Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 13 inni og upphaf kórþáttarins Omnes generationes tækist ekki sem best, náði kórinn sér vel á strik í þessum glæsilega kórþætti. Arían Quia fec- it var glæsilega flutt af Kristni Sig- mundssyni. Tenórarían Deposuit potentes var ágætlega sungin af Gunnari Guðbjörnssyni, sem þó hefur ekki enn náð þeim raddþroska er hæfir þessu verki. Altarían Esuri- entes var frábærlega vel flutt af Sigríði Ellu. Þáttur kórsins í þessu meistaraverki var góður og fallega hljómandi eins og t.d. í Sicut locut- us, svo og niðurlagi verksins, Glor- ia Patri. Te Deum eftir Verdi, sem var þriðja viðfangsefnið, er sérkenni- legt verk og mjög erfitt í flutningi vegna margvíslegra raddskipta og merkilegt hve vel tókst til í heildina séð en í þessu verki átti kórinn víða mjög góð tilþrif. Þá var söngur kórsins í Va pensiero úr Nabucco mjög fallegur. Auk einsöngs í kórverkunum söng Sigríður E. Magnúsdóttir Hab- anera úr Carmen og eitt lag (A völtum hjartans vogarskálum) úr Carmina Burana en bæði lögin söng hún mjög vel. Gunnar Guðbjörnsson söng blómaaríuna úr Carmen og gerði það ágætlega en vantar enn þá raddburði til að túlka tilfinn- ingaátök hins geðríka hermanns Don Jose. Kvartettinn úr Stabat mater eftir Rossini var ágætlega sunginn en hápunktur tónleikanna voru nokkrir þættir úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Þar mátti heyra glæsileg tilþrif í upphafs- og niðurlagskórum verksins. í lok tónleikanna hylltu áheyr- endur flytjendur og stjómanda og mátti vel heyra að tónleikagestir töldu sig eiga þeim nokkuð að þakka, söngfólki og stjómanda, sem í þijátíu ár hafa flutt tónleikagest- um bestu listaverk tónlistarsögunn- ar. Víst er að dimmt þætti fyrir dymm ef ekki lýsti af þeim minn- ingum sem er glæsileg saga Pólý- fónkórsins, saga sem er einnig saga af sérkennilegum manni, er ekki tróð stíga vanans, heldur braut sér nýjar leiðir, þrátt fyrir vantrú margra og fann þær brautir ógengnar sem öllum þykir nú sjálf- sagt að spóka sig á. Hvað mig sjálf- an varðar þá þakka ég Pólýfónkórn- um og stjómanda hans, Ingólfi Guðbrandssyni, fyrir góðar stundir og óska þeim til hamingju með það að hafa skapað sér stóra og merki- lega sögu. og þokumst aftur yfir hlaðið. Kaffisopinn og hlýindin hafa þjappað hópnum svo vel saman að það er eins og hann eigi ekki auðvelt að þagna. Þess vegna er haldið áfram með lífsreynslusögur af miklum móð í biðröðinni. — Tíu slátur takk, ségi ég og snara döllunum mínum upp á borð. — Viltu þindarnar, gollurs- hús . . . byijar stúlkan að romsa en kemst ekki lengra. — Ég vil ekkert af draslinu, bara — þetta venjulega. Ég ætla mér ekki að vera til jóla að vinna úr þessu. Stúlkan horfir nokkur andartök hissa á mig svo tínir hún — þetta venju- lega — uppí plastpoka. Ég kasta kveðju á samferðarmennina og skauta út með balann í fanginu. | r En vangavelturnar og lífs- reynslusögumar í kaffinu gera það að verkum að mér finnst ég eiginlega vera búin að vinna mig frá þessu sláturstandi. í huganum er ég búin að taka mörg hundmð slátur með og án lauks og rúsína. Og eitt andartak hvarflar að mér að þessi tíu slátur mín séu algjör tímaskekkja. Ætti ég bara ekki að skila þeim og drífa mig í að baka laufabrauðið? Það má þá heldur ekki mikið seinna vera, komið fram í októberlok og jóla- sveinarnir mættir í gluggana hjá Rammagerðinni! Kristín Steinsdóttir Svartlist og listiðnaður Myndlist Bragi Ásgeirsson í tilefni Sovéskra daga í húsa- kynnum MÍR, Vatnsstíg 10, em þar og fram til sunnudags 13. nóvem- ber til sýnis svartlist og listiðnaður frá Kirgizíu. Hér er um alþýðulist að ræða, sem þróast hefur um ald- ir hvað listiðnaðinn snertir en svart- listin er mjög í anda þess sósíalreal- isma, er telst hin viðurkennda opin- bera list. En listfengin leynir sér ekki þótt hugarflugið sé hamið svo sem greinilega kemur fram í teikn- ingu Shanybek Shamúrzaév af úlfaldahöfði, en listamaðurinn er einungis 22 ára, fæddur 1966. En ég hafði mun meiri ánægju af að skoða hina margþættu vefja- list þótt hún njóti sín alls ekki á veggjunum og rifin upp úr sínu rétta umhverfi. Það er nefnilega mikið mál að hengja upp slíka hluti svo að þeir njóti sín í útlandinu og hér þarf lýmið að vera öllu meira og fjölþættara. Upp úr alþýðulist sem þessari er list allra þjóða sprottin — hún er gmnnurinn, sem öll æðri list er byggð á og þróuð. Og svo sem stendur í sýningarskrá, „þá hafa sauðkindin og sauðfjárafurðir löng- um ráðið miklu í lífi íbúa fjallalands- ins Kirgizíu og einkum þó ullin og ullarflókinn. Austur þar er flóka- teppunum líkt við landið, þau eru stór eins og víðátta gresjunnar og litrík eins og fjallaengi þegar túlíp- anarnir standa í blóma. Það krefst í senn hugkvæmni og listfengis, mikillar yfirlegu og nosturs að breyta ljósum ullarlögðum í nýtan- legt hráefni, sem úr má vinna margvíslega hluti, svo sem gólf- og veggteppi, poka og skjóður undir búsáhöld, skrauttjöld ogdúka í júrt- ur hirðingjanna o.s.frv." Það er einmitt þetta, sem er svo mikilvægt að rannsaka þegar upp- runa þjóðmenningar er leitað og hér finnur maður margvísleg svör til að byggja á .. . Kolbrún S. Kjarval hefúr opnað leirmunaverslun í hannyrðaversl- uninni Hofi í Ingólfsstræti 1. Leirmunaverslun í Ingólfsstræti KOLBRÚN S. Kjarval leirlista- kona hefúr fengið hluta af hannyrðaversluninni Hofi við Ingólfsstræti 1 og mun verða þar með úrval af leirmunum sínum til sýnis og sölu. Kolbrún lærði í Danmörku, Englandi og Skotlandi. Hún hefur haldið einkasýningar í Danmörku og á íslandi, en auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Kolbrún starfaði um fjórtán ára skeið í Danmörku, en fluttist heim fyrir fimm árum. Síðan hefur hún rekið eigið verkstæði í Reykjavík en auk þess kennt við Myndlista- skóla Reykjavíkur. Leirmunasala Kolbrúnar í Ing- ólfsstræti 1 verður opin á almenn- um verslunartíma. Daihatsu Charade var upphaflega hannaður til að mæta gífurlegri hækkun bensínverðs í orku- kreppu og að draga úr útgjöldum heimilanna. Nú, þegar kreppir að í íslensku efnahagslífi og bensínverðshækkun liggur í loftinu, ásamt öðrum auknum álögum, sannar Charade enn einu sinni ágæti sitt sem einn albesti kosturinn á markaðnum þegar hugað er að bílakaupum. Kynntu þér hönnun, útlit og rekstrargrund- völl Daihatsu Charade áður en þú velur annað. Daihatsuþjónustan er svo í kaupbæti, sú besta sem völ er á. Við eigum fyrirliggjandi árgerð 1988 á besta verði sem við höfum nokkrum sinni boðið uppá. í því eru engar blekkingar um vexti, einfald- lega lágmarksverð á gæðabíl. Við bjóðum kjör við allra hæf i og erum opnir fyrir alls konar skiptum. Úrval notaðra bíla. BRIMBORG HF. vau»ar,o-i6 SKEIFUNNI 1 5 - SÍMI 685870. Daihatsu - Volvo - Viðurkennd gæðamerki NÝ SÍMANÚMER: Söludeild 685870 Verkstæði: 673600 Varahlutir: 673900 Árgerð 1989 er á leiðinni fyrir þá sem vilja blða, en á töluvert hærra verði. Verð frá kr. Innifalið hágæða útvarps- og segulbandstæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.