Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 54 0--- c 1982 UnlverMl Pren Syndicale nV\vcLb ná gerfc afrnfer p Ast er ... .. .sem ÍSgur tónlist. TM Reg. U.S. Pal Off. —all rights reserved ° 1988LosAngelesTimesSyndicate Þér eruð læknir. — Hvílík heppni: Ég er sjúkling-- ur...? HÖGNI HREKKVÍSI w //E6 HEF VERIE? AD ReYNA AÐ NÁ i i ALIAN DAG- - - . .. flVER VAR I' SÍMAMU/M V'/ Er öldruðum mismunað? Til Velvakanda. í útvarpsþættinum „Dagmál" hinn 31. október síðast liðinn var rætt við Öddu Báru um málefni aldraðra, fróðlegur og góður þátt- ur. En þar kom fram vitneskja sem mér kom á óvart, ef ég hef skilið rétt. Sem sagt ef fólk fer á elliheimili eða hliðstæða stofnun þá verður það að borga með sér ellilaunin ásamt tekjutryggingu en fær þó krónur 5.000 í vasapening á mánuði. Ef áðumefnd gjöld duga ekki til rekst- ursins þá borgar það mismuninn úr sínum lífeyrissjóði ef einhver er. Þau tryggingarorð fylgdu að þó sú greiðsla hrykki ekki til yrði fólk ekki borið út heldur séð fyrir líkam- legum þörfum þess og það fengi sínar 5.000 krónur í vasann til að lifa sem sjálfstæðir einstaklingar. Ég blygðast mín fyrir að standa frammi fyrir þessum sannleika ef þetta er þá rétt skilið hjá mér. Annars vonast ég eftir leiðréttingu þeirra sem kunnugri eru þessum málefnum. Hefur nokkum tíma verið kannað hve stór hópur aldraðra á rýran eða engan lífeyris- sjóð? Og hvers vegna er ekki greiðsla úr lífeyrissjóði bundin við einhverja hlutfallsskerðingu heldur en að veita hana alla í framfærsl- una og láta einstaklinginn standa uppi með sínar fimm þúsund krónur til einka nota á mánuði. Mér finnst þetta andleg misþyrming þó líka- manum sé séð fyrir sínu. Það er margt vel gert fyrir þenn- an þjóðfélagshóp sem er að ljúka sínu lífsstarfi. En að setja alla und- ir sama hatt er einum of snemmt því enn þá er of stór hópur innan þeirra vébanda sem er algjört lág- launafólk, en hefur þó sannarlega lagt sinn skerf að mörkum að því velmegunarþjóðfélagi sem nú er gumað af. Mér dettur í hug einn lítill þáttur í starfi aldraðra sem er mikil dægra- stytting og yndisauki. Það er fönd- urstarfið. En öll handavinna er dýr og hverjir eru þá settir hjá að njóta þessa. Það hljóta að vera fimm þúsund króna launþegamir. Ég nefni nú bara þennan eina þátt sem verið er að byggja svo myndarlega upp fyrir daglegan lífsmáta þeirra öldruðu. Það mætti segja að ef þetta væri það eina sem þessi hópur þyrfti að neita sér um mætti svo sem skella skollaeyrum við því. En þessir einstaklingar þurfa sannar- lega að breyta öllum sínum lífsmáta um leið og þeir hefja „gönguna". Ég skora á alla þá sem einhvers mega sín í þessum málefnum að koma í veg fyrir þetta himinhróp- Til Velvakanda. Ég vil taka undir með móður sem skrifaði í Velvakanda fyrir nokkru og hvatti til þess að leiktækjum fyrir lítil börn yrði komið upp sem víðast um borgina. Ég er þeirrar skoðunar að umhverfíð sé ekki nógu vinsamlegt litlum bömum, víða er ástandið þannig að þau verða að leika sér á gangstéttum og hafa engan sérstakan stað til að vera á. Margt hefur verið verið vel gert á þessu sviði og vil ég t.d. þakka andi ranglæti og miða lífsframfæri einstaklingsins aldrei svo blint við líkamlega þörf að efnkalífið gleym- ist. Þama hlýtur líka stór hópur öryrkja að vera undir sömu sökina seldur þó ég sé ekki eins kunnug kjörum þeirra og hinna. Vilborg Guðmundsdóttir fyrir „kastalann" sem byggður var í Hljómskálagarðinum á sínum tíma, það var framtak sem litlu bömin kunnu vel að meta. Við gleymum því undur fjótt þegar við vomm sjálf lítil börn og hættir því til að miða allar framkvæmdir við fullorðið fólk. Ég vil hvetja til þess að meira verði hugað að þessum málum og leiktæki sett upp sem víðast. Amma Fleiri leiktæki Víkverii skrifar Víkveiji hlustaði á dögunum á nokkrar sjónvarpshetjur karpa um meinta gjá milli stijálbýlis og höfuðborgarsvæðis. Þar var sumt spaklega sagt, annað ekki. En hver er sá kíll, sem gert hefur gjána? Um það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir. Víkveiji hefur það sterk- lega inn á sér að mikilvirkasti fleyg- urinn kunni að vera sjálf tæknin. Tæknin, sem er skilgetið af- kvæmi menntunar og þekkingar, leiðir það meðal annars af sér, að sífellt er hægt að framleiða meira og meira með færri og færri starfs- mönnum. Þetta gildir jafnt um land- búnað sem sjávarútveg, sem eru helztu undirstöður atvinnu og af- komu fólks í stijálbýli. Síðan koma til sögunnar takmarkað veiðiþol nytjafíska og sölutakmörk búvöru. Enn er þess að gæta að stærri og stærri hluti þjóðarinnar fer í langskólanám. Og aðeins lítill hluti langskólagengins fólks, sem rætur á í stijálbýli, fínnur störf á sínu menntunarsviði í heimahögum, því miður. Þessi þróun er ekki séríslenzkt fyrirbæri. Hvarvetna um hinn iðn- vædda heim streymir fólk úr sveit- um til þéttbýlis — af landsbyggð til stórborga. VVíkveiji getur hinsvegar tekið undir það með þeim sem skeggræddu málið á Stöð 2 að spoma verður við miklu fólks- streymi frá stijálbýli til höfuðborg- arsvæðis — og gegn ótímabærum hagsmunaárekstrum stijálbýlis og þéttbýlis. Sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragn- arsson benti réttilega á það að meirihluti búsettra Reykvíkinga væri annað tveggja: fæddur í svo- kölluðu stijálbýli — væri Norðlend- ingur, Austfirðingur, Vestfirðingur o.s.frv. — eða ætti foreldra fædda í stijálbýli. Af þessum sökum nytu „landsbyggðarsjónarmið" verulegs skilnings á höfuðborgarsvæðinu. Hann benti jafnframt á þá stað- reynd að nú væri að vaxa úr grasi fjölmenni, sem væru Reykvíkingar í þijá ættliði eða lengur, og hefði önnur tilfínningaleg viðhorf gagn- vart stijálbýlinu. Hann sagðist ótt- ast breytt viðhorf að þessu leyti. En er ástæða til þess? Er ekki hægt að rækta skilning og hlýhug milli landshluta og byggðarlaga? Reykvíkingar vilja að vísu fá að ráða því sjálfír, hvort, hvenær, hvar og hvem veg þeir byggja ráðhús. En það eru þeirra hagsmunir, engu síður en stijálbýlisfólks, að landið haldist að sem stærstum hluta í byggð — og að undirsöðuatvinnu- vegir þjóðarbúsins verði reknir réttu megin við landamæri taps og hagn- aðar. X X X VVíkveiji rakst og á það ein- hvers staðar í fréttaflóðinu að fram hafí komið á kirkjuþingi til- laga um menningarmiðstöið á Hól- um í Hjaltadal. Menningarmið- stöðvar á Hólum og í Skálholti eru hugmyndir, sem þjóðin öll ætti að geta sameinast um að gera að veru- leika. Víkveiji lítur á Hóla og Skálholt sem „höfuðborgir" kristni og mennta í landinu um margar aldir þjóðarsögunnar. Það á að vera metnaðarmál fólks á Stór- Reykjavíkursvæðinu sem annarra að vegur þessara staða verði sem mestur um langa framtíð. Víkveiji væntir þess sömuleiðis að stijálbýlisfólk vilji veg höfuð- borgar landsins, Reykjavíkur, sem mestan. Það þjónar hinsvegar hvorki hagsmunum Reykjavíkur eða lands- byggðar, ef Víkveiji skilur málið rétt, að fólksstreymi til borgarinnar verði of mikið, né að stijálli byggð- ir tæmist af fbúum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.