Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að halda áfram með létta umfjöllun um hið dæmigerða fyrir merkin. Nú er röðin komin að Ljóni (23. júlí—23. ágúst), Meyju (23. ágúst—23. sept.) og Vog (23. sept.—22 okt.). LjóniÖ Ljónið er ákveðið og stjóm- samt, en einnig opið, hlýtt og einlægt í skapi. Það er í eðli sínu lifandi og gjafmilt. Það hefur ríka þörf fyrir að vera áberandi og í miðju í um- hverfi sínu. Það fer því oft mikið fyrir Ljóninu, stundum um of. Það vill gjaman ráða, aun.k. yfir eigin lífi, og hefur ákveðnar skoðanir og telur sig vita hvað er rétt og hvað rangt. Það er því heldur lítið fyrir að hlusta á aðra eða slá af sannfæringu sinni. Ljónið er oft stórtækt og orkumikið og hefur getu til að hrinda stórum áformum í verk. Inn á miUi vill það þó slappa af og njóta lífsins. Það sem Ljónið gerir verður að vera lifandi, skemmtilegt og skapandi. Enda er lykilorð fyrir það skapandi sjálfstjáning. Ljónið verður að leggja sitt persónu- lega mark á það sem það kem- ur nærri. Meyjan Meyjan er jarðbundin og raunsæ. Hún er yfirleitt sam- viskusöm, dugleg og hagsýn. Hún er eirðarlaus og þarf sífellt að vera að, annað hvort í vinnu, við heimilisstörf ef um hússtjórnaraðila er að ræða, við það að hjálpa öðmm eða skjótast niður í bæ o.s.frv. Meyjan er iðin og hún er oft á tiðum hjálpsöm. í skapi er hún frekar alvörugefin og tek- ur viðfangsefni sín hátíðlega. Hún hefur þörf fyrir öryggi og vill hafa röð og reglu á málum sínum. Meyjan er ná- kvæm og á til að vera smá- munasöm. Hún er gagnrýnin og skörp, en stundum um of og á fyrir vikið til að hafa of neikvæða sjálfsímynd. Full- komnunarþörf getur háð henni, en er einnig styrkur að því leyti að hún keppist við að leysa mál sín vel af hendi. Meyja spjarar sig þvi oft vel og er hæf við að takast á við málefni daglegs lífs. Áhugi á heUsumálum og hollu matar- æði er oft áberandi hjá Meyj- um. Vogin Vogin er félagslynd og oft á tíðum listræn. Hún er vel fall- in tíl listrænna starfa en er einnig oft fagurkeri í sér og hefur unun af því að hafa fal- lega hluti I umhverfi sínu. Jafnvægi í litum og formi skiptír hana td. miklu, en henni fellur grófleiki, hávaði og ósamræmi illa. Í skapi er Vogin jákvæð og vingjarnleg. Hún er oft þægileg í um- gengni, er kurteis og fáguð, enda leggur hún áherslu á félagslega samvinnu. Hún tek- ur þvi oft að sér hlutverk sáttasemjara. Vogin vill vega og meta og sjá fleiri en eina hlið á hveiju máli áður en hún tekur ákvörðun. Hún er því oft sanngjöm og víðsýn en getur átt til að vera óákveðin og tvístígandi. Einkennandi fyrir Vogina er sterk réttlætis- kennd og hún á oft til að reið- ast ef hún sér aðra beitta órétti. Vogin er hugmyndarík og hefur áhuga á vitsmuna- legri og hugmyndalegri vinnu. Hún hefur einnig hæfíleika til að taka frumkvæði á félags- legum sviðum og láta sam- vinnu ganga vel. Hiö dœmigeröa Framangreint á fyrst og fremst við um hið dæmigerða fyrir merkin, en taka verður tillit til þess að hver maður á sér nokkur merki sem vinna saman og gera því málamiðl- anir. GARPUR 85 ) MAM/V14, ATHUSA... / L'i'EXJRJ/JM FUsyG/e. BL DSPEEMGMM. GRETTIR ENGINN HE^NANe/MA VIÐ I'SSKÁPS - S EGUL L INM BRENDA STARR &5X V/Ð AÐ éSHEMT/þESSo/M JAt/tA /Hl/S BAS/LS VESK/A þESSAE>ES V/LD/ FÁ HANM ÚF SHÁPMMt MÍNUM OGÚ/Z HUGA Aléf? •.ISTADþeSS /SE/» T/L- LEND/R. HANN V IIAL JUU/N AF- SKVL/ HE/M/L/S- HENT/ MEf> LAUS/SA. HANN. HVAÐ S/cyLD/ bas/l halca bf HANN SÆ/ AÐ JAKKl HMJS HEFUR FENG/Ð nVtT L/F.P Bfenda KE/hst g/sÁrr AE> Því... I VATNSMYRINNI D/N6Ó, EF þó S/C/ÍD/R FAZA / FLU6- FEKD ÍDAG - ÞÁ V/L éG. AÐþÚFAtB/R. í 6BGNUA4 ÖLL Öf&SGISAJ&D/N Fy&R FLU6~ r —----- _Z22£/ FERDINAND SMAFOLK OUR GUE5T TOPAV 15 A FAMOUS ACTRE55. 5HE5 MERETOTELL U5 ABOUT HER FORMER LlVES anp to answer ALL VOUR aUESTIONS... I4ERE5 IUHAT UUE PO.. I 6IVE VOU THE TELEPHONE NUMBER5, Aur> wm i Gestíir okkar í dagerfræg Hún ætlar að segja okkur Við gerum svona. Ég læt Nei, það gerum við ekki! leikkona. frá ævi sinni og svara öll- ykkur hafa símanúmerin um spurningum okkar ... og þið ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Jon Baldursson þurfti ekki að hafa áhyggjur af 12. slagnum í grandslemmunni hér að neðan, sem hann og Valur Sigurðsson sögðu gegn Líbönum á ÓL Suður gefur NS í hættu Norður ♦ 952 ♦ DG1098 ♦ G ♦ KD95 Vestur Austur ♦G4 ... ♦ D10876 ♦ 52 ♦ Á764 ♦ D9875 ♦ 103 ♦ G872 ♦ 64 Suður ♦ ÁK3 ♦ K3 ♦ ÁK642 ♦ Á103 Vestur Norður Austur Pass Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Suður 2 hjörtu 3 grönd 6 tíglar 6 grönd Útspil: Spaðagosi Opnun Jons á tveimur hjört- um er margræð, en oftast á hann veik spil með sexlit í spaða. Á þeirri forsendu stekkur Valur í þijá spaða, sem er fyrst og fremst hindrun. Jón sýnir svo sterka jafnskipta hönd með þremur gröndum og þá býður Valur upp í slemmu með fjórum gröndum. Það er svo fyrst á sjötta þrepi sem þeir leita eftir litnum. Það er fljóttalið upp í 11 slagi þeg^ar búið er að reka út hjarta- ásinn, og sá tólfti er líklegur á lauf. í þessari legu lítur út fyrir að nauðsynlegt sé að svína fyrir laufgosann, en JÓn þurfti ekki að hafa fyrir því. Það kemur nefnilega í hlut vesturs að valda tígulinn líka, og það er meira en hann ræður við þegar sagn- hafi hefur tekið slagina sína á hjarta og spaða. Á hinu borðinu létu Líbanir þijú grönd duga, svo ísland tók þama inn 13 IMPa, en leikurínn vannst með 93 IMPum gegn 44. \ SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á hinu árlega opna móti í Berlín í sumar kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Tom Wedberg, Svíþjóð, sem hafði hvítt og átti leik, og Iones- cu, Rúmeníu. Hvítur er manni yfir, en svartur virðist í þann mund að ná stór- hættulegri gagnsókn. Wedberg fann hins vegar leið til að komast út í unnið endatafl: 33. Bxb+! - Kxb6, 34. Dxe6+ - Kc7, 35. Dxe5+ og svartur gafst upp, því hróksendataflið með þremur peðum undir er alveg von- laust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.