Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Kammerhljómsveit Akureyrar: Fyrstu tónleik- ar starfsársins FYRSTU tónleikar Kammerhljómsveitar Akureyrar á þessu starfsári verða haldnir í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, og heQast þeir kl. 17.00. Á tónleikunum flytur hljómsveitin „Flug- eldasvítuna" eftir Handel, konsert fyrir tvo trompeta og hljóm- sveit eftir Vivaldi, hljómsveitarforleikinn er nefnist „Flóð og fjara í Hamborg" eftir Telemann og hljómsveitarsvítu nr. 3 eftir J.S. Bach. Tónverkin tilheyra barokktíma- bilinu, sem var um aldamótin 1700 og var tónlist þess tíma samin af meisturum þess tíma. Einleikarar á trompet í tónverki Vivaldis eru Nafiiabrengl Tvívegis með stuttu millibili hef- ur Magnús Aðalbjömsson yfirkenn- ari Gagnfræðaskólans á Akureyri fc-anglega verið nefndur á Akur- eyrarsíðunni. í bæði skiptin var hann sagður vera Vilberg Alexand- ersson, sem betur er þekktur sem skólastjóri Glerárskóla. í fyrra skiptið var skólanefnd Akureyrar- bæjar að afhenda Axel Ámasyni, verðlaunahafa í teiknimyndasam- keppni Ólympíuleikanna, viður- kenningu og í frétt í gær var 9. bekkur Gagnfræðaskólans síðan í fyrra að afhenda Sólborg afganginn af ferðasjóðnum sínum svo flýta smætti fyrir sundlaugarbyggingunni þar. Morgunblaðið biðst velvirðing- ar á þessum mistökum. Sveinn og Hjálmar Sigurbjömssyn- ir, en þeir stunduðu nám við Tónlist- arskólann á Akureyri og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og luku prófi þaðan. Þeir starfa báðir sem kennarar og hljóðfæraleikarar á Norðurlandi. Hljóðfæraleikarar, sem leika sem gestir með hljóm- sveitinni verða Helga Ingólfsdóttir á sembal, Lárus Sveinsson á picc- olotromjiet, Joseph Ognibene á hom, Olafur Flosason og Sverrir Guðmundsson á óbó og Þórir Jó- hannsson á kontrabassa. Konsert- meistari verður Lilja Hjaltadóttir og stjómandi Roar Kvam. Tónleikar Kammerhljómsveitar- innar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna og um eitt þúsund áheyr- endur sóttu tónleika hennar á sl. vetri. Þann 16. október sl. var áhugafélag um rekstur hljómsveit- arinnar stofnað og er mikill áhugi ríkjandi fyrir að starf hennar verði bæði öflugt og árangursríkt, segir í fréttatilkynningu. Unnt verður að skrá sig sem stofnfélaga á tónleik- unum en aðgöngumiðar verða seld- ir við innganginn. Morgunblaðið/JI Eigendur Bleika filsins í fremstu röð ásamt starfsfólki sínu. Skemmtistaðurinn Zebra seldur: „Bleiki fíllinn“ opnar NÝR skemmtistaður, „Bleiki fillinn“, opnar formlega í kvöld að Hafnarstræti 100. Eigendur nýja staðarins eru þrír, þeir Guðni Árnason, Jón Ellert Tryggvason og Antonio Mellado frá Spáni, sem nýlega fluttist til Akureyrar. Antonio er mörgum islenskum Spánarförum að góðu kunnur, en hann heíur undanfarin ár rek- ið íslendingabarinn „Pink Elephant“ í Torremolinos. Þeir þre- menningarnir keyptu skemmtistaðinn af eigendum Zebra, sem verið hefur í rekstri í rúmt ár. Antonio var búsettur á Akur- eyri fyrir nokkrum árum og starf- aði þá m.a. á skemmtistaðnum H-100 sem rekinn var í sama húsnæði og Bleiki fíllinn nú. Hann sagðist reikna með að Bleiki fíllinn yrði með svipuðu sniði og H-100 nema hvað nýju eigendumir vildu höfða til eldri aldurshóps en þá sótti staðinn. Fyrst og fremst yrði reynt að bjóða upp á góðan stað með vönduðum skemmtiatriðum. Þá væri í bígerð að bjóða upp á pizzur frá kl. 18.00 á degi hveij- um. Þeir Guðni og Antonio munu sjá um framkvæmdastjóm fyrir- tækisins auk þess sem Antonio verður yfirþjónn hússins. Þriðji meðeigandinn býr og starfar í Reykjavík. Kaupendum Dags fækkar um4,4% KAUPENDUM Dags á Akureyri hefiir fækkað undanfarna tólf mánuði. Blaðið var selt í 4.603 eintökum á dag að meðaltali á tímabilinu apríl til september síðastliðinn, samkvæmt upplýs- ingum sem upplagseftirlit Versl- unarráðs íslands hefur gefið út. Dagur var seldur í 4.814 eintök- um á sama tímabili á síðasta ári og hefur seldum eintökum því fækkað um 211 eða 4,4%. Á tíma- bilinu október 1987 til mars 1988 var salan að meðaltali 4.707 eintök. Tölur upplagseftirlitsins eru staðfestar af trúnaðarmanni, sem er Reynir Vignir, löggiltur endur- skoðandi. Tvö blöð gangast sem fyrr undir eftirlit, Morgunblaðið og Dagur. Hærri skatta á hátekjufólk Á kjördæmisþingi framsókn- armanna í Norðurlandskjördæmi eystra var samþykkt að lýsa yfir fiillum stuðningi við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og lagt til að skattheimta yrði aukin á stóreigna- og hátekjufólk. I ályktun þingsins segir meðal annars: „Kjördæmisþingið lýsir yfir vonbrigðum sínum yfir þætti Seðla- bankans í stjóm efnahagsmála und- anfarin ár. Þingið telur að ef bank- inn styður ekki stefnu ríkisstjómar- innar beri hiklaust að endurskoða hlutverk hans.“ Morgunblaðið/Jóhannalngvarsdóttir í þessu flugi Flugfélags Norðurlands voru aðeins þrír farþegar. Þeir eru á myndinni ásamt flugstjóra og afgreiðslustjórum félagsins. Frá vinstri eru: Ragnar Magnússon, flugstjóri, Friðrik Adólfsson, af- greiðslustjóri, Alfreð Jónsson, flugvallarstjóri í Grímsey, Gyða Henningsdóttir, Hannes A. Gunnarsson, Gréta Davíðsdóttir og Siggi litli, en hann var ekki farþegi. Flugfélag Norðurlands: Þijúhundruðasta flug- ferðin til Gríniseyjar Flugfélag Norðurlands flaug í gær í sína þijúhundruðustu ferð tíl Grimseyjar á þessu ári og stefiiir þetta ár í metár hvað varðar flugferðir og farþegaflutninga til Grímseyjar. Flugferðir FN fóru yfir 300 á síðasta ári líka, en þá mánuði síðar en nú. Svo skemmti- lega vildi til að f gær héldu Grímseyingar upp á „þjóðhátiðardag1* sinn sem þeir kenna við Willard Daniel Fiske, sem var mikill íslands- vinur. Hann sendi Grímseyingum stórgjafir á sínurn tíma og hafa ■fcyjarskeggjar haldið upp á afinælisdag Fiske ár hvert sem ber upp á 11. nóvember. Blaðamaður brá sér með í flug- ferðina í blíðviðrinu i gær og tóku flugvallarstjóri, Alfreð Jónsson, og kona hans, Ragnhildur Einarsdótt- ir, á móti gestum með kaffí og ijómavöfflum. Flugstjóri í ferðinni var Ragnar Magnússon og með í förinni var Friðrik Adolfsson af- greiðslumaður FN á Akureyrarflug- velli. Þessar 300 ferðir telja bæði áætlunar- og leiguflug og er venju- lega notast við Twin Otter-vél fé- lagsins í Grímseyjarfluginu. Fyrstu tíu mánuði ársins hafði 2.081 far- þegi verið fluttur með áætlunarflugi til Grímseyjar og ætla má að svipað- ur fjöldi hafi verið fluttur með leigu- flugi. Á veturna er flogið þrisvar í viku til Grímseyjar og á sumrin daglega. Alfreð sagði að þessar tölur samsvöruðu því að hver Grímseyingur færi í land 30-40 sinnum á ári, en auðvitað væri stór hluti af þessum fjölda ferðamenn. Hinsvegar þurfa Grímseyingar að nota flugið mikið til að skreppa í land og má ætla að sú upphæð sem eyjarskeggjar eyða í flugið sé drjúg- ur skildingur á ári hveiju, en flug- farið fram og til baka kostar 5.392 krónur. Bók um sfldarævin- týrið á Siglufírði Höfimdur er Björn Dúason ÚT ER komin bókin „Síldarævin- týrið á Siglufirði“ eftir Björn Dúason. Þetta er fyrsta bók höf- undar, en hann starfaði til margra ára á Siglufirði á síldar- árunum svokölluðu. Dagsprent hf. á Akureyri prentaði bókina. Bjöm Dúason fæddist í Ólafsfírði en fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar árið 1917, þá á öðru ári, og ólst þar upp. Hann starfar nú sem skrifstofumaður hjá Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar hf. Höfundur sagðist í samtali við Morgunblaðið vilja með bókinni bæta köflum í sögu síldarævintýris- ins á Siglufírði. Þetta eru minning- ar og samantekt manns, sem allt frá bamsámm lifði þennan um- brotatíma og kynntist af eigin raun síldveiðum og síldarvinnslu. í fyrri hluta bókarinnar er meðal annars þáttur um Ole Andreas Olsen Tyn- es, afa fyrrverandi fréttastjóra sjón- varpsins, Ingva Hrafns Jónssonar. Ole var athafnamaður á Siglufirði og skrifaði hann sjálfur nokkra minningarþætti úr lífí sínu á Siglu- firði á efri árum. Þá er í bókinni þáttur um Hafliða hreppstjóra Guð- mundsson og þáttur sem Kristinn Halldórsson, kaupmaður, skrifaði um Iandlegukvöld 1914. Einnig em þættir í bókinni úr atvinnu- og menningarsögu bæjarins. Uppistað- an í síðari hlutanum em kvæði og bragir, sem höfundur byrjaði snemma að safna, bæði alvöm- og gamanmál. Margir þeirra munu nú í fárra eigu og hafa hvergi birst. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Björn Dúason í bókinni er bmgðið upp myndum frá þeim ámm í sögu Sigluíjarðar þegar bæjarlífíð snerist allt um síldina og greint er frá mönnum, sem settu svip á bæinn á þeim tíma. I formála segir höfundur meðal annars: „Ekki má líta á efni bókar- innar sem sagnfræði í þröngri merkingu þess orðs. Hér er um að ræða minningar höfundar sem ung- ur lifði þennan umbrotatíma og kynntist af eigin raun hvemig síldveiðar og sfldarsöltun, þessi fyrsta stóriðja íslendinga, umbylti atvinnu- og menningarlífí bæjarins. Dreifingu bókarinnar annast Bjöm Dúason, Ólafsvegi 9, Ólafs- fírði (sími 96-62140), og Helga Bjömsdóttir, Digranesvegi 52 í Kópavogi (sími 91-41953).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.