Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 13
MORGUNÖLAÐIÐ, MroVfMffil'fflM SI 13 Fjarlægð og hillingar Békmenntir ErlendurJónsson Hafllði Vilhelmsson: GLEYMDU ALDREI AÐ ÉG ELSKA ÞIG. 238 bls. Hlöðugil. Reykjavík, 1988. Hafliði Vilhelmsson vakti verð- skuldaða athygli með Leið 12 Hlemmur Fell sem út kom fyrir ell- efu árum. Ferskt raunsæi einkenndi þá sögu. Síðan hefur Hafliði sent frá sér bækur og sýnt fram á að hann stendur í fremstu röð ungra skáldsagnahöfunda. Ný bók frá hendi hans vekur því bæði eftir- vænting og athygli. Gleymdu aldrei að ég elska þig ber þess vott að Hafliði er enn að þreifa fyrir sér. Stfll hans er jafnan sterkur, ekki kannski hnökralaus, en áleitinn og hlaðinn hugkvæmni. Þeir eiginleik- ar bregðast honum ekki í þessari bók. En höfundur verður líka að velja sér efni við hæfi. Að þessu sinni er Hafliði ekki á sinni réttustu bylgjulengd hvað það snertir, sýnist mér. Sagan gerist erlendis og að ýmsu leýti í framandi umhverfí. í kápuauglýsingu er gerð eftirfarandi grein fyrir efni hennar: »Ungur maður, rekinn áfram af draumsýn- um fer að vinna á hæli fyrir þroska- hefta og geðveika unglinga. Ef til vill ekki ákjósanlegasti vinnustaður fyrir mann sem sjálfur er tæpur á geðsmunum og haldinn hjátrúarór- um og trúir því staðfastlega að ör- lögin ætli honum að hitta þá konu sem hefur unnað honum í fyrri æviskeiðum hér á jörðinni.« Út af fyrir sig er ekkert við það að at- huga þótt skáldsaga gerist utan- lands, að hluta eða heild. Þar hefur Hafliði fyrir sér fordæmi ýmis. Hins vegar sýnist landið hafa svo sterk ítök í íslenskum rithöfundum, jafn- vel þótt þeir hafí sjálfír dvalist lang- dvölum fjarri heimslóð, að erlend efni veki ekki með þeim þá sköpun- argleði sem nægi til að þeir skrifí um þau verk sem.jafnist á við hitt sem rætur á hér heima. Eða missýn- ist mér, er það ef til vill lesandinn Þegar gleðin skýtur óvænt upp kollinum Aítur til Afr íku Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Wilbur Smith: Fálkinn flýgur Ásgeir Ingólfsson þýddi Útg. ísafold 1988 Þetta er þriðja bók í flokknum Menn með mönnum og Englar gráta og er þó undurvel hægt að lesa hana sem sjálfstætt verk. Systkinin Robyn og Zouga Ballantyne eru hér aðal- sögupersónur. Leiðir þeirra liggja saman eftir nokkum aðskilnað. Zo- uga hefur verið í breska hemum á Indlandi, Robyn hefur komist í gegn- um læknanám með þvl að taka á sig gervi karlmanns. Þau hafa bæði búið í Afríku með foreldrum sinum og hafa hjá sér ríka þörf til að snúa þangað. Móðir þeirra er að sönnu íátin, en Robyn hefur óbilandi trú á að einhvers staðar í myrkviði Afríku sé faðir þeirra enn á lífí. Hún vill í senn gerast trúboði og læknir og þó umfram allt finna föðurinn. Zouga er sömuleiðis sólginn í að sjá Afríku aftur og þótt ekki líti björgulega út framan af tekst Zouga að afla nauð- synlegs farareyris til að þau komast af stað. Um þetta leyti, það er miðja síðustu öld, em deilur um rétt- mæti/lögmæti þrælasölunnar í al- gleymingi. Skipið Huron er ekki sagt þrælaskip, en Robyn fyllist smátt og smátt grunsemdum og fínnst skipta öllu að hún komist að því. Skipstjóri Hurons, Mungo St. John, mun hafa afgerandi áhrif á líf hennar, hann er rustamenni en sjálfsagt góður lengst inn við beinið og þótt Robyn sé pen og siðsöm laðast hún að hon- um og með þeim afleiðingum að hún leggur vitaskuld hatur á hann eftir að hann hefur komið fram vilja (beggja reyndar). Þetta verður svo þungbært stúlk- unni, að hún getur ekki til þess hugs- að að sigla áfram með honum og telur bróður sinn á að leita til bresks skipstjóra, Codrington, sem af ýms- um ástæðum eldar grátt silfur við Mungo. Þetta er skemmtilegt aflestrar, en þó fer leikurinn fyrst að æsast þegar þau leggja af stað inn í frumskóginn og þar er Wilbur Smith I essinu sfnu. Hrakningar þeirra og reynsla þar er öldungis heillandi aflestrar og það liggur við að manni finnist maður sé með í för. Lýsingar Smiths á að- stæðum virðast mjög sannfærandi. Það líður að því að leiðir systkin- anna hljóta að skilja, þegar Robyn kemst að því að aðalerindi bróðurins að snúa aftur var ekki sama og henn- ar. Hann vill drepa ffla og ná fflabein- inu á markað til sölu, fínna fólgna fjársjóði, verða moldríkur. Þegar sú stund rennur upp að Robyn fínnur föður þeirra verða viðbrögð þeirra afar ólík. Hetjan Fuller Ballantyne er ekki lengur glæsileg hetja, hann er viti fírrtur aumingi að deyja úr sárasótt og Zouga er um megn að horfast í augu við það. Enda var leitin að föðumum honum aldrei jafn hugleikin og systurinni, eins og áður hefur margsinnis komið fram í sög- unni. Mér fínnst Fálkinn flýgur lang- skemmtilegust aflestrar þeirra þriggja bóka um Ballantyne-systkin- in sem ég hef verið að lesa síðustu árin. Ásgeir Ingólfsson þýðir bókina ‘ og gerir það af atorku, býr yfír mikl- um orðaforða og þekkingu á stfl og hugsunarmáta Smiths. Hafliði Vilhelmsson sem hefur þetta ranglega á tilfínn- ingunni? Hugsanlega. Auðvitað tengist þetta þeirri skoðun að mað- ur, sem staddur er í framandi um- hverfí, muni ekki njóta sín með svipuðum hætti og heima hjá sér; sýni ekki hvað með honum býr, hvorki í raunveruleika né skáld- verki. En nú er maður nærri farinn að lasta þessa skáldsögu sem alls ekki var ætlunin. Hún er auðvitað fullrar athygli verð. Hafliða tekst jafnan vel að lýsa samskiptum ólíkra manngerða. Ástalífssenur hans, sem oft lýsa samblandi af unaði og nöturleika, verða jafnan minnisstæðar, og svo er hér. Hann útmálar sterkt, og að mínu viti rétt, sálarleysi stórborgaumhverfís: »Ég ráfaði um götur höfuðborgarinnar, asfalt og stéypueyðimörk, kald- ranaleg stræti, bflapest og streita.« Skáldsagnahöfundur verður öðr- um fremur að hafa auga fyrir smá- atriðum, að nema fínu blæbrigðin sem bregða oft svo stórum svip yfír heildina. Það tel ég að Hafliða auðnist flestum betur. Þessi skáldsaga Hafliða Vil- helmssonar hefur marga góða kosti þótt ég hiki við að kalla hana hans * bestu. Það eru ýmsir hlutar hennar sem standa manni fyrir hugskots- sjónum að lestri loknum fremur en sagan sem heild. »Örlög eða tilvilj- un. Hvor þessara þátta stjóma lífi okkar og ástum?« Þannig er spurt í áðumefndri kápuauglýsingu. Sem betur fer verður aldrei hægt að svara slíkum spumingum endan- lega. En það er eðli ungra að spyrja stórt. Gleymdu aldrei að ég elska þig geymir kannski svör við ein- hveijum spumingum. En sagan ber líka með sér að höfundurinn er sjálf- ur að spyija, að hann er enn leit- andi. Békmenntir Jenna Jensdóttir Margareta Strömstedt: Marta. Dagur í desember. Þýðandi Olga Guðrún Árnadóttir. Vaka-Helga- fell 1988. Sagan um Mörtu gerist í litlu þorpi í Smálöndum í Svíþjóð. Og þótt hún eigi að gerast fyrir meira en ijörutíu árum er hún saga dags- ins og verður það alltaf, af því að lífið sem birtist í sögunni, lífsbarátt- an sem háð er af sögupersónum, er hvorki bundið rúmi né tíma — þótt umrót og þjóðfélagsbreytingar gefí því aðrar myndir. Kjaminn er sá sami. Lífíð hefur snemma á aldri Mörtu litlu lagt þungar skyldur á herðar hennar. Átta ára gömul er hún farin að gegna húsmóðurstörfum heima hjá sér — og jafnvel uppeldisskyldum líka, þar sem tvö yngri systkini henn- ar þurfa mikið á henni að halda. Að vísu er móðirin á lífi, en hún er að mestu við rúmið og lesandi fínnur strax að veikindi hennar eru geðræn. Faðirinn sem er klæðskeri og vinnur á saumastofu skammt frá heimilinu, gerir það sem hann getur heima fyrir. En hann treystir mikið á Mörtu og ætlast blátt áfram til að hún standi sig. Og það gerir Marta. Hún kiknar ekki undan þeirri ábyrgð sem á hana er lögð. Hún reynir að standa sig við dagleg skyldustörf. Ekki af því að hún sé sífellt að hugsa um það, heldur af meðfæddri eðlishneigð. En greind hennar og þroski heimta meira en grimmur eða mildur heim- ur veruleikans birtir henni í við- burðum dagsins. Ofþrungið magn tilfinninga býr vitundinni til sterka atburði — og stundum skelfílega. Þótt rödd samviskunnar hrópi í litlu sálinni að þetta sé ekki rétt og þetta megi Marta ekki segja, býr hún samt til atburði og segir frá þeim. Verst er þegar hún sér rauðan blett í snjónum og býr til slys I- frá- sögn sinni. Marta skilur ekki sjálfa sig, því að litla „kvíðadýrið" sem sífellt ger- ir vart við sig inni í henni, þýtur um þegar það veit af ávítunum eftir svona tilbúning um atburði dagsins. Það er ekki eins og henni fínnist nóg þegar „kvíðadýrið" verður hamslaust ef foreldrar hennar deila eða eitthvað mjög erfítt í raunveru- leikanum. Eins og „kvíðadýrið" verð- ur þó aldeilis að láta í minni pokann þegar jólagjafímar koma frá ætt- ingjum í fjarlægð — eða mamma er glöð og tekur þátt í daglegu lífí með þeim. Marta er ávítuð fyrir tilbúnar frá- sagnir sínar. Manneskjur eins og Anna hjúkr- unarkona (mesta herfa) skilja hana ekki og auka bara á sektarkennd hennar. Það er fámálugi, dagfars- góði maðurinn Dagur, sem leiðir Mörtu til skilnings á þessu og mörgu öðru í lífinu. Hann vinnur með föður Mörtu. Góðleiki Dags gagnvart öðr- um og hljóðlát hamingja er hann færir inn á heimili tveggja föður- lausra bama og móður þeirra, sýna Mörtu nýjar hliðar á lífinu. Þetta er góð saga sögð af snilld og næmum skilningi. Margareta Strömstedt er þekktur rithöfundur I Svíþjóð og hefur hlotið margs konar viðurkenningar og verðlaun fyrir bækur sínar. Hún er sjálf alin upp í Smálöndum, þar sem faðir hennar var predikari. Móðir hennar var oft veik og þurfti hún þá að gæta ynir systkina sinna og hjálpa til — eins og Marta í sögunni. Þýðingin er mjög góð og skemmti- legar myndir sýna hýrt andlit og íbygginn svip Mörtu. Með bestu sög- um sem em í öllu jólaflóði bama- og unglingabóka. DAGUR AF DEGI Umsagnir um bækur eftir Matthías Johannessen . . . góðskáld sem andar öðru og meira endurnærandi lofti. Breska skáldið og gagn- rýnandinn, Adam Thorpe, um The Naked Machine í Literary Review, London. . . . þótti mikið til um kvæðin sem vöktu hjá okkur endurminningar um íslands- ferðina 1979. Siegfried Lenz um Ultima Thule. Sól á heimsenda er tiltölulega stutt saga, en eftirminnileg. Ef það sem stendur á milli línanna, og þau hugrenningatengsl sem bókin gefur tilefni til, eru líka reiknuð með, þá cr hún sennilega mesta bókin, sem hefur komið núna fyrir jól. Danski sendikennarinn og bókmenntafrœðingurinn Kjeld Gall Jorgensen. EYMOHDSSOH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.