Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER,1988 — 15 Menn og hestar Békmenntir Sigurjón Björnsson Jódynur. Hestar og mannlíf i Austur-Skaftafellssýslu I. Guðmundur Birkir Þorkelsson bjó tíl prentunar. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. 1988. 255 bls. Árið 1977 ákvað hestamannafé- lagið Homfirðingur að efna til rits um sögu homfirska hestsins. Skip- uð var nefnd, sem svo fékk Guð- mund Birki Þorkelsson til að vinna með sér og búa efnið til prentunar. Nefndin ákvað að víkja nokkuð frá hinum upphaflegu fyrirmælum. Um það segir í formála: „Nefndin tók strax þá ákvörðun að efnið skyldi sótt til allrar sýslunnar frá Skeiðará í vestri og að Lónssveit í austri og það skyldi ekki eingöngu bundið við sögu félagsins og kynbótastarf- ið heldur skyldi einnig kappkostað að gefa sem besta mynd af daglegu starfí manna og hesta eins og þar var á þeim tíma sem félags- og ræktunarsagan gerist. Það fer ekki á milli mála að samgöngumar skipi mikið rúm því þar reyndi hvað mest á.“ Rit þetta, sem er fyrra bindi af tveimur, miðast við tímabilið fram til 1950. Verður seinna bindið fram- hald þess. í þessu bindi er að fínna 20 rit- gerðir og frásagnaþætti, mislanga og ólíka að efni. Höfundar em nokkm færri, því að tveir þeirra eiga fleiri en einn efíiisþátt: Þor- steinn Jóhannsson á Svínafelli á eitt kvæði og þrjár greinar og Eg- ill Jónsson á Seljavöllum á þtjár ritgerðir. Tvær fyrstu greinar bókarinnar eftir Egil Jónsson, Ræktun hrossa í Hornafirði í upphafi aldar og Ættir og erfðir, er prýðisgóð bók- arbyijun. Þar em merkustu hrossin- fyrr á öldinni kynnt. Við kynnumst vel eiginleikum þeirra, ættartengsl- um, afkvæmum og skyldleika. Þetta er flarri því að vera þurr lestur, því að frásögnin er breið. Engu að síður er ættfræðin á sínum stað og henni er þjappað saman í þijár afar vel- gerðar ættartöflur. Þegar við þetta bætist ágæt ritgerð Þorsteins Jó- hannssonar um Hrossakyn í Öræf- um og þriðja grein Egils Jónssonar um Hrossaræktarfélag Horna- Qarðar, hefur lesandinn fengið góða gmnnfræðslu til að skilja bet- Guðmundur Birkir Þorkelsson ur framhaldið. Þar ber mest á ýmiss konar frásögnum af ferðalögum, erfiðleikum, svaðilfömm, kjarki og dugnaði manna og hesta. Oftast nær kemur hesturinn mikið við sögu, þessi þrekvaxna og þrekmikla vitskepna, sem Skaftfellingar og Homfirðingar hafa lagt stund á að hreinrækta. Bókinni lýkur á stórmerkri og Iangri ritgerð Páls Þorsteinssonar á Hnappavöllum um Samgöngur í Skaftafellssýslu. Er það vissulega viðeigandi endir á þessari athyglis- verðu bók. Ég hlýt að dást að því hversu miklu og góðu efni hefur verið safn- að til þessarar bókar og hversu vel því er saman raðað til að mynda úr samstæða heild. Og sannarlega er stfllinn ekki loppinn hjá þeim Skaftfellingum. íslenska þeirra er oftast með ágætum. Talsvert marg- ar myndir em í ritinu af mönnum, hestum og staðháttum. Þær em flestar gamlar og því oft fremur óskýrar, en vissulega góðar heimild- ir engu að síður. Það er enginn vafí á að þessi bók verður heimamönnum kærkominn jólalestur og raunar fjölmörgum fleirum, ekki síst hestamönnum. Margir líta til Homafjarðar úr þeim flokki. Svo er ekki annað en bíða fram- haldsins. Má ég minna útgefendur á að gleyma þá ekki skrám yfír hross og menn fyrir bæði bindin. XJöfðar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! Sendum öllum, sem dvöldu hjá okkur í sumar, bestu jóla- og nýárskveÖjur. Stamadis og fjölskylda, Hótel Anixis. 100% ANGORA Bamafatnaðurinn frá Fínull er íslensk hágæðavara úr 100% angóruull, Hann er: • mjúkuroghlýr • stingurekki • einangrarfrábærlegavel, jafnvel þótt hann blotni • létturísér. 100% angóruull ereinn besti hitagjafi sem völ erá. FRAMLEIÐSLA - HEILDSALA - SMÁSAL4 V/ÁAFOSSVEG-SÍMI91-666006 ÚTSÖLUSTAÐIR REYKJAVlK: Álafossbúðin, Vesturgötu 2 • Árbæjarapótek, Hraunbæ 102B • Breiðholtsapótek, Módd • Droplaugarstaðir, verlsun • Ellingsen, Grandagarði • Garðsapótek, Sogavegi 10 • Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11 • Holtsapótek, Lang- holtsvegi 84 • Ingólfsapótek, Kringlunni • Lyfjabúðin Iðunn, Laugavegi 40 • Madam, Glæsibæ • Skátabúðin, Snorrabraut 60 • Sportval, Kringlunni • Veiðlvon, Langholtsveg! 111» KÓPAVOGUR: Bergval, Hamraborg 11» GARÐABÆR: Apótek Garðabæjar • HAFNARFJÖRÐUR: Apótek Norðurbæjar, Miðvangi • Hafnarfjarðarapótek, Strandgötu 34 • KEFLAVlK: Vinnufatabúðin, Hafnargötu 32 • MOSFELLSBÆR: Apótek Mosfellsbæjar • Flnull hf. v/Álafossveg • AKRANES: Sjúkra- húsbúðin • STYKKISHÓLMUR: Hólmkjör • BÚÐARDALUR: Kaupfélag Hvammsfjarðar • (SAFJORÐUR: Sporthlaðan • BOLUNGARVlK: Einar Guðfinnsson hf. • FLATEYRI: Brauögerðin • PATREKSFJÖRÐUR: Verslun Ara Jónssonar • TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjamabúð' • HÓLMAVlK: Kaupfólag Steingrlmsfjarðar • VARMAHLÍÐ: Kaupfélag Skagfirðinga • SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirðingabúð • SIGLUFJÖRÐUR: Veiðafæraversl. Sig. Fanndal • AKUREYRI: Parls, Hafnarstræti • DALVlK: Dalvíkurapótek • Verstunin Kotra • ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg • HÚSAVlK: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar • MÝVATN: Verslunin Sel, Skútustöðum • EGILSSTAÐIR: Kaupfélag Hóraðsbúa • SEYÐISFJÖRÐUR: Verslun E.J. Waage • HÖFN: Kaupfélag A-Skaftfellinga • HELLA: Rangárapótek • SELFOSS: Vöruhús KÁ • HVERAGERÐI: Heilsubúðin, Heilsuhæli NLFl • Olfusapótek • VESTMANNAEYJAR: Mozart. RISAEÐLUR OG RISAEDLLS 9 5 f |E| Jt^-isaeðlur, fljúgandi skriðdýr og aðrar furðuskepnur — undraheimur sem eitt sinn var. Þessi fyrirbæri vekja ótal ntargar spurningar. Hvers vegna urðu risaeðlurnar aldauða? Hver er uppruni mannsins? V ísinda- menn hafa skyggnst með spæjara- augum aftur í gráa forneskju og svara spurningum. Fjarlæg fortíð verður lífi gædd á litríkum myndum, kortum og línuritum. Þetta er saga hnattarins okkar í milljónir alda. IÐUNN Brœðraborgarstíg 16 ■ sími 28555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.