Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 28
.28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Dansbænir í Hallgrímskirkju: Upphaflega var dansað ÍSLENSKI dansflokkurinn og’ Arnar Jónsson, leikari, firumsýna dansbænirnar „Faðir vor“ og „Ave Maria“ eftir Ivo Cramér í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 22. desember klukkan 20.30 og við sama tækifæri syngur Mótettukórinn þijá sálma undir stjórn Harðar Áskelssonar. Ivo Cramér samdi dansinn við Maríubænina sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn og tileinkar hann Vigdísi Finnbogadóttur, forseta. Ivo Cramér er þekkt nafn í heimi danslistarinnar. Hann er dansari, danshöfundur, listdans- stjóri og leikstjóri. Hann hóf leik- húsferil sinn sem listdansari og dansaði fyrst opinberlega árið 1940. Fimm árum síðar stofnaði hann eigin listdanshóp, Cra- mérbaletten. Hann dansaði og vann með Birgit Cullberg, sem hafði líka sinn eigin dansflokk og árið 1946 slógu þau saman dans- flokkum sínum og stofnuðu Sænska dansflokkinn, Svenska Dansteatem, sem ferðaðist mikið um Evrópu og sýndi. A árunum 1975-1980 var Ivo Cramér list- dansstjóri Konunglega sænska ballettsins. Cramér stofnaði Cramérballett- inn aftur í Stokkhólmi, ásamt eig- inkonu sinni, danshöfundinum Tyyne Talvo, árið 1968, en hún stjómaði flokknum meðan hann var listdansstjóri hjá Konunglega. Cramér hefur samið flölda þekktra balletta fyrir dansflokk sinn og þeirra á-meðal Faðir vor, bæn fyrir dansara. „Ég kalla þetta bæn fyrir dans- árum seinna sem ég fékk fyrir- spum frá kirkjunni um hvort ég vildi ekki semja kirkjubæn og þá varð „Faðir 'vor" til. Sá dans varð að hefð og er dansaður á hveiju ári um jólin í kirkjum í Svíþjóð." — Hvað gerðist á þessum tuttugu árum? „Kirkjan í Svíþjóð stofnaði menningarsjóð sem hafði það að markmiði að fá fólk til að vinna í kirkjum með leiklist — og þá allar greinar leikhússins — og stjóm þessa sjóðs bað mig um þetta. Það má eiginlega segja að það hafi orðið stefnubreyting inn- an kirkjunnar. Og í kjölfar þess- ara breytinga hef ég haldið nám- skeið fyrir presta um sögu dansins í kirkjunni. Allt sem söfnuðurinn syngur er líka hægt að tjá með dansi. Það er mjög algengt að prestar viti ekki að dans var upp- haflega iðkaður í kristinni kirkju, en var síðan bannaður vegna þess að dansinn þótti tilheyra heiðn- inni. Hið kirkjulega vald vildi ekki heiðna siði og athafnir inn í kirkj- umar. Það er til heilmikið efni um dans í kirkjum, sem var horf- ið en er nú komið fram í dagsljó- sið.“ Ivo Cramér er ekki aðeins þekktur fyrir dansbænir sínar, því hann hefur um árabil samið „kómedíuballetta", og sækir gjaman efnivið sinn í Commedia dell’arte-leikhúsið. „Sá leikstfll Það var ekki fyrr en tuttugu hefur alitaf höfðað til mín,“ segir í kristnum kirkjum - segir höfundurinn, Ivo Cramér hólmi, en rétti tíminn var ekki kominn; tíðarandinn leyfði það ekki. Þetta var árið 1950. Þó hafði Cramérballettinn sýnt „Biblíumyndir" eftir mig 1945, ballett sem túlkaði atriði úr lífi Jesú. Sá dans sigraði í listdan- skeppni í Kaupmannahöfn árið 1948, hlaut mörg verðlaun og fór síðan í leikför til margra landa. Ég reyndi að fá hann sýndan í kirkjum, en tíminn var ekki kom- inn. ara,“ segir Cramér, sem nú er staddur hér á landi, „vegna þess að ef ég kallaði þetta „kirkjubal- lett,“ mundi fólk halda að nú væri verið að sveiflast á táskóm í kirkjunni." — Hversvegna dansbæn? Ég samdi dansbænina „Faðir vor“ árið 1971 og setti hana upp með mínum eigin dansflokki og við dönsuðum hann árum saman í kirkjum um öll Norðurlönd, nema ísland. En þessi dansbæn átti sér langan aðdraganda, því ég var aðeins 13 eða 14 ára þegar ég var farinn að semja dansa við texta úr Biblíunni. Þá héit ég að ég væri sá eini í heiminum sem gerði það — svo það kom alger- lega frá sjálfum mér — ég var ekki að stæla neinn. Ég býst við að ástæðan hafi verið sú að móð- ir mín las mikið fyrir mig upp úr Biblíunni þegar ég var bam og þessar sögur höfðu mikil áhrif á mig. Mín tjáningarleið er svo dansinn. Seinna, þegar ég var kominn með Cramér-dansflokkinn, reyndi ég að sýna í kirkjum í Stokk- Cramér, „og af þeirri hefð hef ég .meðal annars lært að texti, stfll og líkamsburður eru óijúfanleg heild. Þeir ballettar sem ég hef verið að setja upp voru skrifaðir á forrómantíska tímabilinu, það er milli barrokktímans og ró- mantíkurinnar. Ég hef unnið mik- ið á Dronningholmleikhúsinu í Stokkhólmi og þar sá Nureyev einn af ballettum mínum og bauð mér að koma til Parísar. Þar unn- um við saman tvo Commedia dell- ’arte-balletta, sem hann dansaði aðalhlutverkið í.“ — Þú segir að þessir ballett- ar séu frá lokum 18. aldar. Hvaða heimildir hefúr þú um það? „Það er til mikið af gömlum heimildum um listdans á Óperu- safninu í Svíþjóð. Þar er hægt að finna marga balletta, sém eru skrifaðir niður fyrir hvem takt. Allt frá tímum Gústafs þriðja, sem myrtur var á grímuballi árið 1792, voru ballettmeistarar sendir til Parísar og London til að læra. Þeir skrifuðu alla dansana niður og þessi minnisatriði em ennþá til. Þessvegna er hægt að túlka þessa gömlu balletta án þess að líkja alveg eftir þeim.“ — Hvað tekur svo við þegar þú ferð frá íslandi? „Héðan fer ég til Frakklands, þar sem ég set upp ballett í Nant- es. Þeir halda upp á 200 ára af- mæli byltingarinnar í vor og ég set upp ballett sem heitir „La Fille mal gerdée," og var skrifaður árið 1789 í óperuhúsi sem var byggt sama ár. Ég fann verkið auðvitað í Stokkhólmi, en þetta er í fyrsta skipti sem það er sett upp. Síðan fer ég í Dronning- holm-leikhúsið þar sem égstjóma- „kóreógrafíu" á Soliman II, kómískri ópem frá 1790, þannig að eftir þetta heilaga tímabil hér, skipti ég alveg yfír í glensið fram á vorið." ssv MELISSA örbylgjuofn 18 Itr. 5 stillingar snúningsdiskur MELISSA - kaffivél 12 bolla, hvít MELISSA ryksuga 1000 w kr. 14.490 stgr. kr. kr. 1.690 6.200 stgr. stgr. SEsanto Santo handryksuga kr. 995 stgr. 0SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 ÁRMÚLA 3 SÍMI 68 79 10 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blanda var mikilúðleg sl. fimmtudag og sem að vori eftir hlýindin undangenginn sólarhring. Umhleypingar í Húnaþingi: Blanda sem á vordegi Blönduósi. ^ Umhleypingar og óstöðug veðrátta hefur einkennt fyrri hluta vetrar í Húnaþingi. Ekki hefúr veðráttan þó verið hörð hvað hitastig varðar og hefúr hitinn á Blönduósi komist yfir 10 ^ráður i desember. A tímabilinu frá kl. 18 þann 14. desember til klukkan 9 um morgun- inn þann 15. desember komst hitinn hæst í 10,6 gráður en 1. desember komst hitinn hæst í 8,6 gráður sam- kvæmt upplýsingum Gríms Gísla- sonar veðurathugunarmanns á Blönduósi. Þessi hlýindi höfðu óneitanlega örvandi áhrif á jökulána Blöndu því hún var sem á vordegi þegar lokaskiladagur staðgreiðsl- unnar rann upp þann 15. desem- ber. í venjulegu ári rennur Blanda til sjávar undir ís á þessum árstíma en slíkt helsi hefúr hún ekki þolað sem af er þessum vetri og mun það afar fátítt. Vindar hafa ekki verið miklir f vetur en þó brá svo við að eftir að ljósin höfðu verið tendruð á jólat- rénu frá vinum okkar í Moss þá hvessti hressilega af suðvestri. Jóla- tréð stóðst þessa fyrstu áraun ung- um og öldnum til óblandinnar gleði en þessi vinargjöf frá Noregi hefur tvö undanfarín ár látið bugast af atloti vindanna. Það er farið að kveða svo rammt að þessu áhlaupi' vindanna á jólatréð að farið er að tala um jólatrésveðrið en vonandi er að jólatréð fái að vera í friði um þessi jól. / Jón Sig. co
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.