Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 1
80 SIÐUR B 11 STOFNAÐ 1913 292. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins UNICEF vill átak gegn bamadauða Vínarborg. Reuter. BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvatti til þess i gær að haldinn yrði leiðtogafundur helztu ríkja heims til þess að takast á við það sem stofiiunin kallar óþarfa barnadauða af völdum fátækt- ar, afskiptaleysis og sjúkdóma. í skýrslu, sem UNICEF sendi frá sér í gær um stöðu bama, sagði að þörf væri meiriháttar átaks á borð við Marshall-aðstoðina, sem Bandaríkjamenn veittu htjáðum Evrópuríkjum eftir stríð, til þess að vinna bug á fátækt í heiminum. Mikilsverður árangur hefði náðst í því að draga úr bamadauða á síðastliðnum 20 áram. Gífurleg Byltingu aístýrt í Súdan: Gripið til neyðarlaga í Khartoum Khartoum. Reuter. STJÓRN Súdans lýsti í gær yfir neyðarástandi í Khartoum, höf- uðborg landsins, en um helgina komst upp um áform manna, sem hugðust steypa stjórninni. Að sögn blaðsins al-Sudani komst á sunnudag upp um bylting- aráform „kynþáttahatara", en það er hugtak, sem yfirvöld hafa notað um menn, einkum úr suðurhluta landsins, er tekið hafa þátt í aðgerð- um er beinst hafa gegn stjóm lands- ins. Að sögn embættismanna var for- ingi byltingarmanna ofursti í stjóm- arhemum. Blaðið al-Usbu, sagði hins vegar að forsprakkar bylting- armanna væru fyrrverandi stjóm- málamenn og fyrram yfirmenn í her landsins, sem verið hefðu hlið- hollir Jaafar Nimeiri, forseta, sem herinn steypti af stóli 1985. Gripið er til neyðarlaga í Kharto- um á sama tíma og deilur magnast innan samsteypustjómar Sadeqs al-Mahdis, forsætisráðherra. Emb- ættismenn sögðu að nauðsynlegt hefði verið að lýsa yfir neyðar- ástandi til þess að bijóta byltingar- öflin að fullu á bak aftur. Lögregla hefur m.a. fengið víðtæka hand- tökuheimild. skuldasöfnun fátækra ríkja í Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku, ógnaði hins vegar þeirri þróun og hefði jafnvel snúið henni við í einstaka tilfelli. Þriðja hvert Afríkubam ætti við hungur að stríða og fjögur af hveij- um 10 undir fimm ára aldri bæra merki vannæringar. „í dag deyja að jafnaði 14 millj- ónir bama árlega úr algengum sjúkdómum og vegna vannæringar. Koma mætti í veg fyrir flest dauðs- fallanna með til þess að gera ein- földum og ódýram aðferðum," sagði í skýrslunni. Að sögn fulltrúa UNICEF mætti koma í veg fyrir dauða flestra bam- anna með bólusetningu, sem kostar um 25 krónur íslenzkar, og fimm krónu þrúgusykursdrykk, sem kæmi í veg fyrir vessaþurrð, er væri helzta dánarorsök bama er þjást af bráðri steinsmugu. Frá Betlehem Reuter Vegna jólahátíðarinnar verður öflug öryggisgæzla í ísrael. Myndin var tekin í gær af vel vopnuðum lögreglumönnum úr landamæraverðinum á leið til varðstöðva í Betlehem, fæðingarborgar frelsarans. Sjá ennfremur „Sharon liamast gegn samstarfi við Verka- mannaflokkinn" á bls. 34. Líbanon: Rauðikross- inn hættir hjálparstarfi Genf. Reuter. Alþjóðarauðikrossinn ákvað í gær að hætta hjálparstarfi í Líbanon vegna hótana gegn starfsmönnum stofiiunarinnar. Er það í fyrsta sinn í 125 ára sögu samtakanna að ákvörðun af þessu tagi er tekin. Rauðikrossinn hefur sinnt hjálp- arstarfi í Líbanon frá því borgara- styijöld braust út þar i landi fyrir 13 áram. Starfsmenn samtakanna yfirgáfu landið í gær í framhaldi af ákvörðun höfuðstöðva þeirra í gær. í tilkynningu Rauðakrossins sagði að líf starfsmanna samtak- anna í Líbanon, 17 að tölu, hefðu verið í bráðri hættu vegna hótana öfgamanna. Þar sem allir aðilar átakanna í Líbanon leggðu ekki blessun sína yfir starfsemi samtak- anna þar ættu þau ekki annarra kosta völ en hætta henni. í lok síðustu viku slepptu líbanskir mannræningjar starfsmanni Rauðakrossins, sem þeir höfðu haldið í mánuð. Skýrsla OECD um ástand og horfiir í efiiahagsmálum: Aukimií hagsæld spáð í vestrænum ríkjum ísland eina OECD-ríkið þar sem spáð er samdrætti vergrar landsframleiðslu París. Reuter. EFNAHAGS- og framfarastofii- unin (OECD) birti í gær skýrslu um ástand og horfiur í efiiahags- málum þar sem sagði að vestræn ríki stæðu nú frammi fyrir meiri hagsæld en í hálfan annan áratug. Fyrir ári sagði stofhunin sömu ríki hugsanlega vera á leið inn í Endur- nærðir Ár hvert fer fram öskur- keppni í Tókýó og var myndin tekin þegar leikurinn stóð sem hæst hjá Yoko Matsuda, stúlku, sem fór með sigur af hólmi. Öskur hennar mældist 107,7 desibel. Keppendur þykjast endur- nærðir að ösk- urkeppni lok- inni og tilbúnir að ganga á vit nýs árs. Reuter kreppu. t spá OECD um þróun vergrar landsframleiðslu á næstu árum er i öllum tilvikum gert ráð fyrir aukningu, nema á Islandi. Þar mim hún dragast saman á þessu ári um 1,5% og jafii mikið á þvi næsta, að mati sérfræðinga stofiiunarinnar. Samkvæmt skýrslu OECD jókst iðnaðarframleiðsla um 4% að jafnaði f hinum 24 aðildarríkjunum stofnun- arinnar frá því á miðju síðasta ári. Var sú aukning fyrirséð að vissu marki þar sem áður höfðu fjárfest- ingar í iðnaði aukizt jafnt og þétt. Samkvæmt spám OECD verður hagvöxtur í aðildarrílq'um að meðal- tali 4% á þessu árí, 3,25% á næsta ári og 2,75% árið 1990. í spám, sem birtar voru í júní sl, var spáð minni vexti en nú er gert. Fyrir réttu ári var spá stofnunar- innar á aðra leið. Hún var birt tveim- ur mánuðum eftir hranið á verð- bréfamarkaði í New York. 1 spánni sagði að „viðvarandi órói á fjár- magnsmarkaði gæti jafnvel kallað kreppu yfir aðildarríkin og hærri vexti“. Þrátt fyrir góðan hagvöxt sögðu sérfræðingar OECD að atvinnuleysi yrði áfram hlutfallslega mikið og að til verri vegar horfði hvað verðbólgu snerti. Verðlag færi hækkandi og næmi verðbólga, miðað við heiminn allan, nú fjórum prósentum. Einnig sagði í skýrslu stofnunar- innar um horfur í efnahagsmálum að vissrar óvissu gætti vegna ójöfn- uðar f viðskiptum Bandaríkjamanna annars vegar og Japana og Vestur- Þjóðveija hins vegar. Sjá ennfremur „Efiiahagsspá OECD“ á bls. 32. Afinælissöngurinn skiptir um eigendur New York. Reuter. SÖNGLAGIÐ Hún [Hann] á afinæli í dag, sem sungið hefiir verið S afinælisveizlum v(ða um heim, hefiir verið selt Warner-fjölmiðl- unarfyrirtækinu, að sögn stórbiaðsins New York Times. Láta mun nærri að höfundarþóknun eiganda lagsins nemi um einni milljón doUara á ári, eða um 45 milljónum íslenzkra króna. Samkvæmt Heimsmetabók arlaun. Wamer-fyrirtækið hefur Guinness er afmælislagið eitt þriggja vinsælustu sönglaga, sem sungin era á ensku. Hin era „Auld Lang Syne“ (Hin gömlu kynni gleymast ei) og „For He’s a Jolly Good Fellow". Höfundarrétturinn að afmælis- söngnum hefur verið í eigu banda- ríska fyrirtækisins Birchtree. Lagið er oft flutt á stað eða við tækifæri þar sem flytjendum ber, tæknilega séð, að greiða höfund- nú samið um kaup á Birchtree og afmælissöngnum þar með, að sögn New York Times, fyrir 25 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,1 milljarðs króna. Afmælislagið var samið fyrir tæpri öld af systranum Patty og Mildred Hill í Louisville í Kentucky. Textinn var ritaður seinna og er höfundarréttur á honum til ársloka 2010.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.