Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21;' DESEMBER 1988 Tveir notaðir lyftarar til sölu. 21/2 tonna TCM dísellyftari með veltigöfflum og 4 tonna STILL dísellyftari. Upplýsingar í síma 92-14534. NÝTT SÍMANÚMER H J Á í S A L Frá og með deginum í dag, mið- vikudeginum 21. desember 1988, verður nýtt símanúmer hjá íslenzka álfélaginu hf. 607000 Bent er á, að um leið er tekið upp beint innval í allar deildir fyrirtækisins. ISAL íslenzka álfélagið hf. UMBERTO GINOCCHIETTI %u. " PELSINN Kirkjuhvoli, sími 20160. Morgunblaðið/Sverrir Kristján Sæmundsson, Einar Gunnlaugsson og Axcl Kaaber eru höfundar texta bókarinnar íslenskir steinar. Ný bók um íslenska steina: Eflir vonandi áhuga manna á steinasöfiiun segja höfimdarnir íslenskir steinar heitir bók sem Bjallan hefur nýlega sent frá sér. í formála bókarinnar segir að henni sé ætlað að gefa heildaryfirlit yfir íslenska steina fyrir áhugamenn og byijendur í steinasöfhun. Bókin sé ekki al- hliða fræðirit heldur nægjanleg steinafræði þeim sem fást við söfiiun og greiningu steina. Höf- undar texta eru jarðfræðingarn- ir Einar Gunnlaugsson og Krist- ján Sæmundsson og Axel Kaaber sem um árabil hefur stundað steinasöfnun. Grétar Eiríksson tæknifræðingur tók myndirnar. Blaðamaður Morgunblaðsins spjallaði lítillega við þá þremenn- inga sem skrifuðu textann og voru þeir fyrst spurðir um tilurð bókarinnar. — Forráðamenn Bjöllunnar vildu gefa út bók um íslenska steina í svipuðum dúr og bækurnar um fuglana og speíidýrin sem bókaút- gáfan hefur gefið út á undanfömum árum. Við fórum af stað og fljót- lega varð nú ljóst að þessi bók yrði að vera heldur viðameiri en ætlað var í upphafi og er því ekki beinlín- is bamabók heldur almenn og ítar- leg bók um íslenska steina, söfnun þeirra og greiningu. Hún er hugsuð jöfnum höndum sem kynning á fegurð og fjöl- breytni íslenska steinaríkisins og sem handbók fyrir þá sem vilja læra að þekkja steina og steinteg- undir á auðveldan hátt af saman- burði við myndimar. Tvö ár í smíðum Sem fyrr segir skrifuðu þeir þrír textann og Grétar Eiríksson tók myndimar og má segja að texti og myndir taki svipað rými í bókinni. Ljósmyndimar em yfir 90 og aðeins örfáar svart-hvítar. Bókin er hin fyrsta sinnar tegundar um íslenska steina með litmyndum og hefur verið tvö ár í smíðum. — Við emm allir þrír ábyrgir fyrir textanum og reyndum að hafa hann sem aðgengilegastan. Fyrst er stutt jarðfræðiágrip, síðan kafli Grétar Eiríksson tók allar mynd- irnar í bókinni og er þessi á fors- íðu hennar. um greiningu steintegunda og eftir það er fjallað um hina ýmsu fiokka bergtegunda og steintegunda. Viðamesti kafli bókarinnar er um hinar svonefndu holufyllingar. í þeim hópi em zeólítamir sem Island er frægt fyrir. Flestir kannast þó við geislasteina en þeir em einna auðkennilegastir af zeólítunum. Fáar steintegundir hafa íslensk nöfn en við höfum reynt að skýra útlendu nöfnin skilmerkilega. í bók- arlok er kafli um steinasöfnun sem vert er að kynna sér og við bendum einnig á kennslubækur og greinar um þessi efiii. Er þá hægt að fara út í náttúr- una og safna steinum og greina þá með þessa bók að leiðarljósi? — Kannski nokkum veginn. Það á að vera vandalítið að greina steina eftir þeim upplýsingum sem bókin veitir en hún er ekki nákvæm leið- beining um hvar þessa eða hina tegundina er að finna. Fundarstaðir em sem sagt ekki gefnir upp heldur aðeins sagt í hvaða landshluta við- komandi steinar fundust. Almennu kaflamir segja til um hvar líklegt er að steinar finnist og þegar menn hafa tileinkað sér þá almennu þekk- ingu geta þeir farið út í náttúmna og skoðað til dæmis gamlar eld- stöðvar, holufyllt blágrýtislög eða annað það umhverfi þar sem gott er til fanga. Það er líka mikilvægt varðandi steinasöfnun að menn fái leyfi viðkomandi landeigenda til að ganga um og leita eftir steinum og steinasafnarar verða að sjálfsögðu að ganga vel um. Greining steina ætti hins vegar að vera nokkuð auðveld eftir bók- inni. Hins vegar verður að gæta þess að þvo eða hreinsa steinana til að einkenni þeirra komi sem best í Ijós. Það sem menn athuga þá einkum era lögun þeirra, harka, litur, gljái, kleyfni og brotsárið. Eftir þessu má greina steina með nokkurri nákvæmni en vissulega þurfa steinasafnarar að leita til vísindamanna um nákvæmari greiningu í sumum tilvikum ef þeir vilja fá vissu sína. Myndatakan vandaverk Bókin íslenskir steinar er liðlega 140 blaðsíður og eins og fyrr segir em myndimar flestar í lit. Mynda- takan sjálf var mikið vandaverk og ekki síður litgreining myndanna og prentun. Þurfti stundum að taka myndir aftur ef mönnum fannst hin nákvæmlega réttu blæbrigði ekki koma skýrt fram og sögðu þeir fé- lagar að Grétar og starfsmenn prentsmiðjunnar Odda þar sem bók- in var unnin hefðu sýnt mikla vand- virkni. í sumum tilvikum höfðu starfsmenn prentsmiðjunnar stein- ana sjálfa við höndina til að ná sem bestum árangri. Að lokum er Axel Kaaber spurð- ur hvort mikill áhugi sé á steina- söfnun hérlendis: — Mér virðist það nú og þó það séu kannski ekki margir virkir fé- lagar í Félagi áhugamanna um steinasöfnun þá skrifuðu kringum 5 þúsund manns sig í gestabók okkar þegar við vomm með sýningu í Norræna húsinu í sumar. Ég vona að bókin efli áhuga manna á steina- söfnun og verði þeim hvatning og fróðleikur og ég geri einnig ráð fyrir að skólamir geti notað hana við kennslu. Ég vil einnig fá að lýsa hér ánægju minni með þetta framtak forráðamanna Bjöllunnar því þeirra hlutur er ekki minnstur. Spáð 2,5% árlegri fjölgun krabba- meinstilfella fi*am til ársins 2000 SAMKVÆMT spá um Qölda krabbameina á íslandi árið 2000 er gert ráð fyrir að rúmlega 1100 krabbameinstilfelli greinist þá, en það er um 2,5% aukning á ári frá meðaltali áranna 1982- 1986, en þá greindust að meðal- tali 745 ný krabbameinstilfelli árlega. Kemur þetta fram í grein eftir þá Jón Hrafhkelsson, Helga Sigvaldason, G. Snorra Ingimars- son og Hrafii Tulinius, sem birt- ist í nýjasta tölublaði Lækna- blaðsins. Á ámnum 1982-1986 dóu á fimmta hundrað einstaklingar ár- lega úr krabbameini hér á landi, og var hlutfall krabbameina af dán- arorsökum á þessu tímabili um tutt- ugu og fimm af hundraði. Síðastlið- in 30 ár hefur fjöldi nýrra krabba- meinstilfella aukist að meðaltali um 3,1% á ári, en þessi fjölgun hefur meðal annars orðið vegna almennr- ar fólksfjölgunar, hækkaðs meðal- aldurs og aukinnar áhættu. í greinninni í Læknablaðinu er notað aldursbundið nýgengi krabbameina á ámnum 1957 til 1986 sem gmndvöllur fyrir spá um fjölda krabbameina árið 2000, en aldursbundið nýgengi krabbameina er hlutfall nýgreindra krabba- meinstilfella á ákveðnu aldursskeiði og tilteknu tímabili af fólksfjöldan- um. Á tímabilinu 1957-61 greindust árlega að meðaltali 350 krabba- meinstilfelli. Á ámnum 1982-86 greindust að meðaltali 745 tilfelli árlega, sem er um 3,1% aukning á ári á þessu tímabili. Árið 2000 ger- ir spáin ráð fyrir rúmlega 1100 til- fellum, sem er um 2,5% aukning á ári á þessum 16 ámm. Aukningin er því tæplega 50%. Ef gert hefði verið ráð fyrir óbreyttu nýgengi áranna 1982-86, en einungis tekið tillit til breytingá á aldurssamsetn- ingu og fjölgun þjóðarinnar, mundu nálægt 950 krabbamein greinast árið 2000 og aukningin orðið tæp 40%. Samkvæmt mannflöldaspám mun draga nokkuð úr fjölgun krabbameina á næstu ámm vegna breytinga á mannfjölda og aldurs- skiptingu hans miðað við síðustu 30 ár. Arleg aukning krabbameina vegna þessara breytinga fram til ársins 2000 verður því um 1,5% í stað 2,1% á síðustu 30 ámm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.