Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Kveðjuorð: Arni Hraundal Fæddur 15. september 1916 Dáinn 28. október 1988 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kvedja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja elskulegan mág minn. Ámi fæddist að Gröf í Vatnsnesi 15. september 1916. Er hann nú ^ ijórða systkinið sem fe_r úr þessum voðalega sjúkdómi. Ég á Áma margt að þakka. Margs er að minn- ast í þau 40 ár sem við emm búin að þekkjast. Árni var alltaf ákaflega hlýr og góður við mig og mína og ætíð var mjög gott samband á milli heimila okkar, meðan ég átti heima fyrir norðan. Ámi og Bogga kona hans áttu fallegt heimili og ekki vantaði myndarskapinn eða snyrti- mennskuna þar, hvort heldur var inni eða úti við. Ég bið Guð að styrkja þig, elsku Bogga, Gunnþórunn, Helga, Ragn- ar og flölskyldur. Blessuð sé minn- ing góðs manns. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Lilla Það er mér þungt og erfitt verk að setjast niður með penna í hönd og ætla að rita nokkrar línur í minn- ingu frænda míns, en mér fmnst að ég verði að reyna. Hann hét fullu nafni Ámi Eyjólf- ur Jón Oskar og var sonur hjónanna Sigurlaugar Guðmundsdóttur ljós- móður og Ásgeirs Hraundal rithöf- undar og bóksala. Þau hjónin bjuggu að Baldurshaga á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu fram tii ársins 1923, en þá varð að leysa upp heimilið vegna veikinda móður- innar og fóm bömin hvert í sína áttina, 10 að tölu. Það hafa verið þung spor fyrir foreldra á sínum besta aldri. Fyrst fór Ámi að Gauksmýri í tvö ár, síðan fór hann með föður sínum til Hafnarfjarðar í eitt ár. En árið 1927 fór hann svo til frænda síns Ambjöms Þorgríms- sonar og konu hans Gunnþórunnar Sigurðardóttur á Hvammstanga sem hann svo kallaði alla tíð sína fósturforeldra. Gunnþómnn er á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og lifir þar fóstursoninn við háan aldur. Árið 1935 fer Ámi að Grafarkoti í Línakradal og er þar ásamt unn- ustu sinni Svanborgu Guðmunds- dóttur í húsmennsku hjá foreldmm hennar, Guðmundi Guðmundssyni og Hólmfríði Jósepsdóttur. Þau gengu svo í hjónaband árið 1937 og hefja þá sinn búskap fyrst í fé- lagi við foreldra Boggu og bróður hennar Jósep. Seinna varð svo til nýbýli út frá Grafarkoti, Lækjar- hvammur, og þar bjuggu Ámi og Bogga alla tíð. Þetta var mikið lán og gæfa fyrir Áma, að eignast Svanborgu frá Grafarkoti. Hún er einstök kona, róleg og dagfarsprúð en afar vinnusömu og fellur henni helst aldrei verk úr hendi og hef ég oft dáðst að því hvað henni verð- ur einstaklega vel úr verki. Það var mörg búmannsraunin á þeim ámm sem þau hjónin hófu sinn búskap og kom þá vel í ljós hversu sam- hent þau vom til allra verka og að láta hlutina ganga upp og það með slíkum sóma að til fyrirmyndar var. Þau bmgðu búi vorið 1979 og hafa búið vel um sig í Fífusundi 1 á Hvammstanga. Það þarf ekki annað en að ganga um heimilið þeirra þá sést vel hversu annt þeim var um að eiga gott og fallegt heimili. Ami og Bogga eignuðust tvö böm, Helgu, gift Guðbimi Breiðíjörð frá Svalbarði á Vatnsnesi og eiga þau 11 börn, og Ragnar, verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, giftur Helenu Svanlaugu Sigurðardóttur frá Hvammstanga og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Ámi einn dreng, Vigni Baldvin, handmenntakennari, giftur Sigrúnu Langelyth sem er dönsk í föðurætt og eiga þau tvö börn. Fyrir mér er Ami einstakur frændi, svo einstakur að því fá eng- in orð lýst. Ég á slíkar minningar- perlur frá Lækjarhvammi og Hvammstanga að það væri efni í heila bók. Mér er efst í huga þakk- læti fyrir þær yndislegu stundir sem ég átti þar, og allar þær minningar um yndislegar sumardvalir í sveit- inni. Ég vildi óska að bömin mín hefðu getað notið þess sama, en við því er ekki að búast. Fátt var skemmtilegra að loknum löngum og oft ströngum vinnudegi við hey- skap en að slaka á og fara í útreið- artúr og njóta lands og náttúm og rabba um daginn og veginn og lífið og tilvemna við þann besta frænda sem til var. Þegar fór að líða að sauðburði og réttum gat hann alltaf átt von á mér úr Reylqavík og allt- af var ég hjartanlega velkominn svo aldrei verður fullþakkað. Ámi var alla tíð mikill hestamað- ur og virkur félagi í Hestamannafé- laginu Þyt og var fyrir nokkmm ámm gerður að heiðursfélaga. Þeir em orðnir margir hestamir sem hann hefur tamið og gert að gæð- ingum. Ami var sannarlega vinur vina sinna, og var vinskapur okkar slíkur að þar hefur aldrei fallið skuggi á, enda hef ég alla tíð sótt mikið norð- ur á Hvammstanga og ekki síður Tryggvi, Hanna og Óskar. Mér finnst það mikil sorg að yngsta bamið mitt, Tryggvi Kristmar, skyldi ekki fá að njóta Áma frænda lengur. Mér finnst það lýsa mann- kostum frænda míns hversu vel hanntók eiginmanni mínum strax, fagnandi og innilega og urðu þeir miklir vinir. Bömum mínum var hann eins og afi og átti í þeim hvert bein. Á hveiju sumri var farið í ferðir um sýsluna og einstakir dalir tekn- ir fýrir og skoðaðir nánar. I sumar sem leið var farið um Blöndudal og suður á Hveravelli, og á ég erf- itt með að sætta mig við að það hafi verið síðasta ferðin okkar sam- an í þessu lífi. Nú á þessu hausti höfum við sannarlega orðið að skilja hversu stutt er á milli lífs og dauða. Það er eins og hendi hafi verið veifað. í byijun ágúst sl. var ég á ferðinni á Hvammstanga og þá sagði hann mér að hann ætti eitthvað svo erf- itt með svefn og væri lystarlítill á mat, og síðari rak eitt annað og það smá dró af honum þrótturinn en hann fylgdist alltaf með öllu og spurðist fyrir um eitt og annað. Hann kvaddi svo þennan heim þann 28. okt. sl. á afmælisdegi Óskars bróður síns og 10 ára hjúskaparaf- mæli okkar hjónanna. Ég hef verið beðin um af foreldr- um mínum að koma fram þakklæti fyrir allt og allar þær ógleymanlegu stundir sem þau áttu með Áma. Þar voru á ferðinni ekki bara bræð- ur heldur einstakir trúnaðarvinir og sprellikarlar. Elsku Bogga mín og fjölskylda, nú er stórt skarð í okkar hópi, en minningin um góðan eiginmann og yndislegan föður, tengdaföður, afa og frænda mun græða sárin í hjört- um okkar allra. Ég bið góðan Guð að geyma minningu hans, og gefa að honum líði vel þar sem hann er núna í æðri heimkynnum. Hafí elsku Ámi minn þökk fyrir allt frá mér og minni fjölskyldu, foreldmm minum og systkinum. Við Tryggvi vottum ykkur öllum heima á Hvammstanga okkar dýpstu samúð og biðjum ykkur Guðsblessunar um ókomin ár. Kristín Hraundal Jenný Jónsdóttir Selfossi - Minning Fædd 16. ágúst 1900 Dáin 3. nóvember 1988 Foreldrar hennar vom þau hjón- in, Guðrún Sigmundsdóttir ættuð frá Framnesi í Hraunshverfí á Eyr- arbakka, og Jón Andrésson, bóndi frá Litlu-Háeyri á sama stað. Þau eignuðust 5 böm, sem öll komust til hárrar elli utan eitt er dó bamungt. Gíslína, f. 1884, d. ?, Andrés, f. 1889, d. 1892, Guðjón, f. 1893, d. 1972, Andrés, f. 1896, d. 1978, og svo Jenný, sem var þeirra yngst. Hún ólst upp á Litlu- Háeyri með foreldmm sínum og Hótel Saga Siml 1 2013 Kransa-og kistuskreytingar. Heimsendingarþjónusta. Sími 12013. Opið laugardaga til kl. 18.00. Kransar, krossar W) og kistuskreytingar. w Sendum um ailt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sími 84200 systkinum við hin algengu störf bæði til sjávar og sveita eins og þá gerðist. Hún gjftist Jóni Bjarnasjmi, formanni frá Eyfakoti, en hann var formaður, bæði á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn, en gerðist seinni múr- ari. Þau eignuðust tvær dætur, Guð- rúnu Jónu, sem gift er Baldri Karls- syni, skipstjóra í Þorlákshöfn og eiga þau 4 böm, og Sigríði, en þær mseðgur hafa búið saman alla tíð. Sigríður á eina dóttur sem ber nafn ömmu sinnar og var nöfnu sinni mikil gleðigjafi. Báðar dæturnar reyndust henni einstaklega vel og vom henni mikil stoð og styrkur þegar halla tók undan fæti og vom þær mæðgumar sérlega samrýmdar á allan hátt, og var heimili þeirra mjög vandað og fágað á sinn einfalda máta. Þegar ég var ungur drengur var það venja að fara í jólaboð norður að Litlu-Háeyri til íjölskyldunnar þar, og svo komu þau aftur fram að Smiðshúsum. Ég hlakkaði mikið til þessara boða, því þar var allt svo fínt og fágað, hitinn af litla kolaofninum var-svo góður og notalegur, manni leið þama einstaklega vel í litlu baðstofunni. Eplaskífumar og annað meðlæti er maður fékk með súkkulaði laða ennþá fram í hugann minninguna um þessar heimsóknir á ámm fá- tæktar og fábreytileika í mat og drykk. Og það var aldeilis furðulegt hve hægt var að gera þessi litlu og lágu hús að mikilli höll í augum okkar. Og þegar búið var að hlýja vel upp og kveikja Ijós í hveiju skoti t JÓN KRISTINN MAGNÚSSON frá Neskaupstað, lést á St.Jósepsspítala í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Rfkarður Magnússon. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Efstalandl 24, Reykjavfk. Bjartey Friðriksdóttir, Þorsteinn Guðnason, Jóhanna Friðriksdóttir, Sigurður Sigurðsson, Pálmi Friðriksson, Anný Ástráðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. þá var sannkölluð jólastemning yfír öllu. Sumum konum tekst það undra vel að gera heimili sín þannig að öllum er þar koma líði vel, án alls íburðar á nokkurn hátt. Þar er hreint og bjart yfír öllu og húsið hefur fengið sál, sem hveijum og einum þykir gott að vera samvistum við. Jenna var ein af þessum konum. Það fór ekki mikið fyrir henni út í frá, hún undi sér best við heimilið og fjölskylduna, fylgdist þó vel með öllu og hafði skoðanir á hlutunum,. og hún lét ekki hlut sinn fyrir nein- um ef því var að skifta. Guðjón bróðir hennar varð fyrir þeirri sáru sorg að missa konu sína, þá nýgiftur, af bamsforum er hún ól honum tvíbura. Annan þessara drengja Jóhann Benedikt tóku þau Jenna og Jón að sér og ólu upp sem sitt eigið bam. Jóhann var einstaklega skemmti- legur drengur og hvers manns hug- ljúfí, augasteinn þeirra hjóna sem þau bundu miklar vonir við. En lífíð er stundum hart, órætt og margslungið. Jóhann fórst í flug- slysinu mikla er Glitfaxi fórst í Héðinsfírði árið 1947, þá um tvítugt. Þetta varð þeim mikið áfall og sár harmur, sem seint eða aldr- ei mun hafa gróið hjá þeim. Hinn tvíburinn var Baldur er þau hjónin Lovísa Jóhannsdóttir og Olafur Helgason, kaupmaður á Eyrarbakka tóku í fóstur og ólu upp. Baldur er nú kaupmaður bú- settur á Akranesi. En lífíð hélt áfram sinn vanagang þó með ýmsum breytingum einsog gengur, og þetta sama ár fluttu þau upp að Selfossi og var það aðallega vegna þess að þar var miklu meiri vinnu að hafa heldur en á Eyrar- bakka. Jón vann mest hjá Kaupfélag Ámesinga, sem þá var að rísa með miklum stórhug, bæði á Selfossi og í Þorlákshöfn, hann var afbragðs verkamaður og vandvirkur múrari og bera verk hans þess merki enn í dag. Hin síðari árin var Jenna búin að dvelja á Sjúkraheimilinu á Selfossi við gott atlæti og umönnun. Eftir því sem- árin líða og ellin færist yfír þá fækkar samferða- mönnunum og þeir týna tölunni einn og einn, en minning þeirra lif- ir þó áfram. Með þessum línum vil ég að sein- ustu þakka og geymi í minningunni gott og ánægjulegt samband í gegnum tíðina, og sendi aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Við munum og geymum með miklum yl þær menjar, án nokkurs skugga, um lítinn torfbæ með lágreist þil og ljós úti í hveijum glugga, um baðstofú-hlýjunnar blíðuseið, sem bræddi af rúðunni klakann, um dýrðlega kvöldið, sem kom - og leið, um kerti, sem brann oní stjakann. (Guðm. Böðv.) Sigmundur Andrésson t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, MAGNEA GUÐLAUGSDÓTTiR, Hnotubergi 31, Hafnarflröi, andaðist á Bromton-sjúkrahúsinu í London 10. nóvember. Halldór Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar, BRYNDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR, Melhaga 3, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 11. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Árnadóttir, Þórarinn Árnason, Inglbjörg Árnadóttir. S á i v* ■* t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.