Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 Aðalvlk og Bergviík, togarnir sem fára frá Keflavík til Sauðárkróks. HK ræður ekki við rekstur þeirra og vill losna við þá í skiptum fyrir frystiskipið Drangey. Skagfirðingar vilja fá þessi skip til að létta á stöðu sinni og tryggja vinnslu i landi. Þessi gagnrýni er ósmekkleg - segir Guðjón B. Ólafsson um gagn- rýni á SÍS vegna togarasölumálsins „Mér finnst þessi gagnrýni væg- ast sagt nokkuð ósmekkleg," sagði Guðjón B Ólafsson i sam- tali við Morgunblaðið um gagn- rýni á þátt Sambandsins í togara- sölumálinu. „Það er eins og menn þurfi alltaf að klína öllu á Sam- bandið þegar eitthvað er.“ Guð- jón segist hafa falið Ólafi Jóns- syni allan málarekstur varðandi Hraðfrystihús Keflavíkur, þar á meðal viðræður við fúlitrúa El- deyjar hf og annarra sem hafa óskað eftir að kaupa annað eða bæði skip HK. Forráðamenn El- deyjar hf rituðu Guðjóni bréf vegna málsins þar sem þeir fóru fram á liðsinni hans tíl að halda skipunum í héraði. um starfhæfan grundvöll, þá gildi það ekkert síður fyrir aðra aðila en Sambandið, þannig að ef einhveijir aðrir aðilar eiga eftir að koma inn í sömu mynd og við erum í þarna í dag, þá breytast ekkert forsend- ur.“ Guðrjón sagði að á meðan mis- vægi er á kostnaðarþróun innan- lands og erlendis, þá verði vanda- mál viðvarandi í þessum iðnaði. „Það eina sem er að gerast núna er það, að verið er að lagfæra þá miklu skuldasöfnun sem hefur átt sér stað á liðnum árum, breyta þeim skuldum til viðráðanlegri veg- ar fyrir fyrirtækin. En það vantar ennþá rekstrargrundvöll." Morgunblaðið/Snorri Snorrason Drangey SK 1. Þetta skip á að selja til Hraðfrystihúss Keflavikur. Drangey heilfrystir aflann, annan en þorsk. Um 40 milljónir króna mun kosta að setja vinnslubúnað um borð i skipið til þess að það geti talist fúllgildur frystitogari. Skagfirðingar vilja ekki skipið, Hraðfrystihús Keflavikur ætlar að bjarga rekstri sínum með því. „Það er rétt að Sambandið er meirihluta eignaraðili að Hrað- Togarasala Hraðfrystihúss Keflavíkur: frystihúsi Keflavíkur og það er þannig til komið að leitað var til Sambandsins þegar fyrirtækið var komið í mikinn vanda og fjárhags- leg þrot. Sambandið setti þá hlut- afé inn í fyrirtækið til þess að reyna að bjarga því. Nú stöndum við frammi fyrir þvi að þetta hlutafé er tapað og síðan hafa okkar bestu menn verið að leita að Ieiðum til að ná fram hagræðingu í greininni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, meðal annars vegna þess að það hefur verið umtalsverður skortur á vinnukrafti í Keflavík, það hefur meðal annars þurft að nota erlend- an vinnukraft til þess að halda hús- unum gangandi, og út af áfram- haldandi taprekstri hússins, þá komust menn að þeirri niðurstöðu að skynsamlegasta lausnin sem hægt væri að fínna væri þessi: Að styrkja stöðu Sauðárkróks með því að Iáta þá hafa tvo ísfísktogara og fá í staðinn frystitogara sem hefur í dag starfsgfrundvöll og gera hann út frá Keflavík. Og loka húsinu, að sinni, þar til að hægt væri að finna fyrir það starfhæfan grundvöll. Við teljum að þegar við tölum Hagsmunir HK ekki í fyrir- rúmi, heldur sambandsins - segir stjórnarformaður Eldeyjar hf., sem vill kaupa togarana ELDEY hf reynir nú að fá því framgengt að fyrirtækið geti keypt annan eða báða togara Hraðfrystihúss Keflavíkur, sem ætlunin er að selja til Sauðárkróks og fá i staðinn hálffrystitogarann Drangey. Jón NorðQörð stjórnarformaður Eldeyjar hf segir að ekki verði séð að hagsmunir HK séu hafðir í fyrirrúmi við þessi kaup, þar sem rekstur Drangeyjar muni ekki geta staðið undir sér vegna mikilla skulda sem hvila muni á skipinu. Þá segir hann Byggðastofiiun gefa ranga mynd af neikvæðum áhrifúm togarasölunnar og að Suðurnes séu afskipt í sjóðakerfinu. Eldey hf var stofriað fyrir rúmu ári síðan i þeim tilgangi að koma í veg fyrir að skip verði seld frá Suðurnesj- um og gerir nú út tvö fiskiskip. Stjóm Eldeyjar hf hefur sent Guðjóni B. Ólafssyni forstjóra Sam- bandsins bréf, þar sem farið er fram á liðveislu hans til að fá skip HK keypt. Þar eru nefndar þijár leiðir til að halda skipunum heima og tryggja rekstur HK. Þær em í fyrsta lagi að Eldey kaupi annan togarann og létti þannig 200 millj: óna króna skuldabyrði af HK. í öðm lagi að Eldey kaupi hlut Sam- bandsins í HK og loks í þriðja lagi að Eldey hf útvegi 150-200 milljón- ir króna nýtt hlutafé og þar af yrði íslenskir aðalverktakar hf.: Ekkert erindi hefur borist ÍSLENSKIR aðalverktakar hafa verið nefndir sem hugsanlegur Qármögnunaraðili við kaup Eld- eyjar hf á togurum Hraðfrysti- húss Keflavíkur eða við hluta- Qáraukningu. Vilhjálmur Árna- son stjórnarformaður Aðalverk- taka segir að ekkert erindi hafi borist um það mál, hins vegar hafi farið fram óformlegar við- ræður um það við utanríkisráð- herra, eins konar kynningarvið- ræður. „Það var borið undir mig fyrst af Steingrími Hermannssyni á meðan hann var utanríkisráðherra, en ekki þannig að ég legði það fyrir stjóm- ina. Hann var svona að viðra þetta mál. Nýi utanríkisráðherrann, Jón Baldvin, hann bað okkur að hitta sig, alla stjómina, fyrir skömmu og þá ræddi hann þetta mál við stjóm- ina svona fram og aftur og það var skilið við þetta á því stigi án þess að nokkur lína fengist í málið og þannig situr þetta ennþá," sagði Vilhjálmur Ámason. hlutur Eldeyjar 100 milljónir. Jón Norðíjörð segir að Eldeyjar- menn álíti þriðja kostinn í tilboði sínu til Sambandsins vera bestan. „Það er sú tillaga sem við viljum reyna að fá menn til að tala við okkur um. Aukið hlutafé er það, sem þarf til að leysa þessi vandræði sem em að hrella þá. Eftir þvf sem við lomumst næst em skuldir fyrirtæk- isins um 400 milljónir í dag og þá sjáum við að miðað við söluverð togaranna og eignir þessa fyrirtæk- is er það síður en svo á hausnum. Togaramir era auðvitað mikils virði vegna þess að verið er að selja þenn- an fískkvóta." íslenskir Aðalverktakar hafa ver- ið orðaðir við Eldey hf allt frá stofn- un félagsins. Jón Norðflörð segir að ekkert hafí formlega verið rætt við Aðalverktaka. „Við vitum að á þessum vettvangi er til fjármagn sem gæti orðið okkur að liði. Við höfum ekki haft aðgang að þessu, eins og einhver orðaði það, spilverki sjóðanna. Við höfum alls ekki verið í náðinni hjá þessu ríkisfjármagni hvar sem það liggur í sjóðunum. “ Jón var spurður hvort Eldey hf þurfí að taka lán til að kaupa skip- in. „Það hefur ekki alveg skýrst ennþá. Hlutafjársöfnun hjá Eldey gekk ágætlega til að byija með. Síðan dró úr þegar leið á árið en núna í þessari umræðu hefur hún tekið vemlegan kipp.“ Jón telur greinargerð Byggðar- stofiiunar um málið hliðholla Skag- fírðingum og neikvæða fyrir Suður- nesin. Hann nefnir sem dæmi að þar er talað um að erfítt sé að manna fiskvinnslu HK. „Þama er verið að tala um tímabundið ástand. Þetta hefur auðvitað komið upp oft áður á Suðumesjum vegna þess að við höfum flugvöllinn og hann hefur oft skapað mikla sveiflu í atvinnu, það vita menn og hafa ekki gengið gruflandi að. Önnur áhrif, eiris og til dæmis að sjö ársverk við löndun úr skipunum, em ekki talin. Talað er um að þama fái Suðumesjamenn skuldlítið skip. Við spyijum þá: Hveijar verða skuldimar þá þegar upp er staðið? Við fáum það út að Drangeyjan muni standa í að minnsta kosti 300 milljónum í skuld.“ Hann segir ársaflaverðmæ- tið geta orðið í besta falli 200 millj- ónir króna og kveðst efa að Drang- ey geti staðið undir rekstri sínum með svo miklar skuldir. „Það lítur út frá okkur séð að þama sé sá aðili sem á stærstan hlut að máli, Sambandið, að flytja ísfisktogarana sem fá við það aukinn þorskkvóta á bilinu þúsund til tólf hundmð tonn og auðvitað um leið að bæta fyrir mistök sem hafa verið gerð fyrir norðan í fjárfestingum, að byggja upp dýrt frystihús og að breyta Drangeynni eins og henni var breytt sem er óumdeilanlega mistök. Við sjáum ekki að hagsmunir Hrað- frystihússins hafí verið hafðir í fyr- irrúmi í þessu dæmi, eins og tals- maður þess hefur viljað halda fram,“ sagði Jón Norðfjörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.