Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1988 15 Fáránleg afskipti stjóravalda af málinu - segirforseti bæjarstjórnar Sauðárkróks „AUÐVITAÐ Snnst mér þessi umræða sem hefur verið um málið í útverpi og sjónvarpi al- veg fáránleg. Og mér finnst raunar alveg fáránlegt að for- sætisráðherra og jafiivel ríkis- stjórn skuli hafa afskipti af byggðamálum í landinu með þeim hætti sem hún virðist hafa gert,“ segir Þorbjörn Árnason forseti bæjarstjórnar Sauðár- króks og varaformaður stjórnar Úgerðarfélags Skagfirðinga hf. Hann segir fyrirhuguð skipa- skipti vera einu leið Utgerðarfé- lagsins út úr erfiðri skuldastöðu og bæjarfélagsins til að halda uppi atvinnu á staðnum. Bæjar- sjóður Sauðárkróks á um 20% hlutaflár í Útgerðarfélaginu. „Ég lít á það sem eitt af megin- markmiðum þessarar ríkisstjómar eins og hún segir sjálf í sínum málefnasamningi að stuðla að öflugri byggðapólitík í landinu. Það er ekki sjáanlegt að ríkisstjómin sé að gera það með því að vera að mismuna hagsmunum sveitar- félaga með þeim hætti sem hún er að gera með afskiptum sínum af málinu. Þannig blasir það að minnsta kosti við okkur hér norðan heiða,“ sagði Þorbjöm. Hann sagði Byggðastofnun hafa orðið fyrir ómaklegri gagnrýni vegna málsins. „Ég sé ekki annað en að Byggðastofnun hafi gert það sem menn hafa verið að tala um hvað mest í þjóðfélaginu undan- famar vikur að það skuli gæta hagræðis eins og mögulegt er. Ná fram í rekstri hagkvæmni og gróða eftir skynsamlegum leiðúm." Þorbjöm sagði hag Sauðárkróks af skipaskiptunum fyrst og fremst vera þann, að tryggja aukinn fisk til vinnslunnar í landi og þar með atvinnu á staðnum. Drangey er svokallað hálffrystiskip og með því að breyta því í frystitogara sem vinnur aflann um borð væri fyrir- sjáanlegur hráefnisskortur í landi. Þær breytingar á skipinu vsem hins vega afar kostnaðarsamar. Þorbjöm sagði kostnaðaráætlun hljóða upp á um 40 milljónir króna og alls óvíst væri að fé fengist til þess. Skuldastaða Útgerðarfélags- ins er slæm og því nauðsynlegt að lækka skuldir um að minnsta kosti 100 milljónir króna og það mun takast með þessum aðgerðum. Útgerðarfélagið fær annan togara Keflvíkinga, hinn kaupir Fiskiðja Sauðárkróks. „Þetta er í raun og veru eina leiðin sem við sjáum út úr þessu máli fyrir Útgerðarfélagið og þá um leið fyrir bæjarfélagið." Morgunblaðið Snorri Snorrason B&B mm H 1 R fl L E S V H I N G verður haldin um helgina á nýkomnum húsgögnum. Þar verður meðal annars nýjasti sófinn frá B & B Italia, ADIA, hannaður af Paolo Piva. B & B Italia leggur ætíð áherslu á glæsilegt útlit, þægindi og tæknilega hönnun. Adia-sófinn hefur vakið gífurlega athygli víða um heim enda gott dæmi um svar við kröfum nútímans um húsgagna- hönnun þar sem saman fer fegurð og notagildi. J&K Jafnhliða húsgagnasýningunni er sýning á verkum myndlista- konunnar DEM. MlW VIÐ ENGJATEIG, SlMI 689155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.