Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Kærleikur án kröfu um endurgjald Békmenntir Súsanna Svavarsdóttir Séra Árelíus. Horft um öxl af Hálogalands- hæð. Útgefandi: Reykholt. Séra Árelíus Níelsson er löngu orðin þjóðkunn persóna hér á Is- landi og fara af honum margar sögur, sumar sjálfsagt sannar — aðrar ekki. Hann hefur verið bæði umdeildur og virtur, talinn dálítið „sér á parti". Nú hefur þessi mæti maður rit- að æviminningar sínar á bók sem hann kallar einfaldlega séra Árel- íus. Þar rekur hann uppruna sinn; segir frá föður sínum, Níelsi blinda, og móður sinni, „Einsu“ í Svarta kofanum. Bæði bjuggu þau í Flatey, hún hafði „unnið sig upp úr húsmennsku", og var einhleyp á fertugsaldri þegar hún eignaðist drenginn Árelíus með Níelsi sem var giftur maður. Árelíus var ávöxtur syndarinnar og bæði hann og foreldramir fengu að gjalda þess. Drengurinn Árelíus var sendur í fóstur, nokkurra daga gamall, fyrst í Bæ á Bæjamesi í Múla- sveit, en nokkmm mánuðum seinna til hjónanna Sæmundar og Maríu á Svínanesi. Hjá þeim ólst hann síðan upp, ásamt tveimur fóstursystkinum, fyrst í Svínanesi, síðar í Kvígindisfírði. í bókinni segir séra Árelíus frá þvi hvemig hann aflaði sér menntunar, eftir góðan undirbúning hjá fósturfor- eldrunum, sem ekki höfðu þó aur- aráð til að senda hann menntaveg- inn. En með góðum gáfum, láni frá vini og vinnusemi, tókst honum að komast í Kennaraskólann, ljúka honum, lesa stúdentspróf utan- skóla og ljúka síðan námi í guð- fræði. Hér er aðeins stejdt á fáeinum skeijum í sögu Árelíusar, því er- fítt væri segja frá innihaldi bókar- innar í fáum orðum. Séra Árelíus fer þá leið í ritun æviminninga sinna, að þræða þau áhrif sem hann verður fyrir frá blautu bams- beini; samskipti við fólk, dýr og náttúm, sem leiða til þess að hann verður prestur — hugsjónamaður í starfí. Og það er heillandi og lærdómsrík lesning. Smátt og smátt fer maður að skilja hvers vegna séra Árelíus hefur verið umdeildur. Kærleikur hans og umburðarlyndi er einfaldlega of mikið fyrir þann nútímamann sem á erfítt með að bera ábyrgð á sjálf- um sér. Séra Áreiíus reynir þó ekki að fegra sjálfan sig. Hann lýsir fyrir- litningu sinni á Einsu sinni í Svarta kofanum miskunnarlaust; lýsing sem hægt væri að gera hallæris- lega í anda sjálfsásakana. En í Békmenntir Sigurjón Björnsson Jónína Leósdóttir: Guð almáttugur hjálpi þér. Endurminningar Sigurðar Hauks Guðjónssonar. Nýja bókaútgáfan. Reykjavík 1988. 294 blaðsíður. Ekki get ég stært mig af því að vera mikill kirkjugöngumaður. Stafar það þó ekki af skorti á trú- rækni, heldur af hinu að ég vil koma mér hjá vonbrigðum. Oftar en hitt þykir mér prédikunin skilja lítið eftir og gefa fá tilefni til íhug- unar og eftirþanka. En þá sjaldan að ég hef farið í kirkju hef ég sóst eftir að hlýða messu hjá séra Sigurði Hauki Guðjónssyni í Lang- holtskirkju. Kemur þar tvennt til. Annars vegar er sú skerpa og djörfung í málflutningi hans sem jafnan gætir og hið mikla næmi á mannlegt líf og kjör sem hann er gæddur. Hann hnippir einatt í mann, stundum óþyrmilega, svo frásögnum af samskiptum þeirra; drengsins og unglingsins Árelíusar og hinnar raunverulegu móður, setur hann sig í 3. persónu og les- andinn skynjar það sár sem hann ber vegna framkomu sinnar við hana án þess að frásögnin verði nokkum tímann væmin. Hún verð- ur eins og einkar vel skrifuð smá- saga um umkomuleysi lítilmagn- ans. Árelíus var ungur beiskur mað- ur, hæddur og fyrirlitinn af flest- um vegna uppmna síns. Nema fósturforeldrunum — enda er þeim lýst af stökum kærleika í bókinni. Séra Árelíus hefði allt eins getað farið aðrar leiðir í lífinu vegna að víst fínnur maður til þess að eitthvað skortir á kristnina og hollara væri að líta betur í eigin barm. Eg er þó ekki viss um að ég hafí alltaf verið honum sam- mála, en það getur líka verið heilsusamlegt og fallið til yfírveg- unar og endurskoðunar. Hins vegar er hinn ágæti kór Langholtskirkju undir stjóm Jóns Stefánssonar sem er mikið yndi á að hlýða. Nú stendur séra Sigurður Haukur á tímamótum. Hann hefur ákveðið að láta af prestskap, þó að hann sé ekki nema liðlega sex- tugur. Ég mun sakna hans úr kennimannsstóli og veit að svo munu margir gera. Á þessum tímamótum lítur hann yfír farinn veg og rifjar upp ævi- feril sinn. Jónína Leósdóttir hefur fært frásögn hans í letur. Enginn nema þau tvö fær raunar að vita, hversu mikið hún hefur þurft að koma við sögu. í þessari endurminningabók drepur séra Sigurður Haukur á ýmis atvik úr bemsku sinni og þess andstreymis sem hann mætti, en sjálfsagt hafa fósturforeldrar hans og þær Imba og Sæja, sem bjuggu á heimili þeirra framan af, kennt honum að veröldin er ekki alvond. Þroskasaga Árelíusar verður því til sáttar við sjálfan sig Jónína Leósdóttir æsku, lýsir hraðferð sinni gegnum Guðfræðideild (2V2 ár), prestskap- arámm sínum og búskap (8V2 ár) á Hálsi í Fnjóskadal og eftir það í Langholtssókn í Reykjavík. Eftir því sem á bókina líður snýst frá- sögnin meira og meira um sam- skipti hans við trúbræður og aðra er koma nálægt kirkjulegum mál- efnum, starf hans að æskulýðs- málum, áfengisvamarmálum, sál- arrannsóknum og andlegum lækn- Skapheitur hug- sjónaklerkur Púsluspili raðað saman Békmenntir Jenna Jensdóttir Hrafnhildur Valgarðsdóttir: Púsluspil — unglingasaga. Frjálst framtak 1988. Bækur Hrafnhildar Valgarðs- dóttur hafa vakið athygli. Hún nær til krakkanna með líflegri atburð- aríkri frásögn úr þeirra veröld. Púsluspil — unglingasaga fjallar aðallega um vinkonumar Júlíu (sem segir söguna) og Áslaugu, vini þeirra, ijölskyidur og keppina- uta. Júiía átti heima úti á landi, en flytur til Reykjavíkur með móður sinni þegar faðir hennar deyr. Þær beijast í bökkum og móðir hennar á varla fyrir nauðþurftum, hvað þá heldur húsaleigu. Hún þráir að komast aftur í sveitina og giftast Sveinbimi skólastjóra, sem er hrif- inn af henni. En Júlía er aftur lítið hrifín af þeim manni. Þó sér hún visst fijálsræði í því að losna að heiman og með samblandi af því og manngæsku reynist hún þeim jákvæð og liðleg í ástarstandi þeirra. Brúðhjónin flytja hamingjusöm í afskekkta sveitina, en Júlía verð- ur eftir, stundar nám í 9. bekk og leigir í dularfullu húsi, sem hún kallar höll. Eigandi er kona yfír miðjan aldur, torræð í framkomu og hegðun. Hún hefur nokkra leigjendur, sem allir vekja áhuga hjá Júlíu og Áslaugu vinkonu hennar. Eins og Júlía eru þeir einn- ig kostgangarar hjá konunni Sóldísi. Vinkonumar em upprenn- andi listamenn í skáldskap og tón- list. Hæfíleikamir og afsprengi þeirra eiga erfítt uppdráttar í menningarlífí skólans. Þar ræður stúlkan Kókó sem þekkt er úr feg- urðar- og tískuheiminum. Hún gengur hreint og ákveðið til verks, stofnar hljómsveit skólans með eftirsóttum strákum og ætlar sjálf að vera söngkonan. Með framferði sínu skapar hún öfund hjá Júlíu og Áslaugu, sem virða og meta betri og viðurkenndari tónlist en Kókó sjálf — en samt er það Kókó sem fær hljómgrunn meðal nem- enda. Júlía fær annað og meira að hugsa um, þegar hún kemst að því að einn leigjandinn, Benni, „stór og feitur, dulur og hafði óþægilegt augnaráð", hafði þekkt til föður hennar og veitti honum dánum aðkast í orðum svo Júlíu svíður undan. Áhugi hennar á fortíð föðurins er vakinn. Júlía tekur ófijálsri hendi skrautföt og hatt hjá Sóldísi, til þess að líta sem best út við söngva- og tónlistar- keppni skóians. Til þess að koma í veg fyrir að það uppgötvist digt- ar Áslaug upp tilveru ömmu sinnar, sem eiganda, og á vonandi ekki meiri óþverra í hugsun sinni en hún býr í orð er hún lýsir þess- ari tilbúnu ömmu. Kókó og hljómsveit hennar fara sem sigurvegarar. Gaukur, draumaprins Júiíu, er sem milli tveggja elda, en skilar sér yfír til hennar og bjargar að nokkru lög- um hennar frá Kókó. Fortíð föður- ins látna skilar sér smám saman til Júlíu og í ljós kemur að þeir sem lengst hafa verið í höllinni eru annað hvort tengdir æsku hans á einhvem hátt eða skyldir. Forboð- inn afí og ráðskona hans í næsta nágrenni birtast einnig. Saga grunnviturra samskipta 0g haturs greiðist í sundur og uppgjörið er jákvætt. Áslaug hefur hænst mjög að öðrum tvíburanna, sem leigja Hrafnhildur Valgarðsdóttir hjá Sóldísi. Þeir eru utan af landi og eru í læknisnámi. Saga þessi er lipurlega skrifuð, en varla er hægt að segja að per- sónugerðir séu traustvekjandi — nema kannski þau sem hurfu í sveitina aftur. Þrátt fyrir má ætla að unglingsstúlkur hafi gaman af sögunni. En fyrirmyndir af afger- andi, áhugavekjandi piltum finna þær ekki, til þess eru lýsingar á hinum ungu piltum er við sögu koma of þokukenndar. og hann öðlast smátt og smátt kjark til að vera góð manneskja — án kröfu um endurgjald. Sjald- gæft í veröld sem er hrædd við að vera kjánaleg og notuð. Frásögnin er einkar lifandi. Séra Árelíus er ófeiminn við að sveifla lesandanum milli reiði og samúðar, gleði og sorgar, hann gerir harðar kröfur til okkar í vangaveltum sínum um líf og dauða, tilvist okkar og hlutverk á jörðinni, kærleika og miskunn al- mættisins. En þetta eru ekki vangaveltur um kenningar og „int- ellektúal", heldur tilfínningar og leitina að hinu góða í sjálfum sér. Kannski einmitt þess vegna sem þær eru svo harðar og miskunnar- iausar. Enginn þarf samt að vera hræddur um að hér sé einhver „hugljúf kærleiksrolla" á ferðinni, eða játningabók í anda Ágústínus- ar. Frásögnin er oft drepfyndin og oftast á kostnað Árelíusar sjálfs, myndræn og skemmtileg. Þegar upp er staðið hugsar maður margt, en aðallega „mikið var ég heppin að lesa þessa bók, ég ætla að lesa hana aftur". ingum, svo og skoðunum hans og viðhorfum. Þetta er einarðleg og undansláttarlaus frásögn, eins og vænta mátti. Og enda þótt séra Sigurður Haukur virðist æði oft hafa átt í árekstrum og útistöðum og mætt alls kyns mótblæstri, er frásögn hans tiltölulega beiskju- laus. Hann talar vel um fólk, en er engu að síður hreinskilinn. Hann dregur enga dul á það að hann hafí rekist heldur illa í prel- átahjörðinni. Að nokkru kennir hann það skaphita sínum og litlu „diplomati", en einnig næmri rétt- lætiskennd og skilningi sínum á hlutverki kristinnar trúar. En því fer þó fjarri að þessi bók einkennist af þunglamalegri al- vöru og trúarlegum einstrengings- hætti. Séra Sigurður Haukur er einmitt mjög fijálslyndur og víðsýnn maður og gamansemi 0g hressileika skortir hann ekki. Það verður því engum lestur hans leið- ur. Séra Sigurður Haukur lætur oft að því liggja að hann hafí verið eins konar „persona non grata“ innan kirkjunnar. Hann hefur hlot- ið áminningar, verið skammaður opinberlega, rekinn frá störfum (útvarp), rægður, baktalaður o.s.frv. Ekki dreg ég í efa að allt þetta sé rétt. Ég hef alla tíð stað- ið langt utan þessa vígvallar og því ekkert heyrt nema dauft vop- naglamur, einkum fyrr á tímum. Eitthvað rámar mig í að hann hafí þótt heldur ólíklegt prests- eftii, þegar hann var að sækja um hvert brauðið á fætur öðru og beið alltaf lægri hlut í kosningum í upphafí ferils síns. En annað þori ég einnig að full- yrða. Eftir að séra Sigurður Hauk- ur kom hingað til Reykjavíkur, hefur hann notið sívaxandi virð- ingar. Og áreiðanlega hugsa margir til hans með hlýjum hug, ekki síst fyrir hið mikla og óeigin- gjama starf hans í þágu æskulýðs- ins. Þessi bók lýsir þessum mæta manni einkar vel, persónu hans, skoðunum, hugðarefnum og störf- um. Það á enginn að þurfa að verða fyrir vonbrigðum af henni fremur en af stólræðum hans. Bók þessi er vel úr garði gerð. Þó er ein meinleg villa í mynda- texta á bls. 87, sem raunar er leið- rétt á lausum miða. Annars hefði ég auðvitað ekki veitt því athygli. í bókinni er myndin sögð af föður hans, Guðjóni A. Sigurðssyni, og konu hans, Þórunni Guðmunds- dóttur. Konan er hins vegar önnur (Jóhanna Þorvaldsdóttir). Mynd af móður séra Sigurðar Hauks er að fínna í hópi annarra á bls. 18. Þá er í myndatexta á bls. 248 maður að nafni Kurt ranglega nefndur Karl. Brengl af þessu tagi geta að sjálfsögðu alltaf komið fyrir og þykja víst engum leiðari en þeim sem að útgáfu standa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.