strax við fyrstu kynni drógust sonur okkar og Rak- el að hvort öðra á einstakan hátt. Það leið vart sá dagur að þau væra ekki að leika sér saman og brátt varð Rakel eins og hluti Qölskyld- unnar, svo samrýnd urðu þau að hún var aldrei í hlutverki gests á heimilinu. í leik var stutt í hennar sérstæða kitlandi hlátur og fjör en samt var hún alltaf eins og yfírveg- uð í leik. Tók þannig alltaf tillit til litlu dóttur okkar eftir að hún kom til þó hún væri fyrir í leik þeirra eldri. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Barðsnesi, Norðflrði. Sérstakar þakkir fðerum viö starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Systkinin fró Barðsnesi og fjölskyldur. t Þökkum innilega samúðarkveðjur og vinarhug við andlát og jarðar- för mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁGÚSTAR B. BJÖRNSSONAR Hvassaleiti 18. Unnur Kjartansdóttir, Hreinn V. Ágústsson, Dóra Jónsdóttir, Bjöm Á. Ágústsson, Einar Ágústsson, Kjartan Ágústsson, Þurfður Magnúsdóttir, Unnur H. Pétursdðttir, Þóra S. ingimundardóttir og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför STEFÁNS J. GUÐMUNDSSONAR byggingameistara, Breiðumörk 17, Hveragerði, Elfn Guðjónsdóttir, Atli Stefánsson, Guðjón Ingvi Stefánsson, Guðmundur Stefánsson, Unnar Stefánsson, Árni G. Stefánsson, Guðrún Broddadóttir, Erla K. Valdimarsdóttir, Marfa Ólafsdóttir, Aðalbjörg Árnadóttir. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar dóttur minnar, móður, tengdamóður, systur og ömmu, JAKOBÍNU JÓNSDÓTTUR WAAGE, Ljósheimum 10, Reykjavík, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Geir Waage Dagný Emilsdóttir Arnbjörg Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jónas Jónsson. og sonarbörn. Minning: Jón F. Matthíasson loftskeytamaður Ef Halldór sonur okkar var ekki heima kom hún oft bara til að heilsa upp á litlu systur hans og þá var henni vel fagnað, því dóttir okkar dáði hana mjög. Rakel mátti ekki ganga fram hjá húsinu öðra- vísi en Harpa Þöll væri komin út í dyr að kalla á vinkonu sína. Sonur okkar saknar vinkonu sinnar mjög, enda var hún alltaf hinn trausti vinur. Það var honum styrkur að hafa Rakel með sér í bekk fyrsta skóla- árið hans þótt hún væri ári á und- an. Við heyrðum hver var hans trausti bakhjarl og stuðningsmaður þegar á móti blés. Hún var vinur vina sinna. í dag leitar hugur okkar til baka. Við fínnum sáran söknuð og sorg heltaka okkur í máttvana skilnings- leysi yfir þeim undarlegu örlögum að láta svo ungu lffí Ijúka svo skyndilega, Þeir hversdagslegu hlutir sem við snúumst um alla daga virðast í einni svipan tómur hégómi og þessi veraldlegu gæði sem við keppumst við aðeins hjóm. Það er erfitt að sætta sig við staðreyndir eins og þær hve dauðinn er nálægur. Elsku Binna, Pálmi, Óli, Guðrún og litli Friðrik. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfíðu stundum í lífí ykk- ar og biðjum Guð að gefa ykkur styrk og þrek til að líta lífið aftur björtum augum með hjálp minning- anna um yndislega litla stúlku. Jónína, Gísli og Harpa Þöll. Fæddur 23. ágúst 1901 Dáinn 22. október 1988 Þótt nokkuð sé um liðið síðan afi okkar, Jón Friðrik Matthíasson, kvaddi þennan jarðneska heim, þá langar okkur til þess að minnast hans nokkram orðum. Við höfum fundið, að við brottför hans breytist tilvera okkar bamabama hans, og engu er líkara en svipmikill hnjúkur hafí hranið og horfíð, svo landslag hins daglega lífs verður auðnarlegt um sinn. Afí var þeirrar gerðar, að enginn, sem honum kynntist, gat gleymt þeim reifa og einarða Vest- fírðingi. Við getum raunar ekki trú- að því, að þaðan að vestan hafí nokkra sinni komið dauflegt fólk, því hann og þau systkini hans, sem við höfum kynnst, hafa verið gædd þeim lífsþrótti og þeirri reisn, er okkur hefur þótt mikið til koma og talið í samræmi við þennan stór- skoma landshluta, Vestfirði, þar sem §öllin rísa snarbrött úr sæ og menn hafa löngum beitt báti af mestri íþrótt á íslandi. Þau ólust upp í Haukadal í Dýrafírði þessi systkini, sem urðu 15 talsins, en 11 þeirra náðu fullorðinsaldri, 5 bræður og 6 systur. Um aldamót var blómlegt líf í Haukadal og þar var faðir þeirra, Matthías Ólafsson kaupmaður og um nokkur ár al- þingismaður, en móðir þeirra, Marsibil Ólafsdóttir, stýrði þessu mannmarga heimili með skörangs- skap. Hún varð 95 ára og um það leyti vora afkomendur hennar og Matthíasar orðnir 135 talsins. Þegar afí Jón kom í kynnisferðir norður í Laufás, þótti okkur hátíð í bæ. Hann sagði okkur litríkar og ótrúlegar sögur af ógleymanlegri íþrótt. Ósjaldan vora þær af leikjum þeirra systkina í Haukadal, ekki síst þegar ís var á tjöminni frægu, þar sem menn iðkuðu knattleiki til foma, þegar skarst i odda með þeim Gísla Súrssyni og Þorgrími mági hans. Þessi átök vora þá endurtek- in án þess að þau yrðu mannskæð, því vopn vora af öðra efni gerð, en menn hlutu pústra og glóðaraugu og buxur rifnuðu gjaman. Hátt var stokkið, hratt var hlaupið og siðast en ekki síst var draugagangur magnaður, þegar tungl óð i skýjum. Minning: Ester Georgsdóttir Fædd 28. febrúar 1931 Dáin 17. október 1988 Kær vinkona mín, Ester Georgs- dóttir, lést 17. október sl. Hún barð- ist til sfðustu stundar hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm sem hafði betur að lokum. Ester vann hörðum höndum frá blautu bamsbeini, hún var af þeirri kynslóð íslendinga sem upplifðu kreppu, fátækt og atvinnuleysi, fólk sem vissi hvað raunveraleg vinna var. Hún var meðal þeirra sem unnu uppbyggingarstörf í þágu þess velmegunarþjóðfélags sem við nú búum í. Það sem skipti Ester mestu máli var velferð bama hennar og bama- bama. Mesta gleði hennar var að vita af bömunum í velgengni. Þó á henni skyllu ólög margvísleg, gafst hún aldrei upp, stóð keik eftir og kvartaði ekki yfír hlutskipti sínu. Hún gerði ekki kröfur til annarra heldur fyrst og fremst til sjálfrar sín. Góð kona er horfin alltof fljótt af vettvangi lífsins, eg vil þakka henni ógleymanleg og ómetanleg kynni sem urðu alltof stutt. Ester var drengskaparkona, trygglynd og vinur vina sinna í blíðu og stríðu. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég öllum ástvinum hennar sem nú eiga um sárt að binda en minningamar tekur enginn burt. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. (S.Kr.Pétursson) Theódóra G. Emilsdóttir Meðal annars reyndu krakkamir eitt sinn að telja afa trú um með sjónhverfingum, að kettimir gengju aftur i Haukadal. En hann lét það ekki á sig fá, heldur svaraði að bragði: „Þeir gera þetta líka kett- imir á Þingeyri." En þar hafði hann dvalist um tíma, þá á tíunda árínu. Þetta svar lýsir honum vel, því hræðslumerki mun hann yfírieitt ekki hafa sýnt, þótt'oft hafí hann komist í hann krappan og sjaldan varð honum svars vant. Já, þegar afi sagði okkur þessa sögu var stórhríð og rafmagnslaust á Norð- uriandi og við sátum öll í eldhúsinu heima í Laufási. Gamli maðurinn var í mikilli lopapeysu með vettlinga v. á höndum og hitaði vatn í kaffí á gastækinu, sem oft var gripið til á dögum Laxárrafmagnsins. Og við gleymdum veðurofsanum og kuld- anum, en hlustuðum opinmynnt á hverja söguna á fætur annarri. Hann hafði siglt í 30 ár sem loft- skeytamaður á skipum Eimskipafé- lagsins og þar á meðal öll stríðsár- in. Frásagnir hans af ferðum i skipalestum vestur um haf til Ameríku og heim aftur vora miklu áhrifameiri en kvikmyndimar fjöl- mörgu, sem við höfum síðar séð um þá erfíðu tíma. Hann valdi allt- af rétt orð og náði að vekja eftir- væntingu eins og góðum sagna- mönnum er lagið. En ekki vora þá kímnisögur hans síðri og vöktu mikla kæti. Svo var sungið á milli frásagna. Hann kunni kynstur af ljóðum og lögum og allir urðu að taka undir. A sumrin lá leið hans gjaman niður á Þorsteinsstaðaeyr- ina og þar stundaði hann silungs- veiðar af áhuga. Þótt fætumir væra orðnir stirðir, þá lét hann sig hafa það að ganga langar leiðir, ef veiði- von var einhver og þá sóttumst við systkinin eftir að fylgja honum. Hann var mikill náttúraunnandi og gat frætt okkur um fjölmargt i ríki náttúrannar og skýrt ýmis forvitni- leg fyrirbæri. Þessa sama nutu systkinin á Hvítárbakka í Borgar- fírði, dótturböm hans þar. Afi fann sér alltaf verkefni og setti sér mark- mið að keppa að, þótt aldur færðist yfír og heilsan bilaði. Og enginn gleymir þeim flölskylduhátíðum, sem hann efndi til árlega á brúð- kaupsdegi þeirra ömmu Jónu. Þá dugði ekkert minna en heilt safnað- arheimili, því fyilmenni var á þeim fagnaðarstundum. Þau gömlu hjón- in hafa kunnað að lifa lífinu saman í blíðu og stríðu og þá ekki síst að mæta ellinni með réttu hugarfari. Þá hafa þau notið þess, að stór hópur afkomenda hefur sóst eftir að mega koma til þeirra og vera með þeim. Einmana hafa þau ekki verið, enda síst af öllu verðskuldað það. Við eram þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með þeim á liðnum áram. Megi Guð veita ömmu styrk og huggun, Hann blessi minninguna um afa. Systkinin í Laufási við Eyjafjörð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.